Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR : + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir mín og systir, HANNA SESSELJA HÁLFDANARDÓTTIR, Þrúðvangi 9, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 3. desember. Ármann Markússon, Ingibjörg Markúsdóttir, Hálfdan Þórir Markússon, Sóley Indriðadóttir, Hanna Sesselja, Bára Fanney, Árný Þóra, Margrét Rósa og Sylvía Rún Hálfdanardætur, Þórdís Hansdóttir, Gísli Elíasson, Kristrún Bjarney Hálfdanardóttir, Jón Magnús Magnússon. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGRÍÐUR ARINBJARNARDÓTTIR, Þórsmörk 2, Selfossi, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánu- daginn 29. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. t(Þökkum auðsýnda samúð og hlýju. Arnheiður Guðmundsdóttir, Sverrir Kristinsson, Heimir Guðmundsson, Sólveig Björnsdóttir, Iðunn Guðmundsdóttir, Ólafur Gránz, barnabörn og barnabarnabörn, Svana Arinbjarnardóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR ÞÓRODDSDÓTTIR frá Alviðru, Dýrafirði, Hraunbæ 102b, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi laug- ardagsins 4. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Þóroddur Þórhallsson, Rúna Knútsdóttir, Rögnvaldur Andrésson, Sjöfn Sveinsdóttir, Kristbjörg Steingrímsdóttir, Walter Hjartarson, Sólveig B. Steingrímsd. Young, Anthony C. Young, Aðalsteinn Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, ERLINGUR STEINDÓRSSON, Gnoðarvogí 58, Reykjavík, lést laugardaginn 27. nóvember síðastliðinn. Oddbjörg Sigurðardóttir, Steindór Bjarnfreðsson, Sigurður Steindórsson, Valgerður Ottósdóttir, Ásgeir Steindórsson, Sverrir Steindórsson, Jórunn Víglundsdóttir, Ingibjörg Steindórsdóttir, Alfons Sólbjartsson og fjölskyldur. + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengda- föður, ÞÓRARINS GUÐLAUGSSONAR, Fellskoti. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða umönnun. Katrín Þorsteinsdóttir, Katrín Þórarinsdóttir, María Þórarinsdóttir, Kristinn Antonsson, Guðlaugur Þórarinsson, Anna Rögnvaldsdóttir, Þorsteinn Þórarinsson, Guðrún Sveinsdóttir, Eyvindur Þórarinsson, Guðrún Þorsteinsdóttir. + Jón Júlíus Sig- urðsson fæddist í Flatey á Breiðafirði hinn 7. desember 1922. Hann lést á heimili sínu hinn 25.nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannesson skip- stjóri og bóndi, f. 2.2. 1881, d. 6.3. 1962. og Halldóra Ragnheiður Jónsdóttir, húsmóð- ir, f. 4.1. 1886, d. 22.2. 1969. Auk Jóns áttu þau hjónin son- inn Björgúlf, f. 3.7. 1915, d. 1.10. 1985. Jón kvæntist hinn lO.nóvember 1951 Ólafíu Þórðardóttur frá Firði í Kerlingarfirði á Barða- strönd, f. 24.2. 1927, d. 31.10. 1995. Hún var dóttir hjónanna Þórðar Jónssonar hreppstjóra og bónda á Firði og Bergljótar Ein- arsdóttur húsmóður. Börn Jóns og Ólafíu eru: 1) Halldóra Berg- Ijót Jónsdóttir, útgerðarsfjóri, f. 31.10. 1952, gift Ágústi Þor- björnssyni, f. 17.10. 1952 og eru þau búsett á Höfn í Hornafirði. Börn þeirra eru: a). Jón Þorbjörn, f. 8.10. 1974, dóttir hans er Sól- veig Ýr, f. 30.9.1997. b) Gísli Karl, f. 12.11. 1976. c) Ólafur Pétur, f. 31.3. 1979. d) Bergþóra Ólafía, f. 29.6. 1984. 2) Guðrún Júlía hjúkr- unarfræðingur, f. 2.8.1959, í sam- búð með Sigurði Grétari Ragnars- syni, f. 21.4. 1961, og eiga þau dótturina Sigríði Lóu, f. 19.10.1985. Þau eru búsett á Höfn í Hornafirði. 3) Þórður Jónsson, starfsmaður Fjárhagsdeildar Landsbanka Is- lands, f. 31.5. 1961, í sambúð með Stefaníu Jónsdóttur, f. 02.08.1961, í dag kveðjum við elskulegan tengdaföður minn, Jón Júlíus Sig- urðsson sem andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 25. nóvember. Fráfall hans var engan veginn fyrirséð þrátt fyrir að heilsan hafi ekki verið hans aðalsmerki undanfarin ár. Engan veit ég jafn duglegan við að stytta sér stundir og hann tengdaföður minn. Þau voru ófá áhugamál hans, bæði um menn og málefni. Hann var hafsjór af fróðleik og þær voru fáar spurningarnar sem hann kunni ekki svör við. Golfið stundaði hann meðan heilsan leyfði. Nú síðustu árin hefur handverkið átt hug hans allan. Löng- um stundum sat hann við að tálga út ýmis listaverk eins og heimili hans og fjölskyldumeðlima sanna. Einnig var hann liðtækur við að mála, og þá helst æskustöðvarnar úti í Flatey á Breiðafirði. Spilamennska hefur ver- ið stór þáttur í lífi Jóns um árabil og sinnti hann henni ötullega, m.a. í synir þeirra eru Jón Andri, f. 15.1. 1990 og Valgeir, f. 19.1. 1994. Þau eru búsett í Reykjavík. 4) Ólafía Hrönn, leikkona, f. 7.12. 1962, í sambúð með Erni Johnson, f. 31.5. 1967. Dóttir þeirra er María, f. 31.7. 1999. Synir Ólafíu eru Magnús Þórður Rúnarsson, f. 21.10. 1985 og Skarphéðinn Þórs- son, f. 9.11. 1990. Búsett í Reykjavík. 5) Sigríður Ragna, landfræðingur og starfsmaður Kvikmyndasjóðs íslands, f. 20.1.1970 í sambúð með Auðuni Atlasyni. Sonur þeirra er Blugi, f. 17.3, 1992. Búsett í Reykjavík Jón fæddist í Flatey á Breiða- firði en fluttist sjö ára gamall til Reykjavíkur. Hann lauk námi við Kennaraskólann í Reykjavík árið 1942 og vann ýmsa vinnu til 1943 er hann hóf störf hjá Landsbanka íslands. Jón starfaði sem útibús- stjóri hjá Langholtsútibúi og var fyrsti útibússtjóri Múlaútibús Landsbanka Islands Árið 1971 fiuttist Jón með fjölskyldu si'na til Hafnar í Hornafirði þar sem hann stofnsetti útibú Landsbanka Is- lands. Þar bjó Jón ásamt ljöl- skyldu sinni til ársins 1978 er fjöl- skyldan fluttist til Eskifjarðar þar sem Jón tók við starfi útibústjóra. Árið 1980 fluttist Jón til Reykja- víkur og starfaði sem útibústjóri í Vesturbæjarútibúi uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í lok árs 1992. Útför Jóns fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. spilaklúbbi úti í Bústaðakirkju. Frá fyrstu kynnum mínum af tengdafjölskyldu minni fyrir 14 ár- um hefur mér oft fundist sem ég væri ein af dætrum hans Jóns. Eftir fráfall tengdamóður minnar, Ólafíu Þórðardóttur, í október 1994 skapað- ist sú hefð að Jón kæmi til okkar Dodda í mat, helst einu sinni í viku og urðu sunnudagarnir oftast fyrir valinu. Voru þetta ljúfar stundir fyr- ir okkur fjölskyldumeðlimina. Ekki var matseðilinn aðalatriðið heldur félagsskapurinn góður og drengirnir okkar tengdust afa Júlla enn betur en ella. Þeir sakna hans sárt. Það heur verið tómlegt hjá okkur síðustu tvo sunnudagana. Nú þegar tími ljóss og friðar er að ganga í garð kveð ég með virðingu og vinsemd tengdaföður minn. Hans er sárt saknað. Stefanía G. Jónsdóttir. í dag verður borinn til grafai- Jón Júlíus Sigurðsson, fyrrverandi úti- bússtjóri hjá Landsbanka íslands. Jón Júlíus var fæddur í Flatey á Breiðafirði hinn 7. desember árið 1922 og bjó þar fyrstu æviárin. Þrátt fyrir að hafa ahð lengstum manninn í Reykjavík og á Austurlandi þar sem hann starfaði sem útibússtjóri Landsbankans á Hornafirði og Eski- firði, leitaði hugur hans jafnan á æskuslóðirnar í Flatey. Á heimili Jóns og eiginkonu hans, Ólafíu Þórð- ardóttur, mátti sjá mörg merki þessa; bækur um Breiðfirðinga, ljós- myndir úr Flatey og ekki síst mál- verk sem Jón málaði af natni. Jón Júlíus Sigurðsson var um margt sérstakur maður. Hann var bankamaður af gamla skólanum, ná- kvæmur og heiðarlegur, og átti far- sælan starfsferil í Landsbanka Is- lands, síðast í Vesturbæjarútibúi. En þó starfið hafi skipað stóran sess í lífi Jóns þá var hann mikill lífskúnstner utan vinnu. Hann átti fjölda ólíkra áhugamála sem hann sinnti af kappi. Garðrækt, útskurð, íþróttir og spila- mennsku sem hann stundaði jöfnum höndum við fjölskyldulíf, svo fátt eitt sé nefnt. Jón var enda einn af þeim mönnum sem hafa ætíð nóg fyrir stafni eftir að þeir láta af störfum, raunar svo mikið að erfitt var að ná í hann sakir anna. Eitt helsta einkenni Jóns var hinn lifandi áhugi sem hann hafði á samfé- lagsmálum og vitsmunaleg forvitni sem dreif hann áfram. Hann hafði gaman af því að ræða stjórnmál og fylgdist grannt með málefnum líð- andi stundar. Erfitt er að fastsetja hverjum Jón fylgdi að málum í stjórnmálabaráttunni, en þó má segja að meginstefið í hans pólitísku sannfæringu hafi verið virðing fyrir manninum og samúð með þeim sem minna mega sín í lífinu. Hann hafði ennfremur mikinn áhuga á sögu og las sagnfræðirit, ævisögur og sögu- legar skáldsögur af kappi. Hann hafði stáiminni og var einn af þess- um mönnum sem eru vel heima á mörgum sviðum. Enda hafði hann gaman af því að vera í sigurliði í spurningakeppni aldraðra í Ríkis- útvai’pinu. Það var gaman að ræða við Jón og hann var ávallt tilbúinn að endurskoða afstöðu sína þætti hon- um rök fyrir því, þó oft hafi hann ver- ið fastur á skoðun sinni. Kímnigáfu hafði hann ríkulega. Þessir kostir Jóns endurspegluðust í því að hann átti fjölda vina og kunningja, og var vinsæll og farsæll maður. Jón átti stóra fjölskyldu og sinnti henni vel. Hann heimsótti börn sín reglulega og fylgdist vel með barna- bömum sínum. Missir barna hans fimm, barnabama og langaafabarns er því mikill. Missir annarra ætt- ingja, tengdabama og vina er það sömuleiðis og hans verður sárt sakn- að. Guð blessi minningu Jóns Júlíus- ar Sigurðssonar. Tengdasynir, Ágúst Þorbjömsson, Sigurður Grétar Ragnarsson, Örn Johnson, Auðunn Atlason. JON JULIUS SIGURÐSSON + VALURJÓHANNSSON yfirlæknir, Linköping, lést á sjúkrahúsi í Linköping, Svíþjóð, þriðju- daginn 30. nóvember sl. Ann Louise Jóhannsson, Vilhjálmur Jóhannsson. + Faðir okkar, ÁGÚST JÓNSSON bóndi, Sigluvík, Vestur-Landeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi laugardaginn 4. desember. Börn hins látna. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, símí 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.