Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 55

Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 55
I f MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 55 UMRÆÐAN V ont versnar í GREIN, sem und- irritaður birti í Morg- unblaðinu miðvikudag- inn 1. desember, var lýst fráleitri stöðu ís- lendinga í væntanleg- um samningum við Norðmenn um áliðju- ver á Reyðarflrði. Við Norðmönnum blasii’, að íslenzk stjórnvöld kosta þar til öllu að ná fram ákvörðun um stórvirkjun í Fljótsdal nú þegar. Að því búnu eiga Norðmenn all- skostar við íslenzk stjórnvöld í samninga- gerð, vitandi að líf rík- isstjórnar Islands liggur við að samningar takist. Hvaða heilvita maður fer í graf- götur með hvað þetta ber í skauti sér? Stjórnarherrarnir hljóta að vera búnir að gera það upp við sig að þeir séu reiðubúnir að ganga að afarkost- um Norsk Hydro. Ella myndu þeir ekki haga sér í málinu eins og raun ber vitni. Slæm var staðan, eins og sýnt hef- ir verið fram á, en síðustu dægrin heflr kastað tólfunum. Á fundi sl. þriðjudag með fulltrú- um Worid Wide Fund for Nature lýstu fulltrúar Norsk Hydro yfir -að fyrirtækið væri ekki andvígt lögformlegu mati á umhverfis- áhrifum Fljótsdalsvirkjunar og leiðrétti misskilning sem um það efni hefði ríkt; -að þeir myndu ekki missa áhuga á byggingu álvers, þótt seinkun yrði á fyrri tíma viðmiðun um það efni; -að þeir væru opnir fyrir umræð- um um alla þætti málsins við nátt- Sverrir Hermannsson úruverndarsamtök, stjórnmálamenn og aðra sem hagsmuna hefðu að gæta. Nú hafa ýmsir talið, að hér væri um kú- vendingu að ræða af hálfu Norsk Hydro. Ekki er það þó alveg víst. Hinsvegar er um að tefla algeran snar- snúning frá því, sem iðnaðarráðherra hefir fullyrt að væri afstaða fyrirtækisins. Þegar hafðar eru í huga um- gengnisvenjur hans við sannleikann er allt eins víst að fyrri fullyrðing- ar um afstöðu Norðmanna hafi verið frumframleiðsla í iðnaðarráðuneyt- inu, enda vanur maður sem snýr snældunni á þeim bæ. En viðbrögð iðnaðarráðherra við yfirlýsingum Norsk Hydro eru öll- um augljós, sem hafa augu opin. Hann gerir sér hægt um hönd og betlar nýja yfirlýsingu hjá Norsk Hydro, sem hann túlkar að sinni vild, enda dró fyrirtækið engar fyrri yfir- lýsingar sínar til baka. Og sannast nú enn einu sinni að lengi getur vont versnað. Hábölvuð var samningsstaða okkar fyrir þetta síðasta framtak iðnaðarráðherrans, en nú má heita að hann hafi selt Norsk Hydro sjálfdæmi í málinu. Eða hver halda menn að verði staða íslenzks ráðhen-a gagnvart Norð- mönnum eftir að hann hefir lagzt á hnén fyrir framan þá og grátbeðið um yfirlýsingu sér til handa að nota í pólitískum málflutningi uppi á ísl- andi? Yfirlýsingu til að geta haldið áfram blekkingum um afstöðu þein-a í málinu. Blekkingum ætluðum al- menningi og taglhnýtingum á Al- Álver Hafi samningsstaða ís- lands verið erfið fyrir, segir Sverrir Hermannsson, er hún nú með öllu vonlaus. þingi, sem vita þó betur. Það er eftir öðru að iðnaðarráð- herrann skuli velja 1. desember til athæfisins. Islenzk stjórnvöld hafa aldrei lagzt lægra. Hafi samningsstaða Islands verið erfið fyrir, er hún nú með öllu von- laus. En skamma stund verður hönd höggi fegin. Þetta framferði allt er með þeim fádæmum, að ýmsir munu hugsa sem svo að tilgangurinn geti einnig helgað þeirra meðöl. Ef svo heldur fram sem horfir, stefna mál í óefni og voða. Ef ráðamenn ætla að fara fram með svo dæmalausum hroka og valdníðslu, munu þeir áður en varir hitta sjálfa sig fyrir. Enda er þá svo komið að eigi hafa ein lög allir. Árið 2000 er sérstök ástæða til að rifja upp, til hvers ætla má að leiða muni, ef sundur er skipt lögunum. Slíkt ætluðu stjórnvitringai’ árið 1000 að myndi sundur skipta friðin- um og mætti þá eigi við það mega búa. Þúsund ár hafa í engu hnekkt þeirri speki. Reykjavík, 2. desember 1999. Höfundur er alþingismaður og for- maður Ftjálslynda flokksins. Landsvirkjun segir ósatt í SKÝRSLU sinni um áhrif Fljótsdals- virkjunar á umhverfið fullyrðir Landsvh’kjun að byggt sé á athugun- um á gróðurfari Eyja- bakka sem nú er ljóst að voru aldrei gerðar. Staðhæfingar Landsv- irkjunar um að rann- sóknir á dýralífi svæð- isins hafi verið gerðar í „hartnær 30 ár“ eru sömuleiðis gróflega ýktar. Uppspunnar gróð- urrannsóknir í skýrslunni segir (bls. 66) um athuganir á gróðurfari Eyjabakkasvæðisins: „Sumarið 1998 gerði Ágúst H. Bjamason grasa- fræðingur athuganir á svæðinu..." Þar er einnig fullyrt að „ítarlegar rannsóknir vegna virkjunaráforma" hafi byrjað þar árið 1975 „og hafa þær staðið yfir með hléum síðan“. Þetta er hvort tveggja ósatt. Ágúst H. Bjarnason skilaði grein- argerð til Landsvirkjunar í mars á þessu ári. Þar segir orðrétt: „Vegna vatnavaxta varð ekki komist út í Þór- iseyjar eða að Hraukum og er þar byggt á fyrri athugunum." Grasaf- ræðingurinn komst því ekki út í Eyjabakka eins og hann gerir Landsvirkjun skilmerkilega grein fyrir. Það er því ekki satt hjá Landsvirkjun að skýrslan byggist á athugunum á gróðurfari Eyjabakka sumarið 1998.1 hnausþykku fylgiriti sem alþingismenn fengu með skýrslu Landsvirkjunar var að finna margvísleg frumgögn málsins. Þar á meðal voru nokkrar greinargerðir vísindamanna. Greinargerð Agústs var ekki meðal þeirra. Hvaða „ítarlegu“ gróðurránnsóknir á Eyjabökkum stóðu „með hléum“ frá 1975? Náttúrufræðistofnun kannaði að beiðni um- hverfisnefndar Alþing- is hvaða rannsóknir hefðu verið gerðar á gróðri Eyjabakka. Nið- urstaðan var þessi: Ár- ið 1975 var gróður kannaður í sjö daga og í tíu daga árið 1977. Orð- rétt segir í bréfi Nátt- úrufræðistofnunar til umhverfisnefndar: vNáttúrufræðistofnun Islands hefur ekki vitn- eskju um aðrar gi'óðurrannsóknir á þessu svæði fyrir utan rannsóknir Steindórs Steindórssonai’ frá Hlöð- um árið 1935.“ Landsvirkjun leyfir sér því að halda fram gagnvart AI- þingi að rannsóknir sem stóðu í 17 daga samtals fyrir 22 árum séu ítar- legar rannsóknir sem með hléum hafi spannað aldarfjórðung! 3 sumur eða 30 ár? í skýrslu Landsvirkjunar segii’ (bls. 133) að „rannsóknir á dýralífí við Eyjabakka hafi nú staðið yfu’ í hartnær 30 ár...“ Þetta eru grófar ýkjur. Hið sanna er að þessar rann- sóknir stóðu aðeins yfir sumrin 1979-81, auk einnar viku sumarið 1975. Síðan hafa gæsir og hreindýr verið talin dagpart á sumri hverju. Þetta er staðfest í öðru bréfi frá Náttúrufræðistofnun íslands til um- hverfisnefndar Alþingis. Landsvirkjun hefur talið meiri- hluta Alþingis trú um að það sé í lagi að sökkva Eyjabökkum þvi niður- stöður áratugalangra rannsókna sýni að það sé verjanlegt frá vísinda- Fljótsdalsvirkjun Landsvirkjun er uppvís að því, segir Össur Skarphéðinsson, að leggja fyrir Alþingi ósannar upplýsingar um lykilatriði málsins. legu sjónarmiði. Nú er sýnt með óhrekjandi dæmum að Landsvirkjun segir ósatt. Hún er uppvís að því að leggja fyrir Alþingi ósannar upplýs- ingar um lykilatriði málsins. Hversu ábyggilegt plagg er skýrslan ef frá- sagnir hennar af lykilrannsóknum á lífríki Eyjabakka eru að verulegu leyti uppspuni? Höfundur er alþingismaður. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Össur Skarphéðinsson Teg. 1024142 B2I0 x D82 x H90 cm. B225 x D88 x H97 cm. HUSGAGNAHOLLIN Vandaðir amerískir svefnsófar með innbyggðri springdýnu. Frábær lausn þegar sameina þarf fallegan sófa og gott rúm. Margar gerðir BI86 x D93 x H88 cm. ? 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.