Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Dýrustu kaffívélarnar hella ekki alltaf upp á besta kaffíð
Gott kaffí úr odýr
um kaffivelum
Niðurstöður danskrar gæðakönnunar á kaffivélum
Moulinex Cocoon AR1 Braun Aromaselect 3122/KF Philips Cafe Delice HD 7604A Philips Cafe Gourmet HD 5400B Philips Cafe Gala HD 75002 Krups Aroma Cafá Time 212 Rowenta Café Magic FG 01
Verð kr.* 2.695 kr. 4.695 kr. 4.995 kr. 9.995 kr. 2.995 kr. 2.995 kr. 2.990 kr.
Almenn umsögn góð góð góð góð meðalgóð-góð meðalgóð sæmileg
Fjöldi boíla 2-10 3-10 3-10 3-8 3-10 2-10 2-10
Wött 900W 1.250W 1.400/800 W 1.300 W 1.100 W 850 W 825 W
Hæð/hæð við áfyllingu 31/53 sm 31/53 sm 34/54 sm 50/63 sm 33/52 sm 32/53 sm 31/50 sm
Dropastoppari JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ NEI
NIÐURSTÖÐUR:
Hitastig á kaffi 30 mín. eftir uppáhellingu fullrar könnu 81/82°C 84/83°C 82/82°C 86/81°C 83/82°C 80/77°C 82/83°C
Hitastig á kaffi 30 mín. eftir uppáhellingu minnsta magns 76/83°C 80/83°C 74/80°C 83/81 °C 77/81 °C 72/77°C 74/85°C
Tíminn sem tekur að hella upp á/rafmagnsnotkun (1 Iftri) 7,2 mín./ 101 Wh 5,4 mín./ 111 Wh 8,4 mín./ 111 Wh 10,2 mín./ 129 Wh 6,9 mín./ 109 Wh 7,4 mín./ 95 Wh 7,1 mín./ 100 Wh
Rafmagnsnotkun (1 lítra haldið heitum í klst.) 57 Wh 71 Wh 64 Wh 80 Wh 62 Wh 42 Wh 76 Wh
Gæði kaffisins (hitastig katfikorgs) 3 (87°C) 4(90°C) 4(92°C) 5 (94°C) 4(88°C) 3(86°C) 2(80°C)
Einkunn (frá 1-5,5 er best) 4 4 4 4 3 4 3-4
Hversu umhverfisvæn (trá 1-5,5 er best) 3 3 3-4 3 3-4 3 3
• Verð fengiö úr fjórunr verslunum á höfuðborgarsvæðinu Heimild: Rád og resultater
VERÐ og gæði fara ekki alltaf
saman þegar um kaffivélar er að
ræða samkvæmt nýrri könnun
dönsku neytendasamtakanna
sem birt var í neyt-
endablaðinu Rád
og Resultater á
dögunum.
Könnunin náði
til 28 kaffivéla
og niður-
stöð-
urnar
sýndu
að
dýr-
ustu
vélarn-
ar fengu
margar em-
ungis miðlung-
sgóða einkunn og ódýr-
ari vélar reyndust jafnvel betur.
Til þess að kaffisopinn verði
sem bestur skiptir miklu máli að
hitastig vatnsins sé rétt þe_gar
það rennur í gegn um kaffið. Akj-
ósanlegt hitastig er 92-96 gi-áður
og uppfylltu einungis tvær vélar í
könnuninni þau skilyrði, Melitta
Aroma Excellent, sem einnig
reyndist besta vélin í könnuninni,
og Philips Café Gourmet.
Aðrar vélar reyndust annað-
hvort hita vatnið of lítið eða of
mikið og hefur það töluverða þýð-
ingu fyrir bragðgæði kaffisins,
segir í blaðinu. Ef vatnið er of
kalt nýtast bragðefnin í kaffi-
baununum ekki að fullu og ef það
er of heitt sleppa úr baununum
bitur bragðefni sem gera kaffið
beiskt.
Þegar kaffi er
hellt beint í boll-
ann lækkar
hitastig
þess um
u.þ.b. 10
gráður
en
nokkr-
um
gráð-
um
meira
ef hellt
er á hita-
brúsa. I niður-
stöðum könnunarinn-
ar segir jafnframt að kaffi sé
drykkjarhæft við u.þ.b. 60 gráður.
Hitastig uppáhellts kaffis í vélun-
um var á bilinu 71-86 gráður og
því mátti í mörgum tilfellum ekki
líða langur tími frá því að kaffið
var komið í bollann og þangað til
það var orðið of kalt.
Einnig var athugað hve kaffið
hélst lengi heitt á hellunni og var
það látið standa í hálfa klukku-
stund. I flestum tilfellum féll hita-
stigið um nokkrar gráður. Þó er
tekið fram að til þess að spara
orkunotkun, sé ráðlegra að
geyma kaffið á hitabrúsa ef ekki á
að drekka það strax. Morgunblað-
ið hringdi í fjórar raftækjaversl-
anir á höfuðborgarsvæðinu og
kannaði lauslega hvaða kaffivélar,
af þeim sem könnunin náði til,
væru þar á boðstólum. Verðið
sem gefið er upp í töflunni er
lægsta verð ef um mismunandi
verð var að ræða eftir verslunum.
Philips Café Gourmet var á rétt
innan við 10.000 kr. en hún er
önnur þeirra véla sem hitar vatn-
ið upp að réttu hitastigi áður en
það rennur yfir malaðar baunirn-
ar og fékk hún almennt góða ein-
kunn.
Moulinex Cocoon þótti góður
kostur samkvæmt könnuninni.
Hún var fáanleg á 2.695 kr. Aðrar
vélar sem fengust voru Braun Ar-
omaselect á 4.695 kr., sem jafn-
framt fékk almennt góða einkunn.
Philips Café Délice á 4.995 kr.
þótti sömuleiðis góð og Philips
Café Gaia á 2.995 í meðallagi góð
til góð. Krups Aroma-Café Time á
2.995 kr. þótti hinsvegar í meðal-
lagi og Rowenta Café Magic á
2.990 kr. reyndist sæmileg.
Taflan sem fylgir hér með sýnir
nokkuð nákvæmlega hvernig ein-
stakir þættir ofantalinna véla
komu út í könnuninni.
GoodLife
W 0 M A N
I 100
Ódýrari
símtöl til
útlanda
Skráðu þig í síma
575-1100
www.netsimi.is
Nýtt
Fíkjurnar
komnar aftur
FYRIR nokkrum árum fengust
niðursoðnar fíkjur hér á landi. I
fréttatilkynningu frá Marafli ehf
kemur fram að
fíkjumar séu nú
aftur fáanlegar í
karamellusósu
og henta sem eft-
irréttur.
Þá eru þær
bornar fram með
ís, þeyttum
rjóma eða sýrð-
um rjóma. Einn-
ig er gott að flambera fíkjurnar.
Fíkjumar era fáanlegar m.a. í
Fjarðarkaupum, Heilsuhúsinu,
Ostabúðunum og Heilsulindinni í
Keflavík.
Frá sama framleiðanda er fáan-
legt fransk núggat með möndlum
og einnig ítalskar möndlukökur
„Cantucci". Italir nota þessar kök-
ur til að dýfa ofan í rauðvín eftir
málsverð.
Sælkera-
körfur til
jólagjafa
BORGARNES-kjötvörur og ís-
lenskt-franskt bjóða nú fyrir jólin
upp á sælkerakörfur til jólagjafa.
Þessar körfur
hafa verið á boð-
stólum um nokk-
urra ára skeið,
en að þessu sinni
er boðið upp á
meira úrval af
góðgæti í körf-
urnar en nokkra
sinni fyrr. Hefð-
bundin jólakarfa samanstendur af
villibráðarpaté, franskri spægi-
pylsu, tveimur tegundum af inn-
bökuðu paté, lifrarkæfu, lauk og
tómat-Madeirasósu, lúxusáleggs-
bréfi og sultukrukku frá Barón.
Auk þess er hægt að bæta við í
körfurnar rauðvíni frá Globus, ost-
um frá Ostahúsinu, laxi frá Eða-
lfiski og kaffi frá Kaffitári. Körf-
urnar fást hjá Borgarnes-kjöt-
vörum.
KJUKLIN6UR 0U-LA
(auðveldur að matbúa)
1 stk kjúklingur skorinn í bita eða sérpakkaðir kjúklingabitar
s.s. læri, leggir, vængir eða bringur »1 ds. sveppasúpa -1 ds.
sellery, blaðlauks eða apspargussúpa • 1 bolli vatn »1 bolli ósoðin
hrísgrjón • 1 pk. lauksúpa (pakkasúpa) 1/2 ds. sveppir •
hvítlauksduft og pipar eftir smekk.
Eriendar uppskriftasíður:
http://www.gourmetspot.com/
http://www.food4fun.com/
r>
KJUKUNGA
5.
Matreiðsluaðferð: \
Blandið saman dósasúpunum, sveppunum með soðinu, vatni og
hvítlauksdufti og pipar eftir smekk. Hellið í eldfast mót, raðið
kjúklingnum í sósuna, stráið pakkasúpunni yfir. Setjið álþynnu
yfir flátið og bakið við 170 °C í 50 mín.
...hefurðu vituð
BÆNDUR það betra ?