Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 12/12-18/12 Skipulagsstjóri telur þörf á umhverfismati SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur birt þann úrskurð að ráðast þurfi í frek- ara mat á umhverfisáhrifum af álveri í Reyðarfirði. Hann telur ekki hafa verið lagðar fram nægar upplýsingar um framkvæmd og umhverfisáhrif fram- kæmdarinnar til að meta hvort hún hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra, segir að í fljótu bragði virðist sem þessi niðurstaða þurfi ekki að raska tíma- og vinnuáætlun stjórnvalda, Norsk Hydro og Landsvirkjunar. Stefnir í 38 milljarða við- skiptahalla í ENDURSKOÐAÐRI þjóðhagsáætlun kemur fram að horfur séu á 38 milljarða króna viðskiptahalla á þessu ári sem er 9 milljörðum meira en gert var ráð íyrir í haust. Davið Oddsson forsætisráðherra seg- ir spá um aukin viðskiptahalla ákveðið áhyggjuefni en gerir sér vonir um að mikill tekjuafgangur á ríkissjóði dragi úr undirliggjandi þenslu á næstu mán- uðum. MIKIL þátttaka var í útboði á 15% hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðar- bankanum. Um 55.000 manns skráðu sig fyrir hlutabréfum og fær ríkissjóður um 5,5 milljarða fyrir söluna. Um 30.000 skráðu sig fyrir hlutabréf- um í Landsbankanum og koma líklega um 70.000 krónur í hlut hvers kaupanda. Um 25.000 skráðu sig fyrir hlutabréfum í Búnaðarbankanum og má búast við að 55 til 60.000 krónur komi í hlut hvers kaupanda. Mikið mannfall Rússa RÚSSAR eru sagðir hafa orðið fyrir miklu mannfalh er þeir réðust inn í Gros- ní, höfuðborg Tsjetsjníu, á miðvikudags- kvöld. Ekki er vitað hvort um var að ræða raunverulega tilraun til að ráðast inn í borgina eða hvort rússneska her- deildin villtist af leið en talið er að allt að 2.000 tsjetsjneskir hermenn hafi setið fyrir henni. Stóðu átökin í þrjár klukku- stundir og kvaðst fréttaritari AP-frétt- astofunnar hafa séð lík 115 rússneskra hermanna að þeim loknum. Rússnesk yf- irvöld vísa þessum fréttum samt á bug og kalla þær lygar vestrænna fjölmiðla. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur einnig vísað mjög harkalega á bug gagn- rýni NATO-ríkjanna á stríðsreksturinn í Tsjetsjníu og segir, að rússnesk innan- ríkismál muni aldrei verða rædd á al- þjóðavettvangi, síst af öllu við NATO. Friðarviðræðum haldið áfram í janúar FULLTRÚAR ísraela og Sýrlendinga náðu um það samkomulagi á fimmtudag, að friðarviðræðum þjóðanna yrði haldið áfram 3. janúar nk. Sagði Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, er hann tilkynnti ákvörðunina, að viðræðurnar væru upp- haf að tilraunum til að koma á víðtækum friði í Miðausturlöndum. Ekki var skýrt frá því hvar viðræðumar yrðu eða hve lengi þær ættu að standa en Farouk al- Sharaa, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði, að Sýrlendingar stefndu að því að ná samkomulagi fyrir lok næsta árs. Ótt- ast var, að mjög harðorð ræða sýrlenska utanríkisráðherrans við setningarathöfn viðræðnanna myndi spilla íyrir þeim en sú varð þó ekki raunin á. Raunar kvört- uðu ísraelar formlega undan henni en vel fór á með samningamönnunum þeg- ar til kom. ► EKKERT verður af sam- runa símafyrirtækjanna Telen- or í Noregi og Telia í Svíþjóð því að stjómvöld beggja ríkj- anna riftu samningum um hann. Um hefði verið að ræða stærsta fyrirtækjasamruna á Norðurlöndum. Sagt er, að ólík túlkum Norðmanna og Svia á samningnum hafi ráðið mestu um, að hann fór út um þúfur en Norðmenn vildu t.d. ekki fall- ast á, að farsímadeild hins nýja fyrirtækis yrði í Svíþjóð. ► KANNANIR benda til, að rússneskir kommúnistar og Eining, sem er nýtt kosninga- bandalag stuðningsmanna stjórnvalda í Kreml, hafi álíka mikið fylgi en þingkosningar verða í Rússlandi í dag, sunnu- dag. Samkvæmt síðustu könn- un ætluðu 19% kjósenda að styðja kommúnista en 17,6% Einingu. Önnur könnun fyrir nokkrum dögum benti til, að Eining fengi meira en komm- únistar. Þá virðist fylgi við miðjubandalagið Föðurland- Allt Rússland vera á bilinu 9 til 12%. Mikili stuðningur við Ein- ingu er fyrst og fremst rakinn til ánægju Rússa með hernað- inn gegn Tsjetsjenum. ► HELMUT Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, neitaði í sjónvarpsviðtali á fimmtudags- kvöld, að hann væri spilltur og sagðist aldrei hafa hagnast neitt sjálfur á leynireikningun- um, sem hann hcfur gengist við. Kvaðst hann hafa tekið við fénu, alit að 75 milljónum ís- lenskra króna, og hefði það verið notað til að styrkja stöðu Kristilega demókrataflokksins í Austur-Þýskalandi. 5,5 milljarðar fyrir sölu hlutabréfa ► HORFUR eru á að ríkissjóð- ur verði rekinn með 15 millj- arða króna afgangi á þessu ári, scm er mesti afgangur síð- an árið 1962. ► STJÓRNARFRUMVARP til laga um persónuvemd hefur verið lagt fram á Alþingi þar sem Iagt cr til að ný sjálfstæð stofnun, Persónuvernd, taki við hlutverki Tölvunefndar. Með þessu á að auka sjálfstæði eftirlitsaðilans. ► I ÁLYKTUN stjórnar Sam- taka atvinnulífsins um áhersl- ur við efnahagsstjórn er tekið undir þau sjónarmið Seðlabankans að auka þurfi aðhald í ríkisfjármálum, áfram verði aðhaldssöm peninga- stefna og að gerðir verði raun- hæfir kjarasamningar. ► FÉLAG endursöluaðila á internetþjónustu, INTER, hef- ur kært Islandsbanka, íslands- síma, Landsbankann, Búnað- arbankann og Landssímann til samkeppnisyfirvalda fyrir að bjóða ókeypis netþjónustu. ► FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar fyrir árið 2000 hefur verið samþykkt og er gert ráð fyrir 3,5 milljörð- um í afgang frá rekstri. Minni- hlutinn í borgarstjórn gagn- rýnir áætlunina harðlega og fullyrðir að rekstrarhalli verið um 600 milljónir. ► TILRAUNUM Verkamanna- sambands Islands til að ná skammtímasamningi við vinnuveitendur Iauk í gær með því að Samtök atvinnuh'fsins höfnuðu kröfu um að hækka mánaðarlaun allra verka- manna um 11.000 krónur. Við- ræður eru komnar í sama far- veg og aðrar kjaraviðræður. Dömsmálaráðherra í umræðum á þingi um Barnahúsið Aukin úrræði í þessum málum af hinu góða STAÐA Barnahússins var til um- ræðu utan dagskrár á Alþingi í gær. Margrét Frímannsdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, beindi þeirri spurningu til Sólveigar Pétursdótt- ur, dómsmálaráðherra, hvort ekki væri skref aftur á bak við rannsóknir kynferðisbrotamála ef börn, sem sætt hafa kynferðisofbeldi, þyrftu að fara á marga staði og hitta marga viðmælendur í stað þess að geta leit- að á einn stað eins og yrði raunin ef starfsemi Barnahússins legðist af. Margrét sagði það afturför ef sú sérfræðiþekking tapaðist sem safn- ast hefði í Barnahúsinu. Þingmenn sem samþykktu lagabreytingar á meðferð opinbeira mála sl. vor hefðu ekki séð það fyrir að það gæti haft áhrif á starfsemi Barnahússins. Þær breytingar fólu í sér að dómarar bera ábyrgð á skýrslutökum af börn- um sem eru meint fórnarlömb kyn- ferðislegs ofbeldis og í kjölfar þeirra breytinga hafa dómarar heldur kosið að yfirheyra í húsnæði héraðsdóms Reykjavíkur eftir að sérútbúið her- bergi var tekið í notkun þar í júní. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra kvað umræðuna koma sér á óvart. Ráðherra kvaðst aldrei hafa mælt gegn gagnsemi Barnahússins en aukin úrræði í þessum málum væru af hinu góða. Með fjárveitingu til að koma upp sérútbúnum her- bergjum í héraðsdómi Reykjaness og á Akureyri væri verið að bregðast við lögum þar sem bætt væri réttar- far og stöða brotaþola. Einnig benti ráðherra á að yfirheyrsluherbergin nýttust þegar fiillorðnir væru fórn- arlömb í viðkvæmum málum eins og kynferðisbrotamálum. Ráðherra varpaði þeirri spurn- ingu fram hvort verið væri að halda fram að aukið fjármagn til sérút- búinna yfirheyrsluherbergja væri betur varið annars staðar. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sagði það hafa komið í ljós undanfarið að dómarar vilji síður nota Barnahúsið við yfirheyrslur og sagði það á valdi þeirra hvort starf- semi þess yrði fram haldið. Ráðherra benti á að húsið hefði verið sett á laggirnar með vitund dómsmála- ráðuneytis, þar væri besta fagþekk- ing og aðstaða til staðar og því miður ef starfsemi þess legðist af. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingar, fagnaði afstöðu fé- lagsmálaráðherra. Málið væri mikil- vægt og ábyrgð dómsmálaráðherra mikil. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflökks og formaður fjár- laganefndar, sagði það ekki hafa ver- ið ætlun við samningu fjárlaga að draga úr gildi Barnahússins. Rætt um Fljótsdalsvirkjun í gær Seinni umræður um þingsályktun- artillögu iðnaðarráðhen-a um fram- hald framkvæmda við Fljótsdals- virkjun hófst á Alþingi um kl. 13. Gert var ráð fyrir að umræðan stæði til kl. 19 í gærkvöldi og þráðurinn yrði tekinn upp á mánudag á ný. Aftur prestur í Gautaborg’ BISKUP íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti prests meðal íslendinga í Svíþjóð, með aðsetur í Gautaborg. Tvö ár eru síðan prestur hefur verið starfandi í Gautaborg en að sögn sr. Þorvalds Karls Helgasonar biskupsritara þótti ástæða tO að ráða prest þangað aftur vegna allra þeirra Islendinga sem búsettir eru í Svíþjóð. Hann segir íslendingana ítrekað hafa lýst yfir áhuga sínum og viija til að fá íslenskan prest aftur til starfa. Presturinn mun hafa aðsetur í Gautaborg en þjóna norður til Stokkhólms og suður til Lundar og Málmeyjarsvæðisins. Fyrir fimm árum var ráðinn prest- ur í Gautaborg í tengslum við sam- starfsverkefni sjúkrahúsa á Islandi og sjúkrahússins í Gautaborg vegna líffæraflutninga. Það samstarf stóð í þrjú ár en var þá flutt til Kaup- mannahafnar og voru verkefni þessa prestsembættis flutt um leið. Á vegum íslensku kirkjunnar eru prestar starfandi bæði í Kaup- mannahöfn og London, einnig er prestur starfandi á meginlandi Evrópu og verður þar til í vor en óvíst er með framhaldið og í Ósló starfar íslenskur prestur, launaður af norsku kirkjunni, sem hefur það hlutverk að þjóna íslendingum. Morgunblaðið/RAX OPIÐ í DAG KL» 12*22 Hvað er utan girðingar? Börnin í Grindavík una glöð við sitt í leikskólanum en forvitnilegt getur þd verið að reyna að skoða heiminn utan girðingar. Það bíður bara betri tfma. —---»♦> -- Óskar H. Ósk- arsson valinn VALNEFND hefur ákveðið að mæla með skipun Óskars Hafsteins Óskarssonar guðfræðings í embætti sóknarprests í Ólafsvíkurprestakalli. Nefndin komst einróma að þessari niðurstöðu. Einnig sóttu um Auður Inga Hafsteinsdóttir guðfræðingur og séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir. Séra Friðrik J. Hjartar, sem verið hefur sóknarprestur í Olafsvík frá árinu 1987, hefur verið skipaður í embætti prests í Garðabæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.