Morgunblaðið - 19.12.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 19.12.1999, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 SUNNUDAGUR19. DESEMBER 1999 ERLENT Rússar ganga í dag að kjörborðinu í kosningum til neðri deildar rússneska þingsins, dúmunnar Lítið tæpt á málefnum í kosninarabaráttunni Moskvu. AFP, AP. ^ Reuters Stuðningsmaður Vladimírs Jakovlevs, borgarstjóra Pétursborgar, og Föðurlands-Alls Rússlands hrópar vígorð á kosningafundi. KOSNINGABARÁTTAN fyrir þingkosningarnar sem fara fram í Rússlandi í dag einkenndist af því að lítið var tekizt á um stefnumið, en at- ið var þeim mun meiri milli stjóm- málaleiðtoga sem gera sér vonir um að geta komizt í forsetaframboð á næsta ári, þegar valdatími Borís Jeltsíns tekur enda. Kosningabaráttan fór fram í skugga átakanna í Tsjetsjníu og op- inberaði heiftúðuga togstreitu milli núverandi valdhafa í Kreml og valdahungraðra andstæðinga þeirra innanlands, sem áhrifamiklir hér- aðaleiðtogar fara fyrir. Helzti stjórnarandstöðuflokkur- inn, Föðurland-Ailt Rússland, reyndi að ná athygli kjósenda á síð- ustu stundu með því að leiðtogi hans, Jevgení Prímakov, lýsti því yfir á föstudag að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Tilkynning hans var síðasta kosningatengda fréttin sem rússneskir kjósendur fengu að heyra, þar sem fjölmiðlum er meinað að fjalla um kosningamar yfir kosningahelgina, eða þar til kjörstaðir loka kl. níu að Moskvu- tíma í kvöld. En þvert yfir öll ellefu tímabelti hins víðfeðma lands verða íbúarnir að gera upp við sig við hvem hinna 26 framboðslista þeir eiga að merkja, með duninn frá átökunum í Tsjet- sjníu í sjónvarpsfréttum í bakgranni. Yfirlýstur stuðningur hins vinsæla forsætisráðherra Vladimírs Pútín við Einingu, kosningabandalag sem fyrst komst á laggimar í september, hefur hjálpað til við að auka fylgi þess upp í allt að því jafn mikið og kommúnistar njóta og ýtti Föður- landi-Öllu Rússlandi (OVR) niður í þriðja sætið í skoðanakönn- unum. Mótmæla áróðri Talsmenn OVR hafa harðlega mótmælt áróðrin- um sem gegn flokknum var rekinn í öflugustu fjölmiðl- unum, að undirlagi stjórn- arsinna, en þau andmæli hafa náð eyrum fárra þar sem Kremlverjar hafa tögl og hagldir á báðum sjónvarpsstöðvunum, sem nást á öllum heimilum í Rússlandi, RTR og ORT. Pað nýjasta í áróðursher- ferð Kremlverja var að flytja þá frétt í RTR á föstudag, að Vladimír Ja- kovlev, borgarstjóri Pét- ursborgar og þriðji maður á lista OVR, hygðist segja skilið við flokkinn. Ollu þessar fréttir nokkram titr- ingi til skamms tíma, þar sem framboðsreglur kveða á um að hætti einn þríggja efstu manna á lista við framboð þýði það að allur listinn verði útilokaður frá listakjöri, en úthlutun þing- sæta er ákveðin að helm- ingi með listakjöri og að helmingi í einmennings- kjördæmum. Skrifstofa Jakovlevs var fljót að bera fréttina til baka. Stjórnendur kosningabaráttu Föðuriands-Alls Rússlands hugðust eftir þetta reyna að ná aftur til sín athyglinni á jákvæðari hátt með því að tilkynna um forsetaframboð Prímakovs. En það var ekki einu sinni sagt frá tiikynningunni á sjón- varpsstöðvunum tveimur; hennar var aðeins getið í fréttaskeytum rússnesku fréttastofanna. Það má með sanni segja að Kreml- veijar hafi átt nokkrum stjómmála- sigram að fagna í vikunni. Forystu- menn minni flokka bæði til hægri og vinstri lýstu stuðningi við Pútín- stjómina, sem gefur tilefni til þess að ætla, að þingið verði að loknum kosningunum já- kvæðar stemmt í garð ríkis- stjórnarinnar en nú er. Uppsveifla stjórnarsinna hefur átt sér stað án nokk- urra afskipta Jeltsíns for- seta. Hann hefur forðast að lýsa stuðningi við nokkra stjómmálafylkingu, en sumir stjórnmálaskýrend- ur telja að slík stuðningsyf- irlýsing myndi hafa fælandi áhrif á kjósendur. Óljós stefna Einingar Rússneskir stjórnmála- skýrendur, sem nú eiga flestir ekki von á öðra en að þessar þingkosningar fari á þann veg sem valdhöfunum er þóknanleg, velta því líka fyrir sér, hvaða stefnumið Einingarflokkurinn og bandamenn hans muni taka eftir að fulltráar hans hafa tekið sæti sín í dúmunni. „Ef til vill er Einingar- blokkin stærsti óvissuþátt- urinn. Eina stefnuyfirlýs- ingin sem frá henni kom var að hún hygðist gera ná- kvæmlega það sem Pútín segði henni að gera,“ hefur AFP eftir Roland Nash, stjómmálagreinanda hjá fjárfesting- arfyrirtækinu Renaissance Capital. „Þar sem enn er óljóst hvort Pútín muni reynast vera forsetaframbjóð- andi sem stendur fyrir skynsamleg- ar umbætur, eða hvort hann verður bara handbendi fámenningaklíkunn- ar, er stefnuskrá Einingar enn óljós- ari.“ Kosningar i Rússlandi Samtals 27 flokkar bítast um hin 450 þingsæti í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, sem kosið verður til á sunnudaginn, Hver flokkur verður að ná 5% atkvæða á landsvisu að lágmarki til að ná fulltrúum inn á þing. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hafa kommúnistar á bilinu 17-25% fylgi, en Einingarflokkur stjórnarsinna fylgir fast á eftir. Föðurland-Allt Rússland erspáð þriðja mestu kjörfylgi. Eftir kosninaárnar í des. 1995 Kommúnistaflokkur Heimili okkar Aðnr Rússlands er Rússland flokkar Frjálslyndi Lýðræðisfl. Yabloko Rússlands <5 Kommúnistaflokkur Rússlands Leiðtogi: Gennadí Sjúganov. Berst fyrir því að afturkalla eða f 1 hægja á markaðsvæðingu efnahagslifsins og endurreisn Sovétrikjanna. Rllr'l' I Eining (Jedinstvo) Leiðtogi: Sergei Shoígú. Nýlega myndað kosningabandalag stjórnmálaafla í kring um miðju, sem styðja núverandi valdhafa í Kreml. Getur þakkað gott gengi I skoðanakönnunum vinsældum Shoígús og Pútíns forsætisráðherra, sem lýst hefur stuðningi við flokkinn. ■ Föðurland-Allt Rússland Leiðtogar: Jevgení Prímakov,' Júrí Lúzhkov o.fl. Kosninga- bandalag vinstra megin við miðju, helzti keppinautur Einingar. Inniheldur leifar Bændaflokksins, sem klofnaði frá Kommúnistaflokknum. / il Yabloko Leiðtogi: Grigorí Javiinskí. Frjálslyndur flokkur, heitir meiri umbótum, berst gegn spillingu g segist málsvari miðstéttarinnar. ' Yavlinski hefur hafnað itrekuðu boði Jeltsíns forseta um setu í ríkisstjórn. Bandalag hægriafla eowj\ Leiðtogi: Sergei Kíríjenkó. HpjjBlÍ(TM Flokkur hægra megin við 1——~lr miðju. Styður aðgerðir ríkis- stjórnar Pútíns í Tsjetsjníu og í efnahagsmálum. . Heimili okkar er Rússland Leiðtogi: Viktor Tsjernomyrdin. ihaldssamur flokkur, stofnaður 1995. Moskvuhöfðing- inn í eldlínunni eftir Ninu Khrúshtsjevu The Projcct Syndicatc KOMANDI kosningar til dúmunn- ar hafa varpað skugga á þá stað- reynd að hinn 19. desember ganga Moskvubúar ekki einvörðungu til þingkosninga, heldur velja þeir einnig þann sem á að stjóma ráss- nesku höfuðborginni. Sergei Kíríjenkó, forsætisráð- herrann fyrrverandi sem nú fer fyr- ir Soyuz pravykh sil (Bandalagi hægriafla) sækist eftir kjöri til borgarstjóra Moskvu. Þar til fyrir skömmu vora tilburðir hans í þessa átt ekki teknir sérstaklega alvar- lega. En vinsældir Júrís Lúzhkovs borgarstjóra hafa stórminnkað og ekki er óhugsandi að úrslitin verði óvænt. Snemma í september hóf Kíríjen- kó svokallaða giasuosfr-herferð sína gegn borgarstjóranum. Megininn- takið í henni gengur út á að reglu- gerðir sem rássneska höfuðborgin starfar eftir hafi alið af sér sæg fjárhagslegra sníkjudýra sem nær- ast á Moskvubúum. Spravki (opin- bera pappíra) þarf nú fyrir svo til hverju sem er. Komi gestur utan af landi í heimsókn eða langi mann að gera endurbætur á eigin íbúð þarf heimild fyrir því frá ráðhúsinu. Ymsar hryllingssögur era á kreiki í Moskvu. Ein er um aldraða konu frá Ryazan sem varð að fela Sergei Júrí Kírijenkó Lúzhkov sig inni á baði á heimili dóttur sinn- ar á meðan smámunasamir full- tráai' borgaryfirvalda hnusuðu í hí- býlum hennar. Mátti þakka nærvera þeirra upplýsingagjöf hnýsins nágranna. Dóttirin hafði ekki haft tíma til að stika fram og aftur um Moskvu til að safna saman öllum tilskildum pappíram (samtals fimm), sem krafizt er til að móðirin megi búa hjá henni; hún átti heldur ekki 100 Bandaríkjadali (eða 300 dali eins og sumir segja að sé nauð- synlegt) til að múta embættismönn- um. Fregnir af svona nokkra rifjar upp minningar um hrylling fjórða áratugarins, þegar venjulegt fólk gerðist uppljóstrarar um nágranna sína og vini til að vemda eigið líf. Munurinn sé bara sá að nú til dags fái uppljóstrararnir hlutdeild í fjár- gróðanum sem embættismennirnir raka inn. Hin svokallaða propiska (skyldu- bundin íbúðarheimild) - sem var ein aðferðin sem kommúnistar beittu til að hafa eftirlit með öllum íbúum Sovétríkjanna - var afnumin þegar ný stjórnarskrá Rússlands var lögtekin árið 1993. Þetta var álitið stórt skref í átt að frelsi og lýðræði. En Júrí Lúzhkov leit ekki svo á. Þrátt fyrir að rússneskir borgarar þurfi ekki lengur neina propisku er Moskvubúum uppálagt að verða sér úti um hana, að skipan borgarstjórans. Þessari stefnu er, að því er virðist, ekki í raun ætlað að takmarka frelsi fólks, heldur helgast hún af því að borgarstjór- inn þarf á stöðugri tekjulind að halda til að fæða, klæða og halda ánægðum hinu ofvaxna embættis- mannakerfi sínu. Nýjar reglugerðir og tilskipanir tryggja flæði nýrra mútugreiðslna. En borgarstjómin tjáir íbúunum að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu, propiskan sé þeim fyrir beztu. Hún hjálpi til við að fylgjast með öllu því gransamlega fólki sem steðjar til borgarinnar úr öllum átt- um. Einkum og sér í lagi gagnist hún til að hafa auga með þessum hættulegu Tsjetsjenum, svo að þeir komist ekki upp með að raska frið- inum í höfuðborginni. Að Moskvu- búar ættu ekki að taka propiskuna nærri sér heldur líta á hana sem gagnlega öryggisráðstöfun er blekking, sem flett var ofan af þeg- ar Salavdi Abdurazakov var hand- tekinn og ákærður fyrir að hafa átt Lúzhkov sakar Kíríj- enkó um að reka óhróðursáróður gegn sér, en í raun er það hans eigin „nýharð- sfjóra“hegðun sem hefur dregið vinsæld- ir hans niður úr þeim 90% sem hann naut fyrir nokkrum mánuð- um niður I þau tæpu 50% sem hann hefur nú síðast mælzt með. aðild að sprengjutilræðunum í fjöl- býlishúsum í Moskvu fyrir fáeinum mánuðum, sem og fyrir mannrán á fréttamanni NTV-sjónvarpsstöðv- arinnar í júní 1997. Það sem al- menningi kom á óvart var að í ljós kom að hinn meinti glæpamaður hafði yfir íbúð að ráða í Moskvu sem var í leigu á nafni annars manns. Hvernig hafði hann getað útveg- að sér dvalarheimild? Það var auð- velt: Hann borgaði 100 dali, eða 300 eða 500 dali, í vasa réttra aðila og gat þar með dvalið óáreittur í Moskvu eins lengi og honum sýnd- ist. Stjórnarhættir Lúzhkovs era æ meir teknir að sníðast að honum sjálfum. Bandamenn Kíríjenkós komu nýlega upp kosningaauglýs- ingum í almenningsvögnum í Moskvu. Daginn eftir birtist ekki einn einasti strætisvagn með auglýsingunum á götum borgarinn- ar. Daginn þar á eftir vora vagn- arnir aftur farnir að ganga sínar vanabundnu leiðir, en án auglýsing- anna. Þegar Lúzhkov var spurður út í þetta sagði hann að auglýsingar á borð við þessar myndu valda upp- þotum. En gegn hverju? Gegn geð- þóttastjóm Lúzhkovs, að öllum lík- indum. Þrátt fyrir að hafa átt vaxandi fylgi að fagna er óvíst hvort Kíríj- enkó nær kjöri til borgarstjóra. Orðstír hans er alltaf tengdur fjár- málakollsteypunni í ágúst 1998. Á hinn bóginn sjá Rússar vísbending- ar um að Lúzhkov geti verið skil- virkur stjórnandi; Moskva, rétt eins og Chicago á mektardögum borgarstjórans Daleys, er borg sem virkar. Hún virkar, það er, fyrir þá sem hafa fjárráð. Kjósendur í Moskvu hafa hins vegar líka vísbendingar um, að Kíríjenkó virðist ekki hafa hagnazt sjálfur á ágústkreppunni, ólíkt borgarstjóra höfuðborgarinnar sem hefur gert hana að féþúfu fyrir sjálfan sig og þá sem þjóna honum. Lúzhkov sakar Kíríjenkó um að reka óhróðursáróður gegn sér en í raun er það hans eigin „ný- harðstjóra“hegðun sem hefur dreg- ið vinsældir hans niður úr þeim 90% sem hann naut fyrir nokkrum mán- uðum niður í þau tæpu 50% sem hann hefur nú síðast mælzt með. Sigur Lúzhkovs, takist honum að ná endurkjöri, verður ekki auðveld- ur í þetta sinn sem vottar það að ótti um að Rússar kunni að snúa baki við lýðræðinu til að tryggja lög og reglu sé ýktur. Moskvubúar eru byrjaðir að gera sér grein fyrir því að það þurfi einmitt lýðræðissinna til að ná tökum á spillingu og styrkja stoðir sanns borgarafriðar. Nina Khrúshtsjeva er forstöðumaður samskiptamála og sérverkefna við Austur/Vestur- stofnunina íMoskvu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.