Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR —Launahækkanir ríkis- Gísli, Eiríkur, Helgi og Bra bra, ekki er kyn þó keraldið leki, botninn er uppi í ríkisjötunni. Jólapakka p leikur Nú er komið aö lokum jólapakkaleiks okkar þar sem í boði eru heimilistæki af ýmsum stærðum og gerðum. A Hér kema siðustu spurningarnar og hinar fyrri fylgja w einnig með. Svörin er að finna í Jóiablaði heimiiisins, útgefið af Bræðrunum Ormsson sem dreift var með DV a 9/12 og Morgunblaðiun 2/12 síðastliöinn. Þegar þú hefur ™ svarað öllum spurningunum skaltu klippa út svarseðilinn, fylla hann út og senda hann eða koma með til okkar í • Lágmúla 8 eða til umboðsmanna um land allt. Skilafrestur rennur út á hádegi á aðfangadag jóla. q Spurningar 1 til 6 1. Nefndu tvö vörumerki sem Bræðurnir Ormsson selja? A) AEG og Nikon. B) Pioneer og Olympus. |p C) Sharp og Nintendo. 2. Hvað kostar AEG uppþvottavélin -6280- á jólatilboði ? A) 109.900 B) 59.900 C) 79.900 Q 3. Hvað er auglýst á bls. 5 í Jólablaði Bræðranna Ormsson ? A) Nintendo 64 og Game Boy Color • B) TEFAL og SHARP örbylgjuofnar C) AEG og Pioneer 4. Frá hvaða framleiðanda er vinsælasta hljómtækjastæðan • á árinu 1999 frá Bræðrunum Ormsson ehf. A) YAMAHA B) SHARP C) Pioncer 5. Nefnið tvö vörumerki sjónvarpstækja, A scm seld eru hjá Bræðrunum Ormsson Þrjátíu glæsilegir vinningar! 1. Pioneer hljómlæklasamstæða NS9 69.900 kr. 2. AEG þvottavél W1030 59.900 kr. 3. Olympus C-830 stafræn myndavél 49.900 kr. 4. AEG uppþvottavél 6280 59.900 kr. 5. SHARI’ heimabiósamstæða 671 39.900 kr. 6. Pioneer DVD-spllari 525 39.900 kr. 7. Bosnh hleðsluborvél 14,900 kr. 8. Nikon myndavél Zoom 400 18.400 kr. GAMEBOYQoL R 9. AEG Vampyrino ryksuga 9.900 kr. 10.-14. Nintendo 64 leikiatölva 8.900 kr. 15.-19. Game Boy Color leikjatólva 6.900 kr. 20.-30. Nintendo Mini Classic leikir 990 kr. Jólatré úr Borgarfirðinum Rauðgrenið er formfagurt og ilmar Kristinn Skæringsson Mikil sala er í jóla- trjám núna og Skógrækt ríkis- ins er helsti framleiðsluað- ili jólatrjáa á íslandi. Kristinn Skæringsson er skógarvörður hjá Skóg- rækt ríkisins á Suðvestur- landi, nema í fjóra mánuði ár hvert, þá veitir hann forstöðu jólatrésölu Land- græðslusjóðs. Hvar skyldu þau íslensku tré vera höggvin sem mest eru á markaði þetta árið? „Þau eru tekin á þó nokkuð mörgum stöðum, flest þó í Borgarfirði, eink- um Skorradal. Einnig koma tré úr Haukadal, Þjórsárdal og af Þingvalla- svæði.“ - Hvernig eru þau tré sem helst eru fallin til þess að verðajólatré? „Fyrst og fremst er það rauð- grenið sem hér hefur verið notað sem jólatré og svo stafafuran í auknum mæli. Dáh'tið er líka um fjallaþin og blágreni. Reyndar á það mest við um Austurland." - Hvenær varfarið að sejjajóla- tréhérna? „Það var farið að selja jólatré á vegum Skógræktar rQdsins um 1950. Aður var flutt inn svolítið af tijám erlendis frá og það jókst síð- ar. Jólatréssala var sem sagt að hefjast hjá Skógrækt ríkisins þeg- ar ég fór að starfa á Tumastöðum. Þá var farið að hugsa um að rækta jólatré af fullri alvöru. Þeim var plantað þétt og í því augnamiði að taka þau síðan sem jólatré. Einnig veltu menn vöngum þá yfir hvaða tegund væri heppilegust. Ljóst var fljótlega að rauðgrenið væri best til slíkra nota.“ - Hvers vegna? „Rauðgrenið er það tré sem fyrst og fremst er talað um sem jólatré - líka erlendis. Kostir þess eru að það er formfagurt og þétt- vaxið og ilmar vel. Það er eina tréð sem ilmar þegar það kemur í hús af þeim tijám sem við erum að selja. Okkur veittist líka svo auð- velt að rækta þessa tegund vegna þess að upp úr 1950 komu mörg hlý ár. Trén náðu því fljótt góðum þroska. Hægt var að taka fyrstu trén úr þessum gróðursetningum tólf til fimmtán ára gömul. En svo komu kaldari ár á sjöunda ára- tugnum og trén uxu hægar.“ - Hvemig hefur þetta veríð undanfarín ár? „Undanfarin ár hefur hlutur stafafurunnar farið vaxandi, hún er harðgerðari en rauðgrenið og gerir minni kröfur til jarðvegarins en rauðgrenið. Hún getur orðið mjög falleg þótt hún vaxi á rýru landi. Þá vex hún einmitt hægar og verður þá þéttari og fallegri.“ - Hvenær eru trén felld? „Við förum að fella fyrstu trén um miðjan nóvember. Oft er mað- ur hræddur um að veð- urfarið versni og þá er gott að vera búinn að fella trén. Annars erum við að fella tré fram yfir miðjan desember. Ef tíð er hagstæð getur það vel geng- ið, menn eru til dæmis enn að höggva jólatré núna. En það hefur gengið frekar erfiðlega að fella trén í ár vegna mikilla snjóalaga." -Hefur þú sjálfur veríð í að fella tré? „Töluvert gerði ég af því á tíma- bili. Við tökum fyrst og fremst tré úr gróðurlöndum sem plantað var ► Kristinn Skæringsson fæddist 25. apríl 1932 að Rauðafelli undir Eyjafjöllum. Hann lauk skóg- ræktarprófí frá skóla Skógrækt- ar ríkisins 1955. Hann hefur unn- ið við skógræktarstörf frá 1952 bæði hjá Skógræktarfélagi og Skógrækt ríkisins, þar sem hann starfar nú. Kristinn er kvæntur Þorbjörgu Jóhannesdóttur hús- móður og eiga þau fjögur böm. í til jólatréræktunar og tökum smám saman öll fallegustu trén og plöntum nýjum í staðinn." - Þarf að bera á tilvonandi jóla- tré? „Já, við reynum að gefa þeim tilbúinn áburð annað eða þriðja hvert ár og svo er reynt að klippa frá þeim birkiteinunga og snyrta trén eftir föngum - í litlum mæli þó. Danir kalla þetta formklipp- ingu. Þeir ganga á sínar lendur ár- lega og klippa trén til þess að fá á þau fallegra form. Ekki má klippa síðustu tvö árin fyrir töku. Ef trén eru skoðuð gaumgæfilega má sjá klippta greinarenda frá fyrri ár- um en síðustu tveggja ára sprotar hylja hins vegar greinarendana." - Hvað eru vinsælustu jólatrén stór? „Þau eru þetta frá 150 sentí- metrum, sem er vinsælasta stærð- in, og upp í 175. Stærri tré en það hafa löngum verið minna keypt, en með stærri húsakynnum hin síðari ár hefur meira verið keypt af stórum trjám, tveggja metra tijám og þar yfir.“ -Eru stór jólatré keypt hjá ykkur til þess að skreyta torg í bæjum landsins? „Við erum að útvega allt upp í tólf metra stór tré til þess að prýða bæi landsins. Reykjavíkur- borg kaupir af Landgræðslusjóði öll þau tré sem borgin notar utan dyra. Þar með talið er stóra tréð sem prýðir Austurvöll í ár - í „fjarveru" Óslóar- trésins, ef svo má segja.“ - Hvemig jólatré hefur þú heima hjá þér? „Eg hef notað normannsþin í fjölda ára sem jólatré en ég tek alltaf rauðgrenisgreinar með til þess að fá ilm inn í húsið. Við selj- um mikið af rauðgreni núna vegna þess að fólk hefur komist upp á lag með að sjóða stofnendann í fimm mínútur áður en tréð er sett í jóla- trésfót með atni. Þá fellur síður af því.“ Hlutur stafa- furunnar farið vaxandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.