Morgunblaðið - 19.12.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 19.12.1999, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir meginviðfangsefni kjarasamninga að verja kaupmátt Meira í húfi en nokkru sinni fyrr Meginmarkmið vinnuveitenda í kom- andi kjarasamning- um er að tryggja stöðugt starfsum- hverfí fyrirtækjanna og verja kaupmátt- inn eins og kostur er, segir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Ari segir í samtali við Ómar Friðriks- son að framundan séu erfíðar kjaravið- ræður, blikur á lofti í efnahagsmálum og lítið svigrúm til launabreytinga. -Áttu von á að eríiðir kjarasamn- ingar fari í hönd? „Já, ég er þeirrar skoðunar að verkefnið sem við erum að glíma við núna sé óvenjulega erfitt,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir það samdóma álit þeirra sem hafa langa reynslu af kjaraviðræðum að aðstæðurnar séu erfiðar. „A sama tíma er meira í húfi en áður. Við höfum bent á að á síðustu fimm ár- um hafi náðst sá einstæði árangur að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist um fjórðung við nánast stöðugt verðlag. Pað hefur ekki gerst áður. Við höfum jafnframt talið að þessi árangur gæti verið varanlegur, en það hefur heldur ekki gerst áður að viðlíka kaup- máttaraukning á skömmum tíma hafi orðið varanleg. Það er því meira að berjast íyrir en nokkru sinni fyrr. Við höfum hins vegar talið að í Ijósi efnahagsástandsins nú um stundir og vaxandi verðbólgu sé ólíklegt að okkur takist að halda kaupmættinum óbreyttum. Það er miklu líklegra að kaupmátturinn muni dala eitthvað á næsta ári en að hann standi í stað. Meginvið- fangsefnið er því að verja kaup- máttinn eins og kostur er fremur en að misstíga sig og horfa fram á mikið fall í kjörum, sem við verðum að viðurkenna að er venjulega ferl- ið hér á Islandi eftir mikil hagvaxt- arskeið," segir Ari. Hann bendir einnig á að launa- hækkanir hjá hinu opinbera hafi byggt upp algerlega óraunhæfar væntingar um mögulegar launa- breytingar sem ekki eigi sér stoð í þeim efnahagslega veruleika sem við blasir. Slitnað upp úr viðræðum við VMSÍ um skammtímasamning Samtök atvinnulífsins hafa geng- ið frá viðræðuáætlunum við lands- sambönd og félög innan Alþýðu- sambandsins vegna endurnýjunar kjarasamninga, sem renna út um miðjan febrúar á næsta ári, og kjaraviðræður eru víðast hvar hafn- ar eða eru að fara í gang. Ekki er þó gert ráð fyrir að viðræður um launaliði samninga hefjist fyrr en um eða upp úr miðjum janúar. Síðastliðinn fimmtudag slitnaði upp úr viðræðum sem fram hafa farið á milli Verkamannasambands- ins og atvinnurekenda um gerð skammtímasamnings til eins árs þar sem gert var ráð fyrir að kjara- samningar yrðu framlengdir um eitt ár gegn ákveðinni krónutölu- hækkun taxta verkafólks. Samtök atvinnulífsins hafa sýnt áhuga á að fara þessa leið en á fundinum sl. fimmtudag höfnuðu þau kröfu VMSI um 11 þúsund kr. launa- hækkun. Ari var spurður af hverju samtökin hefðu hafnað kröfu VMSÍ og hvaða breytingar viðræðuslitin hefðu í för með sér varðandi fram- hald kjaraviðræðna. „Við mátum kröfu VMSÍ uppá um 10% hækkun og það er einfald- lega of mikil hækkun þótt við vilj- um hækka lægstu laun meira en sem nemur meðaltali. Þessi niður- staða hefði verið ósamrýmanleg þeim verðstöðugleika sem við stefn- um að og því orðið til tjóns fyrir þjóðfélagið og kaupmátt almenn- ings. Mér þykir það hins vegar miður að ekki hafi gengið að fara Afgangur rík- issjóðs þarf að vera mun meiri þessa leið, sem er að ýmsu leyti raunsæ við núverandi aðstæður. Viðræður við VMSÍ fara nú í sama farveg og gagnvart öðrum samtök- um og verða teknar upp aftur í jan- úar.“ Lítið svigrúm til launahækkana Samtök atvinnulífsins hafa sett sér það meginmarkmið í komandi kjaraviðræðum að launaþróun á ís- landi verði sambærileg við launa- þróun í viðskiptalöndunum. „Við höfum bent á að sú mikla kaupmáttaraukning sem við höfum upplifað og sú þensla sem við búum við hafi verið að grafa undan sam- keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Þó að verðbólgan hafi ekki verið mikil í heildina á árinu 1998, þá var hún í raun mun meiri hér innan- lands, því vegna hagstæðs innflutn- ingsverðs og sterki-ar stöðu krón- unnar hefur innflutningurinn greitt hana niður,“ segir Ari. Hann bendir einnig á að sam- kvæmt könnun sem gerð var á veg- um Samtaka iðnaðarins hafi komið fram að 97% stjórnenda fyrirtækja í iðnaði töldu að launaþróunin væri að veikja samkeppnisstöðu þeirra og að fyrirtækin hefðu tapað mark- aðshlutdeild. „Þetta ástand þýðir með öðrum orðum að sá hluti okkar efnahagslífs, sem eru fyrirtæki í samkeppni við erlend íyrirtæki, er að dragast saman. Ef þessu linnir ekki þá mun þessum fyrirtækjum fækka og jafnframt mun störfum fækka. Þó að vel geti verið að í þensluástandinu um þessar mundir, sem er ekki stöðugt ástand, geti margir þeirra sem missa vinnuna í samkeppnisgreinunum fengið vinnu í leikskólum eða öðrum opinberum stofnunum, þá fær sú þróun ekki staðist til lengdar. Þá verður erfið- ara að skapa störf í þessum sam- keppnisgreinum heldur en að eyða þeim núna,“ segir Ari. 3% launabreytingar í ná- grannalöndunum Hann segir alveg ljóst að miðað við efnahagsástandið í dag muni sá launakostnaður sem er umfram það sem gerist og gengur í nágranna- löndunum veikja stöðu samkeppnis- greinanna enn frekar. Heildar- launabreytingar í nágrannalönd- unum séu í kringum 3% á ári, en þar er um að ræða bæði umsamdar launahækkanir og launabreytingar vegna aldurstilfærslna, launaskriðs o.fl. „Launabreytingar sem hér hafa orðið umfram gerða samninga hafa verið metnar í heild nálægt 2%, þannig í raun bendir það til þess að umsamdar heildarlaunabreytingar á íslandi ættu ekki að vera meiri en um 1% að jafnaði," segir Ari. „Við búum hins vegar við það að hér eru kjarasamningar í gildi á næsta ári, sumir samningar gilda fram í október og aðrir til ársloka, sem fela í sér 3,5% almennar launa- hækkanir. Enda þótt atvinnulífið telji að sú hækkun sé óþægilega há þá höfum við ekki gert okkur vonir um að við getum náð samningum sem séu mikið lægri en það. Sam- tök atvinnulífsins munu því hafa það sem meginmarkmið að halda sig réttu megin við þessa breytingu og fara ekki út fyrir hana,“ segir Ari. Hann segir ennfremur að ljóst sé að þegar laun hækki um 2% til við- bótar 3,5% umsömdum hækkunum séu launabreytingar hér á landi orðnar nálega tvöfalt meiri á næsta |

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.