Morgunblaðið - 19.12.1999, Side 11

Morgunblaðið - 19.12.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 11 ári en meðalhækkanir í helstu við- skiptalöndum okkar. „Samningar sem fela í sér meiri launahækkanir munu auðvitað ganga ennþá lengra í þá átt að raska stöðunni og við höfum marg- oft bent á að það sé sameiginlegt hagsmunamál fyrirtækjanna og heimilanna að þetta gerist ekki. I því sambandi má benda á að meðal- skuldir heimilanna eru um þessar mundir um 144% af ráðstöfunar- tekjum þeirra. Meðalheimilið á Is- landi skuldar með öðnim orðum meira en sem nemur öllum ráðstöf- unartekjum þess á ári. Þarna er að stærstum hluta um verðtryggð langtímalán að ræða og þetta dæmi sýnir okkur að 1% hækkun launa sem hugsanlega gæti falið í sér 1% aukningu verðbólgu ef illa fer, myndi valda heimilunum tjóni, því skuldirnar myndu hækka meira en sem nemur hækkun launanna," segir Ari. Markmið að tryggja stöðugt starfsumhverfi fyrirtækja Fram hafa komið kröfur af hálfu landssambanda innan ASÍ að samið verði til tveggja eða þriggja ára með skýrum opnunarákvæðum í samningum, t.d. rauðum strikum ef verðbólga fer yfir tiltekin mörk. Samtök atvinnulífsins hafa enn sem komið er ekki sett fram ákveðnar tillögur um samningstíma en Ari segir að það sé að sjálfsögðu al- mennt markmið samtakanna að semja til langs tíma. „Það er meginmarkmið samtak- anna að tryggja stöðugt starfsum- hverfi sem gefur fyrirtækjunum tækifæri til að vaxa og dafna, skila hagnaði og bæta þannig lífskjörin með varanlegum hætti. Auðvitað fellur það betur að þessum mark- miðum að reyna að ná samningum til langs tíma. Samt sem áður eru þær aðstæður uppi núna að við höf- um talið ólíklegra að við værum að ná saman skynsamlegum langtíma- samningi, ekki síst vegna þess hvað verðbólgan er mikii um þessar mundii-. Við viljum ekki ganga út frá því við gerð kjarasamninga til tveggja eða þriggja ára að verð- bólgan verði í kringum 5%. Það er hins vegar erfitt að fá menn til að axla ábyrgðina af því í samningi sem gengið yrði frá núna að sú verðbólga sem við stefnum að verði undir 2% á árunum 2001 og 2002. Til þess þarf bæði kjark og áræði.“ Engar vísitölutenglngar Ari segir alveg ljóst að Samtök atvinnulífsins muni ekki taka í mál að semja um vísitöluviðmiðanir í væntanlegum kjarasamningum til að leysa samningsaðila frá verð- bólguáhættu. „Við munum ekki fallast á neina tegund vísitölutenginga í kjara- samningunum. Það er alveg skýrt af hálfu þessara samtaka að það kemur ekki til greina. Við munum ekki gera það,“ segir Ai’i. Fleira þarf að koma til en raunhæfír kjarasamningar Samkvæmt nýendurskoðaðri þjóðhagsspá eru horfur á að við- skiptahallinn verði 38 milljarðar á þessu ári og því næsta eða mun meiri en áður var gert ráð fyrir, spáð er 3% hagvexti á næsta ári og vaxandi verðbólgu. Viðvaranir og hættumerki berast nú úr öllum átt- um. Sérfræðistofnanir, m.a. sérfræð- ingar OECD, hafa að undanförnu varað við ofþenslu, vaxandi verð- bólgu og auknum viðskiptahalla. Seðlabankinn telur nauðsynlegt að grípa til allra þeirra hagstjórnar- úrræða sem völ er á og matsfyrir- tækin Moody’s og Standard & Poor hafa sent frá sé nýtt lánshæfismat fyrir Island þar sem lýst er vaxandi áhyggjum af 'stöðu efnahagsmála og dregið í efa að stjórnvöldum tak- ist að lina þensluáhrif í hagkerfinu. Ari var spurður um viðhorfin í kjaramálunum og mat á stöðunni í dag í ljósi þessara nýjustu upp- lýsinga. „Þetta er mjög í samræmi við það sem við höfum verið að segja. Við höfum tekið undir með Seðlabankanum að það þurfi fleira til að koma en raunhæfir kjai’a- samningar ef á að takast að lenda Ólíklegt að okkur tak- ist að halda kaupmættin- um óbreyttum málunum með skynsamlegum hætti. Seðlabankinn hefur bent á að aðhaldið í fjármálum hins opinbera þurfi að aukast, þenslan í fjármála- kerfinu með vexti útlána þurfi að minnka og í þriðja lagi þurfi kjara- samningarnir sem gerðir verða að vera á raunhæfum grundvelli. Það er ekki annað hægt en að taka und- ir þetta,“ segfi- Ari. Hann segir að Samtök atvinnu- lífsins hafi einnig vakið athygli á að verðbólgan sé komin út fyrir þau mörk sem sett hafa verið í Evrópu- sambandinu fyrir aðild að Mynt- bandalaginu. „Óháð áhuga á aðild að því þá er þar um að ræða al- þjóðlegan mælikvarða sem við vor- um stolt af að bera okkur saman við á meðan við uppfylltum þær kröfur, en nú gerum við það ekki lengur. Við höfum margoft bent á hversu mikinn hag íslenska þjóðar- búið hefur haft af því að þessar al- þjóðlegu stofnanir sem meta láns- hæfí þjóða hafa metið okkar efnahagslíf traustara á síðustu ár- um. Það eru auðvitað blikur á lofti þegar fram eru komnar vísbending- ar um að það geti breyst. Það er því komin upp alvarleg staða sem allir þurfa að leggjast á eitt um að vinna úr. Við erum alls ekki að mála skrattann á vegginn þegar við bendum á hveijar afipiðingarnar gætu orðið af því að bregðast ekki rétt við ástandinu. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að hlut- irnir þróist á verri veg. Menn geta heldur ekki hugsað þannig að ein- hverskonar baksamningar við stjórnvöld um að fella gengið í kjölfar kjarasamninga geti bjargað málunum. Hlutirnir gerast ekki lengur með þessum hætti. Ef ís- lenskt efnahagslíf tapar tiltrú þá fellur einfaldlega verð krónunnar á markaðinum," segir Ari. Hægt að gera betur í ríkis- fjármálunum Samtök atvinnulífsins hafa gagn- rýnt ríkisstjórnina fyrir ónógt að- hald í ríkisbúskapnum og hvatt til ennþá meira aðhalds í ríkisfjármál- um en gert er ráð fyrir í fjárlögum, sem Alþingi afgreiddi sem lög sl. fimmtudag, með 16,7 milljarða kr. afgangi. Ari var spurður hvort Samtök atvinnulífsins teldu að skila ætti meiri rekstrarafgangi á fjár- lögum og hvaða leiðir samtökin vildu að farnar yrðu til að auka að- haldið. Hann sagði að þó ekki væri ástæða til að gera lítið úr þeim af- gangi sem ríkissjóður skilar miðað við fyrri ár þá sé staðan sú í dag að afgangurinn þurfi að vera mun meiri til þess að hafa nauðsynleg aðhaldsáhrif í samfélaginu. „Við teljum að skoða verði þessi mál með hliðsjón af þeirri stöðu sem er uppi í dag. Ríkissjóður hef- ur miklar tekjur af þenslunni og af viðskiptahallanum. Þrátt fyrir að ríkisútgjöld hafi verið dregin sam- an, aðallega á sviði millifærslna og fjárfestinga, þá hafa útgjöldin í hin- um eiginlega ríkisrekstri ekki dreg- ist sarnan," segir Ari. Hann bendir máli sínu til stuðn- ings á tölur um vöxt samneyslunn- ar á undanförnum árum. Sé hækk- un rekstrarútgjalda ríkis og sveitarfélaga borin saman við vöxt landsframleiðslu komi í Ijós að rekstrarútgjöldin hafi aukist langt umfram verðmætasköpunina í heild. Þannig sé nú áætlað sam- kvæmt þjóðhagsspá að rekstrarút- gjöld hins opinbera muni aukast um 48% í krónum talið frá 1996- 2000 eða úr um 100 milljörðum kr. árið 1996 í 148 milljarða árið 2000. Til samanburðar er áætlað að landsframleiðslan muni aukast um 41% á sama tíma. „Við getum ekki verið sammála því að það sé ekki hægt að gera betur en þetta, með hliðsjón af því hvernig hinn eiginlegi opinberi rekstur hefur verið að þróast á seinustu ámm. Það er því þörf á sérstöku átaki í því að nýta mark- aðslausnir í rekstri ríkis og sveitar- félaga til þess að auka framleiðni og lækka útgjöld," segir Ari. - Nú er ljóst að misgengi í launa- þróun á milli stétta hefur valclið mikilli ólgu að undanfórnu og hækkanireinstakra starfsstétta hjá ríkinu verið gagnrýndar harðlega. Samningar félaga opinberra starfs- manna renna út á síðari hluta árs- ins en samningar á almenna mark- aðinum í febrúar næstkomandi. Hvernig viijið þið að brugðist verði við? Viljið þið fá einhverskonar tryggingu frá stjórnvöldum fyrír því að ekki verði samið við opinbera starfsmenn um méirí hækkanir en sem samið verður um á almenna markaðinum ? Ari segir að áhugi manna á því að gera skammtímasamning út næsta ár hafi m.a. byggst á þeim rökum að með því móti yrði unnt að fá alla samningsgerðina á einn og sama tímapunktinn, og opinberu fé- lögin yrðu þannig samstíga al- menna markaðinum við endurnýjun kjarasamninga. „En það skiptir miklu máli hver þróunin verður til framtíðar og það myndi skipta mjög miklu máli ef ríkið lýsti því yfir að það stefndi að því að launaþróun starfsmanna þess yrði í samræmi við það sem um semdist á almenna markaðin- um. Við höfum ekki séð neina slíka stefnumörkun af hálfu ríkisins sem vinnuveitanda, en hún væri mjög mikilvæg,“ sagði hann. Ari benti einnig á að sú stað- reynd lægi fyrir að laun ríkisstarfs- manna hefðu hækkað um 8% á ári að jafnaði á undanfömum árum en um 5,5% á almenna markaðinum á sama tíma. Sú þróun gæti ekki gengið upp. Opinberir aðilar gætu ekki með þessum hætti markað sér launastefnu sem væri óháð getu at- vinnuveganna til að greiða laun. „Þessi launaþróun er sennilega stærsta og alvarlegasta ástæða þess á hvern hátt ríkisútgjöldin hafa verið að fara úr böndunum á síðustu misserum, þó auknar tekjur hafi vegið það upp. Ef launaþróun hjá ríkinu hefði verið í takt við al- menna markaðinn síðastliðin tvö ár væru launaútgjöld í A-hluta ríkis- sjóðs á næsta ári um 5 milljörðum lægri en nú er reiknað með í fjár- lagafrumvarpinu. Vissulega eru teikn á lofti um að ríkið sé að bregðast við þessu, sem betur fer. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að launaþróun hjá rík- isstofnunum hafi farið úr böndun- um og þar hafi verið gerðar tilraun- ir sem verði ekki endurteknar. Það skiptir lika máli í þessu sambandi að lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi, þar sem tekið er á ólögleg- um verkfallsaðgerðum í opinbera geiranum. Við fögnum mjög þessu frumvarpi, sem bendir til þess að ríkið ætli að standa með ábyrgari hætti að þessum málum i framtíð- inni. Þau félög sem hafa farið þá leið að standa ekki við gerða samn- inga og róa undir ólöglegum að- gerðum eru að grafa undan eigin styrk til lengri tíma litið. Við höfum bent á að það geti ekki verið mikið mark takandi á afstöðu þessara fé- laga því stéttarfélag sem ekki tekur mark á sínum eigin orðum getur ekki ætlast til þess að aðrir taki mark á þeim heldur,“ sagði hann. Þörf á meira samráði aðila vinnumarkaðar og ríkis Samtök atvinnurekenda fylgjast grannt með launaþróun og sam- skiptum samtaka á vinnumarkaði og stjórnvalda í nágrannalöndun- um. Hafa talsmenn samtakanna hvatt til þess að skapaður verði samráðsvettvangur hér á landi á borð við þann sem sé í Noregi. Ari bendir einnig á að kjara- samningai- verði lausir í Finnlandi í janúar. „Þær fréttir sem við höfum þaðan eru að þar stefni í mjög erf- iða kjarasamninga og hugsanlega átök. Þar eru uppi kröfur um 3,5-4% launahækkanir en vinnu- Munum ekki fallast á neina tegund vísitöluteng- inga veitendur telja sig ekki geta boðið nema !4% til V/2% vegna þess að þeir telja að slíkar umsamdar launahækkanir, að viðbættum öðr- um launabreytingum sem eigi sér stað, samrýmist ekki launaþróun- inni í Evrópu. Við höfum verið að tilfæra dæmi frá Noregi, þar sem menn eru að bregðast við þeirri staðreynd, að launabreytingar þar hafi farið úr böndunum á síðasta ári þegar laun hækkuðu um 6%. Þeir hafa miklar áhyggjur af þessu og hafa aðilar vinnumarkaðarins sest niður ásamt ríkinu og náð rammasamkomulagi um að ná niður þessum hækkunum niður í 3% á tveimur árum. Þar er þó sennilega um að ræða einhverja sterkustu verkalýðshreyfingu í heimi, sem telur sínum hagsmunum best borgið með slíku samkomulagi. Aðstæður frá einu landi til ann- ars eru auðvitað að ýmsu leyti mis- jafnar og mismunandi hvað hentar í hverju landi fyrir sig en við höfum spilað því út í þessu sambandi að þörf sé á meira samráði aðila vinn- umarkaðarins og ríkisins. Við setj- um dæmið ekki þannig upp að aðil- ar vinnumarkaðarins eigi að koma sér saman um kröfur á hendur rík- inu. Við vitum að eðli máls sam- kvæmt getur ekki verið um stór framlög að ræða af ríkisins hálfu til að liðka fyrir samningum en ég tel að samráð þessara aðila um nauð- synlegar aðgerðir, til þess að hafa áhrif á það starfsumhverfi sem kjarasamningar verða gerðir í, gæti stuðlað mjög að því að hægt verði að leggja drög að langtímasamningi á milli aðila vinnumarkaðarins þeg- ar sér fyrir endann á tímabundnu óvissuástandi. Samskiptin við ríkis- valdið skipta einnig miklu máh í því sambandi að ríkið er stór samn- ingsaðili á vinnumarkaðinum, og getur ekki frekar en við tekið ákvarðanir án tillits til þess hvaða áhrif það hefur á vinnumarkaðinn almennt,“ segir Ari. Viljum hækka lægstu laun meira Talsmenn launþegafélaga hafa að undanförnu lagt sérstaka áherslu á að hækka lægstu laun í komandi kjarasamningum. Ari sagði að- spurður um þetta að atvinnurek- endur vilji teygja sig lengi-a vegna lægst launuðu hópanna. A það sé þó að líta að aðstæður til að hækka lægstu launin meh’a en önnur laun séu erfiðari í dag en var við gerð kjarasamninganna árið 1997. „Þær aðgerðir sem þá voru gerð- ar báru árangur og lægstu launin voru hækkuð meira en laun ann- arra. Núna er minna bil á milli launa en áður var. Stór hluti verka- fólks er á töxtum sem eru á tiltölu- lega þröngu bili og það er því erfitt að hækka lægri taxtana meira en annarra án þess að það gangi upp allan launastigann,“ segir Ari. Hann bendir einnig á að sam- kvæmt útreikningum Samtaka at- vinnulífsins voru meðallaun 10% verkafólks sem voru með lægstu launin árið 1996 68% af meðallaun- um alls verkafólks en á árinu 1999 var þetta hlutfall komið upp í 78%. Á sama tíma hafa laun hæst laun- aða hópsins lækkað sem hlutfall af meðallaunum. „Þetta sýnir að okk- ur hefur tekist að þétta launabilið og það er sem því nemur erfiðara að ganga lengra í þá átt,“ segir Ari. - Nú biasir það við að mörg fyr- irtæki hafa veríð að skiia miklum hagnaði og milljarðar skipta um hendur í hlutabréfaviðskiptum að undanförnu. Hvernig geta Samtök atvinnulífsins ætlast til að almennir iaunþegar hafi skilning á að ekki sé grundvöllur fyrír umtalsverðum launahækkunum íljósi þessa? „Gengi atvinnugreina og lands- hluta er misjafnt og þó að við stefn- um að ákveðnu lágmarkssamræmi í launaþróun, þá getum við ekki tryggt að laun breytist allstaðar jafnt úti á markaðinum. Það sjá all- ir þegar horft er til lengri tíma að það gengur ekki upp. Ég hef til dæmis séð tölur frá Bandaríkjunum þar sem fram kemur að á tímabil- inu frá 1988 til 1999, var raunlauna- lækkun um 4,5% í öllum eldri at- vinnugreinum og iðnaði, eins og það var flokkað, en 12% hækkun raunlauna í mörgum öðrum grein- um, t.d. í fjármála- og hugbúnaðar- geiranum, útgáfu- og upplýsinga- starfsemi. Það er ljóst að launaskrið, sem á sér stað í ein- stökum greinum og landshlutum, sendir fólki skilaboð um margt, meðal annars um hvar það eigi að búa og í hvaða greinum það eigi að mennta sig. Við getum ekki fryst þessa þróun,“ segir Ari. „Þessh- milljarðar sem færast á milli eru ekki rekstrartölur í fram- leiðslufyrirtækjunum. Hagnaður hefur verið að lækka frá 1998 til 1999 á tveimur meginsviðum fram- leiðslunnar, í sjávarútvegi og iðn- aði. Ég hygg að það þrengi líka mjög að í verslun og ferðaþjónustu. Heildarhagnaður fyrirtækja á Verðbréfaþinginu var hins vegar meiri á þessu tímabili en þar kemur fyrst og fremst við sögu mikill hagnaður í fjármálageiranum. Einnig ber að hafa í huga að breyt- ingar í fjármálakerfinu, sem hafa leitt til þess að eignir hafa orðið seljanlegar hafa komið hreyfingu á hluti sem áður voru fastir. Það eru svo engin ný sannindi að það er sitt hvað velta og fjárfestingar annars vegar og afkoma í rekstri hins veg- ar,“ segir hann. Vilja vinna áfram að gerð fyrirtækjasamninga Ari sagði aðspurður að atvinnu- rekendasamtökin væru mjög áhugasöm um að þróa fyrirtækja- þátt kjarasamninga áfram. Ef litið sé til lengri tíma sé sennilegt að fjölbreytnin í fyrirtækjasamningum muni aukast og launaákvarðanir verði í auknum mæli teknar út á markaðinum. „En þau skref sem stigin voru í síðustu samningum hafa ekki enn náð þeirri útbreiðslu sem búist var við. Við teljum að í því þensluástandi sem verið hefur séu fyrirtæki í þeirri aðstöðu að þurfa að hækka laun til að halda í starfsfólk án þess að starfsmaður- inn þurfi á móti að semja um þær tilhliðranir eða skipulagsbreytingar á hverjum vinnustað, sem fyrir- tækjasamningar ganga út á báðum til hagsbóta. Það má því segja að svona umframeftirspurnarástand sé andsnúið hugmyndum af þessu tagi innan vinnustaða. En við erum alls ekki af baki dottnir með að þróa þetta áfram.“ Ari var að lokum spurður hvern- ig hann mæti þær áherslur sem uppi eru af hálfu launþegahreyfing- arinnar og viðbrögð viðsemjend- anna við málflutningi samtaka at- vinnulífsins að undanförnu. „Okkar samskipti við forystumenn í við- semjendahópi okkar hafa verið mjög góð fram að þessu og ég tel að þeir hafi fullan skilning á þeirri stöðu sem við enim að lýsa. Það sem þó mest ber á og er stærsti þyrnirinn í augum okkar er sá sam- anburður sem við er að etja þar sem launabreytingar hafa farið úr böndunum á síðustu misserum,“ svarar hann og bendir á hinar um- deildu hækkanir sem einstakir hóp- ar opinberra starfsmanna hafi knúið fram. Þar standi menn í reynd frammi fyrir ákveðnum sið- ferðisvanda. „Mér fannst Ásmundur Stefáns- son, fyrrverandi forseti ASI, lýsa þessu best þegar hann tók til máls á morgunverðarfundi okkar á dög- unum. Þar sagði hann að þeir hóp- ar opinberra starfsmanna sem hefðu verið að sækja sér launa- hækkanir umfram það sem gæti staðist að yrði almenn fyrirmynd í þjóðfélaginu, einfaldlega treystu því að viðsemjendur á almennum vinnumarkaði gangi fram af meiri ábyrgð en þeir sjálfir. Annars er ávinningur allra fyrir bí.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.