Morgunblaðið - 19.12.1999, Side 12

Morgunblaðið - 19.12.1999, Side 12
12 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kínverjar taka við völdum í síðustu evrópsku nýlendunni Reuters. Kínverski fáninn blaktir fyrir framan Hótel Lissabon, sem er eitt frægasta spilavítið í Macao. KINVERJAR TAKA VIÐ MACAO Macao, síðasta evrópska nýlendan við Kínastrendur, sameinast Kína 20. desember og verður þar með bundinn endi á fjögurra alda stjórn Portúgala þar. pr Stærð: 16 ferkilómetrar Ibúafjöldi: 550.000 Þjóðarbrot: Kínverjar 95%, Portúgalir 3%, aðrir 2% Efnahagsmál VLFámann: 16.000 dollarar (áætl. 1998) Atvinnugreinar: Ferðaþjónusta (25% VLF) J .. „y1 Spiiavíti (40% VLF) ' Macao / Vefnaðarvörur, , rv.* , v flugeldaframleiðsla, : leikföng, raftæki Brýr SAGA 1557 Portúgalir setja upp fasta verslunarmiðstöð í Macao 1841 Bretar stofna nýlenduna Hong Kong. Dregur úr mikilvægi Macao. 1887/88 Kína og Portúgal undirrita Lissabonyfiriýsinguna þar sem fullveldi Portúgals í Macao er staðfest. 1974 Stjórnarbylting í Portúgal. Lissabon afsalar sér fullveldi Macao. 1987 Undirritun sameiginlegrar yfiriýsingar Kína og Portúgals um að Macao verði afhent Kínverjum 1999. 1999 19. des. ámiðnætti. Macaoþásvæði með sérstakri stjóm innan kínverska ríkisins 2 km Zhujiang Kou Taipa Causeway KINA Flugvöllur \ \ Coloane Suður-Kínahaf Portúgölsk landsvæði og fyrrum nýlendur m ' y ■Vs- Portúgal - ^ y' Azoreyjar o y MadeiraO / - „Grænhöfðaeyjar Gínea-Bissá Sao Tome , Bracilb , °9 Principe Bsa/ mgi a — HO Núverandiyfirráðasvæði Fyrrum nýlendur Portúgala ______| Ár sem svæði hlaut sjálf- stæði eða annað ríki tók við stjóm Goa, Daman "V J $g Diu (Indl.) |r9S>l Ma V .'V % • Macao Angóla >975l / / Mósambik Austur-Tímor \ (Indónesia) J hí Heimild: CIA World Factbook, 1999 Kínverjar taka nú við völdum í Macao, síð- ustu evrópsku nýlend- unni á þessum slóðum. Hafliði Sævarsson hef- ur kynnt sér stöðu mála í Macao og veltir fyrir sér hvaða áhrif þetta getur haft. PORTÚGALAR afhenda í nótt Kínverjum ný- lendu sína Macao eftir meira en 400 ára dvöl þar. Þessir landvinn- ingar Kínverja eru litlir samanbor- ið við þá í Tíbet fyrr á þessari öld og Hong Kong nýverið. Í augum Kín- veija er þessi breyting einungis formsatriði og lítið skref i uppbygg- ingu heimsveldis þeirra. Portúgalar verða líklega þakklátir þegar þeir loksins losna við þessa byrði. Af- hendingin mun varla vekja mikla athygli þrátt fyrir að með henni verði bundinn endi á nýlendutíð Evrópubúa í Asíu. Forsaga afhendingarinnar Miklar deilur hafa staðið um ör- Iög þessa litla landsvæðis. I menn- ingarbyltingunni í Kínverska al- þýðulýðveldinu 1966 sóttu herskáir Kínverjar þar inn og börðust við portúgalskar hersveitir. Þegar Portúgalar gerðu tilraun til að binda enda á nýlenduveldi sitt 1974 reyndu þeir að losa sig við Macao. í bæði skiptin buðu Portúgalar stjóminni í Peking að taka yfir stjómina í Macao. Af ótta við að tapa mikilvægum verslunartengsl- um og af áhugaleysi höfnuðu Kín- verjar hins vegar þessu. Eftir að Bretar yfirgáfu Hong Kong 1997 varð ljóst að miðstjómin í Peking myndi sækjast eftir svip- aðri yfirtöku í Macao. Utþensla alþýðulýðveldisins Þegar ákveðið var að Hong Kong og Macao skyldu sameinast móður- landinu og Deng Xiao Ping, þáver- andi leiðtogi Kína, kynnti hug- myndina um eitt ríki, tvö kerfi, lét hann þau orð falla að þetta væri einungis undibúningurinn að sam- einingu Taívan við Kína. Nokkrar ástæður eru fyrir löng- un Portúgala til að yfirgefa Macao. Nýlendur era orðnar mjög óhag- kvæmar og þjóna ekki lengur til- gangi sínum sem verslunarhlekkir. Gífurleg glæpastarfsemi og óöld hefur geisað í nýlendunni undan- farin ár sem Portúgalar hafa lítt ráðið við. Vonir standa til að Kín- verjar séu betur í stakk búnir til að binda enda á það ástand. Spilavíti og glæpastarfsemi Nokkrar illa skipulagðar glæpa- klíkur berjast um völdin í hinum ólöglega banka-, spilavítis- og vændismarkaði í Macao. Odýrir leigumorðingjar era fengnir frá landamæraborgum á meginlandi Kína og fjölmargir saklausir borg- arar hafa látið lífið af völdum glæpa og í átökum glæpaflokka. Seinustu mánuði hefur stjómin í Macao unn- ið með kínversku lögreglunni við að ráða bug á þessum vanda og upp- rætt hvem glæpaflokkinn á fætur öðram, sem á einn eða annan hátt tengjast glæpum sem framdir hafa verið í Macao jafnt sem á megin- landinu. Hafa mál jafnvel verið rannsökuð langt aftur í tímann. Þetta þykir vera skýr vísbending um hvað koma skal eftir að Kínverj- ar taka völdin. Fastlega er búist við að lögreglan og herinn muni bæla klíkurnar niður áður enn langt um líður. Fyrirtækið Sociedade de Turis- mo e Diversoes de Macao er með einkaleyfi á rekstri spilavíta í Macao en þau eru fjölmörg. A veg- um þess fer spilavítum fjölgandi og talið er líklegt að einkaleyfi fyrir- tækisins verði framlengt þar eð samkeppni í þessum geira er ekki talin munu skila miklu fyrir opin- bera aðila. Framtíðarhorfur í efnahagsmálum Efnahagur nýlendunnar er mjög háður spilavítunum og rúmlega fjórðung hinnar opinbera land- framleiðslu má rekja til reksturs þeirra. Mikill hagvöxtur sem bygg- ir á ódýra vinnuafli frá meginland- inu hefur styrkt þetta tilkomandi sjálfstjórnarsvæði. Á hverjum morgni flykkjast mörg þúsund verkamenn yfir landamærin til vinnu í tæknivæddum verksmiðjum í Macao. Á kvöldin verða þeir að snúa aftur til síns heima. Svipuð umræða hefur átt sér stað um af- drif efnahags Macao eftir afhend- inguna og í Hong Kong. Sérfræð- ingar velta fyrir sér hvort afskipti Kína muni kollvarpa þeim árangri sem náðst hefur. Skoðun margra í Hong Kong er sú að Kínverjar hafi haldið aftur af sér og látið vera að hafa afskipti af viðskiptum og efna- hagsmálum í borginni. Alþjóðasam- félagið hefur líka verið á varðbergi og fylgst grannt með öllum ákvörð- unum miðstjórnarinnar í Peking sem túlka má sem afskipti af mál- um Hong Kong. Búist er við að hið sama verði uppi á teningnum varð- andi Macao. Vegna smæðar sinnar mun Macao þó ekki njóta sömu at- hygli fréttastofa og Hong Kong og óvíst hvort umheimurinn muni geta fylgst jafn grannt með þróun mála þar. London, Lissabon og Peking Ibúar Hong Kong era margir hverjir sáttir við þær stjórnarfars- legu breytingar sem orðið hafa eftir að nýlendan breska varð að kín- versku sjálfstjórnarsvæði. Nýtt fyrirkomulag á sjálfstjórnarþing- inu þar sem almenningur fær að kjósa hluta þingmanna er skref í átt að meira lýðræði en þekktist áður þegar skipað var í flestar æðri stöð- ur í London. Portúgalar hafa þegar stuðlað að því að sama þróun muni eiga sér stað í Macao. I nýlegum kosningum í Macao voru allir kjörnir fulltrúar almennings Kínverjar. Þingmenn valdir af stjóminni vora allir Port- úgalar og eru enn í meirihluta. Það þing mun sitja til ársins 2001 svo hagsmunir hins fámenna portúg- alska minnihluta ættu að vera tryggðir að minnsta kosti fyrst um sinn. Réttur íbúa Macao eftir yfirtöku Kínverja hefur verið mótaður með sameiginlegri lagasetningu og ákvörðunum stjórnvalda í Peking og Lissabon. Hornsteinn þeirra er bann við dauðarefsingu líkt og segir til um í portúgölskum lögum. Þetta var mikið deilumál þar sem kín- versk lög leyfa dauðarefsingu. Pek- ing gaf eftir í þessu máli. Þéttbýlasta svæði veraldar Helsta vandamál stjórnvalda undanfarin ár hefur verið það hvernig nýlendan eigi með góðu móti að rúma alla íbúa, þar sem Macao er einungis 22 ferkílómetrar að stærð. íbúar era nú um 600 þús- und og Macao því þéttbýlasta svæði veraldar. Nýlendan samanstendur af Macao-tanganum og eyjunum Taipa og Colonae. Reynt hefur verið að stækka landsvæðið með góðum árangri. Hins vegar er líklegt að fjölskyldur Macaobúa sem búa á meginlandinu vilji flytja þangað eftir sameining- una. Svipað vandamál kom upp í Hong Kong nýlega og kom þá til kasta miðstjórnarinnar í Peking. Hún ákvað að takmarka alla slíka fólks- flutninga. Líklegt þykir að svipað verði uppi á teningnum í Macao. Ólíkt þvi sem var í Hong Kong hafa margir íbúar portúgölsk vega- bréf. Þegar Bretar yfirgáfu Hong Kong gáfu þeir íbúum af kínversk- um upprana ekki þann kost að flytj- ast á brott. Eftir afhendinguna í Macao hins vegar, munu allir íbúar þar sem eiga portúgölsk vegabréf geta flutt til Portúgal, kjósi þeir það. Fjöldi Portúgala í nýlendunni hefur farið vaxandi seinustu ár. Að- eins er búist við að lítill hluti þeirra sem era af portúgölskum upprana, um 3 prósent þjóðarinnar, muni ákveða að flytja heim. Macao hefur verið griðastaður innflytjenda frá Asíu, Evrópu og Afríku alla tíð. Nýlega hefur verið mikið um kom- ur bátafólks frá Víetnam og Filippseyjum. Nábýli fólks af mörgum þjóðernum hefur myndað litskrúðuga menningu. Menningarauðæfi skilin eftir Þegar Portúgalar yfirgefa Macao skilja þeir eftir mikil menningar- auðæfi. Allt frá upphafi nýlendu- tímans hafa portúgalskir smiðir farið til Macao og byggt þar glæsi- leg hús í suður-evrópskum stíl. Síð- ar fór austurlenskra áhrifa að gæta. Úrkoman varð blanda beggja sem er í dag frábært dæmi um sérstaka eiginleika nýlenduarkitektúrs. Flest þessi hús hafa nýlega verið endurbyggð í tengslum við afhend- inguna og munu vera ein helsta gjöf Portúgala til Kínverja við það tæki- færi. Macao þykir ólík Hong Kong og Kína að því leyti að íbúar þar hafa minni áhyggjur af peningum. Rík matar- og vínmenning er þessu til vitnis. Nýlendan er einn fárra staða í Asíu þar sem hefð er fyrir vest- rænni matargerð. Mikið úrval port- úgalskra vína er til staðar á hverju horni. Margir litlir almennings- garðar, einn nefndur eftir þjóð- skáldi Portúgala, Luis Camoes, sem á að hafa dvalið þar um hríð, prýða borgina. Þessi glæsilegu mannvirki hafa dregið að sér marga ferðamenn. Talið er að þegar kín- verski herinn hægir á glæpastarf- seminni muni fjöldi ferðamanna aukast verulega. Trúfrelsi ríkir Allt frá upphafi nýlendusetunnar hefur kristin trú átt sér öraggt skjól í Macao. Trúfrelsi ríkir og Portúgalar hafa aldrei neytt íbúa til að taka kristni. Borgin er prýdd mörgum fallegum kirkjum og búddaklaustram sem oft era hlið við hlið. Flestir íbúar era kristnir. Macao var miðstöð kristniboða í Asíu þar til Bretar komu til Hong Kong. Sem trúarinnar sterkasta virki í álfunni hefur Páfinn í Róm sagst vonast til að nýlendan verði á ný miðstöð útbreiðslu kristinnar trúar. Tiúfrelsi mun vara eftir af- hendinguna. Kristnar kirkjur eru bannaðar í Alþýðulýðveldinu en margar ólöglegar starfa samt sem áður. Lítil von er til að trúin geti breiðst út frá Macao einfaldlega vegna smæðar staðarins og sterkra ítaka annarra trúfélaga á megin- landinu. Frammistaða Portúgala Sagnfræðingar á þessum slóðum deila um hvort að Portúgalar yfir- gefi svæðin með skömm eða stolti. Portúgalska nýlendustjórnin hefur legið undir miklu ámæli fyrir að vera nokkuð sama um óöldina sem ríkir. Svo langt hefur það gengið að glæpaklíkurnar sjálfar hafa dreift meðal íbúanna prenti þar sem lin- kind stjórnarinnar gagnvart öðram klíkum er gagnrýnd. Og vissulega era Portúgalar að flýja vegna þess- ara klíka. En sé litið til þeirrar menningar- arfleifðar sem nýlenduherrarnir gefa kínversku þjóðinni er ljóst að Portúgalar hafa lagt mikla rækt við þessa fornu verslunarborg. Afhendingin er einkar athyglis- verð með tilliti til hvað gerðist síð- ast þegar Portúgalar yfirgáfu ný- lendu í Asíu, Austur-Tímor. Fáir búast þó við að Macao verði jafn- mikið fréttaefni þar sem reynsla Hong Kong sýnir að Kínverjar era fullfærir um að virða sjálfstjórnar- svæðin. Vissulega er Macao suðu- pottur nú um stundir vegna átak- anna þar. Vonir era um að hægist um og Macao gleymist sem einung- is eitt af mörgum héraðum Alþýðu- lýðveldisins Kína. Höfundur er búsettur í Hong Kong.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.