Morgunblaðið - 19.12.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 19.12.1999, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Aldamóta- kynslóðin við aldatugalok MYNDLIST Listasafn ísIands MÁLVERK 20. ALDAR MÁLARAR FÆDDIR FYRIR 1900 Til 16.janúar. Opið þriðjudagatil sunnudaga frá kl. 11-17. Aðgangur 300 kr. Miðvikudaga ókeypis. ALDAMOTASYNINGU var hleypt af stokkunum í efri sölum Lista- safns íslands um síðustu helgi. Sú sýning er helguð kynslóðinni sem nú er á fertugsaldri. Þeirri sýningu er ætlað að kallast á við aðra sýningu sem nú verður opnuð í neðri sölum Listasafnsins. Sú fjallar um kyn- slóðina sem fæddist fyrir síðustu aldamót og fór að láta til sín taka á fyrsta aldarfjórðungi tuttugustu aldarinnar. Báðar sýningamar - „Við alda- mót“ I og II - eru því nokkurs konar þögul heimild um íslenska list tveggja tíma. Þótt alltaf megi velta fyrir sér hversu nærfærinn spegill sýningarnar séu - og vissulega eru þær of takmarkaðar til að ná til allra listamanna beggja tíma - gefa þær þokkalega mynd af tveim kynslóð- um, þó með nokkrum fyrirvara, því varla verður sagt að Þórarinn B. Þorláksson - fæddur 1867 - eða Ás- grímur Jónsson - fæddur 1876 - séu af sömu kynslóð og Júlíana Sveins- dóttir - fædd 1889 - eða Gunnlaugur Blöndal, en hann var fæddur 1893. En það er önnur saga, og stóra spurningin hlýtur að vera: Eiga þær eitthvað sameiginlegt þessar sýn- ingar á efri hæðum og neðri? Vissulega slær mann munaðar- leysið í hvert sinn sem maður skoðar íslenska list. Það er varla að það sjá- ist fólk í myndum listamanna okkar. Þetta eiga kynslóðir fæddar á ofan- verðri tuttugustu öldinni vissulega sameiginlegt með kynslóðunum frá öldinni sem leið. Lögun úmhverfis- ins og hlutanna er þeim snöggtum hugstæðari en lögun mannlegs sam- félags. Hvað skyldi það segja okkur um upplag okkar sem þjóðar? Það virðist liggja í augum uppi að við erum einstæðingar í orðsins fyllstu merkingu. Af bændum - ein- yrkjum - erum við komnir og bænd- ur munum við halda áfram að vera þótt flestir okkar séu fyrir löngu komnir á mölina. Við höldum áfram að gá til veðurs, horfa til fjalla og reyna að gleyma að við séum ekki einir með okkur sjálfum. Að búa í samfélagi virkar ætíð íþyngjandi á okkur. Við reynum að mæta því með eins stuttum setningum og eins mörgum eins atkvæðisorðum og við getum. Samræður við aðra hefur aldrei verið okkar sterka hlið. Samtalið við fjöllin gegnir öðru máli. Sýningin í neðri sölunum snýst um fjöll og aftur fjöll, eins og væru þau persónur af holdi og blóði. Ef frá eru taldar tvær myndir eftir Ás- grím, nokkrar eftir Gunnlaug Blöndal og jafnfáar eftir Finn Jóns- son, Jón Þorleifsson og Júlíönu Sveinsdóttur örlar ekki á hreyfingu Af aldamótasýningunni í Listasafni Islands. Morgunblaðið/Þorkell í myndlist aldamótakynslóðarinnar gömlu. Það er á slíkum stundum sem maður saknar Ásmundar Sveinssonar og Nínu Sæm., því myndhöggvararnir gátu ekki auð- sýnt slíka mannfælni. En hversu merkilegt sem þetta kann að virðast frammi fyrir verk- um „gömlu meistaranna“ þá er það þráfalt furðulegra að finna jafn lítil samfélagstengsl meðal núlifandi aldamótakynslóðar listamanna og raun ber vitni. Það er því vissulega freistandi að bera saman verk Akur- eyringanna okkar á efri hæðinni - þeirra Þorvaldar Þorsteinssonar og Kristínar Gunnlaugsdóttur - við verk þeirra Finns Jónssonar og Gunnlaugs Blöndal. Ef til vill eiga þessir fjórmenningar töluvert meira sameiginlegt en hvert þeirra með samferðarmönnum sínum. Mikið væri það lofsvert ef sýning- Valdir kaflar úr ræðum séra Haralds Níelssonar prófessors með inngangi eftir dr. Pétur Pétursson Það er oss vakað íaraidur Nídsson Það er 0SS vakað HASKÖLAUTGÁFAN Séra Haraldur Nielsson hafði mikil áhrif á trúarlíf landsins á fyrri hluta þessarar aldar. í þessari nýju bók er að finna kafla úr tuttugu og fimm predikunum hans. Fela þeir í sér meginatriði boðskapar sem enn á jafnt erindi og hann átti fyrr á öldinni. amar tvær, „Við aldamót" I og II, kenndu okkur að sjá sameiginleg einkenni á ólíkum kynslóðum. Þá mundum við ef til vill losna við það leiðinlega skrúfstykki sem bindur sjón okkar við ákveðin tímabil í listasögunni, og meinar okkur að flögra um aldirnar frjálst og óþving- að. Því ef við reynum að skoða seinni sýninguna með fersku auga - til þess þarf að gleyma um stund hve hjartfólgnir þessir „gömlu meistar- ar“ eru orðnir okkur - hljótum við að sjá hve ólíkir þeir eru, jafnvel þegar þeir eru að fást við svipuð yrkisefni, svo sem fjallstoppa okkar ástsælustu fjalla. Það er nefnilega algjör óþarfi að spyrða alltaf saman svokallaða fmmherja eins og hrognkelsi í hand- vagni og gefa í skyn með því að þeir eigi svo ótal margt sameiginlegt. En bíðum við; ég get ekki séð að Kjarv- al eigi margt sameiginlegt. með þeim Jóni Stefánssyni eða Ásgrími Jóns- syni. Ef frá er talið myndefnið - hál- asta sérkenni þessara ágætu málara - virðist mér ekkert sameina þá. Það má til dæmis benda á það að Hrafnkell Sigurðsson á efri hæðinni er töluvert nær Jóni Stefánssyni hvað varðar anda og inntak en Kjarval var, þótt einungis þrjú ár skildu að frumherjana tvo. Eins er Húbert Nói töluvert nær Þórarni B. Þorlákssyni að stíl og hjartalagi en kollegum sínum á efri hæðinni. Reynum því að skoða Skógarhöil- ina hans Kjarvals, frá 1918, eða Ör- lagateninginn hans Finns Jónsson- ar, frá 1925, með öðrum augum en venjulega. Takist það, er ekkert því til fyrirstöðu að njóta verkanna á efri hæðum. Sá sem vill læra að skoða list fordómalaust verður að gleyma um stund við hvaða aldamót hann er staddur. Góð verk bera ávallt með sér aldalanga möguleika og gildir þá einu í hvora áttina er talið, aftur í aldir eða fram á veg. Halldór Björn Runólfsson SKÓIAVÖRÐUSTÍGUR5 tat •> I ICTUl'lC DCIflM I miiá 3 LISTHUS REKIN AF 15 LISTAMÖNNUM INGA ELIN ÓFEIGUR MEISTARIJAKOB TÆKNIBYLTING fyrir þá sem vilja léttast án töframeðala Prófaöu nýju POLAR M21/22 púlsmælana. • klukka • dagatal • púlsmælir • skeiðklukka • sjálfstillanleg þjálfunarmörk • kaloríumælir (orkueyðslumælir) • sýnir hlutfall fitubrennslu í % Verð aðeins kr. 8.990.- ENN MEIRITÆKNINÝJUNG fyrir alla þá sem er annt um heilsuna POLAR M51/52 púlsmælana. • klukka • dagatal • púlsmælir • skeiöklukka • sjálfstillanleg þjálfunarmörk • kaloríumælir (orkueyðslumælir) • sýnir hlutfall fitubrennslu í % • þolmælir (02 upptaka ml/kg/min) Verð aðeins kr. 10.960.- P. OLAFSSON ehi Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði • Sími 565 1533 HlustaAu á áá þitt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.