Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/gg Veiðileyfi fara nú víða hækkandi. Myndin er frá Stokkhylsbroti í Norðurá. V erðbólga á veiði- leyfamarkaðinum Mikið er talað um þenslumerki í þjoðfélag- inu og að þörf sé á aðgerðum til að draga úr þeim, enda eigi hin illræmda verðbólga ella greiða leið inn í viðkvæmt efnahagslíf lands- manna. Menn greinir nokkuð á um á hvaða stigi þessi vandi er, en á einu sviði er óhætt að segja að merkin séu ekki aðeins vel sýni- leg heldur beinlínis hrópandi. Það er veiði- leyfamarkaðurinn þar sem hver þekkta lax- veiðiáin af annarri hefur snarhækkað 1 verði, ýmist eftir útboð eða lagfærða samn- inga sem í gildi eru. Guðmundur Guðjóns- son leit yfír tíðindi síðustu vikna og ræddi við nokkra aðila sem málinu tengjast. Nú síðast var greint frá þvi að dagstöngin í júníhoil- unum í Grímsá í Borgar- firði er auglýst í verðskrá bænda við ána á bilinu 80.300 og upp í 91.834 krónur. Innifalið í verðinu er leiðsögn, fæði og gisting. Auglýsa bændur að fram til 7. ágúst sé aðeins um fluguveiði að ræða og hvert ein- asta veiðileyfi sé selt. Tíðindi þessi frá Grímsá komu í kjölfarið á fregnum af verðhækkun- um á veiðileyfum í Víðidalsá, Mið; fjarðará, Þverá, Norðurá og Hofsá. í Víðidalsá var samningur við leigu- taka framlengdur og hækkaði hann um 14%. Fá bændur þar nú 28,5 milljónir á ári og er upphæðin verð- tryggð miðað við Bandaríkjadollar og neysluvísitölu. Bændur í Víðidal segja samninginn miða við framleng- ingu á leigusamningi bænda við Þverá og Kjarrá við viðsemjendur þeirra. Um nokkurt skeið hefur verið nokkuð kyrrlátt á þessum markaði, en útboð og útleiga á Miðfjarðará í haust virðist hafa hrundið af stað keðjuverkun. Áin var leigð fyrirtæk- inu Laxá-á fyrir næstum 32 milljón- ir, en það var tæplega 5 milljónum króna hærra tilboð en það sem næst kom. Þar hækka einstök holl mis- mikið, allt frá upphæð sem stemmir við hækkun neysluvísitölu upp í rúm- lega 85%. Formaður Stangaveiðifé- lags Reykjavikur, Kristján Guðjóns- son, er ekki í vafa um að þessi samningur ýtti skriðunni af stað. „Áhrif þessa samnings létu ekki á sér standa því stuttu síðar var end- urnýjaður samningur um Þverá/ Kjarrá, með miklum hækkunum, enda gerður undir þrýstingi," sagði Kristján á aðalfundi SVFR fyrir skömmu. Mikil þensla Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum í Lundarreykjadal, formaður Veiðifélags Grímsár, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri greinilega mikil þensla á veiði- leyfamarkaðinum og forystumönn- um veiðifélagsins hefði ekki verið stætt á því gagnvart félögum sínum í sveitinni, að „stinga höfðinu í sand- inn“, eins og hann komst að orði. „Við viljum halda veiðileyfum eins og hægt er innanlands, en eitthvað þurfti að gera. Ef við hefðum ekki brugðist við, hefðum við horft fram á að setja ána í útboð. Við Grímsár- bændur höfum lengi séð sjálfir milli- liðalaust um sölu á veiðileyfum í ána og vildum halda því áfram. Það hefur verið til hagsbóta fyrir alla aðila að hafa ekki millilið. En það var kominn upp órói vegna hækkana á Miðfjarð- ará, Víðidalsá, Þverá og Norðurá. Það sem við höfum með þessu gert er að auka við útlendingatímann. Verðið sem menn sjá nú sett á júní- dagana er í samræmi við það sem gerist á útlendingamarkaðinum. Sá markaður ber ekki meiri hækkun og ekki vildum við velta verðinu út í verðlagið innanlands. Á móti geta menn séð, að seinni hluta sumars eru hækkanir á dögum okkar ekki meiri heldur en sem nemur þeirri verð- bólgu sem verið hefur. Þessi ákvörð- un er tekin að vel yfirlögðu ráði eftir að öllum öðrum kostum hafði verið velt upp. Við gerum okkur ljóst að hætt er við óánægju hjá mönnum sem veitt hafa hjá okkur á umrædd- um tíma. Slíkt er leitt, en við biðjum menn að hafa hugfast að með útboði hefði væntanlega orðið mun meiri röskun á stöðu manna,“ sagði Þor- steinn. Veiðileyfi alltaf verið dýr Pétur Pétursson, sem leigir Vatnsdalsá ásamt frönskum sam- starfsmanni sínum, Guy Geffroy, sagði í samtali, að laxveiðileyfi hefðu alltaf verið dýr, hins vegar væri ástæða til að staldra við og íhuga þá keðjuverkun sem nú væri farin af stað. „Menn verða alvarlega að passa sig að spenna ekki bogann of hátt. Mér sýnist að það séu endarnir, það er að segja vorið og haustið, sem hækka sums staðar allverulega og menn myndu ekki verðleggja svæðin svona ef þeir þyrftu þess ekki með til að ná endum saman. Oft hefur verið talað um samkeppnina um erlendu veiðimennina, en vel að merkja, veiðileyfasalar hér á landi eru farnir að bjóða íslenskum veiðimönnum laxveiðileyfi í frægustu ánum á Kóla- skaga. Fyrstu árin héldu menn að ísland hefði vinninginn þar eð að- staðan í Rússlandi væri svo slök. Það var kannski einu sinni, en ekki leng- ur, aðbúnaðurinn á Kóla er alltaf að batna og batna og menn eru að vísu ekki í ódýrari veiði þar, en það er miklu meira af fiski,“ segir Pétur. Pétur segir að eflaust sé til „þak“ á verðlagi laxveiðileyfa og ef menn fari upp úr þakinu hljóti að draga úr sölu. „Þá lenda menn aftur á byrjunarreit. Hækkanir á bilinu 5 til 9% teljast yf- irleitt eðlilegar. Það eru breytingar á vísitölum og sveiflur á gjaldeyris- mörkuðum. Þegar ég samdi í Vatns- dalnum árið 1996 stóð dollarinn í 66 krónum, en þegar kom að fyrstu af- borgun af samningnum var hann kominn í 73 krónur. Mikil breyting Pétur segist ekki skilja alveg hreint í hverju liggur að verðlagið skrúfast upp „akkúrat núna“, eins og hann segir, en vissulega hafi orðið miklar breytingar á útleigumálum. „Áður en ég rek það eitthvað blasir reyndar við, að í ýmsum þeirra til- vika sem nú eru komin fram með verðhækkanir eru framkvæmdir og uppbygging sem hafa kallað á aukið fé. Bændur við Víðidalsá hafa t.d. nýverið tekið veiðihúsið í Tjarnar- brekku í gegn. Það kostaði mikið fé og fyrirkomulagið er þetta: Leigu: takar borga, bændur framkvæma. í Miðfirði hefur mér skilist að fé eigi að renna til stórbættrar vegagerðar með ánum. Annars er breytingin sem ég nefndi áðan kannski ekki hvað síst fólgin í því, að leigusali fær meira í sinn hlut heldur en áður var. í eina tíð var það leigutakinn sem fékk meira og menn tóku laxveiðiár á leigu gagngert til að græða, en þetta hefur snúist við og í dag fær leigusal- inn meira en leigutakinn. Það hefur verið vaxandi viðhorf og bæði skilj- anlegt og eðlilegt að landeigendur við laxveiðiár vilja fá eins mikið og þeir frekast geta út úr samnings- gjörð hverju sinni. Það er þeirra réttur og leigutaka síðan að meta hvað hann getur gengið langt því enginn fer í þetta til að borga með sér. Mér fmnst þessi breyting hafa beint þessum málum út í að vera al- vöru viðskipti, enda eru þá báðir að bera eitthvað úr býtum. Hitt er svo annað mál að ég gat þess áðan að það er einhvers staðar þak og maður sér það á verðlagningu í sumum ám að menn eru búnir að teygja sig nokkuð langt. Þar sem áður dugði að hafa hátt verð á 4-5 vikna útlendingatíma til að ná inn leigunni, dugar það ekki lengur. Þegar septemberdagar fara ekki undir 20 þúsund krónur dag- stöngin, er farið að strekkja á bogan- um svo um munar. Á endanum eru það alltaf innlendu stangaveiðimenn- irnir sem fá á baukinn. Hvað með Vatnsdalsá? „Eins og ég gat um áðan hefur verið óbreytt verð síðan 1997 utan einhverjar eðlilegar verðlagshækk- anir. En þegar boltinn byrjar að rúlla getur allt gerst. Þetta er keðju- verkun og ég þykist vita að þetta mun skjóta upp kollinum í Vatns- dalnum. í þessu sambandi skiptir miklu máli að rýna ekki um of í veltu- tölur. Þær segja ekkert, það er það sem eftir stendur sem skiptir máli.“ Eftirspurnin eykst Böðvar Sigvaldason, kenndur við Barð í Miðfirði, er formaður Lands- sambands veiðifélaga og hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi að aukin eftirspurn erlendra veiðimanna eftir veiðidögum í ís- lenskum ám væri skýringin á um- ræddum hækkunum. Svokallaður „útlendingatími“ væri að lengjast, ekki væri um að ræða að hann hækk- aði svo mjög umfram það sem verið hefur. Hins vegar væru aðrir hlutar veiðitímans að hækka í verði og það skýrðist a.m.k. að hluta til vegna þess að erlendir veiðimenn „koma víðar inn“ eins og Böðvar komst að orði. „Erlenda aðsóknin hefur aukist, sérstaklega frá Evrópu. Þetta hefur gerst samhliða því að laxastofnar hafa farið þverrandi í nágrannaríkj- um okkar. Veiði hefur minnkað og þó að við höfum lent í nokkurri niður- sveiflu síðasta sumar telst íslensk veiði samt sem áður í fremstu röð meðan veiði hrakar annars staðar. Það vekur áhuga á Islandi og auk þess hefur ýmislegt verið gert til að vekja athygli á laxveiði hér á landi. Þegar eftirspumin er svona mikil og vaxandi fer ekki hjá því að það eykur þrýsting á verðið. Nú sést víða óvenju hátt verð á veiðidögum utan besta tímans, getur þetta gengið upp eða er boginn nú spenntur of hátt? „Á meðan eftirspurnin er fyrir hendi getur það gengið upp. Er á meðan er, en það er eiginlega ekki komin reynsla á þetta ennþá. Þessar hækkanir koma fram núna og standa fyrir næsta sumar. Við getum jafn- framt sagt að það er líka hægt að of- bjóða markaðinum og ef það verður ofan á er um áfall að ræða því það er að sjálfsögðu verra að falla niður úr stiganum heldur en að klifra upp í hann. En þegar til lengri tíma er litið verður það tíminn sem sker úr um hvernig þetta fer.“ Það er ef til vill við hæfi að klykkja út í þessum pistli með því að hafa eft- ir Eyþóri Sigmundssyni skoðun stangaveiðimanns sem fer sínar eig- in leiðir, hverju hann svaraði þegar grundvallarspurningarnar voru lagðar fyrir hann: „Eg er hlynntur þessum háu leyfum. Mér hefur lengi þótt góð veiðileyfi hér á landi allt of ódýr. Hins vegar skil ég ekki hversu lengi íslenskir stangaveiðimenn ætla að láta selja sér dýr veiðileyfi á tím- um þegar enginn fiskur er genginn. Það er byrjað allt of snemma í fjöl- mörgum ám og þetta er meira og minna uppselt. Sams konar óhæfa, en af öðrum toga, er haustveiðin. Hvað á lengi að selja veiðileyfi langt fram á haust og hleypa mönnum í að draga laxa grútlegna upp úr hrygn- ingarbælum sínum? Ég veiði árlega í Nesi í Aðaldal, seint í ágúst. Þar er nóg af laxi, en eingöngu vegna þess að bandarísku veiðimennirnir sem veiða um hásumarið sleppa nær öll- um löxum sínum. Það er allt of víða verið að bókstaflega tæma árnar. Þær eru barðar frá fjalli til fjöru frá vori fram á haust, fiskurinn fær eng- an frið, stöngum er fjölgað, veiðitími lengdur, vegir lagfærðir, veiðimönn- um fjölgar. Það er ekki langt í að þetta verði allt saman gjörónýtt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.