Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRFESTIEKKINEMA ÉG ÆTTIFYRIR HL UTUNUM maamiammSt ÁSUNNUDEGI ► Guðfinna A. Hjálmarsdóttir er eigandi og framkvæmdasljóri verslunarinnar Lita og föndurs og Gallerís Reykjavíkur við Skólavörðustíginn. Guðfinna er fædd í Reykjavík 30. nóvember 1948 og alin þar upp. Eftir að hún lauk námi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar vann hún við verslunarstörf. Árið 1979 festi hún kaup á verslun með myndlistar- og föndurvörur. Rúmum átta árum síðar keypti hún innflutningsverslunina Skiltagerðina, áður höfðu verslunin og innflutningsverslunin verið eitt fyrirtæki. Hún hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1997 í málaradeild og stundar nú nám í grafíkdeild Listaháskóla Islands. Á þessu ári setti hún á laggirnar Gallerí Reykjavík. Guðfinna á þrjú börn sem heita Þórunn Ragnheiður Sigurðardóttir og Hjálmar Axel og Vilhjálmur Árni Ingibergssynir. Eiginmaður Guðfinnu er Grímur Jóhann Ingólfsson. eftir Hildi Einorsdóttur Guðfínna keypti verslunina ásamt móður sinni, Þór- unni Thorlacius, en faðir hennar, Hjálmar Axel Jónsson, var þá nýlátinn. Það sem gerði henni kleift að fjárfesta í eigin rekstri var föðurarfur hennar. Guð- fínna hafði frá barnæsku haft mikinn áhuga á allri handmennt, sérstak- lega myndlist, og hóf nám við Mynd- listaskóla Reykjavíkur árið 1976. Verslunin tengdist því áhugamálum hennar, en eins og hún segir sjálf hafði hún engin tök á að fara út í langt myndlistamám á þessum árum þar sem hún var ein með þrjú börn. ,Á þeim árum var ekki til sú félags- lega aðstoð sem er nú í boði og gerir einstæðum mæðrum mögulegt að stunda nám,“ segir hún. Guðfinna keypti verslunina af hjónunum Ágústi og Petru Hakon- sen, sem voru einnig með innflutning á myndlistar- og föndurvörum. Ágúst hélt rekstri innflutningsversl- unarinnar áfram undir nafni Skilta- gerðarinnar. „Þegar ég keypti versl- unina var hún lítil og mjög viðráðanleg og ég fann fljótlega að eigin rekstur hentaði mér vel. Það kom sér vel að ég hafði víðtæka reynslu í verslunar- og þjónustu- störfum,“ segir hún. „Reyndar var það fremur fátítt á þessum árum að konur væru einar í atvinnurekstri, yfírleitt voru þær með eiginmennina við hlið sér. Sumum fannst það nokk- ur bjartsýni af mér að fara út í sjálf- stæðan rekstur en ég var harðákveð- in í að fara vel með það sem mér var treyst fyrir, sem var ævistarf for- eldra minna. Það styrkti mig að ég fann fljótt að viðskiptavinirnir treystu mér.“ Guðfínna er spurð að því hvort hún hafi notið sama trausts hjá lána- stofnunum og karlmenn í samskonar rekstri? „Það reyndi ekki á það því ég er af gamla skólanum og fjárfesti ekki nema ég ætti fyrir hlutunum. Öryggi fjölskyldunnar var í fyrirrúmi, en síðar, þegar ég þurfti á lánastofnun- um að halda, var traustið sannarlega fyrir hendi.“ Hún segir að fyrirtækið hafi ávallt gengið vel. Þótt umsvifin hafí ekki verið mikil hafi legið gífurlega mikil vinna að baki og tímakaupið trúlega ekki hátt ef allt væri tekið með. „I upphafi var meginsalan í myndlistar- vörum en föndurvörumar hreyfðust helst í nóvember og desember þegar fólk fór að útbúa skraut og gjafir fyr- ir jólin. Á þessum árum var lítið af föndurvörum á markaðnum. Það helsta var bjöllur, pípuhreinsarar, vattkúlur, glimmer og trékúlur. Þeg- ar ég var að byija spurði fólk mig oft hvað það gæti búið til úr föndurvör- unum. Það vantaði hugmyndir, en af þeim hafði ég nóg. Ég ákvað að út- búa og selja föndurpakkningar sem í var ýmiss konar föndurdót ásamt leiðbeiningum um hvernig ætti að gera hlutina. Ég fann að viðskipta- vinurinn kunni vel að meta þetta. Það er svo ríkt í fólki að vilja gera eitthvað sjálft. Sumir þurfa svoh'tinn stuðning í upphafí." Viðskiptin voru persónulegri og fóru hægar fram Ég byrjaði svo með föndurnám- skeið upp úr 1980 og kenndi eitt kvöld í viku. Námskeiðshaldið var mjög mikilvægt. Ég leiðbeindi fólki um hvernig ætti að nota vörurnar sem ég hafði á boðstólum. Ég kenndi meðal annars silki-, tau- og glermál- un, sem var nýtt og varð mjög vin- sælt og er enn. Síðastliðin tvö ár hef ég ekki verið með námskeið því ég lét gamlan draum rætast, að fara í Myndlista- og handíðaskólann." Það kemur fram 1 máli hennar að á þessum árum hafi tvær aðrar versl- anir í Reykjavík selt myndlistarvör- ur, Penninn og Málarinn. „I mynd- listarvörunni í þá daga var þetta allt einfaldara, til dæmis var bara einn gæðaflokkur og ein tegund af olíulit- um. Nú er jafnvel hægt að fá vatns- leysanlega olíuliti og tvo gæðaflokka í flestum litum. Úrvalið hefur því stóraukist og einnig gæðin. Á seinni árum hefur verið stöðug þróun í þá átt að framleiða liti sem ekki eru heilsuspillandi. Ég held að sumir framleiðendur stefni jafnvel að því að hafa litina æta, það munar að minnsta kosti ekki miklu,“ segir Guðfinna og hlær. „Ég vann allan daginn í verslun- inni á þessum árum en var með konu í hálfsdagsstarfi. Viðskiptin voru þá persónulegri og fóru hægar fram. Ég kynntist því vel ýmsum mynd- listarmönnum sem eru mér minnis- stæðir en margir þeirra eru nú falln- ir frá. Mér koma strax í hug menn eins og Eggert Guðmundsson, Al- freð Flóki, Karl Kvaran, Þorvaldur Halldórsson, Ágúst Petersen og Hringur Jóhannesson og fleiri, sá síðastnefndi var góður vinur minn og aðalkennari í mörg ár í Myndlista- skóla Reykjavíkur. - Þetta voru allt góðir myndlistarmenn og miklir persónuleikar. Þegar þeir komu í verslunina til mín gáfu þeir sér tíma til að staldra við og spjalla, stundum fengu þeir sér kaffi hérna á bak við. Þá fékk ég að vita hvað þeir voru að fást við og hvernig þeim leist á þær sýningar sem voru í gangi. í þá daga var auðvelt að fylgjast með öllu því sem vai- að gerast í myndlist á ís- landi og allir þekktu alla. Nú væri það fullt starf að fylgjast með öllu sem er að gerast í list hérlendis. Þú spyrð um samkeppni, ég hef aldrei fundið fyrir henni á neikvæð- an hátt svo framarlega sem hún er heiðarleg. Fólk verslar þar sem því finnst það fá góðar vörur á hagstæðu verði ásamt því að fá góða þjónustu. Þetta hef ég haft að leiðarljósi og við- Morgunblaðið/Jim Smart Guðfinna A. Hjálmarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri verslunarinnar Litir og föndur og Gallerís Reykja- víkur, fyrir framan eitt verkanna í galleríinu. skiptavinir okkar kunnað að meta, svo einfalt er það. Við höfum ávallt átt gott samband við þá sem hafa selt sömu vöru og við. Við höfum keypt vörur af þeim til að auka vöruvalið og þeir af okkur í sama tilgangi. Litir og föndur er gamalgróið fyrirtæki sem fylgist mjög vel með öllum nýjungum á markaðnum." Á vörusýningunum opnaðist nýr heimur Árið 1988 keyptu Guðfinna og eig- inmaður hennar, Grímur Ingólfsson, innflutningsfyrirtækið af Ágústi og Petru. „Þau voru orðin fullorðin og Ágúst vildi snúa sér að myndlistinni. Ég gifti mig aftur á þessum tíma en var áfram ein með reksturinn næstu árin,“ segir hún. Eftir að Guðfinna tók við heild- versluninni fóru hjólin að snúast hraðar. „Þegar ég fór að fara sjálf á sýn- ingar og í innkaupaferðir opnaðist alveg nýr heimur fyrir mér. Þetta var mikill og spennandi uppgangs- tími í allri vöruþróun, sérstaklega hvað varðar föndurvörurnar. Ég fór árlega á sýningu í Núrnberg í Þýska- landi sem er gífurlega stór en þar er að finna það helsta sem þarf til myndlistar og föndurs. Ég gat því haft mun meira úrval af vörum en áður. Á þessum árum var fólk farið að hafa meiri tíma og peninga til að sinna hugðarefnum sínum. Með meira vöruvali jókst salan. Fyrir- tækið fór því að breiða úr sér. Ég hafði byrjað reksturinn í 80 fermetra húsnæði á Skólavörðustíg 15 og er við keyptum innflutningsverslunina tókum við allt húsið á leigu. Um þetta leyti kemur sonur minn, Hjálmar Axel, til starfa hjá verslun- inni. Árið 1990 vorum við aftur að sprengja utan af okkur húsnæðið en þá bauðst okkur að kaupa verslunar- og lagerrými á Skólavörðustíg 16. Til að kaupa húsnæðið seldum við ofan af okkur nýbyggt einbýlishús. Við sáum fljótlega að í rauninni var það alveg óþarfi því með auknu vöruvali jókst veltan. Verðbólgan hafði minnkað og hagstæðir lánamögu- leikar aukist. Þetta sáum við síðar en það var svo ríkt í okkur að skulda helst ekkert. Verslunarrýmið sem við keyptum við Skólavörðustíg 16 varð fljótt of lítið. Freistingar á vörusýningum hafa líklega verið of miklar. Fjórum árum síðar ákváðum við að leigja verslunarhúsnæði á Skólavörðustíg 14 og keyptum það síðar. Við skipt- um búðinni þannig að myndlistar- varan var á númer 14 en föndurvar- an á númer 16. Samhliða þessu kom eiginmaður minn inn í reksturinn og við settum upp innrömmunarverk- stæði í nýju versluninni. Grímur Jó- hann er húsgagnasmiður að mennt og sér hann um innrömmunina og alla þjónustu við myndlistarmenn- ina, einnig hefur hann umsjón með öllu viðhaldi. Hann er með í fram- kvæmdum, stórum sem smáum. Við vinnum vel saman og sættum okkur við langan vinnudag."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.