Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 31
 MORGUNBLAÐIÐ i SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 31 Gallerí Reykjavíkur er nær eingöngu með verk eftir núlifandi lista- menn. Verslunin Litir og fóndur er gamalgróið fyrirtæki sem Guðfinna segir að fylgist vel með nýjungum á markaðnum. Gallerí Reykjavík gamall draumur Guðflnna segir að það hafi verið erfitt að reka verslunina á tveimur stöðum því skilin á milli myndlistar- og föndurvara séu ekki alltaf ljós. „Þetta gráa svæði var í rauninni gat- an,“ segir hún. „Við þurftum stund- um að senda viðskiptavinina á milli verslananna, sem var óþægilegt fyr- ir þá, auk þess sem þetta fyrirkomu- lag var óhagkvæmt rekstrarlega. Við vorum farin að velta fyrir okk- ur öðrum lausnum þegar örlaga- nornirnar tóku í taumana. Húsnæðið sem vefnaðarvöruverslunin Vogue var lengi í við Skólavörðustíg 12 var sett í sölu. Við keyptum húsnæðið og fengum það afhent 1. júlí á þessu ári og vorum flutt inn þremur vikum síð- ar. Við seldum húsnæðið á Skóla- vörðustíg 14 og vorum að hugsa um að selja verslunarrýmið á númer 16 til að létta greiðslubyrðina, en þá ákvað ég að láta annan gamlan draum rætast; að setja á laggirnar gallerí sem kennt er við Reykjavík og var opnað menningarnóttina 21. ágúst síðastliðinn. - Eg er í því að láta draumana rætast komin á sext- ugsaldurinn,“ bætir hún við hlæj- andi. „Þegar ég byrjaði með galleríið hafði ég samband við þá myndlistar- menn sem ég hafði kynnst í gegnum tíðina og bauð þeimað vera með verk sín í umboðssölu. Á skrá hjá okkur eru nú fjörutíu myndlistarmenn á ýmsum aldri og í galleríinu er að finna allar stíltegundir. Ætlunin er að bjóða ár hvert nokkrum nýjum myndlistarmönnum úr Listaháskóla Islands að vera með verkin sín hjá okkur. Við erum eingöngu með verk eftir núlifandi listamenn, að einum undanteknum, Hring Jóhannes- syni.“ Það kemur fram í máli Guðfinnu að hún vill gefa myndlistarfólkinu sem selur verk í galleríinu tækifæri til að kynna sig. „í því skyni höfum við verið með það sem við köllum stuttsýningar. Þá fær einn listamað- ur í senn hluta gallerísins undir verk sín í viku. Við höfum líka verið með það sem mætti kalla myndlistar- mann mánaðarins, en þá gefst mynd- listarmönnum tækifæri til að kynna verk sín einn laugardagseftirmið- dag. Þetta hefur gefist vel.“ Hún segir galleríið hafa farið ágætlega af stað. íslendingar séu alla jafna í meirihluta viðskiptavina en erlendir ferðamenn, sem komi við á leið sinni um Skólavörðustíginn, séu tíðir gestir. „Hér ríkir mikil sam- keppni því galleríin eru mörg við Skólavörðustíginn en samkeppnin er bara af hinu góða. Við sem höndlum hér með list virðum nærveru hvert annars. Sem dæmi um það er að eng- inn myndlistarmaður selur list sína í tveimur galleríum við Skólavörðu- stíginn. Það er styrkur að því að hafa mörg gallerí á sama svæðinu, fólk veit þá hvert það á að leita,“ segir hún. Við víkjum aftur að versluninni og Guðfinna segir að áhugi á föndri sé alltaf að aukast. Jafnhliða því séu vörurnar orðnar fjölbreyttari og ekki þurfi að fara með hlutina í gegn- um sérhæft ferli til að fullvinna þá. „Tökum postulíns- og silkimálun sem dæmi, en þessar greinar eru mjög vinsælar. Nú fást sterkir litir til postulínsmálunar og glerlitir sem fólk getur brennt í bakarofni heima hjá sér í stað þess að þurfa að brenna munina í sérstökum ofnum með há- um hita til að gera þá það sterka að í lagi sé að þvo þá í uppþvottavél. í silkimálun gildir það sama. Hægt er að fá liti sem festast í efninu þegar straujað er yfir það eða efnið er sett í þurrkara. Áður fyrr þurfti að festa litinn með sérstakri gufumeðhöndl- un. Þannig er búið að einfalda ferlið svo ekki aðeins atvinnumenn geti stundað þessar greinar heldur einn- ig áhugafólk. Mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með unga fólkinu nú til dags. Þrátt fyrir að fólk hafi meira á milli handanna verð ég vör við það hjá ákveðnum hópi fólks að það vill búa til sínar gjafir sjálft. Þarna kemur til sú þörf og áhugi á að skapa eitthvað sjálfur og búa til persónulegar gjaf- ir.“ Opnar nýjan sýningarsal Þrátt fyrir að Guðfinna sé í námi sér hún um fyrirtækið og tekur allar helstu ákvarðanir viðvíkjandi rekstr- inum. Hjálmar Axel, sonur hennar, er verslunarstjóri og sér um inn- flutninginn. Auk þeirra og Gríms Jó- hanns starfa við verslunina fimm starfsmenn. „Samstarf okkar þriggja er gott og það er óskaplegur léttir fyrir mig að finna að ábyrgðin er ekki öll á mínum herðum. Ég gæti ekki látið gamla drauminn minn um námið rætast ef ég ætti ekki svona góða og trausta að.“ Þegar hún er spurð um afkomutöl- ur segir hún að salan í myndlistar- og föndurvörum sé nokkuð jöfn. Sama sé að segja um veltu fyrirtæk- isins, sem hefur verið jöfn milli ára undanfarin ár, en fyrirtækið velti um 50 milljónum árlega. j „Rekstur gallerísins lofar einnig góðu. Við ætlum að gefa því rúman tíma til að sanna sig. Við erum með starfskraft þar í fullri vinnu sem hef- ur haldgóða þekkingu á myndlist. Ég í vinn við galleríið á milli þess sem ég sinni námi mínu og list minni. Ég hagræði öllu eins og mögulegt er, ég verð til dæmis með vinnustofu í sama húsi og galleríið." Þrátt fyrir annríkið er Guðfinna ekki hætt öllum framkvæmdum því verið er að innrétta 150 fm sýningar- sal í kjallara Gallerís Reykjavíkur sem verður opnaður með sýningu 15. janúar næstkomandi. Verður salur- inn leigður út fyrir myndlistarsýn- ingar. „Við höfum ekki auglýst sal- inn, samt eru komnar margar bókanir," segir hún. „Við höfum í hyggju að bjóða upp á líflega starfsemi í salnum samhliða myndlistarsýningunum. Sem lið í þeirri áætlun verðum við með ljóða- kvöld, bjóðum upp á tónlist, upplest- ur og fleira í þeim dúr, en þá starf- semi eigum við eftir að móta enn frekar. Ég hef lært að skipuleggja tíma minn vel,“ segir Guðfinna þegar hún er spurð að því hvernig hún ætli að fara að því í framtíðinni að sinna fyr- irtækjunum og listagyðjunni í þokkabót. „Ég er að gera það sem ég hef ánægju af. Ég hef ávallt haft ánægju af starfi mínu og nýt þess að vera í náminu og er sæl með mína fjölskyldu. - Þegar maðurinn er ánægður með það sem hann er að gera, frískur, hamingjusamur og sáttur við sitt, fæst aukið úthald og hann finnur síður fyrir þreytu." Þaö er alltaf þörf fyrir kærleiksklink Umhyggja, félag langveikra barna, þarf á þér að halda á aðventunni. Þú getur sýnt þína umhyggju i verki með því að leggja inn á tékkareikning Umhyggju númer 0101-26-24 í Landsbankanum Austurstræti. Sýndu þína umhyggju í verki og leggðu þitt á vogarskálarnar til stuðnings langveikum börnum fyrir jólin. LandstKinkinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.