Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 41 MINNINGAR KRISTJÁN MAGNÚSSON + Kristján Magnús- son fæddist. í Drangshlíð, A-Eyja- ljölluin, 1. apríl 1917. Hann lést á Dvalar- hcimilinu Lundi á Hellu 9.12. síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Magnús Kristj- ánsson, Drangshlíð, f. 1.1. 1883, d. 30.8. 1926, og Guðrún Þor- steinsdóttir, f. 11.11. 1887, d. 1952. Systk- ini Kristjáns eru: 1) Guðrún, f. 23.3.1916, d. 18.10. 1991, ógift og barnlaus. 2) Þorsteinn, f. 6.6. 1919, d. 8.7.1967, sonur; Björgúlf- ur, f. 28.9.1957.3) Sigurður, f. 5.9. 1920, d. 25.2. 1921. 4) Bjami, f. 12.9. 1921, d. 15.7. 1977, ógiftur og barnlaus. 5) Högni, f. 13.5. 1924, dóttir, Guðrún Sólveig, f. 5.3.1959. Kristján stundaði sjómennsku frá Vestmannaeyjum um árabil á sinum yngri árum. Hann tók við búi í Drangshlíð árið 1952 að móður sinni lát- inni, ásamt systur sinni Guðrúnu. Ásamt bústörfum sinnti Kristján ýms- um trúnaðarstörf- um. Hann var oddviti A-Eyjafjallahrepps til margra ára auk þess sem hann var umboðsmaður fyrir Almenna bókafélag- ið. _ Árið 1972 giftist Kristján Ásgerði Pétursdóttur, f. 11.4.1919. Þauskildu. Síðustu átján ár ævi sinnar naut Kristján alúðar og umhyggju starfsfólks á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Útför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 20. desember, og hefst at- höfnin klukkan 15. Það er með virðingu og söknuði sem ég nú kveð föðurbróður minn Kristján Magnússon frá Drangshlíð, sem eftir langa og stranga sjúk- dómslegu hefur nú loks fengið hvfld frá þrautum sínum. Mínar fyrstu minningar um Kristján eru tengdar bókum. Það var alltaf komið við í Drangshlíð á leið til Reykjavíkur og tekin bók frá Almenna bókafélaginu og þá oftast eitthvert fræðirit. Smátt og smátt varð til bókaflokkur í hillunni heima á Hagamel sem snerist um tækni og vísindi. Án þess að gera mér grein fyrir því á yngri árum, hefur þetta sennilega markað djúp spor í ævi mína, það að hafa þessi fræðirit við höndina, skrifuð á góðri íslensku og aðgengileg fyrir unga sem aldna. Bú átti ég í brekkunni ofan við bæinn og vitjaði þess í hvert skipti sem ég kom, leit eftir skepnunum og hressti við húsin. Þetta var nánast ómögu- legt í borginni, þar var litið á svona byggingarframkvæmdir sem óþrifn- að og byggingarnar jafnan fjarlægð- ar hið snarasta af yfirvöldum. Sterk er einnig minningin um jóla- hátíðir þegar Kristján og bróðir hans Bjarni komu að Álftagróf til þess að spila „vist“ og var þá oft kátt á hjalla. Mikið þurfti að hafa fyrir öllu í þá daga. Afi fór að brjóta skarir á ánni um miðjan dag, til þess að hægt væri að ferja þá bræður yfir um kvöldið á gamla jeppanum. Setið var að spilum á tveimur til þremur borðum langt fram á nætur og oft fóru kóngamir fyrir lítið. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að kynnast þessari kynslóð í leik og starfi og því sem kölluðust lífsgæði í þá daga. Eftir að maður varð sjálfum sér nógur um farartæki var stundum skotist eftir mjaltir út undir Fjöll og komið við í kaffi í Drangshlíð. Ekki fannst nú honum frænda mínum far- arskjótinn veigamikill og hafði mikl- ar áhyggjur yfir heimferðinni austur yfir Skógarsand. „Sláðu nú í þegar þú ferð Draugalautina,11 sagði hann, „og láttu mig vita þegar heim er komið.“ Hestöflin þrjú voru svo sem þanin alla leið hvort eð var, en hjart- að sló þó hraðast í lautinni og ekki vantaði kynjaverurnar í myrkrinu. Seint á áttunda áratugnum fór Kristján að kenna sér meins af þeim sjúkdómi sem átti eftir að draga úr honum allan lífsmátt með árunum. Farinn að heilsu varð hann að yfir- gefa sveitina sína, en þó ekki lengra en aðHellu. Vinir og sveitungar gátu þá komið við á leið sinni til og frá höf- uðstaðnum. Mikinn hlýhug bar Kristján til Erfisdrykkjur m VeiHftðohú/Íé GAPi-mn Dalshraun 13 S.555 4477 ♦ 555 4424 þessa heimilis síns og veitti hann því af höfðingskap sínum myndarlegar gjafir. Mig langar til þess að koma á framfæri þakklæti til starfsfólks á Dvalarheimilinu Lundi fyrir alla þá hjálp og alúð sem Kristjáni var sýnd þar. Hans hinsta ósk var sú að fá að kveðja þetta heimili sitt með hús- kveðju og var hún uppfyllt eins og hann hefði best viljað. Mér þykir við hæfi að kveðja frænda minn með fyrsta erindinu í sálminum „Nú héðan á burt í friði ég fer“: Nú héðan á burt í friði eg fer, ó, faðir, að vilja þínum, í hug er mér rótt og hjartað er af harminum læknað sínum. Sem hést þú mér, Drottinn, hægan blund ég hlýt nú í dauða mínum. (Þýð. Helgi Hálfd.) Guð geymi þig. Þinn frændi Björgúlfur. Eftir því sem lengra líður á ævi- daginn verður skemmra á milli and- láta þeirra, sem við höfum kynnst. Flest er þetta fólk á efri árum, komið yfir sjötugt-áttrætt. Mikið ævistarf hefur þetta fólk af hendi leyst, þótt þess sé sjaldan getið og því síður þakkað. Það var haustið 1953, að ungur kennari fékk setningu fyrir skóla- stjórastöðu undir Austur-Eyjafjöll- um. Hann var ekki aldeilis einn á 3!ómal>ú5i»\ öai^3sk< ,om v/ Possvogski^kjwgapð Sími: 554 0500 Ihirid Ingcr Ohifnr l ■tfnnu'itj. I 'mtjóti Iitjítnmtj. LíklCISTUVINNUSTOFA FYVINDAR ARNASONAR 1899 OSWALDS .sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐAI SHLH I I ili • 101 REYKJAVÍK báti á lífsins ólgusjó, því með eigin- konu var hann með og þrjú ung böm - og eitt enn á leiðinni. Séð hafði ver- ið fyrir skólastað á bænum Skarðs- hlíð, en þinghús hreppsins þar rétt hjá var ekki lengur talið hæft til að kenna í því börnum. Skólahúsnæðið var óinnréttað loft íbúðarhússins, mjög óhentugt til kennslu, án raflýs- inga, enda hugsað sem bráðabirgða- ráðstöfun. Skömmu síðar var reistur barnaskóli á Skógum fyrir hreppsfé- lagið. Þetta var nú um skólahúsnæð- ið og geta menn, ef þeir vilja fræðst meira um það í bókinni „Kennari á faraldsfæti“, frá 1990. En hvar átti kennarinn eða skóla- stjórinn, eins og hann hét víst á pappírnum, að dvelja með stóra fjöl- skyldu? Lengi stóð á því að hentugt húsnæði fengist. Loks tókst Bjarna M. Jónssyni, námsstjóra, að fá inni í Drangshlíð fyrir skólastjórafjöl- skylduna. Þar var ekki um mikið pláss að ræða, eða eitt svefnherbergi á annarri hæð og aðgang að eldhúsi á neðri hæðinni. Bót var í máli, að bömin gátu verið þar mikinn hluta dagsins. Kristján lofaði börnunum að vera með sér í fjósi og fjárhúsi og þeim þótti mikið í það varið. Dóttirin, sem þá var einungis þriggja ára, lærði utan að nöfnin á kúnum tíu í fjósinu, en þær hétu Bjartleit, Snotra, Skjalda, Búkolla, Lukka, Dfla, Kola, Rönd, Von og Gæska. Rristján var einstaklega þolinmóður við krakkana, sem hændust mjög að honum. Leitt, þegar slíkir menn eignast ekki börn. Veturinn í Drangshlíð var íljótur að líða og hans er gott að minnast. Það var því að þakka, að þar voru góðir hús- bændur, hann Kristján og hún Guð- rún. Auðunn Bragi Sveinsson. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki 1 greinunum sjálfum. ytAlvAKSTO/.-^ Lt_>-—' 7SLANDS Útfararstofa íslands sér um: - Útfararstjóri tekur aö sér umsjón útfarar f samráöi viö prest og aöstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstaö I llkhús. - Koma á sambandi viö þann prest sem aöstandendur óska eftir. - Aöstoöa við val á kistu og Kkklæðum. - Búa um Ifk hins látna I kistu og snyrta ef með þarf. - Fara meö tilkynningu I fjölmiðla. Útfararstofa íslands útvegar: - Staö og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað I kirkjugaröi. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eöa annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aöstoöar viö val á sálmum. - Dánarvottorö og llkbrennsluheimild. - Ouftker ef llkhrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju og gestabók ef óskaö er. - Kross og skilti á Ieiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan at landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson Sverrir Olsen útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands - Fossvogi Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fóst- urfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN Þ. KRISTJÁNSSON verkstjóri, Langagerði 90, Reykjavík, lést á Landakotsspítala aðfaranótt fimmtu- dagsins 16. desember. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. desemberkl. 10.30. María Jónsdóttir, Jóhann B. Jónsson, Guðríður Bjarnadóttir, Guðbjörg S. Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA SIGURÐARDÓTTIR NJARÐVÍK, er látin. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. desember kl. 15.00. Logi Ásgeirsson, Svanhildur Jakobsdóttir, Ólafur Gaukur, Sigurður Jakobsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Andri Gaukur Ólafsson, Guðný Sigurðardóttir, Jakob Sigurðsson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar og mágs, JÓNS GUNNARS ARNDAL sjúkranuddara, Hamrahlíð T7. Jónína Þ. Arndal, Hjalti Skaftason, Sigurður Þ. Arndal, Steinþóra Þ. Arndal, Albert Þorsteinsson, Brynhildur Kristinsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MIKKELÍNU MARÍU SVEINSDÓTTUR GRÖNDAL. Sérstakar þakkir til þeirra sem starfa á hjúkr- unarheimilinu Eir fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Heidi og Benedikt Gröndal, Sigurlaug Claessen, Ingveldur og Halldór S. Gröndal, Ingibjörg og Ragnar S. Gröndal, Erla og Þórir S. Gröndal, Ragnheiður Gröndal og Birgir Þorgilsson, Þóranna og Gylfi Gröndal, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð I veikindum og við andlát og útför okkar ástkæra ARNGRÍMSJÓNASSONAR vélfræðings, írafossi, Grímsnesi. Sérstakar þakkir sendum við Landsvirkjun, samstarfsfólki og vinahópi Arngríms fyrir ómetanlegan stuðning. Elín Steinunn Árnadóttir, Tómas Hermannsson, Stefán Jóhann Arngrímsson, Árni Hrannar Arngrímsson, Margrét Arngrímsdóttir, Jónas Haukur Arngrímsson, Magnús Jónasson, Guðrún Björk Jónasdóttir, Halldór Jónasson, Hallfríður Jónasdóttir, Árdís Jónasdóttir, barnabörn hins látna oc Svanhildur Eva Stefánsdóttir, Bettý Grímsdóttir, Ragnar Þórðarson, Vala Hrönn Bjarkadóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Sólrún Ó. Siguroddsdóttir, Þórður Björnsson, Hjörtur Sandholt, aðrir aðstandendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.