Morgunblaðið - 19.12.1999, Page 56

Morgunblaðið - 19.12.1999, Page 56
56 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Vinningshafar í Ljóða- og smá- sögukeppni Tónabæjar. Frá vinstri: Gunnþóra Elín Erlings- dóttir, Gróa Björg Gunnarsdótt- ir, Margrét Erla Maack og Sigr- ún Ólafsdóttir. axo RAYMOND WEIL GENEVE Uppl. um söluaðila í síma: 580 8000 www.raymond-weil.com Ljóða- og smásögukeppni Tónabæjar Ritsmíðar unga fólksins FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær stendur árlega fyrir ljóða- og smá- sögukeppni meðal unglinga sem eru í skólum hverfisins og sækja Tóna- bæ. Núna var keppnin haldin í átt- unda sinn í nóvember og desember- mánuði og var þátttakan mjög góð og fjöldi smásagna og Ijóða barst í keppnina. Markmið keppninnar er að auka áhuga unglinga fyrir skrifum og aldrei að vita nema rithöfundar framtíðarinnar leynist i hópi þess- ara áhugasömu unglinga. Mörg frambærileg ljóð og góðar sögur bárust í keppnina og átti dómnefnd- in úr vöndu að ráða við val sigur- vegaranna. En þegar öll kurl voru komin til grafar komst dómnefndin að þeirri niðurstöðu að smásaga Gunnþóru Elínar Erlingsdóttur; „Öfl illskunnar" væri besta sagan. I ljóðakeppninni sigraði Sigrún Olafs- dóttir með ljóð sitt „Norðurljós", en Sigrún er nemandi í 8. bekk Tjarn- arskóla. I 2. sæti ljóðakeppninnar var Margrét Erla Maack með ljóð sitt „Ljóð án nafns“, en hún er nem- andi í 10. bekk Austurbæjarskóla. Gróa Björg Gunnarsdóttir hafnaði í 3. sæti með ljóðið „Þögn um nætur í Reykjavík", en Gróa Björg er í 10. bekk í Alftamýrarskóla. Veitt voru aukaverðlaun og hlutu þau Ingvar Dór Birgisson í 9. bekk Hlíðaskóla, Ingveldur Kristjáns- dóttir í 9. bekk Tjarnarskóla og Dagný Björk Guðmundsdóttir sem er í 8. bekk Tjarnarskóla. Allir vinn- ingshafar fengu vegleg bókaverð- laun frá Mál og menningu, Iðunni og Vöku-Helgafelli. Vinningsljódið 1999 Norður- ljós Norðurljósin tindra á biksvörtum himni. Sigla um eins og rönd af sólsetri. Liðast eins og slöngur í lífsins djúpi. Lokkandi og falleg eins og máni á himni. Og tignarleg líkt og Guð. Sigrún Ólafsdóttir Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu Kringlunni 1 og keypt vörurnar þar. ^mbl.is -ALLTAF eiTTHVAO AIÝI / ' fslandspóstur hf er ný verslun á mbl.is. þar sem þú getur keypt boli, töskur, klukkur o.fl. á einstöku verði beint af Netinu og á öruggan hátt. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og íslandspóstur sendir heim til þín eða á vinnustað. EINFALT 0 G ÞÆGILEGT! Veröáöur 1.000,- 5D kr. Verð áöur 1.500, TILVALIÐ KRYDD I PAKKANA! OF=>in BLJO F=l mbLis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.