Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Islendingar á Expo Vestfirsk brúðhjón „Þessi mynd var tekin 12. ágúst ár- ið 1995 og sá dagur rennur mér seint úr minni,“ segir Jón Guðni Guðmundsson frá Bolungarvík, en þann dag kvæntist hann konunni sem situr á hestinum við hlið hans, Guðríði Guðmundsdóttur. „Við erum þarna á eyðibýlinu Hálsi á Ingjaldssandi, þar sem við vorum gefin saman. Eftir það rið- um við heim að bænum Hrauni, þaðan sem Guðríður er, og héldum þar brúðkaupsveisluna með rúm- lega hundrað gestum. Eg man að það var bæði rigning og þoka þennan dag, en um svipað leyti og athöfnin fór fram, þá stytti upp og eftir það var þessari mynd smellt af okkur með Þorsteinshom- ið í baksýn. Grái hesturinn heitir Rektor og sá brúni heitir Skuggi. Þeir eru báðir Skagfirðingar 1 húð og hár, Rektor frá Reykjarhóli og Skuggi frá Fjalli og hafa reynst mér afar vel í gegnum tíðina," segir Jón Guðni. Raggi er flottur TONLIST Geisladiskur VIÐ BJÓÐUM GÓÐA NÓTT Við bjóðum góða nótt, geisla- diskur Ragnars Bjarnasonar þar sem hann flytur sín uppáhaldslög ásamt hljómsveit Astvaldar Traustasonar. Hljómsveit, Ást- valdar Traustasonar er skipuð Ástvaldi sjálfum (píanó), Áma Scheving (víbrafónn og harmon- ikka), Birni Thoroddsen (gítar), Gunnari Hrafnssyni (kontra- bassi), Ólafi Jónssyni (saxófónn) og Pétri Grétarssyni (trommur og slagverk). Lögin em flest öll vel kunnir „standardar" eftir þekkta erlenda höfunda. Þó em þarna tvö lög íslensk, „Sú sælu- tíð“ sem er eftir Ragnar sjálfan og Ómar Ragnarsson og „Við bjóðum góða nótt“ eftir þá Bjama og Ágúst Böðvarssyni. Upptökustjóm var í höndum Georgs Magnússonar. 43,45 mín. RB hljómplötur gefa út. ÞAÐ þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það að Ragnar Bjamason er einn af dáðustu söngvurum landsins. Þótt hann búi ekki yfír englatærri rödd, við- líka þeirri sem Hreinn Pálsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson bjuggu yfir, er hann vafalaust einn vin- sælasti, virtasti og flottasti dæg- urlagasöngvari Islands. Ragnar býður af sér góðan þokka, hefur mjög svo persónulegan stíl og er hann tekur sér hljóðnema í hönd er alltaf hægt að treysta því að Ragnar skili sínu og vel það. A hljómdiski þessum, sem Ragnar gefur sjálfur út, tekur hann sér það bessaleyfi að syngja þau lög sem staðið hafa hjarta hans næst í gegnum tíðina. Sneitt er framhjá allra vinsælustu slög- urunum að mestu og er þetta til- tæki Ragnars alveg dável heppn- að. Eins og segir í upplýsingadálki er uppistaða disksins sígild dæg- urlög, ballöður og jazzstaðlarar eins og „In the wee small hours of the morning", „Love and marria- ge“, „When I fall in love“, „Just one of those things" og svo mætti áfram telja. Allt saman lög sem létthlustunarkóngar eins og Nat King Cole, Frank Sinatra, Dean Martin og Bing Crosby hafa reynt sig við. Allflest lögin eru á fremur hægum nótum og er heildarbrag- urinn á plötunni einkar rólegur og ljúfur. Þrátt fyrir að Ragnar sé orðin goðsögn í lifanda lífi er hann ekki Ragnar Bjarnason galvaskur að vanda. hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir menn og í rólegu lögunum tekur Ragnar stundum feilspor. „By the time I get to Phoenix“ er einna yngst þeirra laga sem Ragnar syngur og flutningur hans á því virkar ekki. Lagið er sungið afar hægt og víbrar rödd Ragnars full mikið. Nat King Cole beitti þessum víbrunarstíl með góðum árangri en sama er ekki hægt að segja um Ragnar. Víbrunarstíll Ragnars minnir svolítið á söngstíl reggísöngvarans Horace Andy sem hefur m.a. gert garðinn fræg- an með trip-hop-hljómsveitinni Massive Attack. Hann fellur oftar í þessa gryfju í öðrum rólegum lögum á plötunni en meinið er ekki það mikið að diskurinn hljóti alvarlegan skaða af. Hið mjög svo fallega lag „In the wee small hours of the moming"“ syngur hann af sannfærandi ör- yggi, og eins er með lögin „Við bjóðum góða nótt“, „Just one of those things“ og hið dásamlega jólalag „The Christmas song (Chestnuts roasting on an open fi- re)“ sem er sannkölluð rúsína í pylsuendanum. Ragnari tekst langsamlega best upp í hraðari lögum plötunnar eins og „Deed I do“ og „Love and marriage". Þegar hann er kominn í góða sveiflu er hann einfaldlega óstöðvandi og sterk og góð röddin er heillandi. Hljómar hann þá eins og sjóaður amerískur krónukall (e. crooner) og er unun að hlýða á. Ragnar er bara svo rosalega sval- ur gaur að það breiðir yfir alla þá galla sem kunna að leynast á plöt- unni. Umbúðir eru smekklegar og hljómsveit Ástvaldar stendur sig af stakri prýði. Á heildina litið er þetta hin fínasta létthlustunar- plata og gott og grasrótarlegt framtak hjá Ragnari að ýta þessu hugðarefni sínu úr vör. Arnar Eggert Thoroddsen N w ROLEX Aðeins eitt úr... ... til framtíðar 1909-1999 ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVEGUR 15 • SÍMI 511 1900 • FAX 511 1901 f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.