Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Kaupþing gæti keypt enn stærri hlut í Eimskipi KAUPÞING hf. hefur aukið veru- lega við eignarhlut sinn í Eimskipa- félagi íslands undanfarið og á nú um 5,5%, eins og fram hefur komið. Eignarhluturinn samsvarar um 160 milljónum að nafnverði eða um 2,1 milljarði að markaðsvirði samkvæmt lokagengi á hlutabréfum Eimskips um áramótin, 13,48. Sigurður Ein- arsson, forstjóri Kaupþings, útilokar ekki frekari fjárfestingar í Eim- skipafélaginu. Frá síðasta viðskiptadegi ársins 1998 til hins síðasta á árinu 1999, hækkaði gengi hlutabréfa í Eimskipi um 72%. Á árinu 1999 var gengi hlutabréfanna lengst af á bilinu 7,5- 8,5. í sumarlok fór gengið að stíga og náði 10 í september og 11 í nóvem- ber. Hækkunin í desembermánuði Ný lögmanns- stofa • Marteinn Másson, héraðsdóms- lögmaður, hefur opnað lögmanns- stofu að Lágmúla 7. Marteinn lauk stú- dentsprófi frá Versl- unarskóla íslands ár- ið 1977 og lögfræðiprófi frá lagadeild HÍ árið 1986. Þá stundaöi hann framhaldsnám í lögfræði við Kaup- mannahafnarháskóla veturinn 1988- 1989. Hann starfaði m.a. á endur- skoðunarstofu Ragnars Ármanns Magnússonar á árunum 1978-1981 og við útgáfu Lagasafns 1983. Að loknu lögfræðiprófi 1986 starfaði hann sem fulltrúi hjá Ólafi Birgi Árna- syni, hrl., á Akureyri, til 1988 og sem ritstjóri Lagasafns frá 1989 til 1992. Frá 1. apríl 1990 til 1. desember 1999 starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri Lögmannafélags ís- lands og var jafnframt ritstjóri Lög- mannablaösins frá upphafi, 1995, til ársbyrjunarl999. Kona Marteins er Margrét Ásgeirs- dóttir, hjúkrunarfræðingur, og eiga þau tvö börn. varð um 20% og lokagengið síðasta viðskiptadaginn var 13,48. Á mesta hækkunartímabilinu fjárfesti Kaup- þing í Eimskipsbréfunum og hefur Sigurður Einarsson, forstjóri Kaup- þings, lýst því yfir að kaupin hafi far- ið fram á viðunandi gengi og tilgang- urinn með þeim sé fjárhagslegur ávinningur. Fjárfestingar í veltubók Kaupþing lýtur lögum um lána- stofnanir, aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði og ýmsum ákvæðum laga um viðskiptabanka og sparis- jóði. í síðarnefndu lögunum kemur fram að lánastofnanir mega ekki eiga eða taka að veði eignarhluti í einstök- um fyrirtækjum sem nema hærri fjárhæð en 15% af eigin fé stofnunar- innar. Hins vegar hefur það verið túlkað sem svo að fjárfestingar verð- bréfafyrirtækja séu í veltubók, þar sem keypt er í því skyni að selja aftur og lúti því ekki fyrrnefndum laga- ákvæðum. Eiginfjárhlutfall viðkom- andi lánastofnunar er það sem skipt- ir máli, svokallað CAD-hlutfall sem þarf að vera 8% að lágmarki. Eigin- fjárhlutfallið er reiknað út frá áhættuskuldbindingum stofnunar- innar samkvæmt ákveðnum reglum. Að sögn Sigurðar Einarssonar tel- ur fjárfesting Kaupþings í Eimskipa- félaginu sem stór áhættuskuldbind- ing í CAD-reglum og getur dregið CAD-hlutfall Kaupþings eitthvað MORGUNVERÐARFUNDUR á Hótel Sögu, Skála salnum Föstudaginn 7. janúar kl. 8:15 Af hverju vill sænskt fyrirtæki verða íslenskt? * -alþjóðleg viðskiptafélög á Islandi- Ræðumaður: Anders Rosberg, framkvæmdastjóri Scandsea samstæðunnar. Scandsea stundar alþjóSaviftskipti með fiskafurðir og gerir út eigin skip í Norður Atlantshafi og í Barentshafi. Fyrirtækið var meðal þcirra fyrstu sem hlutu samþykki sem alþjóðleg viðskiptafélög á íslandi samkv. nýjum lögum um slik viðskiptafclög. Anders mun m.a. ræða um reynslu Scandsea af viðskiptum við íslendinga og kosti og fyrirkomulag alþjóðlegs viðskiptafélags á íslandi. Fyrirtœkið er nú þegar með íslenska hluthafa og hyggst leita eftir skráningu á Verðbréfaþing. Fundarstjóri: Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri Fiskaíurða hf. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Fundargjald er kr. 1.500,- (morgunverður innifalinn). Fundurinn er öllum opinn en vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrirfram með tölvupósti í mottaka@chamber.is, með símhréfi í 568 6564 eða í síma 510 7100. i|r niður. Það er nú um 12% en má lægst vera 8%. „Við höfum sett okkur það markmið að fara ekki niður fyrir 11%. Til að halda hlutfallinu innan þessara marka, gætum við þurft að selja eitthvað annað ef við förum út í frekari fjárfestingar í Eimskipafé- laginu,“ segir Sigurður. Hann segir óvíst hvort af því verði en frekari fjárfesting Kaupþings í Eimskipafélaginu kemur þó til greina. Hann segir fyrirspurnir hafa borist en engin bein kauptilboð. „Stjórnarseta í Eimskipi er ekki markmið okkar. Kaupþing hefur haft þá stefnu að nýta ekki atkvæðisrétt sinn í þeim félögum sem það hefur fjárfest í enda stundum við verð- bréfamiðlun. En það er ekkert sem segir að sú stefna sé endilega rétt þó ég eigi ekki von á að henni verði breytt,“ segir Sigurður. Burðarás á stóran þátt í verð- mæti Eimskips Sigurður hefur jafnframt lýst því yfir að verðmæti Burðaráss, eignar- haldsfélags Eimskipafélags íslands, sé um 20 milljarðar af verðmæti Eimskipafélagsins í heild, eða um helmingur. Ljóst er að Burðarás á stóran þátt í verðmæti Eimskips enda á Burðarás stóra hluti í mörg- um verðmætustu félögum sem skráð eru á Verðbréfaþingi Islands. Þar er um að ræða mörg sjávarútvegsfyrir- tæki eins og ÚA og Skagstrending, auk þess tæknifyrirtæki eins og Marel og hluti í minni, óskráðum fyr- irtækjum. Verðmæti fjárfestinga Burðaráss var á tólfta milljarð um mitt ár 1999, eða rúma sex milljarða umfram bókfært verð. Hagnað Eimskips undanfarið má ekki síst rekja til Burðaráss, má búast við að það haldist óbreytt og Burðarás hafi áfram mikil áhrif á verðmyndun hjá Eimskipafélagi íslands. | f jjSíj mest seldu fólksbíla- 1 K Itegundimar í B frá i ZJ jan.- des. 1999 ^ ári Fjöldi % % 1. Tovota 2.804 18,2 +22,6 2. Volkswaqen 1.497 9,7 +6,9 3. Nissan 1.401 9,1 +16,9 4. Mitsubishi 953 6,2 +9,3 5. Subaru 922 6,0 -16,9 6. Opel 786 5,1 -0,9 7. Renault 659 4,3 +25,0 8. Suzuki 599 3,9 -20,1 9. Daewoo 591 3,8 +83,5 10. Hvundai 587 3,8 -5,5 11. Ford 562 3.7 +51,1 12. Honda 557 3.6 -7,6 13. Isuzu 503 3,3 +589,0 14. Peuqeot 496 3,2 +12,7 15. Skoda 407 2,6 +79,3 Aðrar teg. 2.053 13,4 +2,4 Samtals 14.620 100,0 +13,1 15.377 13.599 Bifreiða- innflutn. í janúar til desember 1998 og 1999 VÖRU-, SENDI- og HÓPFERÐ/ BÍLAR, nýii 1.389 1998 1999 1998 19 Toyota mest seldi bíllinn Bifreiðainnflutningur á síðasta ári jókst um 13,1 % frá árinu 1998 og samtals voru nýskráðir 14.620 bílar á árinu. Eins og árið 1998 var mest selt af Toyota í fyrra, en af þeirri tegund seldust 2.804 bílar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Skráningarstofunni hf., og er það um 18,2% af heildarinnflutningnum. Volkswagen varð í örðu sæti yfir söluhæstu bílana og Nissan í þríðja sæti. Fraktflutningar Flugleiða 27% aukning milli ára ÍSLENSK-SÆNSKA VERSLUNARRÁÐIÐ FRAKTFLUTNINGAR Flugleiða í áætlunarflugi jukust um ríflega 27% á árinu 1999 miðað við fyrra ár. Alls voru flutt 24.382 tonn í reglulegu áætlunarflugi með frakt á síðastliðnu ári en árið 1998 voru flutt 19.139 tonn. Innflutningur jókst hlutfalls- lega meira milli ára en útflutningur, eða um 33%, en útflutningur jókst um 13%. Hlutfallslega mest aukning varð í gegnumflutningi (transit), yfir 160%, en í þeim flokki fraktflutninga eru umsvifm minnst. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri Flugleiða-Fraktar, segir í fréttatilkynningu að stóraukin mark- aðssókn fraktþjónustu Flugleiða og aukin umsvif á síðasta ári skili sér í auknum innflutningi með hvers kon- ar neytendavöru til landsins og mik- illi aukningu flutninga á milli Evrópu og Bandaríkjanna. „Fraktþjónusta Flugleiða hefur styrkst enn frekar við það að stofnað var nýtt fyrirtæki um reksturinn um áramótin," segir Pétur í fréttatilkynningu. Nýja fyrirtækið verður markaðs- fyrirtæki en ekki í eigin flugrekstri. Það mun selja fraktrými í farþega- vélum Flugleiða og í þremur frakt- vélum, B757-200F og B737-300F og Metro 23 sem leigð er af Flugfélagi íslands. Stærri fraktvélin, B757- 200F, flýgur sex sinnum í viku, eink- um með ferskar neytendavörur og hraðsendingar og böggla frá TNT, milli Keflavíkur og Liége í Belgíu, og fimm sinnum í viku á milli Keflavíkur og JFK-flugvallar í New York. í minni fraktvélinni, B737-300F, verð- ur flogið með hraðsendingar TNT frá Stokkhólmi og Róm til Liége og um helgar með frakt og hesta á milli íslands og Skandinavíu. Loks er flogið alla virka daga til East Mid- lands í Englandi með fisk og hrað- sendingar frá UPS á Metro 23 skrúfuþotu. Lyfja- og heilsu- verslunum fjölgar ÞRJÚ rótgróin apótek, Iðunnar- apótek, Háaleitisapótek og Fjarðar- kaupsapótek, gengu á gamlársdag til samstarfs við Lyfja og heilsu-versl- anirnar. í fréttatilkynningu kemur fram að Lyf og heilsa sé stærsta smásölufyr- irtækið á lyfjamai-kaðinum og að stærðarhagkvæmni fyrirtækisins gefi verslunum þess tækifæri til að veita viðskiptavinum sínum þjónustu á enn hagstæðari kjörum. Á fyrri hluta nýliðins árs var hluta- félagið Hagræði stofnað um rekstur 11 apóteka, þar af tveggja á Akur- eyri, sjö á höfuðborgarsvæðinu og tveggja á Suðurlandi. Þar með varð til stærsta lyfsölukeðja landsins. „Með samruna þriggja áðurnefndra apóteka við Hagræði eru Lyfja og heilsu-verslanimar því orðnar 14 talsins og þar með langstærsta smá- sölukeðja á lyfjamarkaðinum“, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Áætluð velta Lyfja og heilsu-keðj- unnar fyrir árið 2000 er rúmir 2 millj- arðar króna. Nafnið Lyf og heilsa stendur íyrir keðju apóteka þar sem lögð er áhersla á samræmt útlit, sömu þjón- ustugæði, sama vöruval og sama verð og munu nýju apótekin á næstu mánuðum fá á sig útlit í samræmi við staðla Lyfja og heilsu-verslananna. Leitast er við að hafa yfirbyggingu fyrirtækisins eins litla og hægt er. Þess vegna hafa verið gerðir þjón- ustusamningar um hina ýmsu rekstrarþætti svo sem tölvumál, launavinnslu, bókhald og fjármála- þjónustu. ------------------ Lærdómsrík jólaverslun á Netinu ÁÆTLAÐ er að netverslun í Banda- ríkjunum hafi að minnsta kosti þrefaldast fyrir jólin og þykir þetta marka söguleg tímamót í rafrænum viðskiptum, en fyrri kannanir sýndu að viðskiptin hefðu tvöfaldast. Mest var skipt við leiðandi fyrir- tæki í rafrænum viðskiptum, þá sér í lagi Amazon.com, að því er fram kem- ur á fréttavef BBC. Hins vegar virð- ist sem hefðbundin fyrirtæki á borð við verslanakeðjumar Wal-Mart, Gap og Toys ’R’ Us hafi einnig notið góðs af en Wal-Mart ætlar á nýja ái'- inu að opna nýjan og stærri vef til höfuðs Amazon.com. Margar helstu netverslanirnar vörðu milljónum dollara til auglýs; inga í sjónvarpi fyrir þessi jól. I kjölfarið jókst eftirspurnin mikið og óhætt er að segja að þessi tími hafi verið afar lærdómsríkur fyrir alla. Stærstu og alvai-legustu mistökin sem gerð voru tengdust framboði. netverslanimar gættu þess ekki að vera færar um að svara hinni miklu eftirspum sem kom á daginn og áttu í erfiðleikum með að standa við af- hendingartíma. Annað, sem menn ráku sig á, var að vefir sumra netverslana vora of flóknir og þungir í notkun auk þess sem pöntunarferlið reyndist stundum gallað. Þetta varð til þess að margir viðskiptavinanna gáíust upp á þjark- inu og örkuðu af stað til að versla upp á gamla mátann. Samkvæmt könnun, sem gerð var á vegum Enamics, nam fjöldi þeirra bandarísku notenda, sem gáfust upp á að reyna að versla á Net- inu, fjórðungi allra bandarískra not- enda. Niðurstöður annarrar banda- rískrar könnunar sýndu þessu til stuðnings, að einn af hverjum tíu þeirra sem hafa mikla reynslu af Net- inu, gáfust upp á jólagjafakaupum á Netinu vegna mikilla tafa á vefsíðum netverslananna. Þá vora margir sem kvörtuðu undan því að ná aldrei síma- sambandi við þjónustuborð netversl- ananna. Netsala í Bandaríkjunum nemur á bilinu 0,3% til 3% af allri smásölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.