Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 84
84 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Milla Jovovich sem mærin frá Orléans í fullum herskrúða í mynd Luc Besson, Þegar ímynd Jóhönnu af Örk er notuð til að auglýsa snyrtivörur er kannski kominn tími til að endurskoða tákn fyrir kynin. Af hverju er hún í karlmann- sfötum? Það er ekki hægt að sjá að hún sé kona! i Þetta kallaði ritari þegar ■^réttarhöldin yfir Jóhönnu af Örk fóru fram á 15. öld. A þeim tíma var klæðnaður fólks sennilega það tákn sem var mikilvægast til að greina kynin að. Það var ekki hægt að ganga gegn hugsun miðaldakirkjunnar sem hélt því fram að hið kvenlega og karl- mannlega væri tvennt ólíkt. Sam- kvæmt íslenskum miðaldalögum var konum til dæmis bannað að klæðast sem karlmenn, skera hár sitt og bera vopn. Reyndar giltu lögin einnig um karlmenn sem klæddust kvenfötum og refsingin fyrir slíkt lögbrot var ■<^riggja ára útlegð. I hundrað ára stríðinu náðu Eng- lendingar undii- sig nærri öllu Frakk- landi, en miklar deilur voru um hver ætti með réttu að verða konungur í ríkinu: Karl sjöundi eða Hinrik sjötti af Englandi. Þar kom Jóhanna af Örk til sögunnar því himneskar raddir sögðu henni að frelsa franska ríkisarfann, Karl sjöunda, írá Eng- lendingum og færa hann tO krýning- ar í Reims. Hún yfirgaf fjölskyldu sína, en ekki til að giftast eins og flestar stúlkur, heldur tO að hitta Karl sjöunda og verða ráðgjafi hans. Til að verða gjaldgeng í þessum karlaheimi varð hún að skera hár sitt og klæðast karlmannsfötum og öðl- ■jist þannig opinber tákn karlkynsins. Aðeins sem „karlkona" hafði hún möguleika á að ná takmarki sínu. I Frakklandi á þessum tíma var al- þekkt gömul goðsögn sem fjallaði um jómfrú sem myndi bjarga landinu og hafði áhrif bæði á Jóhönnu sjálfa og þær móttökur sem hún fékk við hirð- ina. Þó þurfti hún að þola þar ýmis próf. Fræðimenn voru kallaðir þang- VISA VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4507-4500-0026-7523 4548-9000-0053-6690 4539-8600-0012-1409 4543-3700-0029-4648 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. • • Jóhanna af Ork - miðaldakona í karlmannsfötum Verið er að sýna kvikmynd Luc Besson, „Sendiboðinn: Sagan af Jóhönnu af Örk“ í Reykjavík. Agnetu Ney sagnfræðingi fannst tilefni til að skoða ævi Jóhönnu og hugleiða hvers vegna hún og aðrar óvenjulegar konur í sögunni eru nú gerðar að aðalpersónum kvikmynda og leikrita. réttarhöld yfir henni og dæmdu hana fyrst í ævilangt fangelsi, en síðan var hún brennd lifandi sem trúvillingur. Konur sem klæðast karlmannsföt- um hafa verið til á ýmsum tímabilum, í mismunandi samfélögum, í goð- sögnum og í veruleika. Jóhanna af Örk á það til dæmis sameiginlegt með fomgrískum amasónum og nor- rænum skjaldmeyjum að fara yfir mörkin, frá hinu kvenlega til hins karlmannlega. Merkingin sem lögð var í þetta og viðbrögð við því voru aftur á móti mismunandi eftir félags- legu samhengi. A okkar dögum er líka tímabært að spyrja hvað sérk- enni hið kvenlega og hið karlmann- lega. Þegar Jóhanna af Örk er notuð í auglýsingu fyrir andlitssnyrtingu, er það til marks um að við þurfum að endurskoða tákn fyrir kynin. Hvað sjáum við? Konu? Karlmann? A myndinni eru í senn notuð tákn sem eru dæmigerð fyrir miðaldariddara, svo sem brynja og sverð, og tákn fyr- ir nútímakonur, svo sem lakkaðar neglur og litaðar varir. I auglýsing- unni er reynt að sameina kvenleika og karlmennsku í einni persónu, en einnig fortíð og nútíð. Hvers vegna? Jóhanna af Örk er sú kona í sög- unni sem einna mest hefur verið fjall- að um. Goðsagnir fóru strax að myndast um hana og hafa lifað alla tíð síðan og verið notaðar á ýmsan hátt eftir tímabilum og þörfum, til dæmis sem pólitískt tákn, bæði í samtíð hennar og seinna. En nú hef- m- hún trúlega í fyrsta skipti verið notuð til að auglýsa varalit. Það er þó augljóst að ætlunin er að sýna einnig hið karlmannlega við Jóhönnu. Brynjan felur hár hennar og sverð í hendi. Saga annarrar merkilegrar miðaldakonu hefur einnig nýlega verið til umfjöllunar í kvikmynd. Ind- verski leikstjórinn Shekhar Kapur sýnir þar Elísabetu fyrstu, Breta- drottningu frá 16. öld, sem konu sem vill hasla sér völl á yfirráðasvæði karlmanna. Það verður að segjast að að til að yfirheyra hana og komast að því hvort hún væri rétttrúuð, og hún var spurð ítarlega. Á þessum tíma var hjátrúin mikil. Hún hlaut að ver;a galdranorn! Og var hún virkilega jómfrú? Var hún í raunveruleika karlmaður? Allt þetta þurftu full- trúar hins karlmannlega valds að at- huga. Hún stóðst allar nærgöngular spurningar og Karli sjöunda fannst að hún væri send af guði sér til hjálp- ar. Jóhanna náði þess vegna sínu æðsta takmarki: að stöðva umsátur Englendinga um Orleans. Hún fór í stríð, en þegar Englendingar fréttu að til Orleans væri komin jómfrú send af guði, sneru þeir dæminu við og sögðu að hún væri send af djöflin- um. Heimildir telja að Jóhanna af Örk hafi þá ekki aðeins verið klædd eins og karlmaður, heldur sem riddari. Þannig ögraði hún ekki einungis hugmyndinni um kynhlutverk, held- ur einnig hugmyndinni um stétta- skiptingu: bóndadóttir sem riddari! Samtímamynd af Jóhönnu af Örk sýnir hana samt ekki eingöngu sem riddara. Á spássíu opinberrar sam- tíma frásagnar af orrustunni um Or- leans er hún teiknuð með sverð og fána, en í kvenfötum og með sítt hár. Teiknaranum hefur ef til vill þótt nauðsynlegt að leggja áherslu á líf- fræðilegt kyn hennar. Mörg mikilvæg tákn voru tengd riddaraímyndinni, en aðaltáknið var sverðið. Rétturinn til að bera sverð var kjaminn í riddaramennsku á miðöldum, en sverðið var líka mikil- vægt tákn fyrir Jóhönnu af Örk. Með sverð í hendi gat hún náð takmarki sínu, án tillits til kyns og stéttar. Sagt er að hún hafi eignast sverð Karls Martells, hetju frá þjóðflutn- ingatímanum. Þetta sverð hafði hann notað í stríðinu gegn útþenslu músl- ima á 8. öld. Enginn veit hvort þetta er sannleikur, en þetta var gott tákn: ef til vill myndi Jóhönnu takast að stöðva Englendinga með sama vopni? I samtímaheimildum er Jóhanna teiknuð með sverð og fána, en teiknaranum hefur þótt ástæða til að undirstrika kvenleika hennar með fatnaðinum og síðu hári. Jóhanna af Örk varð þátttakandi í hundrað ára stríðinu vegna þess að hún var viss um að hún væri sendi- boði guðs. Miðaldakirkjan var gagn- rýnin á konur sem töldu sjálfar sig útvaldar og hræðslan við galdra var algeng. Þetta varð Jóhönnu af Örk að falli, þegar hún var tekin til fanga af Búrgundum og Englendingum og síðan afhent Frökkum. Þeir settu á sú saga sem Shekhar Kapur segir í myndinni fellur ekki að sagnfræði- legum heimildum, en túlkun hans er þó áhugaverð. I viðtali ber Shekhar Kapur Elísabet fyrstu saman við Indira Gandhi, valdamikla konu í nú- tímanum. Báðar breyttu þær útliti sínu eftir að þær komust til valda. Indira hætti að ganga í ermastuttum fötum og fór að hneppa upp í háls, og fötin sem Elísabet notaði opinber- lega skildu „höfuðið frá bolnum eins og það væri gert með böðulsexi". Sennilega er sterkasta atriðið í kvik- myndinni þegar drottningin lætur grátandi hirðdömu skera hár sitt. Þetta atriði túlkar Shekhar Kapur sem táknrænt sjálfsmorð á hinu kvenlega. Umræða miðalda um eðli konunn- ar var notuð til að útiloka hana frá pólitískum áhrifum. En konur höfðu næga skipulagsgáfu til að rífa niður eða lækka pólitíska og hugmynda- fræðilega múra sem karlmennirnir höfðu byggt. Margar konur á miðöld- um höfðu áhrif og völd, en þær komu flestar úr hástétt samfélagsins. Það að bóndadóttir eins og Jóhanna af Örk skyldi grípa inn í stjórnmálin var ekki algengt! Fordómar gegn konum sem skipta sér af stjórnmálum sameina miðaldir og okkar daga. Til að ná pólitískum áhrifum urðu miðaldakonur að sleppa kvenlegri ímynd sinni og eignast karlmannleg tákn. Hvað með nútímakonur? Stjómmálakonur á okkar dögum finna oft fyrir því að þær verða að leggja sig mun harðar fram en karlmenn til þess að ná jafn- langt og þeir. Fyrrverandi umboðs- maður Evrópusambandsins, sænska konan Anita Gradin, telur einnig að stjórnmálakonur dragi oft úr kven- legum eiginleikum í útliti sínu til þess að falla betur inn í hinn karlmann- lega heim stjórnmálanna. Þær verða greinilega að vera bæði með sverð og varalit. Þegar konur sem vora óvenjulegar á sínum tíma, svo sem Jóhanna af Örk, Elísabet íyrsta Englands- drottning og fleiri, era nú gerðar að aðalpersónum kvikmynda og leiki-- ita, segir það okkur eitthvað um okk- ar eigin tíma og þörf okkar íyrir sögulegar persónur. Sagan vitnar um að á sínum tíma urðu þessar kon- ur að öðlast það sem þeim var bann- að, nefnilega tákn karlmennskunnar. Þær gátu aðeins komist áfram ef þær komu fram sem karlmenn. Það er þess vegna spennandi að skoða kven- legt/karlmannlegt að nýju. Og af hverju velur snyrtivörufyrirtæki Jó- hönnu af Örk sem tákn? Snýst þetta um að hugmyndir um einkenni kynj- anna séu nú að breytast? Sagan af Jóhönnu af Örk sýnir að hugsunarháttur ræðst af tíma og menningu. Þess vegna er nauðsyn- legt að sagnfræðingar rannsaki það sem brýtur hegðunarkerfi á hverjum tíma. Það getur verið árangursríkt að skoða hvernig hugmyndir um hið karlmannlega og hið kvenlega hafa breyst með tímanum. Saga kvenna er mikilvæg - einnig til að skilja bet- ur sögu karla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.