Morgunblaðið - 04.01.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 04.01.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 2. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Kosið til þmgs í Kroatíu Zagreb, Sarajevo. AP, Reuters. FYRSTU tölur úr þingkosningum sem fram fóru í Króatíu í gær bentu eindregið til þess að stjómar- andstaða vinstriflokka hefði hlotið meirhluta atkvæða. Lýstu forystu- menn flokkanna ánægju með tíð- indin sem gáfu tilefni til að ætla að kosningabandalag tveggja stærstu flokkanna á vinstri vængnum hefði hlotið á bilinu 50-60% atkvæða. Talið er að allt að 70% um 4,2 milljóna kjósenda hafi greitt at- kvæði í kosningunum, sem eru þær fyrstu sem haldnar eru í landinu frá því að forseti Króatíu, Franjo Tudjman, lést í desember síðast- liðnum. Ef heldur fram sem horfii- og stjórnarandstaðan vinnur sigur, eru taldar vera auknar líkur á því að haldið verði áfram umbótum í landinu í átt til aukins lýðræðis og vaxandi samskipta við önnur Evrópuríki. A myndinni má sjá röð af Króöt- um búsettum í Bosníu-Herzegóvínu fyrir utan kjörstað í höfuðborg Bosníu, Sarajevo, í gær. Vladimir Pútín gerir breytingar á starfsliði forsetaembættisins Dóttur Jeltsíns vikið frá störfum Moskva. AP, AFP. VLADIMIR Pútín, starfandi forseti Rúss- lands, vék í gær nokkr- um fyrrverandi aðstoð- armönnum Jeltsíns, fráfarandi forseta, úi- stai-fi og gerði aðrar breytingar á starfsliði embættisins. Meðal þeirra sem misstu störf sín voru Tatyana Dyachenko, dóttir Jelts- íns og ímyndarhönnuð- ur forsetans fyrrver- andi. Breytingarnar eru taldar munu verða til að auka enn vinsældir Pút- íns í Rússlandi en fjöl- skylda Jeltsíns hefur bakað sér óvinsældir í landinu vegna spillingarmála. Tatyana Dyachenko hefur lítið komið fram opinberlega en er sögð hafa verið nánasti aðstoðarmaður föður síns og haft mikil áhrif á stefnu forsetans í einstökum málum. Kunn- ugir hafa einnig haldið því fram að hún hafi alfarið stýrt aðgangi manna að forsetanum. Hún hefur meðal annars legið undir grun um að hafa tekið við mútum af svissnesku verk- takaíýrirtæki sem annaðist bygging- arframkvæmdir fyrir rússnesk stjórnvöld. Pútín vék einnig úr starfi Dimitry Yakushin, fjölmiðlafull- trúa forsetans, en hann var ráðinn aftur af starfsmannastjóra for- setaembættisins, Alex- ander Voloshin, sem að- stoðarmaður hans. Samkvæmt sérstöku samkomulagi sem Jelts- ín gerði við Pútín þegar hann lét af embætti for- seta á gamlársdag, nýt- ur Jeltsín friðhelgi og er ekki hægt að sækja hann til saka. Kosningum hugsanlega flýtt Stj órnarskrárdóm- stóll Rússlands álítur að forsetakosningar gætu hugsanlega farið fram í landinu fyrr en nefnt hefur verið, þ.e. 26. mars næstkom- andi. Aðaldómari réttarins, Marat Baglai, sagði í samtali við frétta- mann Interfax-fréttastofunnar að heimilt væri að efna til forsetakosn- inga hvenær sem er á næstu þremur mánuðum. Samkvæmt rússnesku stjórnarskránni verður að efna til kosninga eigi síðar en þremur mán- uðum eftir að kjörinn forseti lætur af embætti. ■ Afsögn/26 Tatyana Dyachenko Ráðist á sendiráð Rússa í Líbanon Þyngdar refsingar og 100 ára nýburi Napúlí, Brusscl, Kaupmannahöfn. Reuters. ÞÓTT lítið hafi borið á vandamál- um í heiminum vegna hins svokall- aða 2000-vanda, hafa borist fregn- ir um nokkrar minni háttar bilanir. Á Italíu olli bilun í tölvukerfi því að fangelsisdvöl sumra fanga lengdist um eina öld við ár- þúsundaskiptin. Bilunin varð einn- ig þess valdandi að aðrir dómar voru styttir um 100 ár. I Danmörku kom upp vandamál þegar fyrsta barn ársins var skráð í tölvu spítala í Kaupmannahöfn. „Þegar hjúkrunarkonan reyndi að skrá fæðingardag barnsins gekk tölvan alveg af göflunum og skráði fæðingarár barnsins sem 1900,“ sagði Jette Kristiansen, móðir barnsins. Tilbúinn tölvuvírus Belgíska dagblaðið Libre Belg- ique bjó til sinn eigin tölvuvírus til að bæta upp skort á fréttum um bilanir vegna 2000-vandans. Frétt á forsíðu blaðsins í gær var viljandi höfð ólæsileg, fyrir utan að þar mátti lesa að tölvuvírus hefði komist í umbrotskerfi blaðs- ins um miðnætti. Viðræður hafnar Vestur-Virginíu. AP, AFP, Reuters. SENDINEFNDIR á vegum ríkis- stjórna ísraels og Sýrlands hófu í gær formlegar friðarviðræður í Bandaríkjunum samkvæmt ákvörð- un Ehuds Baraks, forsætisráðherra Israels, og Farouks al-Sharaa, utan- ríkisráðherra Sýi'lands, í desember síðastliðnum. Gert er ráð fyrír að við- ræðumar muni standa í viku. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hitti í gær Barak og al-Sharaa, bæði á einkafundunum og sameigin- legum fundi með báðum. Farouk fer fyrir samninganefnd Sýrlendinga í íjaiveru Assads Sýrlandsforseta sem á ekki heimangengt vegna veikinda. Fundir samninganefndanna munu verða í Vestur-Virginíufylki, um 112 kílómetra austur af höfuðborginni Washington. Viðræðurnar munu snúast um ágreiningsefni þjóðanna, einkum Gólanhæðir, sem Israelar unnu af Sýrlendingum árið 1967 en hinir síðarnefndu gera enn tilkall til. Talið er að Israelar séu reiðubúnir að láta þær af hendi gegn tryggingum um frið. Fjölmiðlafulltrúi bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, James Rubin, sagði í gær að óraunhæft væri að ætla að samkomulag næðist í vikunni. I sama streng tók Albright og sagði að líklegt væri að fleiri lotur þyrfti til að friðarsamkomulag næðist. Beirút, Grosní. AP, AFP, Reuters. HERMENN og lögregla í Líbanon skutu i gær til bana vopnaðan Pa- lestínumann sem hafði varpað hand- sprengjum að sendiráði Rússlands í höfuðborginni Beirút. Bréf fannst innan klæða á líki árásannannsins, Ahmed Abou Kharoub, þar sem stóð: „Ég fórnaði lífi mínu fyrir Grosní.“ Sýnt þykir að maðurinn hafi með árásinni viljað lýsa yfir stuðningi við baráttu aðskilnaðar- sinna gegn Rússum í héraðshöfuð- borg Tsjetsjníu, Grosní. Einn lögreglumaður lést í átökum við manninn og fjórir særðust, þar á meðal tveir óbreyttir borgarar. Tal- ið er að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Arásin átti sér stað í gærmorgun að íslenskum tíma. Maðurinn rudd- ist inn í byggingu sem stendur and- spænis rússneska sendiráðinu og varpaði þaðan handsprengjum úr sprengjuvörpu í átt að sendiráðinu. Upphófst skotbardagi eftir að hermenn og lögregla komu á staðinn og var að sögn vitna skipst á skotum í um klukkutíma áður en árásarmað- urinn var felldur. Hann hafði tekið konu í gíslingu en hún slapp ómeidd úr hremmingunum. Lögi-eglan gerði upptæka sprengjuvörpu og rússn- Aðskilnaðarsinn- ar segjast hafa endurheimt þorp í Tsjetsjníu eskan riffil, sem maðurinn notaði í árásinni á sendiráðið. Hægir á sókn Rússa? Aðskilnaðarsinnar í Tsjetsjníu sögðust í gær hafa endurheimt yfir- ráð yfir þrem þorpum, sem Rússar höfðu áður náð á sitt vald. Þorpin eru Alkhan-Kala, Kulari og Alkhan- Yurt og liggja þau skammt suður af Grosní. Aðskilnaðarsinnar segjast hafa fellt 140-200 rússneska hermenn í átökum um þorpin en rússnesk yfir- völd hafa ekki viljað staðfesta fregn- irnar. Stórskotalið Rússa hélt í gær áfram árásum á stöðvar aðskilnað- arsinna í bæjum og þorpum í suður- hluta Tsjetsjníu. Hörð átök halda einnig áfram í Grosní, nú þegar 11 dagar eru liðnir frá upphafi sóknar Rússa inn í borgina. Foringjar sér- sveita rússneska hersins, sem fara Bardagareða rússneskar stórskotaárásir sfc Þorp sögð endurheimt af tsjetsjneskum uppreisnarmönnum fyrir innrásarliði Rússa í borginni, segjast hafa orðið fyi'ir miklu mann- falli í bardögum undanfarna daga. Þeir kvarta undan því að þeir fái ekki nægan stuðning frá stórskota- liði til að geta haldið sókninni áfram. MORGUNBLAÐIÐ 4. JANÚAR 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.