Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 6& Að morgni Þorláksmessudags bárust mér þau válegu tíðindi, að Magnús frændi minn, Hjaltested á Vatnsenda í Kópavogi hefði orðið bráðkvaddur tveimur dögum áður á heimili sínu. Dauði hans var ekki með öllu óvæntur, þar eð hann hafði nokkrum árum áður orðið fyrir al- varlegu áfalli og bar aldrei sitt barr eftirð það. A yngri árum var Magnús föngulegur á velli og einhver afrend- asti maður að afli, sem ég hef þekkt, en ég þekkti hann allt frá fæðingu. Þegar Magnús fæddist árið 1941, voru Vatnsendi og jarðirnar í nánd tæpast teknar að breytast úr sveit með hefðbundnum búskap í jaðar- byggð hraðvaxandi þéttbýlisstaða. I landi Vatnsenda voru fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldar einungis fimm sumarbústaðir, en einum 10 ár- um síðar voru sumarbústaðir, skýli og skúrar orðnir á annað hundrað. Smám saman festist byggð í mörg- um þessara húsa árið um kring og nú er fyrir allnokkru komið malbik þar sem kýrnar voru áður reknar í haga. Er Magnús óx úr grasi, gerði hann sér þetta Ijóst. Hann aflaði sér því góðrar iðnmenntunar og gerðist pípulagningameistari. Hann var afar vel verki farinn í sinni iðngrein svo sem hann átti kyn til, en Lárus, afi hans, var fjölhagi, svo að fátítt er. Magnús sinnti löngum iðngrein sinni öðrum þræði, þótt hann byggi á Vatnsenda og snerist í ýmsu öðru. Að Vatnsenda fluttist Magnús með fjölskyldu sinni nokkrum árum eftir að Sigurður, faðir hans, lést langt fyrir aldur fram árið 1966, og bjó þar æ síðan. Sigurður, faðir Magnúsar, var slyngur fjármaður og átti ætíð fé. Magnús hélt áfram fjárbúskap og var að lokum orðinn síðastur lögbýl- ismanna meðal fjáreigenda í Kópa- vogi og Reykjavík. Magnús var samt vissulega enginn venjulegur fjáreig- andi. Hann gekkst fyrir því ásamt fé- lögum sínum, að græddir voru tugir hektara af blásnu landi á Lakheiði í hinum forna afrétti Seltirninga. Enn fremur lagði hann tugi hektara af landi sínu til skógræktar. Fannst mér reyndar, að offarar um land- vemd, sem hvergi mega óhljóðandi sjá sauðkind í Landnámi Ingólfs, hafi alltaf átt í vandræðum með Magnús af þessum sökum, þar eð hann „passaði" ekki inn í myndina af „rollubóndanum", sem lætur féð rótnaga landið! Á síðari árum stundaði Magnús malarnám og malarvinnslu ásamt fé- laga sínum, Braga Sigurjónssyni frá Geirlandi í Kópavogi, og höfðu þeir talsvert umleikis. Magnús hafði einnig drjúgar nytjar af veiði í EU- iðavatni og tók virkan þátt í veiðifé- lagi vatnsins. Magnús kom og nærri veitingarekstri. Á yngri árum fórum við Magnús stundum á hestbak saman og ekki ætíð stutt eða sérlega greiðfærar leiðir. Snemma í september árið 1980 riðum við upp Grindaskörð og áfram Selvogsgötu að Kóngsfelli og þar yfir Stórkonugjá. Áfram héldum við norðan Strompa í skíðalandið í Bláfjöllum og svo gömlu smalaleið- ina undir fjöllunum að Arnarsetri og heimleiðis um Lækjarbotna og Heið- mörk. Mér er þessi ferð enn ljóslif- andi og í minni, hve þýður og góður félagi Magnús var. Fyrir fáum árum höguðu atvikin því svo, að Magnús gaf mér fola, sem var nær ótaminn. Fór svo, að ég lagði rækt við að temja hann. Gat ég glatt Magnús með því, að hann kæmi vel til. Fáum dögum áður en Magnús dó taldi ég mig reyna hestinn til fullnustu í erfiðri vetrarfærð og hlakkaði til þess að geta sagt honum það í jólaspjalli á Þorláksmessu. Því var svo öðruvísi skipað. Að skilnaði er ég þakklátur fyrir að hafa átt samleið með Magnúsi og ég vil færa kærri konu hans, börnum og tengdabörnum og öðrum ná- komnum skyldmennum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Þorkell Jóhannesson. Þegar við hjónin fluttum að Elliða- hvammi haustið 1965 þekktum við engan hér í sveit. Snemma árs 1966 var ég á göngu við Kjóavelli í leit að rjúpu. Sá ég þá mjög hávaxinn mann koma gangandi til móts við mig. Þarna hittumst við Magnús vinur minn í fyrsta skipti. Upp frá því urð- um við hjónin í Elliðahvammi og á Vatnsenda miklir vinir og hjálpuð- umst að í öllu því sem þurfti að gera. Hvað það var skipti ekki máli. Bömin okkar ólust upp í þessari góðu vináttu og hefur tekist með þeim góð vinátta. Mörg atvik í öll þessi ár koma í hugann á þessari stundu. Ég minnist þess þegar ég gaf þér lítinn hvolp sem þú gafst nafnið Pollý. Hún var í miklu eftirlæti hjá þér og fylgdi þér í mörg ár. Mikið vorum við nú stoltir báðir þegar barnabömin fóru að koma og vorum báðir lánsamir að eiga hóp af barnabörnum. Okkar síðustu verk saman vom að græða landið, bera á og gróðursetja tré. Það verður nú verk barna okkar og barnabarna að varðveita það sem við höfum nú grætt upp. Jæja, kæri vinur, nú er komið að kveðjustund. Ég þakka þér árin sem ég og fjölskylda mín vomm þér sam- ferða. Megi guð gefa Kristrúnu og börn- unum styrk í sorginni. Kær kveðja. Fjölskyldan Elliðahvammi. Magnús Hjaltested, bóndi á Vatnsenda, er látirín. Hann var búinn þeim mannkostum sem seint verða metnir að verðleikum. Hann var fastur fyrir ef svo bar undir en bóngóður, orðheldinn og vinur vina sinna. Ég kynntist Magnúsi á áranum 1984 til 1985, þá sem formanni Hestamannafélagsins Andvara. Öll samskipti félagsins við Magnús vom á einn veg, hann bar hag félagsins fyrir brjósti, sem og kom fram í margvíslegum stuðningi og velvild í þess garð. Hann var gerður heiðurs- félagi Andvara 1994. Það var svo á haustdögum nú í október, að ég átti erindi við Magn- ús. Hann var sjálfum sér líkur og sló á létta strengi, og þegar ég tók í sterka og hlýja hönd hans í kveðju- skyni hvarflaði ekki að mér að það væri okkar síðasta handtak. Magnús, Andvarafélagar kveðja þig með virðingu og þökk. Guðs blessun fylgi þér. Fjölskyldunni vottum við innilega samúð. Fyrir hönd Hestamannafélagsins Andvara Elísabet Þóra Þórólfsdóttir. + Þórólfur Beck fæddist í Reykja- vík 21. janúar 1940. Hann lést á heimili sínu 18. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 28. desember. Elskulegur faðir minn er látinn. Minn- ingar um brosmildan og góðan pabba leiftra gegnum huga minn. Samskipti okkar voru ekki mikil en þegar við hittumst urðu alltaf fagnaðarfundir. Hann tók alltaf á móti mér opnum örmum og það var ekki langt í fal- lega brosið hans. Hann gleymdi aldrei afmælinu mínu eða jólum, alltaf kom kveðja eða pakki frá pabba. Þegar ég hringdi í hann varð hann alltaf svo glaður að heyra í mér. Þegar ég hitti hann rétt fyrir andlátið spjölluðum við lengi saman, hann lék sér að litlu dóttur minni og setti upp jólasveinahúfu og lék jóla- svein. Þegar ég frétti af andláti föð- ur míns varð ég harmi sleginn, við sem vomm búnir að ákveða að halda upp á 60 ára afmælið hans með pomp og prakt, og við ræddum um hvað ófædda afabarnið ætti að heita. Guð tekur og guð gefur, núna væri gott að hafa smá hjálp frá pabba varðandi öll fleygu orðin og fallegu setningarnar sem skutu upp kollin- um hjá honum. Eftir að pabbi fór að stunda völl- inn aftur þá langaði mig svo að fara með honum og standa stoltur við hlið hans og horfa með honum á knattspyrnuleik. Það varð úr, í sum- ar sem leið fór ég á völlinn þegar KR kom í heimsókn til Keflavíkur. Þeg- ar ég mætti á völlinn var hann troð- fullur af KR-ingum, ekki leist mér á að finna pabba í öllum þessum hóp. Ég ákvað að arka inn í miðjan hóp- inn til að finna pabba, viti menn, hver stóð þarna teinréttur í hópi gömlu vina sinna? Hvílíkir fagnaðar- fundir, nú var leikurinn byrjaður, KR-ingarnir skora, ég vissi ekki hvort ég ætti að fagna eða hvað, svo leit ég á pabba, þvílíkt bros, ánægj- an skein úr hverjum vöðva, ég, heimamaðurinn, gat ekki annað en fagnað með KR-ingunum. Þarna á Keflavíkurvellinum sá ég hvers virði knattspyrnan var í huga föður míns. Þarna stóðum við feðgarnir saman í fyrsta skiptið í 2x45 mínútur og sá- um KR-ingana rótbursta Keflavík- urliðið, mér var sama að þeir unnu, ég var með pabba mínum, það skipti mig öllu máli. Að leik loknum kvödd- umst við og gengum hvor í sína átt- ina og tárin rannu niður kinnar mín- ar. Ég vil þakka Guð- rúnu Beck og fjöl- skyldu hennar fyrir all- an stuðninginn sem þau veittu föður mín- um, ég vil senda þeim mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Einnig vil ég þakka (gömlu) KR- ingunum fyrir alla þá vinsemd og hlýhug sem þeir sýndu föður mín- um gegnum árin, þá sérstaklega Gunnari Felixsyni. Ég kveð þig, elsku pabbi minn, með sökn- uði og trega, guð blessi þig, þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ég mun ætíð bera nafn þitt með virðingu og þakklæti. Þinn sonur, Þórólfur Beck. Elsku afi minn. Ég sendi þér hinstu kveðju mína með texta sem ég lærði í leikskólan- um. Í bpgri bæn og þökk til þin, sem þekkir mig og verkin mín. Eg leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (PéturÞórarinsson.) Guð geymi þig, elsku afi minn. Olöf Oddný Beck. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útmnninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. ÞÓRÓLFUR BECK t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SESSELJA SIGVALDADÓTTIR, frá Gilsbakka í Öxarfirði, síðast til heimilis í Krummahólum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 5. janúar kl. 10.30. Sigurlaug Elísa Björgvinsdóttir, Kristján Heimir Lárusson, Sigrún Sigurðardóttir, Valdemar Thorarensen, Sigurður Gils Björgvinsson, Hrefna Arnalds, Margrét Björgvinsdóttir, t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur og langömmu, ELÍSABETAR THORS. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Laugaskjóli og Skjóli fyrir einstaklega góða umönnun. Borghildur Thors, Ólafur B. Thors, Jóhanna J. Thors, Hilmar Oddsson, Þórey Sigþórsdóttir, Elísabet Oddsdóttir, Ómar Jóhannsson, Hilmar Thors, Hlíf Arnlaugsdóttir, Katrín Ólafsdóttir Hjaltested og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, SIGURÞÓRS ÓSKARS SÆMUNDSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima, Selfossi. Fyrir hönd aðstandenda, börnin. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR I. EINARSDÓTTUR, Grandavegi 47, Reykjavík. Smári Einarsson, Guðrún Halldórsdóttir, Guðjón Ármann Einarsson, Elín Guðmundsdóttir, Jón Ingi Einarsson, Olga A. Björnsdóttir, Einar Dagur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, og hlýhug við andlát og útför elsk móður okkar, tengdamóður, ömmu o ömmur, MARÍU EINARSDÓTTUR, áður til heimilis á Jófríðarstaðavegi 12, Hafnarfirði. Fyrir hönd vandamanna, Ásmundur Ársælsson, Guðrún Ársælsdóttir, Jóhann Ólafur Ársælsson, Sigríður Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur vin- áttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, PÉTURS EINARS BERGSVEINSSONAR, Kleppsvegi 4, Reykjavík. Björg Aradóttir, Trausti Pétursson, Pétur Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.