Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Amazon.com vinsæl- asta netverslunin Associated Press Samkvæmt könnun sem Ernst & Young gerði á meðal notenda Netsins virð- ist sem netverslanir hafi ekki verið í stakk búnar til að mæta þeirri auknu eftirspurn sem varð fyrir jólin. Toys’r’us valda mestum vonbrigðum NETVERSLUNIN Amazon.com var vinsælust á meðal þeirra sem versluðu fyrir jólin 1999 á Netinu en leikfangarisinn Toys’r’us olli mestum vonbrigðum vegna lélegra afhend- inga. Þetta kemur fram í bandarískri könnun sem birt var um helgina á fréttavef CNN. Bandaríska endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Emst & Young gerði könnun á meðal 1.283 notenda Netsins. Niðurstöður könnunarinnar virðast renna stoðum undir þær áhyggjur þeirra sem að netverslun- um standa, að þær hafi ekki verið í stakk búnar til að mæta þeirri auknu eftirspum sem varð fyrir jólin. Langstærstur hluti svarenda, eða 87%, sagðist hafa verslað meira á Netinu fyrir þessi jól en þeir gerðu fyrir síðustu jól. Þar af sögðust 17% hafa aukið Netviðskipti sín umtals- vert, eða um 50 til 75% eða meira. 14% sögðust hafa aukið þau um 100 til 200% eða meira. Það sem mest var keypt á Netinu fyrir jólin var allskyns ferðaþjónusta, s.s. flug, hótel og bílaleiga, en um 47,5% svarenda keyptu sér slíka þjónustu. Þá keyptu 38,2% bækur í gegnum Netið og 36,6% keyptu tölvu- og hugbúnað. Af gjafavörum skipuðu blóm, raf- tæki og bækur þrjú efstu sætin hvað vinsældirvarðar. Amazon-vefurinn vinsælastur Amazon var besta netverslunin að mati þátttakenda í könnuninni auk þess að vera sú sem mest var notuð. 32% svarenda sögðu Amazon vera þann vef sem væri í mestu uppáhaldi hjá þeim, einkum vegna þess að þar væri að finna gott vöruúrval, gott verð og vefurinn væri auðveldur í notkun. I öðru sæti yfir bestu netverslun- ina, en með aðeins 6% svarenda að baki, varð eBay Inc. uppboðsvefurinn og þar á eftir fylgdu netverslanimar Buy.com, eToys og Bames&Noble.- com með 5% fylgi hver um sig. Amazon reyndist einnig vera mest notaði vefurinn, en 42,1% svarenda notuðu hann og eyddu þar að meðal- tali 128 dollumm eða rúmum 9.000 ís- lenskum krónum. Næstmesta notk- unin, eða 20,3%, var á eToys-vefnum og þar var að meðaltali eytt svipaðri upphæð, 127 dollurum. Toys’r’us lenti í þriðja sæti hvað notkun snertir og þar eyddu svarendur að meðaltali 134 dollurum eða tæpum tíu þúsund krónum. Vöruskortur og afhendingar- vandamál Þegar spurt var um hvaða net- verslun hefði valdið mestum von- brigðum, nefndu flestir, eða 13%, toysms.com. Þar af kvörtuðu 29% yf- ir vöraskorti og 21% yfir afhending- arvandamálum. 18% sögðu vefinn of hægvirkan. Næstmestu vonbrigðin urðu með vefina Best Buy, Buy.com, eToys og Wal-Mart en 3% svarenda nefndu hvern þeirra um sig. Athygli vekur að sumar net- verslananna era bæði nefndar sem þær bestu og verstu en sem dæmi má nefna að vefurinn Buy.com fékk háa einkunn svarenda fyrir verð og vöra- úrval. Hins vegar var kvartað undan vöraskorti, afhendingarvandamál- um, tæknilegum vandamálum, mikl- um flutningskostnaði, lélegri þjón- ustu og að vefurinn væri of þungur og flókinn í notkun. Á síðastliðnum 12 mánuðum keyptu þátttakendur í könnuninni fyrir um 1.225 dollara á Netinu að meðaltali, sem samsvarar um 90 þús- und íslenskum krónum. Helmingur- inn taldi jafnframt að netviðskipti þeirra ættu eftir að aukast á næstu 12 mánuðum en 41% töldu að viðskipti þeirra á Netinu yrðu svipuð og áður. Þátttakendur í könnuninni vora að meðaltali 40,5 ára, meðaltekjur heim- ila þeirra reyndust um 68.500 dollar- ar á ári eða 5 milljónir íslenskra króna. 44% voru karlmenn, 55% kon- ur og 77% í hjónabandi. V/6 Þú getur valið námsgreinar eftir þörfum OLDUNGADEILD MENNTASKÓLANS VIÐ HAMRAHLÍÐ Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við fyrra nám? Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð. (MH er hægt að auka við þekkingu sína á mörgum sviðum án þess endilega að stefna að stúdentsprófi. Við skólann eru nú 6 brautir: Félagsfræði- (félags- og sálfræðilína), nýmála-, náttúrufræði-, eðlisfræði-, tónlistar- (í samvinnu við tónlistarskóla) og listdansbraut (í samvinnu við listdansskóla). í boði er fjölbreytt nám Tungumál opna nýja heima Islenskt mál, málfræði, bókmenntir og bókmenntasaga að fornu og nýju, eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, líffræði, stærðfræði, tölvufræði, félagsfræði, hagfræði, lögfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, uppeldisfræði, (slandssaga, mannkynssaga (listasaga endur- reisnartímans, fornaldarsaga Grikkja og Rómverja, trúarbragðasaga), heimspeki, leiklist og myndlist. Viltu kynnast framandi tungumálum? Þarftu að nota tungumál í starfi? Viltu læra að koma skoðunum þínum skipulega á framfæri í rituðu eða töluðu máli? (öldungadeildinni verða eftirtalin tungumál kennd á næstu önn: Danska, enska, esperantó, franska, íslenska, (talska, japanska, kínverska, norska, spænska, sænska og þýska. Er þetta eitthvað fyrir þig? Nemendur velja námsgreinar og fá afhenta stundatöflu vorannar gegn greiðslu kennslugjalds sem hér segir: Grunngjald 10.000 kr. auk þess fyrir hverja náms- einingu 800 kr. T.d. fýrir: Einn tveggja eininga áfanga 10.000 + 2 x 800=11.600 kr. Tvo þriggja eininga áfanga 10.000 + 6 x 800= 14.800 kr. o.s.frv. Að auki er þjónustugjald NFÖMH 200 kr. Innritun fyrir vorönn 2000 fer fram 5-7. janúar kl. 15-19 Námsráðgjafar verða nemendum til aðstoðar, ennfremur verða deildarstjórar til viðtals fimmtudaginn 6. janúar kl. kl. 16-18. Stundatöflu, bókalista og ýmsar hagnýtar upplýsingar má finna á heimasíðu skólans á slóðinni: http://www.mh.is —Nýjungl I febrúar og mars á næsta ári verða haldin tómstunda- námskeið fýrir almenning. Saga Mexíkó, tölvunámskeið og enskur framburður er meðal þess sem boðið verður upp á. Nánar auglýst síðar. t Samstarf B&O og Benetton Þekkt vöru- merki geta stutt hvort annað Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAÐ sem í upphafi var sala Bang & Olufsen-hljómflutningstækja í Ben- etton-búðir hefur þróast út í hug- mynda- og markaðssamstarf þessara tveggja fyrirtækja. Bæði fyrirtækin álíta að samstarfið styrki þeirra eig- in ímynd og gefi þeim færi á nýjum viðskiptahópum. Það er Francesco Ciccolella, framkvæmdastjóri Story- Lab hjá B&O, sem hefur þróað sam- bandið við fatakeðjuna heimsfrægu, sem rekur verslanir um allan heim. B&O hafði hug á að selja hljóm- flutningskerfið BeoSound 9000 í Benetton-búðimar. Kerfið, sem kom á markaðinn 1996, er veggsamstæða geislaspilara, útvarps og innbyggðra hátalara. í tækinu er pláss fyrir sex sýnilega geisladiska, sem hægt er að spila hvern eftir annan eða í tilvilj- anakenndri röð og felur í sér mögu- leika á tólf tíma stöðugum hljómlist- arflutningi. Útlit BeoSound 9000 þykir einkar glæsilegt og því viðeigandi rammi um geisladiska, sem Benetton hefur hafið framleiðslu á. Um er að ræða safndiska, sem spilaðir era í búðun- um og einnig seldir þar, ásamt fatn- aði, sem gert hefur Benetton að heimsfrægu vöramerki og Benetton- fjölskylduna eina af auðugustu fjöl- skyldum Evrópu. Benetton rekur þrjár verslunar- keðjur, þar sem sú elsta og upprana- lega heitir Benetton, önnur Sisley og hin þriðja Playlife. Með geisladis- kunum er ekki aðeins verið að selja tónlist, heldur einnig að búa til við- eigandi hljóðumhverfi fyrir hverja keðju. Tónlistin verður ekki hin sama í þessum þremur keðjum, þar sem hver þeirra hefur sín einkenni. í fyrstu var aðeins ætlunin að B&O seldi Benetton-hljómflutnings- kerfið í búðirnar, en þar sem forráða- mönnum fyrirtækjanna þótti ákveð- inn samhljómur milli fyrirtækjanna var ákveðið að um yrði að ræða markaðssamstarf. Samstarf þekktra vöramerkja verður æ algengara, þar sem þá er lögð áhersla á að merkin styðji á einhvern hátt hvort annað. Þá er um að ræða ólíkar vörur, sem ekki keppa hvor við aðra heldur falla að þeirri ímynd, sem álitið er að merkin hafi í hugum neytenda. Hvað Benetton og B&O varðar álíta forráðamennimir að bæði merkin feli í sér gæði, sem höfðað geti til viðskiptavina beggja. B&O sá um leið leik á borði að ná til yngri við- skiptavina en annars kaupa vörur fyrirtækisins, auk þess sem út- breiðsla Benetton er mikil og veitii- einstakt tækifæri til að koma B&O á framfæri um allan heim. Fyrir Ben- etton getur hágæðaímynd B&O ver- ið áhugaverð, en Benetton leggur áherslu á ódýr en góð föt úr vönduð- um efnum. B&O hefur undanfama mánuði rekið auglýsingaherferð um allan heim undir slagorðinu „A Life Less Ordinary“, sem þýða mætti „Ekkert venjulegt líf‘. Ciccolella hefur hann- að herferðina og samstarfið við Ben- etton álítur hann falla vel að þessari herferð. Hvoragt fyrirtækjanna hef- ur látið uppi hvað Benetton greiði fyrir hljómflutningskerfið eða hvaða upphæðir samstarfið feli í sér. Sök- um sterkrar stöðu Benetton og mik- illar útbreiðslu má þó búast við að B&O hafi séð ástæðu til að slá af söluverðinu og sé kannski sá aðili, sem hafi meira upp úr samstarfinu. Lloyds TSB fær- ir út kvíarnar BRESKI bankinn Lloyds TSB áformar nú að fara á Evrópumark- að í gegnum Netið. Óstaðfestar heimildir segja þetta lið í efla sam- keppnishæfi bankans við keppina- uta á borð við HSBC, Barclays and NatWest. Samkvæmt skýrslu sem birtist í dagblaðinu Financial Times, stend- ur til að Lloyds TSB setji á fót net- banka fyrir alla Evrópu. Bankinn, sem er sá fjórði stærsti á Bret- landi, er hins vegar tregur til að veita upplýsingar um málið. Að sögn talsmanns bankans er enn verið að þróa og prófa hugmyndina jafnt sem kerfíð sjálft. Því vill bankinn ekki gefa upp hvers konar þjónusta verður í boði í þessu sam- hengi eða hvenær og hvar verður farið af stað með þessar nýjungar. Evrópa kallar Að mati fjölmargra breskra og bandarískra banka hefur, með til- komu eins gjaldmiðils í Evrópu, skapast þar mjög áhugaverður markaður. Lloyds TSB er einn þessara banka og reynir nú ákaft að finna leiðir til að nýta sér þenn- an nýja markað. Bankinn þarf að vaxa mikið til að geta haldið uppi samkeppni við keppinauta á borð við HSBC, Barclays and NatWest en aðeins um 20% tekna bankans eru vegna erlendra viðskipta - að- allega á Nýja Sjálandi og Suður- Ameríku. Ekki er ljóst hvernig bankinn hyggst taka á evrópskum bankaris- um í löndum eins og Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og á Spáni. Endalok pundsins BRETLAND hefur tapað barátt- unni fyrir pundinu, og frá og með 1. janúar verður pundið ekki lengur notað. Ástæðan er sú að Bretar hafa aðlagað sig að því kerfi sem við- gengst í öðram löndum Evrópu- sambandsins, en það er hins vegar ekki breski gjaldmiðillinn sem orðið hefur að víkja heldur þyngdareining- in pund. Framvegis verða kaupmenn að venja sig á að vigta lausavöra í kíló- um í stað punda sem hafa öldum saman verið sú þyngdareining sem notast hefur verið við í Bretlandi. Kerfísbreytingin veldur hins veg- ar mörgum áhyggjum og þeir sem barist hafa fyrir því að halda gömlu þyngdareiningunni segja að breyt- ingin muni valda miklum glundroða. Þá er talið að margir kaupmenn sem haft hafa hálft ár til að undirbúa breytinguna hafi ekki staðið sig sem skyldi. Stórmarkaðir era þó flestir taldir viðbúnir breytingunni, en áætlað er að sex af hverjum tíu smá- söluverslunum hafi ekki skipt yfir í vogir sem mæla þyngd í kílóum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.