Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUN BLAÐIÐ FRÉTTIR Valgerður Sverrisdóttir tekur við sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra Meðal fyrstu verkefna verður að skipa stjórn Byggðastofnunar „ÞETTA hefur verið mjög við- burðaríkur og ánægjulegur dagur,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, nýskipaður iðnaðar- og viðskipta- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær um fyrsta dag sinn í ráðherra- embætti. Forseti Islands veitti Finni Ingólfssyni lausn frá embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra og skipaði Valgerði í hans stað á fundi ríkisráðs á Bessastöðum á gamlárs- dag. Síðar um daginn afhenti Finn- ur svo Valgerði lykla að ráðuneyt- inu á skrifstofu ráðherra. Fór yfir stöðu mála með embættismönnum Valgerður sagðist hafa sannfærst um það enn frekar en áður á fyrsta vinnudegi sínum í ráðuneytinu í gær, að takast þyrfti á við stór mál í ráðuneytinu. Fór hún yfir stöðu mála með embættismönnum ráðu- neytisins í gærdag. Byggðastofnun var færð frá for- sætisráðuneytinu undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið um áramótin. Valgerður sagði að þar væri um stór verkefni að ræða á næstunni og kæmi nú í hennar hlut að skipa nýja stjórn yfir stofnuninni, sem væri eitt af brýnum verkefnum sem biði hennar í ráðuneytinu. Tímaáætlun Norsk Hydro og stjórnvalda hefur raskast Samkvæmt tímaáætlun ríkis- stjórnarinnar, Landsvirkjunar og Norsk Hydro um samningsgerð vegna byggingar fyrsta áfanga ál- vers við Reyðarfjörð áttu drög að yfirlitssamningi og aðrir helstu samningar, svo sem hluthafasamn- ingur, samningur um rafmagns- verð, sölu- og markaðssamningur og heimild til stækkunar, að liggja fyrir í síðasta lagi 31. desember síð- astliðnum Aðspurð um stöðu málsins sagði Valgerður ljóst að tímaáætlunin hefði ekki alveg staðist eins og ráð var fyrir gert í tímáætlun sem und- irrituð var í sumar. „Það er samt langt frá því að mál- ið sé í nokkru uppnámi. Það þarf að fylgja því vel eftir og við höfum ver- ið að fara yfir hvað það er sem er brýnast núna. Mér sýnist að málið sé í alveg bærilegum farvegi,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Finnur Ingólfsson, nýskipaður seðlabankastjóri, afhenti Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lykla að ráðuneytinu. Finnur Ingólfsson, nýskipaður seðlabankaslj óri Spennandi og ögrandi verkefni „ÞETTA er spennandi og ögr- andi verkefni að takast á við,“ sagði Finnur Ingólfsson í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafði tekið við skipunarbréfi í embætti seðlabankastjóra. Finn- ur fékk formlega lausn frá emb- ætti iðnaðar- og viðskiptaráð- herra á ríkisráðsfundi á gamlársdag. Ekki rétt að auglýsa seðlabankastjórastöður „Þau verkefni sem ég hef haft mest gaman af að fást við, þann tíma sem ég hef verið viðskipta- og iðnaðarráðherra, eru verkefni sem snúa að íslenskum fjármagnsmarkaði. Þær breyt- ingar sem ég hef beitt mér þar fyrir, s.s. formbreyting ríkisvið- skiptabankanna, einkavæðing þeirra og breytingar á Verð- bréfaþinginu, tel ég að marki merkileg spor í þróun fram á veg á íslenskum fjármagnsmarkaði. Nú gefst mér tækifæri að ein- hverju leyti til að fylgja því eftir í nýju starfi," sagði Finnur. Aðspurður um þá gagnrýni sem komið hefur fram á skipun hans og fyrirkomulag við ráðn- ingu í embættið með opinberri auglýsingu, sagðist Finnur geta tekið undir ýmislegt af því sem fram hefur komið, varðandi auglýsingu embættisins. „Eg er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að auglýsa störf eins og þessi. Lögin gera hins vegar ráð fyrir að það sé gert og því þurfa menn að uppfylla þá lagaskyldu. Það hefur verið pólitískt samkomulag á milli allra stjórnmálaflokka á Islandi um að standa að þessu eins og gert hefur verið. Mér finnst vænt um að skipun mín sem einstaklings, geta mín, menntun og hæfni til að taka starfið að mér er ekki dregin í efa; Eg tek hins vegar ekki undir þá gagnrýni að bankastjórarnir eigi ekki að vera fleiri en einn. Reynslan annarsstaðar sýnir að það er ekki skynsamlegt að stór- ar efnahagspólitískar ákvarðanir, eins og teknar eru öllum stund- um í Seðlabankanum, séu teknar af einum manni,“ sagði Finnur. Þjónusta númer eitt! Til sölu MMC Pajero 3500 Árg. ‘96, nýskráður 22.09.1995. 5 dyra, bensín, sjálfskiptur, breyttur á 35“ dekkjum. Ekinn 78.000 km. Ásett verð kr. 2.600.000. Skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu í síma 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. I2-I6 BÍLAÞINGAEKLU Nifiyicr oirt f no'tuZvryi tílviyi/ Laugavegi 174,105 Reykjavfk, simi 569-5500 wwvv.bilathing.is | www.bilathing.is • www.bilathing.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðherraskipti fóru fram á ríkisráðsfundi á Bessastöðum 31. desember þegar Valgerður Sverrisdóttir tók sæti í ríkisstjórninni í stað Finns Ingólfssonar. Á fundinum staðfesti forseti íslands einnig nokkur lög sem Alþingi samþykkti fyrir jól. Fyrsti kvenprófessorinn skipaður við lagadeild HI RAGNHEIÐUR Bragadóttir dósent var skipuð í starf pró- fessors við lagadeild Háskóla íslands 1. janúar sl. Hún er þar með fyrsta konan sem gegnir því starfi í 90 ára sögu deildarinn- ar. Ragnheiður lauk stúdentsprófi árið 1976 frá Menntaskól- anum í Reykjavík og embættisprófl í lög- fræði frá Háskóla ís- lands árið 1982. Að því loknu stundaði hún framhaldsnám við Háskólann í Kaupmannahöfn og lagði þar cinkum stund á refsirétt, afbrotafræði og refsipólitík. Hún hóf störf við lagadeild HÍ árið 1984 og varð dósent í ágúst 1995. Ragnheiður hefur í rann- sóknum sínum og kennslu einkum fengist við íslenskan refsirétt, umhverfisrefsirétt og ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. Rit- störf hennar eru talsvert mikil að vöxtum og eru flest á sviði fslensks refsi- réttar, segir í frétta- tilkynningu frá laga- deild HÍ. Ragnheiður sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér þætti ráðningin mjög ánægjuleg. „Bæði fyrir mig pers- ónulega og eins tel ég að þetta hafi þýðingu fyrir konur almennt. Ráðning kvenna í störf sem eingöngu karlmenn hafa sinnt er skref í þá átt að að auka jafnrétti kvenna í reynd, sem er mjög mikilvægt. En hvað mín daglegu störf varðar breytir þetta ekki miklu. Ég hef stundað kennslu og rann- sóknir við lagadeildina í 16 ár og held því áfram eins og hingað til.“ Hún segir að ein kona hafi kennt við lagadcildina fyrir 16 ár- um þegar hún hóf þar störf, en það var Guðrún Erlendsdóttir sem þá var dósent. Hún varð hæsta- réttardómari tveimur árum síðar og siðan þá hefur Ragnheiður verið eina konan í fullu starfi við lagadeildina. „Lögfræðin var nokkuð lengi það scm kalla má karlagrein. Lengst af voru það fyrst og fremst verið karlmenn sem lögðu stund á lögfræði og þar af leið- andi hafa aðallega verið karlmenn í þeim störfum sem gera kröfur til þessarar menntunar. En ef við lít- um nú á þá stúdenta sem stunda nám við lagadeildina núna, er ljóst að þar hefur orðið breyting á þar sem um helmingur stúdenta við lagadeildina núna eru konur. Annað sem nefna má er að gerðar hafa verið talsverðar breytingar á laganáminu á undan- fórnum árum. Einn þáttur í þeim breytingum er að námið á fjórða og fimmta ári er orðið algerlega valfrjálst. Nú er boðið upp á mik- inn fjölda kjörgreina og leitað hefur verið meira til lögfræðinga úti í þjóðfélaginu til að sinna þeirri kcnnslu með okkur. I þcim hópi eru margar efnilegar konur. Þannig að ég tel að konum eigi eftir að fjölga mikið í kennaraliði deildarinnar á næstu árum,“ segn- Ragnheiður. Ragnheiður Bragadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.