Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁGÆTU Garð- bæingar. Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir hafa kennarar Tónlistar- skóla Garðabæjar mót- mælt harðlega ráðn- ingu í stöðu skólastjóra skólans sem var af- greidd á bæjarstjórn- arfundi 16. desember síðastliðinn. Þessi ráðning hefur verið .gagnrýnd harðlega þar sem kennarar telja að með ráðningunni hafi bæjarstjóm ekki starf- að samkvæmt reglu- gerð um skólann né heldur viðhaft vinnubrögð við ráðninguna sem fag- leg geti talist. Þar sem bæjarstjóm hefur alger- lega hunsað allar okkar athuga- semdir og ekki gefið okkur fullnægj- andi skýringar á þessari ráðningu tel ég réttast að upplýsa bæjarbúa um hvernig háttvirtir bæjarstjóm- arfulltrúar virðast hafa staðið að málinu. Eftirfarandi kemur fram í reglu- gerð skólans: .....bæjarráð ræður i-skólastjóra og aðra fasta starfsmenn að fengnum tillögum skólanefndar." Það er líka eðlilegt að skólanefnd sé sá aðili sem metur umsækjendur þar sem hún þekkir vel til innra starfs skólans enda er þetta viðtekin venja við tónlistarskóla. Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjóri tekur hins vegar upp á í þessu tilfelli að skipa viðræðunefnd til að fara yfir umsóknir og taka viðtöl við umsækjendur. Með honum taka sæti í nefndinni Gunnar Einarsson, fulltrúi menningar- og fræðslusviðs og Guðmundur Hall- grímsson, formaður skólanefndar. Með því að skipa sjálfan sig í þessa nefnd og taka að sér forsæti hennar brýtur bæjarstjóri samkvæmt áliti lögfræðings 11. grein stjórnsýslulaga og er í raun vanhæfur sem fulltrúi stjórn- valds að koma að mál- inu á seinni stigum þess. Niðurstaða nefndar- innar var sú að hver nefndarmaður lagði til einn umsækjenda. Bæjarstjóri lagði til nafn þess umsækjenda sem síðar var kjörinn í bæjarstjóm, formaður skólanefndar lagði til Smára Ólason yfirkennara og fulltrúi menningar- og fræðslusviðs lagði til þriðja aðil- ann. Málinu var síðan vísað til skóla- nefndar og fjallaði hún um málið eins og reglur um skólann segja til um og lagði í það mikla vinnu. Nið- urstaða skólanefndar var sú að Smári Ólason yfirkennari væri hæf- astur umsækjenda. Kom það ekki á óvart þar sem Smári er hámenntað- ur og hefur starfað lengi sem yfir- kennari við skólann. Hann hefur ekki átt lítinn þátt í því að skóla- starfið er talið sérstaklega fram- sækið og vandað í alla staði. Þeir sem þekkja til skólans vita að nem- endur hans hafa flutt heilu óperurn- ar íýrir fullu húsi og það tvisvar undanfarin ár og staðið fyrir ýmsum nýjungum í starfi. Nú síðast í vor léku nemendur skólans t.d. inn á geisladisk við góðan orðstír. Ekki Mótmæli Kennurum við skólann blöskraði þessi vinnu- brögð, segir Ólafur Elíasson, og mótmæltu þessari ráðningu. má gleyma að við skólann starfar öflug blásarasveit, strengjasveit sem hefur verið tekið eftir á lands- vísu, óvenju góð söngdeild svo og góð píanódeild sem er stærsta deild skólans. Tillaga skólanefndar var ekki tek- in til afgreiðslu í bæjarráði eins og reglugerð skólans segir til um held- ur var málinu vísað áfram til bæjar- stjómar með þeim þrem nöfnum sem vinnunefnd hafði lagt til. Kosið var um þessa þrjá umsækjendur á bæjarstjómarfundi hinn 16. desem- ber og er ekki hægt að segja annað en að vinnubrögð og niðurstaða hafi verið furðuleg. Allir bæjarstjómarfulltrúamir kusu í leynilegri kosningu þann aðila sem bæjarstjóri hafði mælt með og það án nokkurrar umræðu. Álit skólanefndar var rétt aðeins kynnt en algerlega hunsað. Bæjarbúar geta sjálfir leitt að því getum, hvort hugsast geti að allt hafi verið ákveð- ið íyrirfram með tilheyrandi hrossa- kaupum. Kennumm við skólann blöskruðu þessi vinnubrögð _ og mótmæltu þessari ráðningu. I kjölfar þeirra mótmæla funduðu fulltrúar þeirra með bæjarráði og kröfðu þeir bæj- arráðsmenn hvern og einn skýringa á því hvernig þeir hefðu getað geng- ið fram hjá hæfasta umsækjandan- um samkvæmt mati skólanefndar. Þær skýringar sem kennarar fengu vora vægast sagt ófullnægjandi en nokkrir bæjarstjómarmenn gátu ekki leynt því að Smári Ólason hefði farið í taugarnar á þeim í gegnum tíðina. Þegar gengið var á eftir ástæðum þeirrar óvildar kom ekki annað í Ijós en að Smári Ólason hafði starfað í eitt ár (þ.e. 1994-95) af þeim fimmtán sem hann hefur starfað sem yfirkennari við skólann sem orgelleikari í kirkju á höfuð- borgarsvæðinu á meðan hann var í fullri stöðu sem yfirkennari. Sögðu bæjarstjórnendur að þetta hefði ekki verið viðunandi. Þetta þótti kennuram einkennilegt þar sem margir starfsmenn skólans era annars staðar í fullu stai-fi t.d. í Sin- fóníuhljómsveitinni eða hafa auka- tekjur á öðram vettvangi. Undirrit- aður veit heldur ekki betur en að umsækjandinn sem ráðinn var hafi t.d. starfað sem undirleikari á ýms- um vettvangi og það á meðan hann var í fullu starfi sem skólastjóri við tónlistarskóla á landsbyggðinni. Að þessu undanskildu var kenn- uram einnig gefin sú skýring að meðmæli umsækjandans sem var ráðinn hefðu verið svo góð að þau hefðu réttlætt að gengið hefði verið fram hjá Smára Ólasyni. En nú kemur rúsínan í pylsuend- anum. Nú hefur það komið í ljós að með- mæli og önnur fylgiskjöl sem Smári Ólason sendi með umsókn sinni vora ekki send til þeirra sem um málið fjölluðu og lágu ekki frammi á neinu stigi umfjöllunar um málið heldur „gleymdust“ þau ásamt öðram fylgi- gögnum í tösku inni á skrifstofu menningarfulltrúans. Hvernig það gat átt sér stað vil ég ekki vera með neinar getgátur um, en það er nú orðið ljóst að með þessu klúðri er búið að brjóta stjórnsýslulög um samræmi og jafnræði við úrlausn mála og gera ráðninguna ólögiega. En hvernig hefur bæjarstjórn bragðist við? Hefur hún gefið nokkrar skýringar á starfsemi sinni eða reynt að svara ásökunum um misbeitingu valds og pólitísk hrossa- kaup? Nú hafa starfsmenn tónlistar- skólans mótmælt ráðningunni allir sem einn. Skiptir það bæjarstjórn engu máli? Einnig hafa um 90% for- ráðamanna barna og fullveðja nem- endur í skólanum skrifað undir mót- mæli gegn ráðningunni. Hefur álit þeirra sem skólinn þjónar ekkert að segja? Skólanefnd skólans hefur ályktað um málið þar sem hún mót- mælir harðlega meðferð þess og vís- ar til að um sé að ræða „afleit vinnu- brögð í opinberri stjórnsýslu. Ingi- mundur Sigurpálsson bæjarstjóri. Það bíða allir mjög spenntir eftir viðunandi skýringum. P.S. Ég vil að lokum einnig leið- rétta þann misskilning sem bæjar- stjórnarfulltrúar hafa haldið fram í þessari umræðu; að það sé ekki eðli- legt að kennai' velji sjálfir sína yfir- menn. Kennarar hafa alls ekki farið fram á það heldur hafa þeir einungis farið fram á að yfirmaður þeirra sé valinn samkvæmt mati skólanefndar um hæfasta umsækjandann og að heiðarlega sé staðið að stjórnsýslu. Það er rétt að taka það fram að kennarar hafa lagt sig fram um að standa málefnalega að þessum mót- mælum og hafa beint þeim eingöngu gegn bæjarstjóm en ekki gegn þeirri persónu sem hlaut ráðning- una. Höfundur er píanóleikari og kennir við Tónlistarskóla Garðabæjar. Opið bréf til Garðbæinga Ólafur Elíasson Óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin og viðtökur á nýliðnu ári Útsalan hefst 6. januar a Akureyri Faxafeni 8 sími: 533 1555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.