Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 58
■58 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Magnús Guðna- son var fæddur í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 25. septem- ber 1919. Hann lést í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 23. desember 1999. Foreldrar Magnúsar voru Guðni Markús- son, bóndi og trésm- iður í Kirkjulækjar- koti, f. 23.7. 1893, d. 4.3. 1973 og Ingi- gerður Guðjónsdóttir frá Brekkum í Hvol- hreppi, f. 1.5.1897. d. 19.2.1984. Þau eignuðust níu börn og var Magnús næstelstur þeirra. Systkini Magnúsar eru Guðni, Markús Grétar, Guðrún, Guð- björg Jónfna, Oddný Sigríður, Margrét, Guðný og Þuríður sem léstíjúlí 1999. Magnús kvæntist Hrefnu Magn- úsdóttur 20. júní 1942. Hún er frá Langabotni í Geirþjófsfirði. Börn þeira eru. 1. Hildur, f. 1942. Maki Jóhann Birkir Steinsson og eiga þau 3 syni og 2 barnabörn. 2. ^ Hjálmar, f. 1943. Maki Sigrún Björg Ingþórsdóttir og eiga þau 2 syni. Frá fyrri hjónaböndum á Hjálmar 4 böm og 8 bamabörn. 3. Hans Guðni, f. 1945. Maki Auð- björg Vordís Óskarsdóttir og eiga þau 1 son. Frá fyrra hjónabandi á Hans 4 böm og 5 barnabörn. 4. Ingigerður, f. 1949. Maki Sigur- hans Wium. Þau eiga 4 börn og 5 bamabörn. 5. Daníel, f. 1952. Hann á 2 börn frá fyrra hjóna- bandi og sambúð. 6. Benjamín, f. 1953. Maki Una Björg Gunnars- dóttir. Benjamín á 4 syni frá fyrra hjónabandi og sambúð. 7. Erling, f. 1959. Maki Erla Birgisdóttir og í barnshuganum fá forgengilegir hlutir oft eilífðargildi. Margt verður eins og klettur í hafinu sem ekki er hægt að hugsa sér neinn endi á. Einhvern veginn þannig upplifði ég foreldra mína á uppvaxtarárum mínum í hlíðinni fögru, Fljótshlíð- inni. Allt var í föstum skorðum, ekkert virtist geta farið afvega. Pabbi féll einhvernveginn óafvit- andi vel að þessari barnslegu hug- mynd um eilífðina. Fastur punktur í tilverunni sem aldrei myndi nokkru sinni raskast. En allt er í heiminum . hverfult og á sér sitt upphaf og endi nema kannski Guð einn. Seinni hluta septembermánaðar héldum við uppá 80 ára afmæli pabba með veglegri afmælisveislu, þá brá svo við að hann átti mjög góðan dag hvað heilsuna varðar og naut þess mjög að dvelja í faðmi stórfjöl- skyldunnar og vina sinna. Þann dag lét hann þau orð falla að hann lang- aði svo heim um jólin. Pabbi átti mjög einlæga trú á Guð og vitnaði oft í orð Biblíunnar þegar hann vildi segja okkur eitthvað sem honum lá á hjarta. Eitt var það vers sem hann vitnaði oft í: „Verið þér og við- búnir því þér vitið ekki daginn eða stundina.“ Þá var hann að tala um daginn sem við færum „heim“ til " himins. Pabbi talaði oft um eilífa líf- ið sem tekur við eftir dauðann og hversu mikilvægt það er að gera köllun sína og útvalningu vissa, m.ö.o. að taka orð Guðs alvarlega. Hann trúði orðum Biblíunnar bókstaflega og var viss um að allt orð Guðs væri sannleikur. Orð pabba í afmælisveislunni eru okkur því umhugsunarefni sem eftir sitj- um þegar hann leggur í sína hinstu ferð og „fer heim“ á Þorláksmessu, daginn fyrir jól. Mér er sem ég geti séð himnaföðurinn taka á móti hon- ~vum opnum örmum’ og segja við hann: „gott þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig“. Þegar ég nú hugsa til baka og fer yfir safn minninganna sé ég að ég átti einstakan föður. Eitt það fyrsta sem ég man eftir er pabbi á hnjánum kvölds og morgna við rúmið sitt að biðja til Guðs fyrir •okkur ættfólki sínu, vinum sínum, iandinu okkar og ýmsu öðru sem eiga þau 4 dætur. 8. Hlynur, f. 1963. Hann var í sambúð og á 2 dætur. Af- komendur Magnús- ar og Hrefnu eru nú orðnir 58. Magnús ólst upp í Kirkjulækjar koti. Hann lauk iðnskóla- námi frá Iðnskólan- um á Eyrarbakka og fékk meistararétt- indi í húsasmíði árið 1949. Magnús og Hrefna byggðu heimili sitt í Kirkju- lækjarkoti og ráku þar búskap ásamt því að Magnús starfaði við húsasmíðar. Með bræðrum sínum stofnaði hann síðar verkstæði fyr- ir bílayfirbyggingar og viðgerðir í Kirkjulækjarkoti og vann við það um árabil mcð bústörfunum. Árið 1949 gekk Magnús í Hvítasunnu- söfnuðinn og byggði með foreldr- um sínum, bræðrum og fjölskyld- um þeirra safnaðarhús í Kirkju- lækjarkoti. Magnús ferðaðist víða um og kynnti starf hvítasunnu- manna meðal annars með barna- starfi og heimsóknum í sjúkrahús og fangelsi. Eftir að Magnús og Hrefna fluttu frá Kirkjulækjar- koti bjuggu þau á Akranesi í rúm- an áratug eða þar til þau keyptu sér íbúð í Engihjalla 7 í Kópavogi árið 1998. Magnús átti við van- heilsu að stríða síðstliðin ár og dvaldi á sjúkrastofnunum og nú siðast á Hjúkrunarhcimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. títfór Magnúsar fer fram frá Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, Reykjavík, þriðjudaginn 4. janúar og hefst athöfnin klukkan 15. honum lá á hjarta. Enginn nema Guð einn veit hverju það verk hefur komið til leiðar eða forðað. Þremur dögum fyrir andlátið vildi hann enn láta lesa í Biblíunni og biðja með sér þó hann gæti einungis gefið það til kynna með því að kinka kolli og mynda veikt já með vörunum. Hjálpsemi við náungann var honum í blóð borin. Fáir komu þar að tóm- um kofunum og skipti þá minna máli hvort viðkomandi var borgun- armaður fyrir „greiðann" eða ekki. Hann vildi „safna fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð“, en skeytti minna um ver- aldarauð. Margir sem orðið höfðu undir í lífinu eða minna máttu sín á einhvern hátt fundu skjól og vin- skap hjá pabba, lét hann sér fátt um finnast álit annarra á því. Marg- ir þessara syrgja nú góðan vin og sálusorgara. Mér er efst í huga þakklæti fyrir allt sem hann kenndi mér á bernsku- og unglingsárum mínum og lagði sem grunn undir þá byggingu sem líf mitt er í dag. Fyr- ir bænirnar hans og þá staðfestu trúarinnar sem ég fékk að sjá í lífi hans. Það eitt, þó af nógu öðru sé að taka gerir pabba að einstökum föð- ur í mínum huga. Ég bið góðan Guð að hugga og styrkja mömmu mína, systkini mín og alla aðra sem misst hafa góðan vin og félaga. Pabbi minn! Hafðu þökk fyrir allt og allt. Erling Magnússon. Það var fatlegur þessi síðasti dagur fyrir jól, Þorláksmessa, og allir á þönum út um allt. I stofu þrjú á Hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð var hins vegar ró og mikill frið- ur, við vorum þar samankomin við dánarbeð tengdaföður míns, Magn- úsar Guðnasonar. Þennan dag kvaddi hann og fór heim til Drott- ins. Hann hafði fullnað skeiðið, varðveitt trúna og var nú genginn inn til fagnaðar Herra síns. Hann hafði lifað samkvæmt Orði Drott- ins, verið trúr allt til dauða og feng- ið kórónu lífsins og ekki þarf nokk- ur að efast um að hún hafi verið skreytt mörgum gimsteinum. Þótt ótrúlegt sé þá eru nú liðin um 23 ár síðan ég, þá 16 ára unglingur, kom fyrst á heimili þeirra Hrefnu með Erling syni þeirra og var að vonum mjög kvíðin og feimin. Ég hefði get- að sparað mér þær áhyggjur því þau tóku mjög vel á móti mér en fannst við að vísu nokkuð ung og nú þegar ég sjálf á uppkomnar dætur get ég vel skilið þau. Þau bjuggu í Fljótshlíðinni og þær eru óteljandi helgarnar sem við dvöldum þar meðan þau bjuggu þar og ég varð fljótlega eins og ein af börnunum þeirra, þeim munaði ekki um að bæta einni við þó þau ættu átta börn. Mér er mjög minnisstætt þegar við hjónin komum 1 fyrsta sinn með frumburðinn austur í Kot, Maggi var farinn að sofa en fljót- lega eftir að við komum inn heyrð- ist innan úr svefnherbergi, „er ekki lítil afastelpa hér sem vill hitta mig“ og í sömu orðum var hann kominn fram og búinn að klæða sig. Hann vildi helst alltaf hafa krakkana sína hjá sér um helgar og ef við hringd- um austur til að spyrjast fyrir um veðrið, hvort við gætum komist svaraði hann alltaf, „það er fínt veð- ur hér“, hann tímdi ekki að við myndum hætta við að koma. Það brást ekki að hvern sunnudags- morgun sem barnabörnin voru hjá honum fór hann með þau upp í stofu og hafði sunnudagaskóla fyrir þau en hann var einnig með sunnudaga- skóla á Hellu á vegum Hvítasunnu- kirkjunnar en þar hann var virkur meðlimur meðan heilsa og kraftar leyfðu það. Stelpurnar mínar „Litlu lömbin hans afa“ eru enn að tala um þessar stundir með afa sínum. Svo tóku þau sig upp og fluttu til Akra- ness og þá hættum við nú að gista hjá þeim en fórum gjarnan á Skag- ann á sunnudegi og eyddum degin- um þar. Osjaldan kom þá fyrir að einhver bankaði og bað Magga að gera sér greiða og ekki veit ég til þess að nokkur hafi farið frá honum án þess að hann leysti úr málum viðkomandi ef það á annað borð var á hans færi. Ekki hvað síst áttum við hjónin öruggan og bjargfastan stuðning hjá honum og Hrefnu þeg- ar eitthvað bjátaði á hjá okkur. Maggi átti einlæga trú á Frelsara sinn Jesú Krist og var mjög dugleg- ur að segja frá fagnaðarboðskapn- um og víst er að hann leiddi marga inn á veginn sem liggur til lífsins. Við töluðum oft um trú og ég var nú ekki alltaf sammála honum en þó hefur eitthvað setið eftir í kollinum á mér og sjálfsagt hafa fáir glaðst meira en hann tengdapabbi þegar við hjónin ákváðum fyrir rúmum 10 árum að feta í fótspor hans og eign- uðumst lifandi trú á Jesú Krist. Elsku Hrefna mín, nú er hann Maggi á himnum þar sem hann er laus við allar þrautir, og okkar huggun er sú að við munum hitta hann þar. Megi Drottinn gefa okk- ur öllum styrk og frið. Blessuð sé minning Magnúsar Guðnasonar. Erla Birgisdóttir. í dag kveðjum við, með miklum söknuði, Magnús Guðnason frá Kirkjulækjarkoti. Magnús lést í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð á Þorláksmessu. Hann hafði átt við veikindi að stríða undanfarin ár og þegar hann gat ekki verið heima sökum lasleika dvaldi hann á öldr- unardeild Landakots um tíma og nú síðast í Sunnuhlíð í Kópavogi. A báðum þessum stöðum naut hann hlýleika og góðrar hjúkrunar sem fjölskyldan þakkar af alhug. Fyrstu kynni mín af Magnúsi og fjölskyldunni í Kirkjulækjarkoti voru fyrir 39 árum er ég kynntist Hildi dóttur hans sem síðar varð eiginkona mín: Mér var strax tekið einstaklega vel og sem einum úr íjölskyldunni, á það hefur aldrei borið skugga og vil ég þakka þá vel- vild af heilum hug. Arið 1942 giftist Magnús Hrefnu Magnúsdóttur frá Langabotni í Geirþjófsfirði. Hjóna- band þeirra hefur einkennst af gagnkvæmri ást og umhyggu. Magnús og Hrefna eignuðust átta börn og ólu þau öll upp í Kirkju- lækjarkoti. Það hefur því þurft á öllum þeirra krafti, hans og Hrefnu, við að afla svo stóru heimili lífsvið- urværis. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og í Kirkjulækjarkoti var og er fjölskyldureitur afkom- enda foreldra Magnúsar, þeirra Guðna og Ingigerðar. Magnús var bóndi og lærður húsasmiðameistari. Hann vann við hvorttveggja stærstan hluta ævi sinnar. Hann rak búskap í Kirkju- lækjarkoti, um tíma í samstarfi við bræður sína. Hann vann víða við húsasmíðar og viðgerðir. Með bræðrum sínum stofnuðu þeir fyrir- tæki í Kirkjulækjarkoti fyrir bílayf- irbyggingar og viðgerðir. Magnús var feiknalega vinnusamur maður og var röskur til vinnu. Magnús var áhugasamur um ræktun og byggði gróðurhús í Kirkjulækjarkoti. Þar ræktaði hann plöntur til eigin nota og seldi sumarblóm í nokkur ár. Þarna naut hann sín vel og nýtti þar frístundir frá smíðum og búskap. Á seinni ár- um gaf Magnús sig að öðru áhug- máli, en það var myndlist. Á skóla- árum sínum hafði hann sýnt leikni í teikningu. Lítill tími gafst til slíks á meðan verið var að vinna fyrir stórri fjölskyldu, en eftir að börnin komust á legg hóf Magnús aftur að mála. Hann hélt margar málverka- sýningar og nutu myndir hans vin- sælda og seldust vel. Magnús var trúaður maður, hann gekk til liðs við Hvítasunnuhreyfinguna, vann þar mikið starf við boðun Guðs orðs. Hafði umsjón með barna- starfi, hélt samkomur, fór í heim- sóknir á sjúkrahús og í fangelsi til að hugga og styrkja. Ásamt foreldr- um sínum, bræðrun og fjölskyldum þeirra var byggt samkomuhús í Kirkjulækjarkoti. Þar hittust þess- ar fjölskyldur og áttu sameiginleg- ar bænastundir og haldnar voru samkomur fyrir alla þá sem koma vildu og í dag er í Kirkjulækjarkoti glæsileg aðstaða fyrir Hvítasunnu- hreyfinguna á Islandi. Magnús og Hrefna fluttu frá Kirkjulækjarkoti fyrir rúmum ára- tug og bjuggu nokkur ár á Akra- nesi. Þegar heilsu Magnúar hrak- aði, keyptu þau íbúð í Engihjalla 7 í Kópavogi til þess að vera nær börn- um sínum sem hafa aðstoðað þau og hjálpað af sömu umhyggju og þau Hrefna og Magnús hafa sýnt sínum nánustu alla tíð. Magnús var hlýlegur maður og góðviljaður. Hann var orðvar og já- kvæður. Hann er nú kvaddur með söknuði af stórfjölskyldunni frá Kirkjulækjarkoti, öllum vinum og vandamönnum með virðingu og fullvissu um að nú hafi hann mætt frelsara sínum og laus við þjáningar þessa heims. Ég kveð Magnús tengdaföður minn með þakklæti fyrir allt það góða er hann var mér og fjölskyldu minni. Jóhann B. Steinsson. Þegar ég sest hér niður að kveldi annars jóladags, til þess að minnast tengdapabba míns, Magnúsar Guðnasonar, koma svo ótrúlega margar myndir og minningar upp í hugann. Ég man það svo vel, þegar ég kom fyrst á heimili hans á Akra- nesi, hvað hann tók mér vel, og mér fannst ég svo innilega velkomin þá og ávallt síðan. Þau voru líka bæði mjög gestrisin og vildu veita öllum vel sem komu til þeirra. Þegar þau vissu að einhver var væntanlegur, varð helst að standa heitur matur á borðum, sem hefði dugað fyrir þrjá- tíu manns, svo ekki sé minnst á kaf- fihlaðborðin, sem alltaf voru tilbúin þegar við komum. Annars var nú mest gaman að birtast bara svona óvænt, þegar við áttum leið um. Það var svo gaman að sjá undrunarsvip- inn á tengdapabba þegar hann opn- aði hurðina, síðan breyttist svipur- inn í eitt sólskinsbros og hann sagði alltaf. Nei, eruð þið bara komin. Við vorum auðvitað ekki daglegir gestir hjá þeim, þar sem um langan veg var að fara, en í endurminningunni voru þessar heimsóknir mér mjög kærar, og ég vildi óska þess, að þær hefðu verið fleiri, því þarna var í raun hans síðasta heimili. Heilsa hans var að mestu þrotin þegar þau fluttu frá Akranesi og festu kaup á fallegri íbúð í Kópavogi fyrir tæp- lega tveimur árum. Hann var mjög hreykinn þegar að fólk var að koma og dást að nýja heimilinu þeirra, MAGNUS GUÐNASON þar sem þau höfðu vonast til að eyða næstu árum. Þar sem börnin þeirra bjuggu í næsta nágrenni og gátu nú loksins haft þau nálægt sér og litið til með þeim, ef á þyrfti að halda. Því miður gat hann ekki dvalið í nýju íbúðinni sinni nema örfáar vik- ur, því að heilsu hans var þannig komið að hann varð að leggjast inn á sjúkrahús, en síðustu mánuðina dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð í Kópavogi. Það var ógleymanlegur dagur, þegar haldið var upp á 80 ára afmælið hans í september sl. Þá átti hann góðan dag, var óvenjuhress og gladdist með allri fjölskyldunni sinn, systk- inum og vinum. Hann var stoltur af börnunum sínum átta og öllum af- komendunum, sem er orðin stór og myndarlegur hópur. Mig langar að minnast Magga í örfáum orðum eins og hann var, þegar ég kynntist honum fyiár um það bil níu árum, en þá var hann rúmlega sjötugur. Ég held að ég hafi borið hálf óttablandna virðingu fyrir honum til að byrja með. Hann gat virkað mjög strangur á svipinn, hafði mjög sterkt augnaráð og kvað mjög fast að orði þegar hann talaði. Hann gat líka oft talað mikið og lengi. Eins og allir vita sem þekktu hann var trúin hans hjartans mál, og hann vildi miðla henni til allra sém á vegi hans urðu. Hann hafði líka mjög gaman af því að segja sögur, og það var allt í lagi þótt að þær væru sagðar aftur og aftur, þær urðu bara skemmtilegri við það. Frægust er auðvitað sagan af stóra laxinum, sem hann veiddi með berum höndunum undir bakkanum í Kvoslækjaránni. Hann lék þetta af svo mikilli innlifun, þegar hann var að lýsa því, þegar hann greip þétt- ingsfast um sporðinn og náði hon- um upp á bakkann, síðan sýndi hann alltaf með höndunum hvað hann hafði verið langur. Kannski lengdist hann um nokkra senti- metra í hvert sinn, sem sagan var sögð. Hann gat líka alveg séð spaugilegu hliðarnar hjá sjálfum sér. Eins og sagan um það þegar Hrefna var ekki heima og hann ætl- aði að vera myndarlegur og þvo all- ar lopapeysurnar af krökkunum. Hann lagði þær í bleyti í stóran bala og slurkaði úr fullri dós af vít- issóda út í, og lét þetta liggja í yfir nóttina, svo að það næðist nú al- mennilega úr þeim. Um morguninn þegar hann stakk þvottaprikinu of- an í balann, var eins og hann væri að hræra í sultu, en peysurnar voru horfnar. Ég held að hann hafi ekki komið mikið nálægt þvottum eftir þetta. Mér er líka mjög ofarlega í huga, þegar ég hugsa til tengdapabba, málverkið sem hann gaf okkur, en það var síðasta myndin sem hann málaði. Þessi mynd er af æsku- heimilinu mínu, og hún er mér mjög mikils virði. Hann málaði þessa mynd eftir ljósmynd. Oft hringdi hann á meðan hann var að mála, til að spyrja um eitthvað smáatriði sem hann var í vafa um. Einu sinni spurði hann hvort ég vildi hafa þvottinn úti á snúrunni af því að hann var það á myndinni. Jæja, ég tek hann þá bara inn sagði hann. Já, og þú mátt líka loka fjárhús- hurðinni, og það gerði hann líka. Hann vandaði sig svo vel, enda finnst mér ég vera komin heim í hvert sinn sem ég horfi á myndina. Hann málaði mikið og það eru orðn- ir margir sem eiga mynd eftir hann í dag. Það er bæði góð og ljúfsár til- finning, þegar ég skrifa þessi kveðjuorð hér í húsinu sem hann byggði sjálfur og bjó í lengstan hluta ævi sinnar. Hér vann hann sitt ævistarf og verk hans sjást enn- þá hvert sem maður lítur, bæði úti sem inni. I þessu húsi átti hann sína gleði og eflaust líka stundum sorg- ir. Lífið er margslungið og fæstir vita hvað í huga annars býr. Hér í Kirkjulækjarkoti eru barnsspor hans og rætur. Ég hugsa oft til þess tíma, þegar við fórum að breyta og brjóta og snúa öllu við hér. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir tengdaforeldra mína, þau voru þá um haustið búin að koma sér fyrir í kjallaranum og ætluðu upp á Akranes eftir nokkra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.