Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ploygMniitetriíí BÓKASALA 1.-24. des. Röð Var Titill/ Háfundur/ Útgefandi_______________________ 1 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur 2 Slóð fiðrildanna/ Ólafur Jóhann Ólafsson/ Vaka-Helgafell 3 Útkall í Atlantshafi á jólanótt/ Óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan 4 Vandamál Berts/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 5 Einar Benediktsson-ll/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 6 Sagan af bláa hnettinum/ Andri Snær Magnason og Áslaug Jónsdóttir/ Mál og menning 7 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning 8 Ólafur landlæknir/ Vilhelm G. Kristinsson/ Vaka-Helgafeil 9 Bretarnir koma/ Þór Whitehead/ Vaka-Helgafell 10 Steingrímur Hermannsson-ll/ Dagur B. Eggertsson/Vaka-Helgafell Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝPP SKÁLDVERK 1 Slóð fiðrildanna/ Ólafur Jóhann Ólafsson/ Vaka-Helgafell 2 Kular af degi/ Kristín Matja Baldursdóttir/ Mál og menning 3 Þú ert mín/ Mary Higgins Glark/ Skjaldborg 4 Örvænting/ Stephen King/ Fróði 5 Stúlka með fingur/ Þórunn Valdimarsdóttir/ Forlagið 6 Spegilmynd/ Danielle Steel/ Setberg 7 Feigðardraumar/ Sidney Sheldon/ Skjaldborg 8 Afródíta/ Isabel Allende/ Mál og menning 9 Vetrarferðin/ Ólafur Gunnarsson/ Forlagið 10 Hlaðhamar/ Björn Th. Björnsson/ Mál og menning ÍSLENSK QG ÞÝDD LJÓÐ 1 Úr landsuðri og fleiri kvæði/ Jón Helgason/ Mál og menning 2 Hugástir/ Steinunn Sigurðardóttir/ Mál og menning 3 Ljóð Tómasar Guðmundssonar// Mál og menning 4 Skagfirsk skemmtiljóð III/ Bjarni Stefán Konráðsson safnaði/ Hólar 5 Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar/Róbert A. Ottósson valdi/ Skálholt 6 Gullregn úr ástarljóðum íslenskra kvenna/ Gylfi Gröndal valdi/ Forlagið 7 Spámaðurinn/ Kahlil Gibran/ Muninn 8 Periur úr Ijóðum íslenskra kvenna/ Silja Aðalsteinsdóttir valdi/ Hörpuútgáfan 9 Meðan þú vaktir/ Þorsteinn frá Hamri/ Iðunn 10 Gullregn úr Ijóðum Þórarins Eldjárns/ / Forlagið ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur 2 Vandamál Berts/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 3 Sagan af bláa hnettinum/ Andri Snær Magnason og Áslaug Jónsdóttir/ Mál og menning 4 Eva og Adam-Með hjartað í buxunum/ Máns Gahrton og Johan Unenge/ Æskan 5 Rauðu augun/ Helgi Jónsson og Hörður Helgason/ Tindur 6 HandaGÚndavél og ekkert minnal/ Guðrún Helgad. og Freydís Kristjánsd/ Vaka-Helgafell 7 Við enda regnbogans/ Helga Möller og Ólafur Pétursson/ Fróði 8 Grýlusaga/GunnarKarlsson/Skrípó 9 Tarzan og Kala/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 10 Kleinur og karrí/ Kristin Steinsdóttir/ Vaka-Helgafell ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 Útkall í Atlantshafi á jólanótt/ Óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan 2 Bretarnir koma/ Þór Whitehead/ Vaka-Helgafell 3 Leggðu rækt við sjálfan þig/ Anna Valdimarsdóttir/ Forlagið 4 Bók aldarinnar/ Gísli Marteinn Baldursson og Ólafur Teitur Guðnason/ Nýja bókafélagið 5 Ljósið yfir landinu/ Ómar Ragnarsson/ Fróði 6 Rauðu djöflarnir/ Agnar Freyr Helgason og Guðjón Ingi Eiríksson/ Hólar 7 Já, ráðherra-Gamansögur../ Ritstj. Guðjón Ingi Eiriksson og Jón Hjaltason/ Hólar 8 Fólk á fjölium/ Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Þorleifsson/ Ormstunga 9 Veðurdagar/ Unnur Ólafsdóttir og Þórarinn Eldjárn/ Vaka-Helgafell 10 Líkami fyrir lífið/ Bill Phillips og Michael D’Orso/ Hvítt og svart ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR 1 Einar Benediktsson-ll/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 2 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning 3 Ólafur landlæknir/ Vilhelm G. Kristinsson/ Vaka-Helgafell 4 Steingrímur Hermannsson-ll/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 5 Glott í golukaldann/ Hákon Aðalsteinsson/ Hörpuútgáfan 6 Sviptingar á sjávarslóð/ Höskuldur Skarphéðinsson/ Mál og menning 7 Á hælum löggunnar-Sveinn Þormóðss./ ReynirTraustas./ islenska bókaútgáfan 8 Af föngum og frjálsum mönnum/ Jón Bjarman/ Hólar 9 Á lífsins leið-ll/ Þjóðþekktar konur og menn segja frá/ Stoð og styrkur 10 Lífsgleði viii-Minningar og frásagnir/ Þórir S. Guðbergsson/ Hörpuútgáfan Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni_____________________________________ Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Slðumúla Bókabúðin Hlemmi, Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Bónus, Holtagörðum, Bónus, Laugavegi Eymundsson, Kringlunni Griffill, Skeifunni Hagkaup, Kringlunni, Hagkaup, Skeifunni Pennínn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Kringlunni Samantekt Félagsvlsindastofnunar á sölu bóka 1.-24. des. 1999. Unniö fyrir Morgunblaðlð, Félag Islenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa veriö á mörkuðum ýmiss konar á þessu tlmablll, né kennslubækur. Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Bónus, Kópavogi, Hagkaup, Smáratorgi Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Hagkaup, Njarðvík Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga Bókval, Akureyri, Hagkaup, Akureyri Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum KÁ, Selfossi Reuters Mörgæsir í snjó MYNDHÖGGVARINN Egon Comploi leggur lokahönd á snjó- skúlptúr sinn af mörgæsafjöl- skyldu í bænum Selva di Val Gardena á Italíu á dögunum. Verkið, sem unnið er í þrjá rúm- metra af snjó, er gert í tilefni af árlegri vetrarhátíð í bænum. Miniiingarsjóður Gunnars Thoroddsens Margrét J. Pálma- dóttir hlýt- ur styrk FRÚ Vala Thoroddsen afhenti Mar- gréti J. Pálma- dóttur kór- stjóra styrk að upphæð 250.000 kr. úr Minningar- sjóði Gunnars Thoroddsens 29. desember sl. fyrir framlag hennar til tón- listarlífs í borginni. Úhlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári og er þetta í fjórtánda sinn sem veittur er styrkur úr sjóðnum sem stofnaður var af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985. Þá voru liðin 75 ár frá fæðingu Gunnars. Minningarsjóður Gunnars Thoroddsens er í vörslu borg- arstjórans í Reykjavík sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði við frú Völu Thoroddsen. Tilgangur sjóðs- ins er að veita styrk til einstak- linga eða hópa, sem starfa á sviði mannúðarmála, heilbrigð- ismála eða menningarmála sem Gunnar Thoroddsen lét sér- staklega til sín taka sem borg- arstjóri. Margrét hlaut styrkinn vegna framlags síns til tónlist- arlífs í borginni og þótti úthlut- unarnefnd hún hafa með frum- kvæði sínu og krafti lagt ómetanleg lóð á vogarskálar ís- lenskrar tónlistar. Margrót J. Pálmadóttir Afmælisflugeldar TONLIST S a I u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Beethoven: Sónata í A Op. 30,1; Handel: Chaconne í G; Ysayé: Sónata nr. 4 f. einleiksfiðlu; Janacek: Fiðlusónata; Ravel: Tzigane. Sif Tulinius, fiðla; Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. Sunnudaginn 3. janúar kl. 20:30. ÁRSAFMÆLI Salarins í Tónlist- arhúsi Kópavogs rann upp sl. sunnudagskvöld. í stuttu ávarpi forstöðumanns kom m.a. fram að haldnir hefðu verið 120 tónleikar, og því augljóst að starfsemi tónlistar- hússins nýja mun komin allvel á veg. Vinsældir hússins hafa reyndar orðið undirrituðum tilefni til að harma að ekki skyldi hugsað í ögn stærri sniðum á teikniborðsstigi, en því verður ekki breytt. Þar með hefði hljómburður væntanlega auk- izt að sama skapi. Hvort ómtími sé lengjanlegur frá því sem nú er, vita aðrir betur. Kórsöngur kæmi t.a.m. vafalítið betur út með hálfri til heilli sekúndu í viðbót, þó að núverandi heyrð virðist henta flestri kammer- tónlist ágætlega, þ.á m. áhöfn kvöldsins, fíðlu og píanói. Eitt er þó eftir sem hlýtur að mega laga - lág- vært loftræstirumið sem vart verð- ur við á hljóðlátustu augnablikum. Dagskráin var við hæfi skemmtileg á þessum fyrstu tímamótum og spannaði um tvær aldir. Hinar þrjár sónötur Beethovens fyrir fiðlu og píanó Op. 30, sem hann samdi 1801-2 og tileinkaði Alexander I Rússlandskeisara, eru öndvegis- dæmi um vínarklassíska „Hausmus- ik“. M.ö.o. „heimilistónlist" - en að vísu af kröfuharðari sortinni, sem kemur manni til að undrast hvað áhugamennska fyrri tíma gat verið á háu stigi. Þessi innblásna skemmtimúsík hljómar núorðið mun oftar úr hljóm- flutningstækjum en á tónleikum sem von er, enda viðmiðunin að sönnu geigvænleg, þó svo aðeins sé minnzt á 20 ára gamla en funheita hljóðritun Perlmans og Ashkenazys. Sif Tulinius og Steinunn Birna Ragnarsdóttir fluttu hér fyrstu són- ötuna í settinu, nr. 6 af alls 10 fiðlu- sónötum Beethovens. Leikur þeirra var fallega samstilltur og áreynslu- laus; kannski einum of hjá fiðlunni, sem hefði mátt hafa sig aðeins meira í frammi, ekki sízt í Adagióinu, enda píanóið iðulega ívið of sterkt. Stein- unn var með Beethoven-stflinn á tæru í ýmist syngjandi eða hryns- narpri mótun, kannski burtséð frá stakri loftnótu í krefjandi þríólu- hlaupum vinstri handar á litlum styrk í útþáttum. Hándel er skrifað- ur fyrir a.m.k. 3 sembalsjakonnum í G-dúr, þ.e. með 62, 20 og 5 tilbrigð- um. Steinunn lék að líkindum þá stytztu, og með nærri því dúndrandi bravúr, þrátt fyrir á köflum synd- andi pedalnotkun, sem - með tilliti til þess hvað öll hlaup og víravirki voru sallaörugg - virtist með öllu óþörf. Síðast fyrir hlé lék Sif ein og óstudd nr. 4 úr 6 fiðlusónötum Ys- ayés frá 1923, tileinkaða Fritz Kreisler. Sónöturar eru meðal helztu sveinsstykkja nútíma atvinnufiðlara, enda hefur fátt verið samið fyrir undirleikslausa fiðlu á 20. öld sem gerir meiri tæknikröfur. Sif kaus að leika af yfírveguðu ör- yggi með áherzlu á ljóðræna og íhugula þáttinn, enda þótt tækniget- an væri fráleitt eldfimara neistaflugi til fyrirstöðu. Það fengu áheyrendur betur að heyra eftir hlé, þegar stöll- urnar léku Sónötu Janaceks fyrir fiðlu og píanó frá heimsstyrjaldarár- unum fyrri. Verkið er mikilla svipt- inga; þrungið tilfinningu en afar vel skrifað fyrir áhöfnina og víða sérk- ennilegt, sérstaklega í lokaþætti, þar sem fiðlan „gjammar fram í“ með sundurtættum vélbyssuhrinum. Píanórithátturinn sindrar víða af merlandi hrævareldi sem Steinunn kom hvað fallegast til skila í arpegg- íoum Ballöðunnar (II.). Þjóðlagaarf- urinn frá Mæri birtist í fyrra stefi Allegrettósins (III.), þar sem skipt- ust á seiðandi alþýðudansmennt og líðandi dulúð, og lokaþátturinn var leikinn af hrífandi krafti. Síðust á dagskrá var hin víðkunna kon- sertrapsódía Tzigane eftir Maurice Ravel frá 1924. Verkið mun samið undir áhrifum frá ungverskri síg- aunatónlist, er Ravel heyrði þar- lendan fiðlara, Jelly d’Aranyi, snar- stefja í heimahúsum vinar síns. Stykkið er ein bravúra-svaðilför frá upphafi til enda; hefst á knúsaðri einleikskadenzu a la Paganini og lýkur með mikilli flugeldasýningu á stigauknum hraða. Vægt væri til orða tekið að sópað hefði af samleik þeirra Sifjar, er lögðu allt í sölurnar með þvílíkum þrótti, að við lá að hlustandinn hrykki úr sæti á niður- lagshápunkti. Þetta var sannkallað- ur samleikur á bræðslumarki, og þó að píanóið hefði enn sem fyrr mátt hemja sig ofurlítið í styrk á kraft- mestu stöðum, var næsta ljóst, að hnífsamtaka músísering tvíteymis- ins þetta kvöld lofaði góðu um frek- ara samstarf. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.