Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 64
j>4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ r + Móðir okkar og faðir, tengdaforeldrar KRISTÍN S. ÓLAFSDÓTTIR og HARALDUR MATTHÍASSON, Laugarvatni, eru látin. Útför þeirra fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. janúar kl. 10.30. Jarðsett verður að Laugarvatni. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhanna V. Haraldsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson, Sigrún Richter, Þrúður G. Haraldsdóttir, Þórður Friðjónsson. t Elskuleg móðir okkar, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Ljósheimum 6, Reykjavík, andaðist á Vífilsstaðaspítala mánudaginn 3. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Svavarsdóttir, Stefán Svavarsson, Svanhildur Svavarsdóttir, Páll Svavarsson, Árni Svavarsson, Svavar Garðar Svavarsson. t f|j§Js£§ m- s:! Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR JÓNSSON, Ránargötu 42, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 26. de- sember sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 5. janúar kl. 13.30. Jón Ellert Sverrisson, Edda Birgisdóttir, Birgir Jónsson, Helena Lind Svansdóttir, Erla Kristín Jónsdóttir, Þorsteinn Aðalbjörnsson, Daníel Freyr Birgisson. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, sambýlismanns, afa og langafa, ÁRMANNS KR. EINARSSONAR kennara og rithöfundar. Ásdís Ármannsdóttir Feifer, Peter Feifer, Hrafnhildur Ármannsdóttir, Kristín Ármannsdóttir, Hannes Guðmundsson, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 4 t Alúðar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR EINARSDÓTTUR, Espigerði 4, Reykjavík. Ásdís Þorsteinsdóttir, Einar Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Þórstína Þorsteinsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. MAGNÚS HJALTESTED + Magnús Hjaltested, Vatns- enda í Kópavogi, fæddist 28. mars 1941. Hann lést á heimili sínu hinn 21. desember og fór út- för hans fram frá Fossvogskirkju 29. desember. Magnús Hjaltested er allur; og það er ekki lítið, því hann var mikill maður að vexti og mikill í hjartanu - eiginlega risi með barnshjarta. Hann var ekki allra; Elliðavatnið í honum var ekki allra dropa, þeir urðu að vera tærir. Það einkenndi og Magn- ús, að hann sagði alltaf meiningu sína, hvort sem í hlut áttu háir eða lágir - enda óðalsbóndi í eðlinu - sem verður æ sjaldgæfara á uppþomun- ar tímum einsmennskunnar, þegar menn skiptast ekki lengur á vötnum, ám eða dropum, allt eftir djúpi og andlegum auði, heldur jórtra á jáinu. I Magnúsi voru mikil vötn, sjálf Dimmuvötn, og áin Dimma rann um æðar hans, ýmist straumhörð eða lygn. Þessi æskuvötn hans, sem hann var borinn til, gerðu hann verð- mætan, vegna þess að hann gat ekki staðnað í straumi þeirra, hann var óvenjulega lifandi maður og leikandi, lifði til fulls: fannst það sem honum fannst meira en öðrum mönnum, sem komast af bamsaldri - og af þeim verðmætum jós hann í fossum. En nú er hann kominn í hylina. Morguninn sem ég frétti að Magn- ús væri allur, höfðu andvaka augu mín lengi horft út á Elliðavatn; það var ísilagt og hrímkögrað og hvíta- tungl beindi geislum að bæ hans á vatnsbakka, en yfir horfði hið helga fell kristþræls og landseta Ingólfs - Vífilfell, sem þrællinn leit eflaust aldrei óþveginn til, áður en hann gekk á það að morgni til að gá til gæfta. Ekki vissi ég þá hverjum var ætluð klakakista sem festar mánans drógu yfir Elliðavatn að bænum Vatnsenda; að það væri sjálfur land- eigandinn og leiguliði guðs datt mér ekki leiðslubundnum í hug. En frétt- in um að Magnús væri allur draup eins og dropi í lófa minn, líkt og komnar væru leysingar - og þá urðu til nær sjálfkrafa þessar einföldu, og vonandi tæru, ljóðlínur í minningu um velgjörðarmann okkar Margrét- ar Blöndal, landseta hans og dropa í vatninu: Til vatnsins hann framar ei vaknar minn vinur og djúpt í það sér; hvað hann lét af hjartanu rakna þess hyldjúp í dropum nú ber og sonar síns Vatnsendi saknar. Ingimar Erlendur. Nú við aldamót er þess oft minnst hve breytingar í atvinnuháttum og búsetu hafa verið örar. Til þess er m.a. tekið hve þéttbýlismyndun er hröð í Kópavogskaupstað þar sem sveitabúskapur var stundaður á mörgum býlum allt fram á síðustu áratugi. Sauðfjárbændur minnast m.a. fjárbúskapar í Meltungu, Fífu- hvammi, Smárahvammi, á Gunnars- hólma, Geirlandi, Lögbergi og á Vatnsenda en aðeins á þeirri jörð er enn fé. Við fráfall Magnúsar Hjaltested óðalsbónda á Vatnsenda, trausts og góðs félaga, rifjast jafnframt upp minningar um Sauðfjáreigendafélag Kópavogs sem stofnað var vorið 1957. Gestur Gunnlaugsson, bóndi í Meltungu, fyrsti formaður félagsins og helsti drifkraftur þess um fjölda ára, minntist á stofnfundi Lárusar heitins Hjaltesteds á Vatnsenda sem mikils áhugamanns um slíka félags- stofnun en þá hafði starfað fjáreig- endafélag í Reykjavík í 30 ár. A með- al stofnenda Kópavogsfélagsins var sonur Lárusar, Sigurður Hjaltested á Vatnsenda, sem sat með Gesti í stjórn íyrstu árin. Nokkru eftir að Magnús Hjaltested, sonur Sigurðar, fór að búa á Vatnsenda gekk hann í félagið og var kjörinn formaður þess árið 1971. Gegndi hann því starfi óslitið síðan og var jafníramt síðustu árin fjallkóngur á leitarsvæði Foss- vallaréttar við Lækjarbotna, þ.e. fyr- ir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna. Við sem áttum ýmiss konar samvinnu við Magnús um þessi trún- aðarstörf og fleira kynntumst honum betur en ella. Það voru góð samskipti og við fjáreigendur í Kópavogi og Reykjavík erum innilega þakklátir fyrir þau. Vatnsendi við Elliðavatn var fyrr- um Iandstór kostajörð, sérstaklega til fjárbúskapar. Friðun Heiðmerkur um miðja öldina, vaxandi þéttbýlis- myndun, einkum eftir að Breiðholtið byggðist, og ný viðhorf, kölluðu á breytta búskaparhætti. Magnús sá hvert stefndi og hafði aðlagað bú- skapinn, einkum undanfarinn áratug. Allur fénaður var í vörslugirðingum, mikið land hafði verið látið undir skógrækt og landgræðsla stunduð í vaxandi mæli. I vor leigði hann flug- vél Landgræðslu ríkisins til að dreifa ábui'ði og fræi á gróðursnauð holt og hæðir í Vatnsendalandi, neðan Heið- merkur, og fór sjálfur með til að leið- beina flugmönnunum þrátt fyrir þær hömlur sem heilsubrestui- setti hon- um á seinni árum. Magnús var dygg- ur stuðningsmaður uppgræðslustarfs í afréttinum þar sem um 150 hektarar við Amamýpur, vestan Bláfjallaveg- ar, em orðnir algrónir við áburðar- di’eifingu og hóflega beit. Okkur var gjarnan tíðrætt um það 20 ára giftu- ríka samstarf sem fjárbændur í Kópavogi og Reykjavík hafa átt við Landgræðslu ríkisins og sveitarfélög- in um þetta verkefni. Aftur á móti deildum við áhyggjum vegna vaxandi aksturs utan vega og land- og gróð- urspjalla sem menn á torfærumótor- hjólum ollu í Fóelluvötnum á liðnu sumri og Magnús vakti athygli á í Morgunblaðinu skömmu fyrir réttir í haust. Honum sárnaði ekki síst vegna þess að hann hafði átt þátt í að skapa þessum mönnum aðstöðu á öðram og heppilegri stað, í og við malarnámur. Mergurinn málsins var í raun sá að Magnús vildi leysa hvers manns vanda væri þess nokkur kostur, ekki síst þeirra sem minna máttu sín. Okkur fjáreigendum reyndist Magnús á Vatnsenda vissulega raungóður og þannig munum við minnast hans með virðingu og þökk. Það er ekki gefið að bóndi á lögbýli með ýmis gögn og gæði skilji hugs- unarhátt tómstundabænda, kinda- karla- og -kvenna sem leggja mikið á sig til að geta átt fáeinar kindur í kofa sér og öðram til yndis og ánægju, ekki síst í ys og þys þéttbýl- isins. Magnús á Vatnsenda sýndi okkur slíkan skilning líkt og Gestur í Meltungu og fleiri bændur í Kópa- vogi gerðu fyrr á áram. Svipað gilti um fólk með garðskika til grænmet- isræktar. Sumir okkar fjáreigenda hafa átt athvarf í Vatnsendalandi um lengri eða skemmri tíma, ég þar á meðal, og hefur hugulsemi og velvild Magnúsar verið okkur mikils virði. I haust boðaði Magnús til aðal- fundar í Sauðfjáreigendafélagi Kópa- vogs heima á Vatnsenda. Þar þágum við rausnarlegar veitingar og nutum enn einu sinni mikillar gestrisni Magnúsar og Kristrúnar konu hans. A fundinum vora mættir allir þeir sem nú halda kindur í Kópavogi auk nokkurra sem hafa orðið að láta af fjárbúskap en halda tryggð við félag- ið. Að loknum formlegum aðalfund- arstörfum áttum við ágætar samræð- ur um ýmis hagsmunamál fjáreig- enda, mátum stöðuna og litum til framtíðar. Magnús tók virkan þátt í þeirri umræðu og lagði gott til mál- anna. Hann var í essinu sínu enda gestgjafi eins og þeir gerast besth-. Þessi kvöldstund á Vatnsenda var hin ánægjulegasta en í minningunni er hún jafnframt ljúf kveðjustund. Kristrúnu, bömunum og öðram aðstandendum sendi ég og fjölskylda mín einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magnúsar Hjaltested. Ólafur R. Dýrmundsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Grófarseli 20, Reykjavík, lést að morgni mánudagsins 3. janúar. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 6. janúar kl. 15.00. Auðlín Hanna Hannesdóttir, Ólafur Gunnar Vigfússon, Ólafía Kristín Hannesdóttir, Þorsteinn Óli Hannesson, Ágústa Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI S. EINARSSON bifreiðastjóri, hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, áður til heimilis á Grettisgötu 70, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 26. desember, verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Álftanesi, miðviku- daginn 5. janúar kl.15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Líknarsjóð Boðunarkirkjunnar, Hlíðarsmára 9, 200 Kópavogi. Magnús Viðar Helgason, Stella Hauksdóttir, Dagný Helgadóttir og barnabörn. Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Sími 552 5744 Innheimt með gíróseðli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.