Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐ JUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Benedikt Lárusson, sem nú er orðinn 75 ára, hefur haft þann sið í Qöldamörg ár að spila á harmonikku eftir miðnætti á gamlárskvöld fyrir utan húsið sitt að Lágholti 1. Þangað kemur íjöldi manns og syngur saman. Haf- steinn Sigurðsson mætir einnig með sína harmoikku og ná þeir félagar að skapa góða stemmningu og er mynd- in tekin við það tækifæri. Veðrið kom á óvart við áramót í Stykkishólmi ÞAÐ voru margir sem reiknuðu með að áramótin yrðu með dauflegra móti í Stykkishólmi að þessu sinni. Ástæðan var sú að veðurfræðingar voru búnir að spá roki og rigningu og að best væri að halda sig innan dyra. En æðri máttarvöld voru ekki sama sinnis. Úr veðri rættist og á gamlárs- kvöld birti til og gerði hið besta veð- ur þegar nýtt ár gekk í garð. Fólk fjölmennti út á götur með blys, tert- ur og flugelda. Mikil ljósadýrð var yfir bænum og töldu sumir sérfræð- ingar að aldrei hafi verið skotið eins miklu magni upp í loftið og um þessi áramót. Áramótin fóru friðsamlega fram eins og vera ber. Dansleikur var haldinn í félagsheimilinu þar sem hljómsveitin Papar skemmti. Eitt óhapp varð, þegar flugeldur fór í gegnum rúðu á húsi við Lágholt og kveikti í fötum. Sem betur fer náðu íbúai' hússins að slökkva áður en eld- urinn magnaðist og olli miklum skemmdum. Lionsklúbbarnir í Stykkishólmi stóðu fyrir barnaballi sunnudaginn 2. janúar og komu þar saman börn og foreldrar og dönsuðu í kringum jóla- tréð og jólasveinar komu í heimsókn. Nýliðið ár var Hólmurum gott og hagstætt. Miklar framkvæmdir voru á árinu og ekkert atvinnuleysi. Stærstu framkvæmdir hjá bæjarfé- laginu var stofnun hitaveitu og ný sundlaug var tekin í notkun. Hólmar- ai’ horfa björtum augum til ársins 2000. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Fastagestirnir skála fyrir góðu ári, með á myndinni er forstöðumaður íþróttahússins, Guðmundur. Morgunblaðið/Margit Elva Grímseyingar skemmtu sér saman í félagsheimilinu Múla yfir áramótin, en brugðu sér út til að fylgjast með áramótabrennunni. Grímseyingar skemmtu sér saman um áramót Morgunblaðið/Margit Elva. Þrenn hjón, áhugafólk um matseld og gleðskap, átti hugmyndina að sameiginlegri máltið Gríms- eyinga á gamlárskvöld, en það eru þau Garðar Olason og Áslaug Alfreðsdóttir, Sigfús Jóhannes- son og Aðalheiður Sigurðardóttir og Sæmundur Ólason og Guðrún Ásgrímsdóttir. Grímsey. Morgun- blaðið - Grímseying- ar gerðu sér glaðan dag um áramótin, en á gamlárskvöld hitt- ust íbúarnir, um 60 manns, í félags- heimilinu Múla og snæddu sanian hátíð- arkvöldverð. Þrenn hjón í eynni, þau Garðar Ólason og Áslaug AI- freðsdóttir, Sigfús Jóhannesson og Að- alheiður Sigurðar- dóttir og Sæmundur Ólason og Guðrún Ás- grímsdóttir, áttu hugmyndina og sáu um matseld, en þetta er áhugafólk hér í eynni um mat- seld og gleðskap. Boðið var upp á humarsúpu í forrétt, kalkún, svína- og lambakjöt í aðalrétt og ís í eftir- mat og loks var boðið upp á kaffi, konfekt og koníak. Síðar um kvöld- ið var svo boðið upp á flögur og fleira af slíku tagi, en einnig lagði hvert heimili í eynni til eina köku á hlaðborð og voru þeim gerð góð skil er líða tók á kvöldið. Þetta er í fyrsta skipti sem Grímseyingar efna til hátíðar af þessu tagi á gamlárskvöld og var það gert í tilefni af árþúsundamót- um. Kveikt var í veglegri ára- mótabrennu kl. 20 um kvöldið, en söfnun í hana stendur yfir nánast allt árið svo um áramót er vana- lega kominn hinn myndarlegasti bálköstur. Um miðnætti fór fólk svo aftur út og nú til að skjóta upp flugeldum og var mikið um dýrðir. Veðrið lék við Grímseyinga sem sáu vel til lands, þannig sást í ára- mótabrennu Siglfirðinga og flu- geldaskot sáust einnig þaðan, svo og frá Ólafsfirði og Húsavík. Eftir miðnætti var dansað í fé- lagsheimilinu fram undir morgun og fór skemmtunin friðsamlega fram, en Grímseyingar eru á því að þessi áramót hafí verið eftir- minnileg og góð. Skálað í heita pottinum Þórshöfn - Þegar líður að ára- mótum er sjálfsagt að gera sér dagamun og lita hversdagsleikann en það gerðu einmitt morgunhressir félagar og fastagestir í sundlaug- inni á Þórshöfn. í tæp tíu ár hefur ákveðinn hópur fólks mætt í morg- unsund fyrir klukkan sjö á morgn- ana, fyrst, í gömlu sundlauginni, sem aðeins var opin á sumrin en nú í nýja íþróttahúsinu þar sem sund- laugin er opin allan ársins hring. Fyrir þetta morgunglaða fólk er íþróttahúsið og sundlaugin sann- kölluð himnasending og þennan sfð- asta dag ársins sem opið var í morg- unsund mætti kjarninn eins og venjulega um sjöleytið. Þegar í pott- ana var komið eftir sundsprettinn bauð húsvörður íþróttahússins upp á franskt eðalhvítvín frá vínbúgarði systur sinnar í Frakklandi. Tæpt ár er siðan nýja íþróttahús- ið var tekið í notkun og íbúar hér hafa á þeim tíma nýtt það vel. Marg- ir munu vera sammála aðkomu- manni sem lét svo uni mælt að bygg- ing svona íþrótta- og tómstundahúss sé ein sú besta byggðastefna sem hægt er að reka og eins og lítill Þórshafnardrengur sagði: „Þetta er vinsælasta húsið f bænum." Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir íbúðarhúsið Kirkjuhvoll í Þykkvabæ er illa farið eftir bruna á nýársnótt, ef ekki ónýtt. Húsbruni á nýársnótt í Þykkvabæ ALLT innbú eyðilagðist og íbúðar- húsið Kirkjuhvoll stórskemmdist í bruna á nýársnótt í Þykkvabæ, en Brunavarnir Rangárvallasýslu fengu tilkynningu um eldsvoðann rétt fyrir kl. þrjú um nóttina. Að sögn Böðvars Bjamasonar slökkvi- stjóra gekk vonum framar að manna slökkvibílana, en aðeins einn maður er á vakt þessa nótt að jafnaði. „GSM-kerfið var mjög þungt og það tók okkur 30-40 mínútur að komast á staðinn, en um 30 kílómetrar eru frá Hvolsvelli til Þykkvabæjar og flughált alla leiðina, þannig að að- stæður voru ekki sem bestar. Næst- um alla leiðina niður eftir stóðum við í þeirri trú að fólk væri inni í húsinu, en það reyndist síðan ekki vera og var léttirinn mikill þegar það lá fyrir. Ágætlega gekk að ráða niðurlögum eldsins sem var að mestu staðbund- inn við forstofu hússins en miklar reyk- og sótskemmdir eru um allt hús og gífurlegur hiti virðist hafa myndast inni í húsinu, áður en rúður sprungu," sagði Böðvar, en upptök eldsins eru ókunn. í húsinu bjó ein- stæð kona sem er kennari í Grunn- skóla Þykkvabæjar, en hreppurinn á húsið sem hefur verið nýtt sem kennarabústaður undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.