Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Flórsyk- ur úr hrásykri KOMINN er á markað nýr sykur frá Billingtons; Golden Icing Sugar, sem er flórsykur framleiddur úr hrásykri sykui'- reyrs, sá fyrsti sinnar tegund- ar í heiminum. Olíkt venjuleg- um flórsykri sem framleiddur er úr hvítum sykri og hefur að- eins sætt bragð, þá hefur Gold- en Icing Sugar keim af nátt- úrulegum melassa og ljósan, gullinn lit, líkt og segir í frétta- tilkynningu. Hann er án litar- og bragðefna. Golden Icing Sugar er not- aður eins og annar flórsykur, t.d. í tertukrem og fyllingar. Golden Icing Sugar hefur fengið mikla umfjöllum í breskum tímaritum matgæð- inga, segir jafnframt í fréttatil- kynningunni, vegna einstakra eiginleika sinna og var valinn vara ársins 1998 af mörgum þeirra. Billingtons (unrefined) hrá- sykur hefur verið unninn úr sykurreyr á eyjunni Máritíus í Indlanshafi síðan 1858. Fram- leiðslan miðast öll við að loka inni náttúrulega eiginleika syk- ursins, þ.e.a.s. að halda melass- anum eftir í sykrinum með sínu bragði og eiginleikum. Billingtons sykur er fáanleg- ur m.a. í verslunum Hagkaups, Nýkaups, Nóatúns o.fl. Dreifingaraðili er Gott fæði ehf. Erfðabreytt matvæli á íslenskum markaði Von á nýjum reglum um merkingu NÚ SEM stendur er verið að vinna að reglugerð um merkingu erfða- breyttra matvæla á Islandi. Til hlið- sjónar eru hafðar reglur Evrópu- sambandsins um merkingu erfðabreyttra matvæla. Markmiðið með reglugerðinni er að gera neyt- endum kleift að þekkja úr vörur sem innihalda erfðabreytt efni til þess að geta valið hvort þeir kaupa þær eða ekki. Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu fyrir stuttu nýjar reglu- gerðir sem ekki hafa enn verið birt- ar. Önnur reglugerðin gengur út á það að ef 1% eða minna af erfða- breyttum þáttum finnast í matvæl- um sem er komnir eru til vegna mengunar, þá eru þau matvæli und- anþegin merkingum. Þetta er gert til þess að auka svigrúm fyrir lífrænt ræktaðar vörur. Hin reglugerðin gerir ráð fyrir því að merkja eigi erfðabreytt aukaefni og erfðabreytt bragðefni en það hef- ur ekki verið gert til þessa. Áhrif erfðabreyttra matvæla umdeild En hvað eru erfðabreytt matvæli og hvaða áhrif hafa þau á neytendur? Elín Guðmundsdóttir, matvælafræð- ingur hjá Hollustuvernd ríkisins, segir það vera matvæli sem inni- halda lifandi erfðabreyttar lífverur og dæmi um það séu tómatar, maís Erfðabreyttir tómatar komu fyrst á markað í Bandaríkjunum árið 1994 og voru fyrstu erfðabreyttu matvælin sem markaðssett voru í heiminum. og súrmjólk sem sýrð sé með erfða- breyttum mjólkursýrugerlum, eða matvæli sem innihalda erfðaefni eða prótein úr erfðabreyttum lífverum. Dæmi um slík matvæli séu tómat- mauk úr erfðabreyttum tómötum, kornflögur úr erfðabreyttum mais, kartöflumjöl úr erfðabreyttum kart- öflum o.s.frv. Að sögn Elínar, hafa staðið yfir miklar deilur um hvort erfðabreytt matvæli séu skaðleg og andstæðan við þau sé einna mest í Evrópu. .Andstæðingarnir telja að þróunin ,Undir tunguna ,A húðina“ J murminn í nefíð‘ „Milli fíngranna“ Reyklaus árangur NICORETTE sé allt of hröð og að matvæli séu sett á markað áður en nægilegar rann- sóknir hafi farið fram á áhrifum þeirra á heilsu neytenda,“ segir hún. „Þeir benda einnig á að áhrif stór- felldrar ræktunar erfðabreyttra plantna á umhverfið hafi ekki verið könnuð að neinu gagni.“ Merkingar eitt helsta ágrein- ingsmálið Hún bendir jafnframt á að eitt helsta ágreiningsmálið hafi staðið um merkingar erfðabreyttra mat- væla. í Bandaríkjunum og Kanada þurfi ekki að merkja þau en sum Evrópuríki hafi krafist merkinga á þeirri forsendu að neytendur eigi rétt á að velja hvað þeir vilji kaupa, en þau sjónarmið virðast jafnframt eiga upp á pallborðið hjá Islending- um. Samkvæmt reglugerð Evrópu- sambandsins ber að merkja vöru sem „erfðabreytt“ ef einhvert inni- haldsefni hennar er erfðabreytt. Einnig má stjörnumerkja inni- halddsefni og setja *erfðabreytt neð- an við innihaldslýsingu. í þriðja lagi má setja merkingar á borð við „Framleitt úr erfðabreyttu ..." á áberandi stað á umbúðunum varn- ings þar sem innihaldslýsing er Súrefnisvörnr Karin Herzog Oxygen face ■ Enskunám í Englandi Bjóðum enskunám við einn vinasta mála- skóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri og viðskiptaensku. Unglingaskóli í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir, sími 862 6825 eftir kl. 18.00. Vasniiugi A L H L I D A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR i Fjárhagsbókhald I Sölukerfi I Viöskiptamanna kerfi i Birgðakerfi I Tilboðskerfi I Verkef na- og pantanakerfi i Launakerfi f Tollakerfi Vaskhugiehf. Síðumúla 15-Slmi 568-2680 óþörf. Líklegt þykir að svipaðar reglur verði teknar upp hér á landi. „Merkingar á erfðabreyttum mat- vælum eru ekki varnaðarmerkingar heldur er forsenda þerira réttur neytenda til þess að vita að varan var unnin úr erfðabreyttu hráefni,“ segir Elín. Omerkt erfðabreytt matvæli á íslenskum markaði Bandaríkjamenn gera ekki kröfur um merkingar erfðabreyttra mat- væla af þeirri ástæðu að þau séu sambærileg hefðbundnum matvæl- um að öllu leyti nema hvað varðar erfðabreytinguna. „Því er líklegt," segir Elín, „að hluti af þeim sojabaunum sem koma hingað frá Bandaríkjunum sé erfða- breyttur og það sama gildir um vör- ur sem unnar eru úr sojabaunum, sojapróteini eða öðrum sojavörum. Sama gildir um erfðabreyttan maís og afurðir úr honum. Dæmi um slík- ar afurðir eru komflögur, poppmaís, alls konar kex, maísmjög, sojasósur, sælgæti og bamamatur.“ Mögnleikarnir margir í notkun erfðabreyttra matvæla En til hvers er verið að erfðar- breyta matvælum? Að sögn Elínar er hægt að auka framleiðslu veru- lega og mæta þannig aukinni fæðu- þörf sem leiðir af vaxandi fólksfjölg- un í heiminum, einkum í þróunarlöndunum. „Einnig er hægt að auka næringargildi matvæla, t.d. auka próteininnihald í hrísgrjónum, hveiti og fleiri korntegundum eða auka innihald vitamína og fleiri bæt- iefna í matvælum. Hægt er að draga úr hlutfalli mettaðrar fitu og fjar- lægja ofnæmisvaka úr mikilvægum fæðutegundum á borð við hveiti og sojabaunum," segir hún. Hún segir jafnframt að plöntum sé erfðabreytt til að ná fram meiri upp- skeru og til þess að búa til plöntur sem geti vaxið og þroskast við mis- jöfn umhverfisskilyrði. „Með því móti má rækta plöntur á svæðum sem annars myndu ekki henta vel til ræktunar." Dýrum sé m.a. erfðabreytt til að ná fram aukinni mótstöðu gegn smit- sjúkdómum, þau þoli betur kulda, hita eða þurrk og vaxi hraðar. „Einn- ig geta að erfðabreytt dýr skilað frá sér verðmætum lyfjum, t.d. í mjólk.“ Hún bætir því þó við að ekki séu allir sáttir við erfðabreytingar á líf- verum og margir haldi því jafnvel fram að þær hafi einungis neikvæðar afleiðingar. Þegar búið sé að sleppa þeim út í náttúruna verði ekki aftur snúið. „Þess vegna verður að skipu- leggja tilraunir vel og fara að ströng- um öryggiskröfum, sem mælt er fyr- ir um í lögum og reglugerðum, og huga að hugsanlegum langtímaáhrif- um á umhverfið," segir hún. -/eli ine^ Fegurðin kemur innan fró AYys/fwom Laugavegi 4, sími 551 4473
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.