Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristj án Glerbrot spýttust um alla hárgreiðslustofuna en enginn slasaðist. Mannlaus jeppi fór gegnum rúðu á hársnyrtistofu á Akureyri „Hélt hreinlega að það hefði orðið sprengingu Meintur pepsístuldur starfsmanns 10-11 Kærður til lög- reglu og rekinn á staðnum STARFSFÓLKI Hársnyrtistofunn- ar Zone við Strandgötu á Akureyri og viðskiptavinum, sem þar voru staddir, brá heldur betur í brún er sjálfskiptur jeppi, sem hafði verið yfírgefínn skammt frá stofunni í bakkgír, hafnaði á framhlið stof- unnar, braut stðra rúðu með mikl- um hvelli og olli skemmdum á út- vegg. Atvikið átti sér stað um kl. 18 í gær, rétt áður en vinnudegi starfs- fólksins lauk en það slapp með skrekkinn. KÁRI Stefánsson, forstjóri íslenskr- ar erfðagreiningar hf., tekur á mánu- dag við sérstökum verðlaunum á ár- legum fundi Alþjóðaefnahags- stofnunarinnar, World Economic Forum, í Davos í Sviss en íslensk erfðagreining er að mati WEF og Deloitte Touche Tohmatsu, sem veita verðlaunin, meðal fimmtíu framsæknustu fyrirtækja í heimin- um í dag. Kári mun jafnframt taka þátt í tveimur málstofum á fundinum en hann hefst á morgun og stendur til þriðjudags, og munu margir af helstu valdamönnum heims, hvort heldur er í stjómmálum eða við- skiptaheiminum, mæta þar til leiks. Valborg Davíðsdóttir, eigandi Zone, sagðist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins og að hún hefði fengið vægt áfall. „Eg treysti mér a.m.k. ekki til þess að klippa siðasta við- skiptavin dagsins. Maður vissi ekki hvað hafði gerst og við vorum dauð- hrædd um að það væri einhver stór- slasaður í bílnum,“ sagði Valborg. Tvær konur sem voru í hár- greiðsiu urðu einnig skelkaðar. „Ég hélt hreinlega að það hefði orðið sprenging - hvellurinn var svo í fréttatilkynningu WEF kemur fram að verðlauna eigi þau fimmtíu fyrirtæki sem talin eru í örustum vexti og í fararbroddi á sviði tækni og í þekkingarsköpun. Með því að verð- launa fyrirtækin fimmtíu sé vonast til að hægt sé að stuðla að auknum skilningi á mikilvægi tækniframfara á21. öldinni. Kemur fram í fréttatilkynning- unni, sem birtist á netsíðu WEF, að stuðst hafi verið við tvær meginfor- sendur við val á fyrirtækjunum fimmtíu; annars vegar vaxtarhraða fyrirtækjanna undanfarin þrjú ár og hins vegar mikilvægi þess brautryðj- endastarfs sem fyrirtækin hafa unn- ið á sínu sviði. rosalegur,“ sagði Sigurlína Sigur- geirsdóttir, sem þarna var í hár- greiðslu. Eigandi jeppans var jafn undr- andi er hann kom á staðinn, því hann hafði 1 sakleysi sfnu skilið bíl sinn eftir í gangi við fískbúðina bakvið Zone. Talið er að jeppinn hafi verið tekinn ófrjálsri hendi, honum ekið fram fyrir húsið en ver- ið skilinn þar eftir f bakkgfr með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki varð teljandi tjón á jeppanum. Munu forstjórar fyrirtækjanna fimmtíu ræða saman á fundinum um forsendur velgengni fyrirtækja sinna og líta til framtíðai- í þeim efnum ásamt forsvarsmönnum fyrirtækja eins og Yahoo!, Sun Microsystems, Dell Computer Corporation, Novell og Vivendi sem fyrir margt löngu hafa unnið sér sess sem frumkvöðlar á sviði upplýsingatækni. Allir helstu valdamenn heims mæta til fundarins Fundur WEF hefur yfirskriftina: Hvernig seilast má til áhrifa og láta gott af sér leiða við upphaf nýrra tíma. Kári Stefánsson mun á fundin- um taka þátt í tveimur málstofum, STARFSMAÐUR 10-U-verslunar við Laugalæk í Reykjavík var kærð- ur til lögreglunnar á dögunum og rekinn á staðnum eftir að eftirlits- maður á vegum verslunarkeðjunnar taldi starfsmanninn hafa orðið upp- vísan að því að hafa ætlað sér að stela pepsíflösku á rúmar hundrað krónur er hann tók sér kaffihlé í vinnunni. Pórður Þórisson, framkvæmdastjóri 10-11-verslananna, vildi ekkert tjá sig um málið þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hélt starfsmaðurinn fram sakleysi sínu og er því haldið fram að röð tilviljana hafi valdið því að hann borgaði ekki flöskuna áður en hann neytti innihalds hennar. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst náði starfsmaðurinn í umrædda pepsí- flösku inn á lager á leið sinni í kaffi. Áður en hann komst í kaffið kom hins vegar viðskiptavinur inn í versl- unina og skildi starfsmaðurinn þá flöskuna eftir inni á kaffistofunni á meðan hann afgreiddi viðsldptavin- inn. Eftir það tók hann sér kaffíhlé án þess að borga flöskuna. Reglur keðjunnar kveða hins vegar á um að starfsmaður greiði vöruna áður en hann neytir hennar. Á meðan á þessu stóð var öryggisvörður verslunar- keðjunnar staddur í versluninni og komst hann að því eftir nánari eftir- grennslan að pepsíflaskan hefði ekki verið greidd. Eftir þá uppgötvun bað hann um að lögreglan yrði kvödd á staðinn og yfirheyrði hún starfs- manninn sem eins og fyrr greindi neitaði því að hafa ætlað að stela um þróun einkaleyfaveitinga í nútím- anum og mikilvægi einkaleyfis í vís- indarannsóknum annars vegar; og hins vegar um áhrif og mikilvægi nýjunga í tækni og vísindum. Meðal þeirra sem sækja fundinn í Davos eru t.d. Bill Gates, eigandi Microsoft-tölvufyrirtækisins og rík- asti maður heims, Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Johannes Rau, forseti Þýskalands, Thabo Mbeki, forseti S-Afríku, James D. Wolfensohn hjá Alþjóðabankanum í Washington, auk fjölmargi-a annarra valdamanna, ekki aðeins í stjómmálum og við- skiptum, heldur einnig á sviði menn- ingar og mannúðar. flöskunni. Starfsmaðurinn var síðan kærður til lögreglu og að því búnu var hann rekinn af öryggisverðinum. Menningar- árið kynnt MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir 12 síðna sérútgáfa um dagskrá opnunar- dags Reykjavíkur - menningarborg- ar Evrópu 2000 sem verður á laugar- dag. Þessi sérútgáfa Morgunblaðsins er liður í samstarfi milli blaðsins og stjómar menningarborgarinnar um kynningu dagskrár menningarársins. Morgunblaðið mun gefa út slík sér- blöð um dagskrána á eins til tveggja mánaða fresti út árið auk þess sem viðburðum verða gerð skil frá degi til dags eftir því sem tök eni á. Að sögn Þórunnar Sigurðardóttur, stjómanda menningarborgarinnar, er það lykilatriði fyrir verkefni sem þetta að gott samstarf sé við ijöl- miðla. „Við óskuðum eftir slíku samstarfi við Morgunblaðið þar sem við töldum að það væri sá fjölmiðill íslenskur sem hefði mesta burði til að taka að sér þetta stóra verkefni. Það er auð- vitað ómetanlegt að vel sé staðið að kynningu á viðburðum ársins í flöl- miðlum, þannig að fólk geti gert sér glögga grein fyrir hvað í boði er. Þvi ber sérstaklega að fagna því góða samstarfi sem tekist hefur um kynn- ingu dagskrárinnar milli menningar- borgarinnar og Morgunblaðsins/ segir Þómnn, en nánar er rætt við hana um dagskrá menningarársins i blaðinu í dag. Þá er ennfremur dreift með blað- inu í dag blaði frá M-2000, sem heitir „Sýndu stjörnuleik á menningarár- inu“. ■ Fjölbreytt dagskrá/C2 Kára Stefánssyni veitt sérstök verðlaun á fundi World Economic Forum í Sviss Islensk erfðagreining í hópi 50 framsæknustu fyrirtækja Sérblöð í dag SlprntmMaMI* m mmm »••••••••••••••••••• ► f Verinu í dag er greint frá löndunum hjá mjölverk- smiðjum, fjallað um samningaviðræður Snæfells hf. og BGB og rifjað upp hvers vegna kvótaþakinu var komið á. Þá er sagt frá öryggisstjómun og aflaaukningu. Með Morg- unblaðinu í dag er dreift blaði frá M-2000, „Sýndu stjörnuleik á menning- arárinu“. dmmi €Wm'JM ísland enn án stiga á EM / B1 Brynjar Björn skorar fyrir Stoke / B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.