Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hlýr janúar kveður landsmenn með kulda og trekki Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Himinn og haf utarlega á Eskifirði voru böðuð geislum morgunsólarinnar í gærmorgun en hætt er við að blíðan láti undan fyrir norðlægum áttum, kulda og snjókomu um næstu helgi. Snýst í norðanátt með frosti og Rífandi á notuðum bílum BÍLAUMBOÐ eru nú að hefja hefðbundnar janúarútsölur á notuðum bílum. Mikil sala var í fyrra á nýjum bílum og hefur það skilað sér í því að umboðin eiga meira af notuðum bílum. Dagur Jónasson, sölustjóri notaðra bíla hjá Toyota, segir að þar hafí aldrei verið jafnmik- ið til af notuðum bílum. í fyixa seldi Toyota-umboðið rúmlega 3.000 nýja bfla og að sögn Dags voru til 500 notaðir bílar þegar útsalan hófst hjá þeim í gær. „Það er búið að vera allt bijálað hérna í dag. Ætli við séum ekki búnir að selja um 70 bíla frá því klukkan níu í morg- un. Þá biðu um 20 manns fyrir utan dyrnar eftir að komast inn og það hefur verið stöðug um- ferð hér í allan dag. Það er hægt að gera mjög góð kaup og ýmis tilboð eru í gangi,“ sagði Dagur seinnipartinn í gær í samtali við Morgunblaðið. Þórður Jónsson, sölustjóri notaðra bfla hjá Brimborg, sagði að nú stefni allt í sölumet í janúarmánuði á notuðum bíl- um. Salan hjá þeim hefði farið mjög vel af stað, en Brimborg hóf einnig útsölu á notuðum bfl- um í gær. Hann sagði að þeir væru með svipað magn af notuðum bflum og verið hefur undanfarin ár, ef miðað er við hlutfall af sölu á nýjum bflum. Salan á þeim hafi aukist og því væri meira til af notuðum bílum en áður. Hann sagði að þeir væru mjög ánægð- ir með útkomuna í gær hjá Brimborg. Janúar væri yfirleitt rólegur sölumánuður, þannig að útsalan ætti að vega það svolítið upp, og það hefði áhrif. ÚTLIT er fyrir að tekið sé að styttast í hiýindunum sem ríkt hafa víða um land að undanförnu. Spáð er kólnandi veðri næstu daga, frosti á morgun og föstudag og á laugardag er gert ráð fyrir norðan roki og snjókomu nyrðra. Veðurstofan spáir kólnandi veðri í nótt. Spáð er slydduéljum og snjókomu vestanlands á morg- un og allt að fjögurra stiga frosti á Norðurlandi en úrkomulausu. Á föstudag er spáð er 15 til 20 metra vindi á sekúndu vestan til á landinu en hægara verður á norð- ur- og austurhluta landsins. Frost verður allt að fimm stigum og kaldast norðan til. Á laugardag er síðan gert ráð fyrir norðanátt og snjókomu norð- an til en úrkomulítið verður sunn- an til. Kalt verður áfram fram á mánudag. Janúarmánuður hefur verið hlýr í Reykjavík en að meðaltali var í janúar á árunum 1961 til 1990 0,5° frost. Undanfarið hefur hiti verið 4-5 gráður og oft meira en Árni Sigurðsson veðurfræðingur taldi óvarlegt að spá nokkru strax um snjókomu meðaltal mánaðarins. Á heimasíðu Veðurstofunnar sést að meðalhiti í janúar í fyrra var 0,1 stig, 0,6 í janúar 1998, ein gráða f janúar 1997, sem er 1,5 stigi yfir meðal- hita. Þá var 2,2 stiga hiti að með- altali í janúar árið 1996 og var hit- inn þá 2,7 gráður yfir meðallagi. Er það hlýjasti janúar frá árinu 1992. Yfírlæknir heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ sendir skjólstæðingum tilkynningu Engar upplýsingar afhentar án skriflegrar heimildar GUNNAR Ingi Gunnarsson, yfir- læknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ, hefur sent skjólstæðingum stöðvar- innar tilkynningu um að þeir geti treyst því, að upplýsingar úr sjúkra- skrám verði ekki færðar í væntan- legan gagnagrunn á heilbrigðissviði, nema sérstök og skrifleg heimild sjúklings eða forráðamanns liggi fyi-ir. Stjórn Heilsugæslunnar í Reykjavík hefur falið forstjóra hennar að benda yfirlækninum á að það sé ekki í hlutverki hans að fjalla um þessi mál heldur sé það hlutverk stjómar heilsugæslunnar að semja við rekstrarleyfishafa ef og þegar leitað verður eftir því. Gunnar Ingi segist með þessu ekki vera að taka afstöðu til gagna- grunnsins sem slíks, heldur telur hann það skyldu sína að verja þau gögn sem sjúklingar hafa hingað til getað treyst að yrðu varðveitt hjá heilsugæslustöðinni. Segir hann að svo kunni að fara að málið verði til lykta leitt fyrir dómstólum. í tilkynningunni segir að í heilsu- gæslustöðinni hafi sú ófrávíkjanlega regla ætíð gilt um varðveislu upp- lýsinga úr sjúkraskrám, að úr þeim séu hvorki veittar munnlegar né skriflegar upplýsingar til þriðja að- ila, án þess að fyrir liggi um það sér- stök skrifleg heimild viðkomandi. Þótti rétt að upplýsa skjólstæðinga sína „Þess vegna geta bæði núverandi og væntanlegir skjólstæðingar heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ treyst því, að í væntanlegan gagna- grunn á heilbrigðissviði verða því aðeins færðar upplýsingar úr sjúkraskrám í okkar vörslu, að okk- ur hafi borist um það sérstök og skrifleg heimild sjúklings eða for- ráðamanns, enda verði litið á heim- ildina sem upplýst samþykki við- komandi. Engar upplýsingar verða því af- hentar um látna skjólstæðinga okk- ar, ellegar þá, sem búa við óskert forræði, en geta ekki veitt okkur samþykki sitt, sökum veikinda eða fyrir aldurs sakir.“ Gunnar segir að sér hafi þótt rétt að tilkynna skjólstæðingum með hvaða hætti hann teldi sér skylt að halda utan um þessi mál. „Samkvæmt lögum og reglum er það í höndum yfirlæknis að verja þessi gögn. í yfirlýsingunni kemur fþam sú skoðun mín hvernig skuli höndla þessi gögn.“ Að sögn Gunn- ars er hann með þessu ekki að mót- mæla einu eða öðru fyrirfram varð- andi væntanlega samninga á milli sjúkrastofnana og rekstrarleyfis- hafa á gagnagrunni á heilbrigðis- sviði. Hann sé einungis að fjalla um skyldur sínar og réttindi þeirra sem hafa eignast upplýsingarnar í sam- skiptum við læknana. Hann segist taka afstöðu til samninganna þegar þar að kemur. Á meðan enginn samningur sé til, ríki ákveðin óvissa og telur Gunnar rétt að fólk viti hver staða þess er í dag. Stjórnar heilsugæslunnar að semja Yaldimar K. Jónsson, formaður stjómar Heilsugæslunnar í Reykja- vík, tjáði Morgunblaðinu í gær að bréf hefði borist frá Gunnari Inga á stjórnarfund í gær þar sem hann til- kynnti um bréfið til skjólstæðinga sinna. Valdimar sagði Gunnar hafa hlaupið á sig í þessu efni, það væri stjórnarinnar að semja um hugsan- legan aðgang rekstrarleyfishafa að gögnum frá heilsugæslunni. Sagði Valdimar að Guðmundi Einarssyni, forstjóra Heilsugæslunnar í Reykja- vík, hefði verið falið að skýra yfir- lækninum frá þessari afstöðu stjórn- arinnar. Valdimar upplýsti ennfremur að stjórnin hefði óskað eftir lögfræðiáliti á réttmæti þess hvort afhenda megi gögn í gagna- grunninn og býst hann við að það álit liggi fyrir innan skamms. Dæmdir í fangelsi fyrir rán í söluturnum FJÓRIR menn um tvítugt voru dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa stað- ið saman að ráni í söluturni í Ofan- leiti 14 í Reykjavík í júlí í sumar sem leið. Þá voru tveir mannanna dæmdir fyrir enn annað rán hálfum mánuði fyrr í sölutumi við Óðinstorg. Sá sem þyngstan dóminn hlaut var dæmdur í 20 mánaða fangelsi, þar af 17 mánuði skilorðsbundið. Félagi hans var dæmdur í 10 mánaða fang- elsi, þar af 8 mánuði skilorðsbundið. Þeir sem tóku þátt í seinna ráninu með þeim voru dæmdir í 4 og 8 mán- aða fangelsi. Sá sem stystan fangels- isdóminn hlaut fékk allan dóminn á skilorði en hann var ekill í seinna ráninu og kom ekki við sögu í því fyrra. Sá sem hlaut 8 mánaða fang- elsi þarf að sitja inni í tvo mánuði af refsitímanum. Samkvæmt ákæru ríkissaksókna réðust piltarnir tveir í fyrra ráninu inn í söluturninn þar sem annar þeirra hrifsaði hafnaboltakylfu af af- greiðslukonu, ýtti niður í gólfið og hélt henni þar fastri á meðan hinn tók 16 þúsund krónur úr peninga- kassa og tóbak fyrir rúmar 7 þúsund krónur. í seinna ráninu réðust þrír pflt- anna á verslunarstjóra söluturnsins við Ofanleiti 14 og einn þeirra, sá hinn sami og beitti ofbeldi gegn af- reiðslukonunni í fyrra ráninu, sló til hans með klaufhamri og hrifsaði af honum skjalatösku með 40-60 þús- und krónum í. Borgarráð og nágrannasveitarfélög Rætt verði um rekstur sameigin- legs slökkviliðs BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ganga til viðræðna við bæjar- stjómir Garðabæjar, Hafnar- fjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæj- ar, Seltjamarness og Bessa- staðahrepps um rekstur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins. Tekið er fram að annars kon- ar rekstrarform geti komið til greina. Tillagan gerir ráð fyrir að stofnsamningur verði lagður fyrir borgarráð til staðfestingar. Tekið er fram að heimilt sé að leita til sérfróðra aðila um mat á uppgjöri lífeyrisskuldbindinga fyrir stofn- un byggðasamlags og um verð- mæti eigna sem byggðasamlagið mun taka við frá Slökkviliði Reykjavíkur og Slökkviliði Hafn- arfjarðar. Samningum skal lokið eigi síðar en 15. aprfl nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.