Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Sýslumaður fylgist með þara- tekju við Lambhúsatjörn Garðabær SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði hefur nú til skoðunar þaratekju fiskeldisstövar- innar Sæbýlis hf. í Vogavík við Lambhúsatjörn í Bessastaðahreppi vegna kvartana umhverfismálanefndar Garðabæjar yfir þaratekju fyrirtækisins í tjörninni sjálfri, sem er á Nátturu- minjaskrá vegna auðugs lífríkis. Umhverfismálanefnd Garðabæjar taldi sig hafa vitneskju um að þarinn hefði verið tekinn úr Lambhúsatjöm og leitaði eftir áliti Náttúruverndar ríkisins á því hvaða áhrif þaratekja gæti haft á líf- ríki Lambhúsatjamar og hvort þaratekja væri leyfisskyld. I bréfi frá Náttúruvernd ríkisins til umhverfismálanefndar í júní sl., kemur fram að Sæbýli segist vinna þarann í Lambhúsatjörn, Ósabotnum og í Hafnar- firði. Stofnuninni var ekki kunnugt um að Sæbýli hefði aflað nokkurra leyfa, álits eða umsagnar um þaratekju, hvorki á náttúruminjasvæðum né öðram svæðum. Stofnunin taldi að þaratekja af þeirri stærðargráðu sem um ræddi, 600 tonn á ári, væri ekki réttlætanleg nema að rann- sóknir sýndu að hún ylli ekki skaða á líf- ríki þeirra svæða sem um ræddi. Þarinn er notaður í fóður handa sæeyra, skeldýri, sem Sæbýli hf. hefur til ræktunar. Engar áþreifanlegar sannanir Málinu var vísað til rannsóknardeildar lögreglunnar í Hafnarfirði, sem kannaði málið um tíma, en vísaði því til Guðmund- ar Sophussonar, sýslumanns í Hafnar- firði. Hann sagðist í samtali við Morgun- blaðið engar áþreifanlegar sannanir hafa í höndunum fyrir þaratekju Sæbýlis i Lambhúsatjörn. Forsvarsmenn fyrir- tækisins hafi við skýrslutökur sagt að þara væri ekki að finna í tjörninni sjálfri en þari hafi verið tekinn rétt utan við mynni tjarnarinnar, sem ekki tilheyri því svæði sem umhverfismálanefnd Garða- bæjar segi að njóti verndar. Umhverfis- málanefnd telji sig hins vegar hafa sann- anir fyrir þvi að Sæbýli hafi seilst inn fyrir mynni tjarnarinnar til þaratekju. Við svo búið verður fátt aðhafst af hálfu embættisins nema nýjar upplýsing- ar leiði í ljós augljósa þaratekju í sjálfri tjörninni. Lögreglunni í Hafnarfirði og Garðabæ hefur verið falið að fylgjast með því eins og kostur er hvort farið sé inn á umrætt svæði til þaratekju. Þótt Lambúsatjöm sé á náttúraminja- skrá er tjörnin ekki friðuð, en svæði á náttúraminjaskrá njóta þó ákveðinnar verndunar og ber því að fara varlega um þau og leita umsagnar Náttúrafræðist- ofnunar vegna framkvæmda við þau. Ibúi við Alfatún segir múgæsingu foreldra ráða mótmælum Bæjarstjóri um mótmæli barna Mikil þörf fyrir leikskólann í Álfatúni Kópavogur NÝR einkarekinn leikskóli í Álfatúni 2 í Kópavogi mun hefja starfsemi í mars, en hann mun vista um 50 börn. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Sigurð Geirdal, bæjarstjóra Kópa- vogsbæjar, en í blaðinu í gær kom fram að þrír 11 ára krakkar, sem byggju í grennd við fyrirhugaðan leikskóla, hefðu safnað und- irskriftum til að mótmæla áformunum. Sigurður sagði að undir- skriftirnar myndu ekki breyta neinu um þau áform að starfrækja leikskóla í Álfatúni, því mikil þörf væri fyrir leikskóla í hverfinu. Skólinn yrði í stóru einbýlis- húsi, sem verið væri að inn- rétta sem leikskóla. Mótmæli krakkanna voru m.a. byggð á þeim rökum að besta skiðabrekkan yrði ónothæf, en Sigurður sagði að brekkan myndi lítið sem ekkert skerðast. „Það er bara gott að börn- in sýni þessu máli áhuga því þau hafa sinn rétt eins og aðrir,“ sagði Sigurður. „Ég fæ oft herskara af krökkum í viðtalstímana til mín og það er bara gott mál og sýn- ir að ungmennin hér í Kópa- voginum fylgjast vel með.“ Sé ekki annað en gott við leikskólann Kópavogur „ÞETTA er múgæsing for- eldra, sem era á móti þessum leikskóla," segir Halldóra Guðmundsdóttir, íbúi við Alfatún, um lista undirskrifta sem börn í hverfinu hafa safn- að gegn byggingu nýs leik- skóla í íbúðarhúsi við Álfatún 2. „Eg fór á opinn fund, sem var haldinn um þessa leik- skólabyggingu á sínum tíma, og þar var fjöldi fólks, sem var fyrirfram á móti, áður en forráðamenn höfðu lagt fram sínar tillögur og rökfærslur. Mín upplifun var sú að fólk væri fyrirfram búið að kveða upp þann dóm að þetta væri ómögulegt,“ segir Halldóra. „Eg sé ekkert annað en gott við þennan leikskóla. Þarna verður til stærðarinnar leiksvæði sem fólk getur farið á með börnin sín um kvöld og helgar, vetur og sumar, og notið þess, sem þarna verður til viðbótar við það sem er að fínna í dalnum.“ Halldóra er þroskaþjálfi og leikskólakennari en segist engra hagsmuna eiga að gæta varðandi þennan leikskóla í Álfatúni. „Það vantar leik- skólapláss í Kópavoginn og ég sjálf, með mína fagmenntun, sé ekki annað en þetta sé af hinu góða. Mér finnst ótrú- legt hvernig ráðist hefur ver- ið á það unga fólk, sem er að stofna þennan leikskóla, og vil hrósa þeim fyrir að þora að halda áfram þrátt fyrir öll þessi mótmæli.“ Börnin sem komu með und- irskriftalista sinn á Morgun- blaðið sl. föstudag sögðu að besta skíðabrekkan í hverfinu færi undir leikskólann en Halldóra sagði að þessi brekka væri mjög lítið notuð; þarna sæist einn og einn krakki stöku sinnum yfir all- an veturinn. „Dalurinn sjálfur er mikið notaður til skíða- ferða, aðallega á gönguskíð- um, en auk þess eru brekkur fyrir neðan þannig að það er engin hindran fyrir skíðafólk að þessi brekka sé tekin undir annað,“ sagði Halldóra. Morgunblaðið/Sverrir Jarðvegsvinna við lóð leikskólans umdeilda við Álfatún er hafín. Átak til að fækka flækingsköttum í Reykjavík hefst í Vesturbæ Kettir gera sig heimakomna íókunnum húsum Vesturbær BORIST hafa margar kvart- anir til Reykjavíkurborgar frá íbúum vegna flækingskatta, sem gera sig heimakomna í ókunnum húsum og athafna sig þar að vild. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Guðmund Bjömsson, verk- stjóra hjá Meindýravömum Reykjavíkurborgar, en borgin hefur nú bragðist við þessum kvörtunum og hafið átak til að fækka flækingsköttum. „Það er geysilegt ónæði vegna katta í borginni og margar kvartanir hafa borist,“ sagði Guðmundur. „Það er ekki óalgengt að dýrin komi inn um glugga í ókunnum hús- um og athafni sig þar að vild, borði mat og geri þarfir sínar og það era ekki allir sem kæra sigumþetta." Guðmundur sagði að kvart- animar væra ekki einskorðað- ar við einstök hverfi heldur hefðu þær borist frá Mum víðsvegar í borginni. Hann sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem borgin hefði ákveðið að bregðast við vand- anum með þessum hætti. „Það var gert allt þar til í mars í fyrra, en þá var því hætt og samin reglugerð um málið, sem við eram nú að fylgja eftir. Þetta snýst aðallega um að handsama dýr sem era til vandræða. Ef hringt er og kvartað förum við á viðkom- andi stað og leggjum búr á lóð- ina og veiðum kettina þannig. Við förum sem sagt ekki út í hverfin til að leita að flækings- köttum nema það berist kvart- anir.“ Kettimir geymdir í Kattholti Átakið er unnið í samvinnu Hreinsunardeildar Reykjavík- Morgunblaðið/Asdís Margar kvartanir hafa borist vegna flækingskatta í borg- inni og nú er svo komið að ákveðið hefur verið að fara út í sérstakt átak til að sporna gegn vandanum. urborgar og Kattavinafélags íslands. Guðmundur sagði að þegar búið væri að handsama dýrin yrðu þau flutt upp í Kattholt til geymslu, hvort sem þau væra merkt eða ekki. „Samkvæmt reglugerðinni skal geyma kettina í viku, en eftir þann tíma er heimilt að finna þeim nýtt heimili eða af- lífa þá. Ef eigandinn er ekki farinn að leita að kettinum eft- ir viku þá er það ekki ábyrgur eigandi." Guðmundur sagði að tveir starfsmenn Meindýravama Rey kj avík urborgar myndu sinna þessu verkefni, en það hefst þriðjudaginn 1. febrúar í Vesturbænum. Borgarbúar era hvattir til að fylgjast með auglýsingum frá Hreinsunar- deild Reykjavíkurborgar, en sjö dögum áður en aðgerðir hefjast í hveiju hverfi era auglýsingar um þær birtar í dagblöðum. Þannig birtist í gær auglýsing um að átakið væri að hefjast í Vesturbæn- um. Guðmundur sagði mikil- vægt að kattaeigendur héldu dýrunum inni á meðan aðgerð- ir í viðkomandi hverfum stæðu yfir. Þá era kattaeigendur hvattir til að merkja ketti sína annaðhvort með hálsböndum, þar sem fram koma upplýsing- ar um eiganda, heimilisfang og símanúmer, eða láta ör- merlq'a þá eða eymamerkja með húðflúri hjá dýralækni. Hópur tekur út tölvur í skólum Garðabær BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ hafa skipað starfs- hóp til að gera úttekt á bún- aði og kennslu í tölvunotkun og upplýsingatækni í grunn- skólum bæjarins. „Hluti af verkefni starfs- hópsins er að gera úttekt á núverandi stöðu,“ sagði Gunnar Einarsson, forstöðu- maður fræðslu- og menning- arsviðs bæjarins. Hann sagðist telja bæinn þokkalega staddan að þessu leyti; tölvuver eru í Flata- skóla, Hofsstaðaskóla og Garðaskóla en það síðast- nefnda þarfnist endurnýjun- ar. Fjöldi tölva var keyptur fyrir alla skólana þrjá fyrir um tveimur áram en „tvö ár er mjög langur tími í þessu upplýsingasamfélagi. Við þurfum að vera á tánum varð- andi búnað, kennslu og ekki síst endurmenntun kennara þannig að þeir tileinki sér tölvukennslu og tölvunotkun í kennslu," sagði Gunnar. Hann sagði að samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla væri eitt meginhlutverk grannskólans að búa nem- endur undir starf í því þjóðfé- lagi sem þeir muni tilheyra sem fullorðnir einstaklingar og þar væri vaxandi áhersla á kunnáttu í tölvunotkun og upplýsingatækni veigamikill þáttur. „Beiting upplýsingatækni og tölva er verklag sem setur svip á allar greinar þjóðlífsins og það er nauðsynlegt að þetta skipi viðunandi sess í grannskólum,“ sagði Gunnar. „Við viljum skoða stöðuna og setja okkur ákveðin markmið að ná um leið og við uppfyllum markmið aðalnám- skrárinnar." Af hálfu bæjaryfirvalda hefur starfshópnum verið fal- ið að koma með tillögur að samræmingu og samfellu í kennslu í tölvunotkun og upp- lýsingamennt í grunnskólum Garðabæjar. Hópurinn mun leggja mat á núverandi stöðu með því að gera úttekt á vél- búnaði, hugbúnaði og nám- skrám, kanna kunnáttu og leikni kennara á tölvunotkun og upplýsingatækni og notk- un tölva í öllum námsgrein- um. Einnig er, samkvæmt upplýsingum frá Gunnari, rætt um að kanna tölvueign heimila og tölvunotkun nem- enda og tölvueign kennara. Starfshópnum ber að skila tillögum fyrir lok mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.