Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 51 FÓLK í FRÉTTUM Atli Már Sigurðsson: „Hvers konav þekk- ing veitir manni aukið sjálfstraust ímann- legum samskiptum.“ Rebekka Árnadóttir: „Allt sem gerst hefur, gerist á einhvern hátt aftur." Hallur Dan Johansen: „Við öðlumst ekki þjóðarvitund fyvr en við höfum kynnst upp- runa okkar.“ Guðlaugur Aðalsteinsson: „Sögu þekking gerir okkur kleiit að komast hjá mistök- um forfeðranna." Friðrika Björk Þorkelsdóttir: „Það er ekki byrjað nógu snemma á þvf að reyna að kveikja áhuga bama á fortíð sinni ogsögu.“ Jón Sigurðsson AHYGGJUR Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra af þekk- ingarskorti ungu kynslóðar- innar á sögunni og þeim persónum sem átt hafa þátt í að móta hana hafa hrint af stað líflegri umræðu um stöðu sögukennslunnar. Fræðimenn og sögukennarar hafa margir hverjir tekið undir með ráðherra en benda jafnframt á að áherslur sögukennslu séu að breytast, frá hinni hefð- bundnu stjómmálasögu og „stagl- fræði“ til félagssögunnar, þar sem frekari áhersla er lögð á skilning á fortíðinni og þátt almennings í að skapa hana. En hvaða skoðanir hefur sjálft unga fólkið á sögunni og sögukennslu almennt? Lætur það sig varða hvaða áherslur eru lagðar við sögukennslu? Hvort sé mikilvægara; að muna svo- nefndar „staðreyndir" sögunnar, ár- töl og nöfn persóna, eða að skilja for- tíðina og bakgrunn sinn? Kærir það sig kannski kollótt um allt það sem þegar hefrn- átt sér stað og horfír fremur blint fram á við? Fyrir svör- um urðu þau Rebekka Árnadóttir, Hallur Dan Johansen, Friðrika Björk Þorkelsdóttir, Guðlaugur Að- alsteinsson og Atli Már Sigurðsson en þau voru gripin af handahófi á göngum framhaldsskólanna. Hvaða augum líta þessir krakkar fortíðina og hina svokölluðu „söguvitund"? Til þess að skoða nánar skynjun þeirra vora þau síðan til gamans beð- in um að nefna þau atriði og einstakl- inga sem mestan svip settu á 20. öld- ina. Sagan hjálpar okkur að komast hjá mistökum Hvaða þýðingu teljið þið að sagan hafí fyrir samtímann? Öll telja þau að sagan og þekking á henni sé afar mikilvæg. Hún sé hjálpartæki okk- ar til þess að skilja nú- tímann. „Við reynum að læra af því sem forfeður okkar hafa gert,“ segir Hallur. „Reynsla þeirra er eitthvað sem hægt er að nota, t.d. til að komast hjá því að endurtaka mis- tökin,“ bætir Guðlaugur við. I því sambandi bend- ir Hallur á þann lærdóm sem við getum dregið af stríðsátökum sögunnar og hvernig komast megi hjá þeim í framtíðinni. „Það er t.a.m. nauðsyn- legt að kynna sér hvernig þjóðir hafa rifið sig upp eftir styrjaldar- átök, stríðsþjáðar og í molum. Við ættum t.d. að geta lært af því hversu vel Þjóðverjar náðu að rétta úr kútn- um að lokinni síðari heimsstyrjöld- inni.“ Rebekka lítur svo á að sagan gangi í hringi: ,jHlt sem gerst hefur, gerist á einhvern hátt aftur og með því að þekkja fortíðina getum við betur búið okkur undir framtíðina. Fortíðin er líka ástæðan fyrir þvi að allt er eins og það er í dag.“ „Þjóðar- vitund er ennfremur nokkuð sem við öðlumst ekki fyrr en við höfum kynnst uppruna okkar, komist að því hvaðan við erum,“ segir Hallur. Atli Már telur auk þess hvers konar þekkingu veita manni aukið sjálfs- traust, meira öryggi til þess að Reuters Fall Berlínarmúrsins hafði mikil áhrif á alla heimsbyggðina. stunda mannleg sam- skipti. Kennslubækurnar æði misjafnar Hvað fínnst ykkur um sögukennsluna á grunn- skóla- og framhalds- skólastigi? Þau eru að mestu sam- mála um að saga sé og ætti í eðli sínu að vera skemmtilegt fag. „Það kemur af sjálfu sér, því allir eru í eðli sínu for- vitnir,“ segir Hallur. Friðriku Björk finnst saga reyndar hundleiðinleg en við- urkennir þó fúslega að hún sé afar mikilvæg og það renni betur og bet- ur upp fyrir fólki eftir því sem það eldist og þroskast. Atli Már telur söguna líka nauðsynlegan hlekk í menntakeðjunni og er alfarið á móti því að vægi hennar fari minnkandi. Guðlaugi finnst heldur ekki rétt að faginu sé gert mishátt undir höfði eftir námsbrautum því sagan nýtist öllum jafnt, óháð því hvort numin séu viðskipti eða tungumál. Krakk- arnir segja að sögukennslan sé æði misjöfn á íslandi og misgóð eftir skólum, en þau megi ekki gleyma þeirri staðreynd að öll námsfög höfða misvel til nemenda. Atli Már segist t.d. vera almennt mjög sáttur við hana á meðan Friðriku og Reuters Tónlistarmaðurinn Michael Jackson markaði tímamót f tón- listarsögu 20. aldarinnar. Heimsstyrjaldirnar eru meðal þess sem mark sitt setti á öldina. Rebekku finnst hún einfaldlega leið- inleg og kenna fyrst og fremst kennslugögnunum um, þau séu bæði illa upp sett og þurr aflestrar. Rebekka tekur fram að það eigi þó ekki við um allar kennslubækurnar: „Sumar eru upplýsandi og aðgengi- legar þar sem ekki er einfaldlega vaðið úr einu ártalinu í annað, sem getur verið mjög ruglandi. Það kall- ar á leiðinlegan utanbókarlærdóm.“ Halli finnst miklar framfarir hafa orðið í þessum efnum og að nýrri kennslubækur séu mun betri og að- gengilegri en hinar eldri. Hallur heldur áfram: „Kennarar verða að hafa það í huga að mörgum nem- endum finnst fagið vera þurrt. Því mæðir mikið á þeim að gera það líf- legt.“ Atli Már er því sammála og telur mjög mikilvægt að sögukenn- arar séu skemmtilegir. Þar finnst Guðlaugi hinsvegar pottur vera brotinn. Kennarar nýti sér ekki nægilega hversu viðfangsefnið get- ur verið skemmtilegt, „sem ég reyndar geri mér fulla grein fyrir að er mjög vandasamt verk og alls ekki á færi allra.“ Það tekur Atli Már heilshugar undir. Sjálfstæðisbaráttan, Kraftwerk og Guð- mundur Steinsson Mikíl umræða hefur verið að undanförnu um sögu- vitund ungs fólks og stöðu sögukennslu í landinu. Skarphéðinn Guðmundsson rakst á nokkra fram- haldsskólanema og ræddi við þá um tilgang sög- unnar og það sem mestan svip setti á 20. öldina. Söguvitund ungu kynslóðarinnar Utanbókarlærdómur dugir skammt og drepur áhugann Hvað með áherslur í sögukennsl- unni; á að draga úr áherslum á stað- reyndir og leggja frekar upp úr skiln- ingi nemenda á fortíðinni? Öll eru þau sammála um að stað- reyndimar skipti vissulega miklu máli og ekki megi hafna þeim alfarið. Hinsvegar ætti að leggja mun fi'ekari' áherslu, en hingað til hefur verið gert, á að nemendur skilji hvers vegna fór sem fór. „Mér finnst mikil- vægt að þegar staðreyndir eru reif- aðar, þá séu þær lagðar skýrt fram og í réttri tímaröð. Þannig er betur hægt að átta sig á framvindu sögunn- ar,“ segir Rebekka. Hún segir jafn- framt of mikla upptalningu stað- reynda leiða til páfagaukslærdóms, sem krakkamir eru allir sammála um að dugi skammt. „Ég hef ekki mikið álit á utanbókarlærdómi," seg-**. ir Atli Már, „ártöl og nöfn skipta minha máli en skilningur á sögunni, að maður sé látinn hugsa um fortíð- ina og taka afstöðu til hennar." Friðr- ika Björk segir utanbókaraðferðina allt of fyrirferðarmikla á grunnskól- astiginu, sem drepi hreinlega áhug- ann á sögunni strax í fæðingu: „Það er ekki byijað nógu snemma á því að reyna að kveikja áhuga bama á fortíð sinni og sögu.“ Krakkamir telja sam- spil skipulagðra og upplýsandi náms- gagna og áhugaaukandi kennslu vera lykilinn að góðri sögukennslu. Meira mæði þó á kennaranum en bókunum, því undir honum sé komið að vekja áhuga og viðhalda athygli á viðfangs- efninu. Góður kennari geti blásið lífi í og bjargað lélegu kennslugagni en^ góð kennslubók geri ekkert gagn ef kennarinn veldur ekki starfi sínu. Tækniframfarir og Vigdís Nefnið mér nokkur atriði sem ykk- ur Snnst hafa sett svip sinn á 20. öld- ina: Rebekka: „Heimsstyijaldimar fyrri og síðari, þéttbýlisþróunin á ís- landi og tölvuvæðingin.“ Hallur: „Sjálfstæðisbaráttan og lýðveldisstofnunin, kalda stríðið, kjamorkusprengjan og tölvur.“ Friðrika: „Fyrst og fremst tækn- iframfarir." Guðlaugur: „Tæknivæðingin í upp- hafi aldarinnar og þær uppfinningar sem íylgdu henni, fyrri og síðari heimstyrjaldirnar, Berlínarmúrinn og upplýsingabyltingin." Atli Már: „Stríð almennt og þá helst fyrri og síðari heimsstyijöldin, bættar samgöngur, tækniframfarir og geimferðir." Nefnið mér að lokum þá einstakl- inga sem sett hafa mestan svip á 20. öldina: Rebekka: „Michael Jackson, Vig- dís Finnbogadóttir, Halldór Lax- ness; Elton John og Stephen King.“ Hallur: „Hitler, Roosevelt, Lenin, Einstein og fransld fomleifafræðing- t urinn Jean-Frangois Champollion.“ Friðrika: „Vigdís Finnbogadóttir, Hitler, Saddam Hussein, Guðmund- ur Steinsson og móðir Teresa.“ Guðlaugur: „Vigdís Finnbogadótt- ir, Hitler, Kraftwerk, Bill Gates og Einstein." Atli Már: „Hitler, Einstein, Hall- . dór Laxness, Lenín og Bob Dylan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.