Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÍDAG Safnaðarstarf Fræðslusam- , / verur í Askirkju Á MORGUN, fímmtudag, hefjast að nýju eftir áramótahlé fræðslusam- verur í Áskirkju. Verða þær, eins og undanfarin ár, í safnaðarheimili kirkjunnar hvert fimmtudagskvöld kl. 20.30. Nú, í upphafi ársins 2000 og til loka marsmánaðar, verður fjallað um von- ir og drauma tengda nýjum öldum og ókomnum árþúsundum í sögu og samtíð, bæði hrífandi vonir tengdar þúsund ára ríki og ugg, sem tíðum reyndist áleitinn, er stór tímamót v nálguðust. Fjallað verður um vitnis- burð ritningarinnar sem tengjast hvoru tveggja, valdi kaflar úr Opin- berun Jóhannesar lesnir og skýrðir og einnig kaflar úr öðrum ritum Biblíunnar. Meðal annars verður kynnt hvernig þau rit voru lesin og túlkuð þegar árið 1000 nálgaðist og einnig nú á síðustu árum er árið 2000 færðist nær. Einnig verður frætt um hugmyndaheim opinberunarrita síð- gyðingdómsins og kaflar úr þeim merku bókmenntum skýrðir. Enn- fremur verða lesnir og hugleiddir kaflar úr ritum Postulafeðranna, en það eru kristnar bækur, sumar frá sama tíma og rit Nýja testamentisins og aðrar litlu yngri og voru raunar sumar hverjar taldar til rita Nýja testamentisins á fyrstu öldum krist- indóms. Kennslu annast Ámi Bergur Sig- urbjömsson, sóknarprestur, og stýr- ir hann jafnframt umræðum. Fjrsta fræðslusamveran verður á morgun kl. 20.30 og em allir velkomnir. Mozart-kirkju- sónötur í Hallgrímskirkju Á morgun, fimmtudag, em 244 ár síðan Wolfgang Amadeus Mozart fæddist. Við kyrrðarstund í Hall- grímskirkju verða af því tilefni flutt- ar fjórar kirkjusónötur eftir Mozart. Kyrrðarstundin hefst klukkan 12. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson flytur hug- leiðingu og bæn. Eftir kyrrðarstund- ina kl. 12.30 er boðið upp á léttar veit- ingar í safnaðarsal kirkjunnar. Kirkjusónötur samdi Mozart fyrir tvær fiðluraddir, selló og orgel og vom þær notaðar í helgihaldi í Salz- burg á ámnum 1772-1780. Hver són- ata er í einum þætti og var ætlað að brúa bilið á milli ritningarlestranna í messunni. Flytjendur em Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari, Sigur- laug Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, Bryndís Björgvinsdóttir, sellóleikari, og Hörður Áskelsson, orgelleikari. Allir em velkomnir til kyrrðarstund- ar á afmælisdegi Mozarts, sem endranær á fimmtudögum, og að sjálfsögðu er enginn aðgangseyrir. Kyrrðarstundir í Grafarvogskirkju UNDANFARIN ár hefúr verið boðið upp á kyrrðarstundir í Grafar- vogskirkju í hádeginu á miðvikudög- um frá kl. 12-13. Stundin hefst með þvi að organisti kirkjunnar, Hörður Bragason, leikur á orgelið. Síðan fer fram altaris- ganga. Að henni lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð. Stundin er í umsjón presta safnaðarins, þeirra Vigfúsar Þórs Árnasonar, Sigurðar Amarsonar og Önnu Sigríðar Páls- dóttur. Ekki þarf að geta þess að allir em boðnir velkomnir til kyrrðarstundar mitt í erli hversdagsins. Opinberunarbók Jóhannesar f í KVÖLD kl. 20 heldur áfram námskeið um Opinbémnarbók Jó- hannesar í sjónvarpsstöðinni Omega í beinni útsendingu. Námskeiðið er alls 16 kvöld. Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson. Efni kvöldsins er Jesús Kristur, guðhetja og eilífð- arfaðir. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- "*^aðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæð- ur með ung böm kl. 10.30-12 í safnað- arheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur máls- verður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil böm sín. Samvemstund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samvemstund, kaffiveitingar. TTT- starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Unglingastarf kl. 19.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra bama kl. 10-12. Bi- blíulestur kl. 20 í umsjá Jóns D. Hróbjartssonar. Náttsöngur kl. 21. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13-17. Spil, lestur, handa- vinna. Kaffi og meðlæti kl. 15. Djákni flytur hugvekju. Söngstund undir stjóm Jóns Stefánssonar organista. Bænagjörð kl. 18. Laugameskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kirkjuprakkarar ld. 14.30. Starf fyrir 6-9 ára böm. TTT kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára böm. Ferming- artími kl. 19.15. Unglingakvöld kl. 20 í samvinnu við Laugameskirkju, Þróttheima og Blómaval. Gospel- kvöld í Hátúni 10 í samvinnu við Laugameskirkju og ÖBÍ. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Sr. Öm Bárður Jónsson ræðir um uppeldi og hlutverk foreldra. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Selljarnaraeskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára böm kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu á eftir. Kirkjuprakkarar, starf fyrir 7-9 ára böm, kl. 16. Digraneskirkja. Unglingastarf á vegum KFUM & K og Digranes- kirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Léttur hádegisverður. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára bömum í dag kl. 16.45-17.45 í safnað- arheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45- 18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Léttur kvöldverður að stund lokinni. Tekið á móti fyrir- bænaefnum í kirkjunni og í síma 567- 0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffí. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Ilafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl. 13. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samvera í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshóp- ar. Alfa-námskeið hefst í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á miðvikudögum kl. 10. Sóknarprestur. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús unglinga í KFUM & K húsinu. Akraneskirkja. Unglingakórinn. Söngæfing í Safnaðarheimilinu Vina- minni kl. 17.30. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Kl. 12 bæn og súpa. Allir velkomnir. KEFAS. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30. Krakkaklúbbur, unglingafræðsla. Kennsla fyrir enskumælandi og biblíulestur. Állir hjartanlega velkomnir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Til þín, kæri lífgjafi minn VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf frá starfsfólki Blóðbankans: „Starfsfólki Blóðbank- ans barst þetta bréf frá blóðþega. Okkur fannst það viðeigandi að þjóðin fengi að lesa það.“ Kannski höfum við sést, kannski ekki./ Kannski þekki ég þig, kannski ekki./ En fyrir mér ertu nafnlaus, þess vegna ég líka./ Fyrir mér sé ég ekki andlit þitt, þú ekki heldur mitt./ Ég veit ekki kyn þitt og þú ekki mitt./ Eg veit ekki aldur þinn og þú ekki minn./ Samt á ég líf mitt þér að launa./ Þú hefur bjargað mínu lífiy Um hjarta mitt og æðar mínar streymir nú blóð þitt ásamt því litla sem eft- ir var af mínu. Einkenni- leg tilhugsun að um svo náinn samruna geti verið að ræða á milli einstakl- inga sem ekki vita neitt um hvort annað. Ég veit ekkert um hver þín ástæða er til blóðgjafar, hvort þetta er vani hjá þér eða eitt einstakt tilfelli. Hvort heldur sem er þá vil ég að þú vitir hvað þessi gjöf þín skipti mig miklu máli. Án þess hefðu börn mín misst annað foreldri sitt, maki minn orðið einstætt foreldri og lík mitt í gröf. Ekki hugsa að alltaf hefði verið hægt að fá annað blóð, þvi það er alls ekki öruggt. Kannski hefði ekki verið til nóg. Og kannski ekki jafn gott og þitt. Hvernig sem á málið er lit- ið þá skipti þín blóðgjöf svo miklu máli að hún gaf mér líf og endurheimta heilsu. Hvað er stærri gjöf? Ég vil þú vitir að þakk- læti til þín verður ætíð í huga mér svo lengi sem ég lifi. Ég vildi að ég gæti gert eitthvað álíka fyrir þig í staðinn. En þar sem ég veit ekki hver þú ert né hvernig ég get nálgast þig þá verð ég að láta þetta litla bréf duga. Hafðu eilífa þökk mina og fjölskyldu minnar. Ég bið guð að vernda þig og þina og bið að þú haldir heilbrigði þínu. Þú verður ætíð í mínum bænum. Blöðþegi sem gleymir þér aldrei. Þakkir fyrir grein RAGNA hafði samband við Velvakanda og langaði að þakka fyrir frábæra grein eftir Árna Snævarr sem birtist í Morgunblað- inu 20. janúar sl. og heitir: Burt með dönskuna, upp með frönskuna. Að hennar mati er þetta löngu tima- bær grein. Danskan ætti að vera val í skólum, þar sem hægt er að tala ensku á Norðurlöndunum. Tapad/fundió Prjónavettlingur týndist PRJÓNAVETTLINGUR með vestfirsku mynstri týndist við Hamraborg í Kópavogi eða vestast á Álfhólsvegi í Kópavogi. Vettlingurinn er ljósbrúnn með tveimur bekkjum, dökkbrúnum og hvítum. Vettlingurinn týndist í síð- ustu viku. Hann er eig- andanum afar kær. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Jóhönnu í síma 554- 0044. Hleðsluborvél HLEÐSLUBORVÉL í blárri plasttösku gleymd- ist fyrir utan bíl í Hjálm- holti í Reykjavík, sunnu- dagskvöldið 23. janúar sl. Þeir sem vita um vélina vinsamlegast látið vita í síma 553-1588. BMW-bfllykill fannst BMW-bíllykill og húslykill fundust á bílaplani Kringl- unnar laugardaginn 22. janúar sl. Upplýsingar gefur Rannveig í síma 565- 3479. SKAK Með morgunkaffinu Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Víetnamar hafa sótt mjög í sig veðrið á skáksviðinu undanfarin ár og sér- staklega eru þeir taldir göldróttir í tak- tík. Hins vegar leikur lánið ekki alltaf við þá eins og þessi staða frá opna mót- inu í Groningen sýnir, þar sem Rechel hafði hvítt gegn hinum efnilega Víetn- ama Nguyen Chi Minh. 24.Hxe7! Svartur gafst upp. Jú, elskan. Hundurinn saknar þin. Víkverii skrifar... A Atímum kalda stríðsins skipti vemlegu máli hveijir gegndu stöðu bandarísks sendiherra á ís- landi. Yfirleitt vom það miklir hæfi- leikamenn enda lagði Bandaríkja- stjóm áhei-zlu á að senda slíka menn hingað vegna þeirrar lykilstöðu, sem Island gegndi á þeim tíma. Einn hinn fremsti í þeim hópi var Frederic Irving, sem var sendiherra Bandaríkjanna hér á þeim tíma, sem fyrri vinstri stjóm Ólafs Jóhannes- sonar sat að völdum á árunum 1971- 1974. Sú ríkisstjóm hafði það á stefnuskrá sinni að segja upp varn- arsamningnum við Bandaríkin og senda varnarliðið heim. Þegar af þeirri ástæðu var mikilvægt hver væri viðmælandi þeirrar ríkisstjórn- ar af hálfu bandarískra stjórnvalda. En til viðbótar kom, að annað þorskastríðið við Breta stóð á meðan sú stjórn var við völd, sem hafði m.a. truflandi áhrif á samskipti íslands og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríski sendiherrann á Islandi þurfti því að eiga viðræður við ís- lenzk stjórnvöld um bæði þessi erf- iðu deilumál. xxx Istuttu máli sagt tókst Frederic Irving á við þessi erfiðu verkefni með þeim hætti að báðir höfðu sóma af, íslendingar og Bandaríkjamenn. Þegar Irving kom hingað til lands hafði hann ekki áður gegnt sendi- herrastarfi fyrir þjóð sína en eftir starfsferil hans hér var hann skipað- ur einn af aðstoðarutanríkisráðherr- um Bandaríkjanna og varð þar með einn af æðstu yfirmönnum banda- ríska utanríkisráðuneytisins. I kjölfarið á því tók hann við emb- ætti sendiherra Bandaríkjanna á Jamaica. Irving tók á þeirri viðkvæmu stöðu, sem upp var komin í sam- skiptum íslands og Bandarikjanna af mikilli festu, hreinskiptni en jafn- framt varfæmi og hafði ríkan skiln- ing á stöðu mála í íslenzkum stjórn- málum. Hann átti mikil samskipti við Ein- ar Ágústsson, þáverandi utanríkis- ráðherra, og Ólaf Jóhannesson, þá- verandi forsætisráðherra. En hann var einnig í nánu sambandi við aðra ráðamenn vinstri stjórnarinnar eins og t.d. Hannibal Valdimarsson svo og forystumenn stjórnarandstöð- unnar á þeim tíma, ekki sízt Geir Hallgrímsson. Þeir sem fylgdust náið með störf- um Frederic Irving á þessum áram era þeirrar skoðunar, að hann hafi verið í hópi tveggja til þriggja fremstu sendimanna Bandaríkja- stjórnar frá því að lýðveldi var stofn- að á Islandi. xxx Eftir að Irving lét af störfum í bandarísku utanríkisþjónust- unni tóku hann og Dorothy kona hans sér búsetu skammt frá Boston, þar sem þau hafa búið síðan. Þau bera í brjósti sterkar tilfinningar til Islands, komu hingað í heimsókn eft- ir að starfsferli þeirra hér var lokið og hafa haldið sambandi við Islend- inga, sem þau kynntust hér á sínum tíma og ræktað þá vináttu með ein- stæðum hætti. Með þetta í huga er það nánast óskiljanlegt að þessi mæti og merki sendiherra skuli hafa orðið fyrir að- kasti á opinberam vettvangi í fyrra- dag af hálfu fyrrverandi íslenzks ráðherra, þar sem ummæli vora látin falla, sem eiga sér enga stoð í vera- leikanum. Frederic Irving var einn öflugasti bandamaður, sem stuðningsmenn aðildar Islands að Atlantshafsbanda- laginu og varnarsamningsins við Bandaríkin áttu á mjög viðsjárverð- um tímum í íslenzkum stjórnmálum og fyrir það ber að færa honum þakkir, ekki sízt af hálfu þeirra, sem vora í forystu fyrir Sjálfstæðis- flokknum í þá tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.