Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ . I tilefni af því að komin er út símaskrá Felags framhaldsskólanema á tölvutæku formi Eigðu við mig, býður mbl.is upp á skemmtilegan leik. Svarið léttum spurningum og hægt er að vinna eitt af eftirtöldu: • 50.000 kr. inn á reikningi hjá S24 • 28" Daewoo sjónvarp frá BT • 3 stk. Nokia 3210 sími frá Símanum GSM • Lyra MP3 spilari frá BT • Playstation leikjatölva frá BT • 50 miða á Djöflana í Borgarleikhúsinu • 200 miða á forsýningu Toy Story 2 • 25 stk. af bókinni Heimur kvikmyndanna, ritstýrt af Guðna Elíssyni • Ýmsir smávinningar Eigðu við mig er símaskrá Félags framhaldsskólanema á íslandi á tölvu tæku formi. Auk símaskrárinnar er að finna lög með hljómsveitunum Landi og sonum, Jagúar og Sigur Rós. Einnig er þar að finna margmiðlunarkynningar frá fyrirtækjunum sem að diskinum standa. 0mbl.is -ALLTAf= eiTTH\TATJ HÝTT~ FÓLK í FRÉTTUM Reuters Freddie Prinze Jr fer með annað aðalhlutverkið í „Down to You“, en hér sést hann í félagi við leikkonuna Brandy sem lék með honum í „Ég veit enn hvað þú gerðir síðasta sumar“. Táningamynd vinsælust vestanhafs Reuters Denzel Washington í hlutverki hnefaleikarans Ruben „Hurri- cane“ Carter sem er þriðja vinsæl- asta myndin vestanhafs í dag. UM SÍÐUSTU helgi var táninga- myndin „Down to You“ mest sótta myndin vestanhafs og vék hún rapparanum Ice Cube úr sessi, en mynd hans, „Next Friday“, sem einnig er sýnd í Reykjavík um þessar mundir, var í efsta sætinu fyrir viku. „Down to You“ skartar unglingastirninu Freddie Prinze Jr. og Juliu Stiles í aðalhlutverk- um, en myndin var frumsýnd vest- anhafs í vikunni. I þriðja sætinu er síðan myndin „The Hurricane", þar sem Denzel Washington fer með hlutverk þekkts hnefaleika- kappa, en Washington hlaut ein- mitt Golden Globe-verðlaun á sunnudaginn fyrir túlkun sína í hlutverkinu. Litla músin Stúart fylgir fast í kjölfarið. Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum vest- anhafs, þær „Play It to the Bone“, hnefaleikamynd með Woody Har- relson og Antonio Banderas, og nýjasta mynd Alans Parker, „Ang- ela’s Ashes“. Rodman í sjónvarpið NBA-STJARNAN, Dennis Rodman mun leika ráðagóðan mann með byssukúlu í höfðinu er hann geng- ur til liðs við sjónvarpsþættina The Consultants sem verða á dagskrá næsta haust vestanhafs. Fleiri frægir íþrótt akappar munu koma við sögu og er Rena Mero fótbolta- kona, Jeff Speakman karate- meistari og fyrrum þungarvigtar- meistarinn Jeremy Williams meðal leikenda. Þættimir The Consult- ants snúast um hóp rannsóknar- manna sem eru snjallir bardaga- og stríðsmenn. Þættirnir verða teknir upp í Las Vegas. „Við höfum þegar fengið frá- bæran hóp leikara til liðs við okk- ur og það hefur góð áhrif,“ sagði Alan Mruvka framleiðandi þátt- anna. „Krakkar em alveg br-jál- aðir í Rodman, hann er gríðar- lega vinsæll. Hann hefur allt sem þarf til að bera til að verða góð hasarmyndahetja." Rodman er fyrrverandi leik- maður körfuknattleiksliðanna Chicago Bulls og L.A. Lakers en í þáttunum mun hann leika snjalian stríðssérfræðing sem er með byssu- kúlu í höfðinu og það kemur niður á skapinu í honum en einnig hafa skynfæri hansmagnast til muna. „Við vildum búa til skemmtilegt hlutverk handa Dennis,“ segir Michael Berk, annar framleiðandi. „Þetta er eitthvað sem hann hefur Reuters aldrei fengist við áður og þess vegna er hann yfir sig hrifinn. Það er gaman fyrir okkur því það er frábært að njóta nærveru hans.“ Rodman er ekki með öllu ókunn- ur leiklistinni því hann hefur leikið í kvikmyndunum Simon Sez og Double Team auk þess sem hann hefur tekið að sér gestahlutverk í nokkrum sjónvarpsþáttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.