Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLADIÐ UMRÆÐAN Ófremdar- ástand á Miklubraut ÓGNVEKJANDI upplýsingar um stór- aukna slysatíðni á Miklubraut hafa vakið mikla athygli og óhug. Flest slys verða við gatnamót Miklubraut- ar-Kringlumýrar- brautar. í liðinni viku lögðu borgarfulltrúar sjálfstæðismanna til að gert yrði ráð íyrir mis- lægum gatnamótum á umræddum stað til að auka umferðaröryggi og greiða iyrir umferð. Meirihluti R-listans kaus að svæfa tillöguna með því að vísa henni til endurskoðunar aðalskipulags en ekkert liggur fyrir um hvenær þeirri vinnu lýkur. Miklabraut nýtur þess vafasama heiðurs að vera tjónamesta gata landsins, bæði hvað varðar fjölda slasaðra einstaklinga og eignatjón. Samkvæmt fróðlegri skýrslu Sjóvár- Umferðarmál Fjöldi slysa á Miklu- braut hefur tvöfaldast og tjónagreiðslur þre- faldast á undanförnum árum. Kjartan Magnús- son segir að mislæg gatnamót séu best til þess fallin að fækka slysum og greiða fyrir umferð á Miklubraut. Almennra um málið má ætla að á síð- astliðnum sex árum hafi alls um 750 manns slasast og tæplega 5.200 bílar skemmst eða eyðilagst í 2.500 tjón- um á Miklubraut einni. Samtals má ætla að útborgaðar tjóna- og örorku- bætur tryggingafélaganna vegna tjóna og slysa á Miklubraut, auk eig- in tjóna tjónvalda, nemi um 1.836 milljónum króna á tímabilinu eða rúmlega 300 milljónum á ári. Þessar tölur sýna þó einungis hluta heildar- kostnaðar vegna slysanna. Til við- bótar má reikna kostnað vegna tjóna, sem bíleigendur leysa sín á milli og tilkynna ekki tryggingafé- lögunum. Þá er ótalinn kostnaður sjúkrahúsa, atvinnurekenda og hins opinbera vegna sjúkrameðferðar, endurhæfingar, örorkubóta og tap- aðra vinnustunda svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst eru ótaldar þjáningar, glötuð tækifæri og sú sorg sem fómarlömb umferðarslysa og aðstandendur þeirra þurfa að glíma við, en þessir þættir verða að sjálfsögðu ekki metnir til fjár. Ógnvekjandi öfugþróun Það er þó mest ógnvekjandi við skýrslu Sjóvár-Almennra að hún sýnir fram á mikla fjölgun óhappa og aukningu eignatjóns á Miklubraut á allra síðustu árum. Sl. sex ár hefur fjöldi tilkynntra umferðaróhappa á Miklubraut nærri tvöfaldast og kostnaður vegna slysa og óhappa rúmlega þrefaldast! Orsökina má rekja til mikillar umferðaraukning- ar. Óllum ætti að vera ljóst að Mikla- braut er „spningin", hún annar ekki lengur þeirri umferð, sem um hana fer, og grípa þarf til viðeigandi ráð- stafana sem fyrst. Neikvæð áhrif aukinnar umferðar um Miklubraut eru eftirfarandi. • Aukin slysahætta. • Auknar umferð- artafir. • Meirimengun. • Aukin umferð um íbúðarhverfi vegna langvarandi umferðar- stíflu. Dýrustu gatnamót landsins Á árunum 1994-99 urðu 76% slysa á Miklubraut við gatna- mót og er tjónatíðnin hæst við gatnamót Miklubrautar-Kringlu- mýrarbrautar, næst- fjölförnustu gatnamót landsins, en um þau fara 70 þúsund bílar á sólarhring. Ætla má að útborgaðar tjóna- og ör- orkubætur allra tryggingafélaganna vegna tjóna og slysa, auk eigin tjóns tjónvalds á þessum gatnamótum ein- um, nemi gróflega áætlað um 67 milljónum króna á ársgrundvelli. Mislæg gatnamót bestalausnin Mislæg gatnamót eru besta lausn- in til að bæta hið alvarlega ástand, sem nú ríkir á gatnamótum Miklu- brautar-Kringlumýrarbrautar, en kostir þeirra eru eftirfarandi: • Greiðari umferð vegna stór- aukinnar afkastagetu gatnamót- anna. • Minni slysahætta. Talið er að mislæg gatnamót myndu fækka slys- um og óhöppum um 50-60%. • Minni mengun. (Tafir í umferð auka útblástursmengun og eru streituvaldandi.) • Minni umferð um íbúðarhverfi (einkum Hlíðahverfi) vegna aukinn- ar afkastagetu gatnamótanna. Ótrúleg ákvörðun R-listans í aðalskipulagi Reykjavíkur 1990- 2010 var gert ráð fyrir mislægum gatnamótum á Miklubraut-Kringlu- mýrarbraut, enda mikil aukning um- ferðar fyrirsjáanleg. Þegar aðal- skipulagið var endurskoðað árið 1997 gerðu borgarfulltrúar R-listans sér lítið fyrir og tóku mislæg gatna- mót á umræddum stað af dagskrá. Fulltrúar sjálfstæðismanna mót- mæltu breytingunni við afgreiðslu skipulagsins í skipulagsnefnd og borgarstjóm en allt kom íyrir ekki. Mislægu gatnamótin skyldu burt. Endurtekið hneyksli! í besta falli er hægt að líta á þessa ákvörðun sem furðuleg mistök en í raun er hún mikið hneyksli. Árið 1997 var í raun jafnljóst og nú að mislæg gatnamót væru eina leiðin til að auka afkastagetu gatnamótanna og færa umferðina við þau í viðun- andi horf. Auk þess var ljóst að mis- læg gatnamót myndu fækka slysum meira en þau endurbættu ljósastýrð gatnamót, sem R-listinn hefur lagt til við lausn málsins. Allar þessar staðreyndir lágu fyrir árið 1997 en samt kaus R-listinn að taka mislægu gatnamótin af dagskrá. Á borgarstjómarfundi í síðustu viku gafst R-listanum tækifæri til að endurskoða fyrri ákvörðun og taka faglega á málinu. Þrátt fyrir að upp- lýsingar um stóraukna slysatíðni og vaxandi eignatjón liggi á borðinu kaus R-listinn með borgarstjóra í broddi fylkingar að tefja þetta mikil- væga mál enn frekar með því að vísa því til endurskoðunar aðalskipulags. Mistökin frá 1997 hafa því ekki verið leiðrétt og lausn á því ófremdar- ástandi, sem ríkir á gatnamótum Miklubrautar-Kringlumýrarbraut- ar, er ekki í sjónmáli. Höfundur er borgarfulltrúi. Kjartan Magnússon Salmonellusýkingar í hrossum SALMONELLA typhimurium er al- gengasta orsök salm- onellusýkingar í hross- um. Venjulega er um ein- stök sjúkdómstilfelli að ræða en ákveðnar að- stæður geta gert það að verkum að sjúkdóm- urinn breiðist út. Nýfædd folöld em mun nærnari fyrir sjúk- dómnum en fullorðin hross og meðal þeirra getur sjúkdómurinn hæglega breiðst út. Hvers konar stress, t.d. flutningar og bæl- ing á ónæmiskerfinu eykur líkumar á sýkingu. Þar sem miklum fjölda hrossa er haldið á litlu svæði, úti eða inni, get- ur smitefnið magnast upp og valdið sýkingu hjá fullfrískum hrossum. Mikið ormasmit eykur líkumar á sýldngu, sérstaklega hjá ungum hrossum. Aðrir sjúkdómar og meðhöndlun með fúkkalyfjum gerh- hrossin við- kvæmari. Magn smitefnisins er afgerandi fyrir líkumar á því að hross veikist. Mikilvægt er því að einangra veik dýr og fríska smitbera. Þegar mikið smitefni er í umferð aukast einnig líkumar á frískum smitberam. Ekki er þó líklegt að þau dýr muni bera smit lengi. Meðgöngutími sjúkdómsins er allt niður í 24 tíma. Hross smitast við að éta mengað fóður. Smitið getur verið í beitilandi og flestum fóðurgerðum. Hitastig og raki hafa mikið um það að segja hversu lengi bakterían lifir en hún er viðkvæmust fyrir þurrki og sólarljósi. Á beitilandi, í jarðvegi, kyrra vatni og taði getur hún lifað í allt að 7 mán- uði. Sjúkdómsform: 1. Einkennalaus sýking, S. typ- himurium-bakteríur finnast í taði í 4-6 daga. 2. Væg iðrakveisa í fullorðnum hrossum á býlum eða svæðum þar sem sjúkdómurinn hefur náð að breiðast út. Ein- kennin era hiti, deyfð, lystarleysi, lin teðsla en þó ekki al- varlegur niðurgang- ur. Tímabundin fækkun á neutrofil- blóðfrumum. 3. Alvarleg, bráð gamabólga með kviðverkjum, niður- gangi, hita, vökva- skorti og fækkun á neutrofil-blóðfram- um. Þetta form sést hjá fullorðnum hrossum sem hafa litla mótstöðu út af stressi, nýfæddum og ungum folöldum. 4. Nýfædd folöld, upp að 2ja daga Sjúkdómar Smitið getur verið í beitilandi, segir Sigríð- ur Björnsdóttir, og í flestum fóðurgerðum. aldri geta fengið blóðeitran sem í flestum tilfellum dregur þau til dauða. Veturinn 1999-2000 Líklegt má telja að þau tilfelli sem hafa greinst í vetur í Rangárvalla- sýslu og Reykjavík eigi sér sameig- inlegan upprana og hafi breiðst út með flutningi á frískum smitberam. Sá mikli þéttleiki sem hross búa við hér á landi, bæði á vetrarfóðran á útigangi og í húsavist, eykur líkum- ar á að bakterían magnist upp í um- hverfi hrossanna. Flutningar á hrossum og umhverfisbreytingar, sem fylgja árstímanum, geta leitt til frekari útbreiðslu sjúkdómsins ef ekki er farið gætilega. Tilmæli um smitvarnir Tilkynnið dýralækni strax ef granur vaknar um að hross hafi veikst af salmonellusýkingu, munið að einkennin geta verið væg. Til að fyrirbyggja smit skal halda stöllum og fóðurgöngum vel hrein- um. Þess skal sérstaklega gætt að fóður mengist ekki af hrossataði. Þar sem ekki era stallar eða fóðurgangar er mönnum bent á að gefa í heypoka. Einnig ber að gæta þess að hrossat- að komist ekki í drykkjarvatnið. Gætið hreinlætis í umgengni um hesthúsið og samgangi við önnur hesthús. Fullvissið ykkur um að ný hross sem koma á hús séu ekki af sýktum svæðum. Einangra skal hesthús þar sem veik hross er að finna. Hrossin mega þó fara út í gerði ef tryggt er að þau komist ekki í snertingu við önnur hross. Veikist hross á beitilandi skulu þau tekin á hús þar sem ekki er hætta á að þau smiti önnur hross. Öðrum hrossum á beitilandinu skal haldið þar áfram og þess gætt að þau komist ekki í snertingu við önnur úti- gangshross. Æskilegt er að sá hrossahópur sem er haldið í einangran sé sem minnstur en nauðsynlegt getur verið að einangra fleiri en einn hóp á hverjum bæ.' Flutningur hrossa til og frá einangraðum svæðum er óheimill. Umsjónarmönnum ber að gæta ýtrasta hreinlætis við fóðran og aðra umhirðu og forðast samgang við önnur hesthús eða hrossastóð. Þeir skulu hafa sótthreinsiefni tUtæk í hesthúsunum til að sótthreinsa skófatnað áður en gengið er inn í hlöðu eða heygeymslu. Þeim er einn- ig bent á að gæta persónulegs hrein- lætis í umgengni við hrossin og hafa í huga að salmonellusmit getur borist úr hestum í menn. Hrossatað frá sýktum hesthúsum skal fjarlægt í samráði við viðkom- andi héraðsdýralækni. Þegar hrossin era hætt að skUja út bakteríuna og smithættan er gengin yfir ber að hreinsa hesthúsin og gerðin í kringum þau vel. Húsin skulu sótthreinsuð þar á eftir og malarlagi bætt ofan á í gerðum. Héraðsdýralæknar hafa yfiram- sjón með framkvæmd þessara smit- varna. Höfundur er dýmlæknir hrossasjúkdóma. Sigríður Björnsdðttir Einn af 100 SAMTÖKIN Umhverfisvinir leit- uðu stuðnings 100 arkitekta við áskoran tU Norsk-Hydro að draga sig út úr samningaviðræðum við ís- lensk stjórnvöld um álver við Reyðarfjörð. Áskoranin birtist í Morgunblaðinu 11. janúar sl. Forstjóri Landsvirkjunar ritaði áskorendum bréf samdægurs sem er til- efni meðfylgjandi orð- sendingar: TU Friðriks Soph- ussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Ég þakka bréf þitt dags. 11. janúar sl. sem ég fékk í tilefni af því að vera meðal þeirra sem skoraðu á Norsk-Hydro að draga sig út úr samn- ingaviðræðum við íslensk stjórnvöld um álver við Reyðarfjörð, á meðan ekki fengist lögformlegt mat á um- hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. í bréfi þínu er áréttað að Álþingi hafi heimilað virkjunarandirbúning 1981 og að iðnaðarráðuneytið hafi gefið út leyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun 1991. Því nái lög um mat á umhverf- isáhrifum frá 1993 ekki til hennar. Þá lætur þú að því liggja að meðal áskorenda séu m.a. aðilar sem hafi meiri áhuga á stöðvun virkjunar- áforma heldur en málefnalegri skoð- un mála og umræðu. Og þú finnur að því að áskoran sé beint til útlend- inga. Þar sem í hógværam orðum þín- um felst samt nokkur frýjun vil ég gera ör- stutta grein fýrir stuðn- ingi mínum: Það hefur verið mikil áhersla lögð á það í kynningu þessa máls að tímasetning þess sé þröng og því m.a. borið við að Norsk-Hydro leggi ofurkapp á að tímaáætlanir standist. í það hefur verið látið skína að ekki sé trygg- ing fyrir því að Norð- mennirnir hafi áfram jafn mikinn áhuga á samstarfi ef fram- kvæmdir dragast. Með því að afstaða Norsk- Hydro er svo afgerandi fyrir þessar framkvæmdir liggur beint við að beina orðum til þeirra. Það er verið að skora á þá að taka ekki þátt í málatilbúnaði á íslandi sem ekki mundi viðgangast í þeirra eigin landi í dag. Mér era efst í huga tvenn rök fyr- ir því að knýja fram lögformlegt um- hverfismat fyrir Fljótsdalsvirkjun: Það er verið að knýja fram virkj- unarkost samkvæmt tíu ára gamalli hugmynd, samkvæmt sýn sem menn höfðu á aðstæður þá. Bæði þekking Umhverfismat Það er verið að knýja fram virkjunarkost samkvæmt tíu ára gam- alli hugmynd, segir Geirharður Jakob Þorsteinsson, sam- kvæmt sýn sem menn höfðu á aðstæður þá. og sjónarmið hafa breyst á tíu áram. Gæti skýringin vera tengd því að Eyjabakkakosturinn með umdeildri lögtúlkun stjórnvalda er sá eini sem unnt er að skjóta undan lögformlegu mati á umhverfisáhrifum? Sú „brella" næði ekki til annarra kosta. Ég gengst fúslega við því að vera undir áhrifum af því að hafa komið á Eyjabakka og styrkt við það afstöðu mína gegn landfóm þessari. Það léti mig aldrei í friði að hafa ekki tekið afstöðu eftir þá stuttu för. Ég geng hins vegar að því sem leikreglu að lúta lögformlegu mati á umhverfis- áhrifum í þeirri von að við það finn- ist kostur sem hlífir okkur við sömu eftirmælum og þeirri ógæfusömu kynslóð forfeðra vorra sem lagði skinnbækur til skæðis. Með kveðju og virðingu, Geirharður Jakob Þorsteinsson. Höfundur er arkitekt. Geirharður Jakob Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.