Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORG UNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Reynt að skilja óskiljanlega atburði The Drowned and the Saved. Ensk þýðing á Sommersi e i salvati eftir Primo Levi. Vintage Books gaf út í aprfl 1989.203 síður með formála höfundar. Kostaði 90 franka, um 1.000 krónur, í Shakespeare & son- um í París. ÍTALSKI efnafræðingurinn Primo Levi er meðal helstu rithöf- unda ítala á þessari öld, þó ekki liggi eftir hann nema átta bækur að 'þessari meðtalinni. Levi var fluttur í útrýmingarbúðir Þjóðverja í Ausch- witz og leið þar miklar hörmungar og niðurlægingu. The Drowned and the Saved er einmitt sprottin úr þeirri reynslu Levis og skrifuð að hans sögn til að reyna að varpa ljósi á það sem gerðist, eða réttara sagt leita skýringar á því hvers vegna það gerðist, hvernig það gat gerst. Það varð Levi til lífs að hann var menntaður efnafræðingur og því fengin störf á vegum IG Farben, sem hagnaðist vel á helstefnu Þjóð- verja, ekki síður en önnur þýsk stórfyrirtæki. Það veitti honum þó ekki önnur forréttindi en að losna við gasklefana sem olli honum huga- Vangri, því sú spurning hlaut að kvikna hvað hann hefði unnið til þess að komast lífs af þegar svo fjölmargir aðrir áttu það frekar skilið að hans mati. í inngangi að bókinni vitnar Levi í frásögn Simons Wiesenthals af því hvernig SS-menn storkuðu fómar- lömbum sínum með því að segja að enginn myndi trúa þeim því ekki væri bara að sönnunagögnum yrði eytt heldur myndi heimurinn ekki . trúa að svo villimannslega hefði ver- ið að verki staðið. Levi segir að það megi til sanns vegar færa, því þeir sem upplifðu mesta hryllinginn hafi ekki komist lífs af og því engir til frásagnar um það versta. The Drowned and the Saved er síðasta bókin sem Levi lauk við, en hann lést tveimur árum síðar. Það má segja að hún sé einskonar upp- gjör hans við þá voðaatburði sem mótuðu líf hans, beiskjulaus og hnitmiðuð samantekt vísindamanns sem reynir að skilja óskiljanlega at- burði. Árni Matthíasson Þú færð meira fyrir PENINGANA a þína ? ? ? flS Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐl & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun glcraugnaverðs á íslandi MILLJÓN ORÐA NIÐURSKURÐUR EN... Forvitnilegar bækur nokkrum árum. Er það byggt á vinsælu leikriti í Lundúnum sem verður sett upp í Iðnó í febrúar. Pétur Blöndal skoðaði þessa skemmtilegu bók og varð margs vísari, „ELSKU Elísabet drottning. Við erum þrír Kaliforníubúar og erum að skrifa heildarsafn Williams Shakespeares. Okk- ur datt í hug að það væri virkilega svalt ef þú tækir að þér að skrifa innganginn. Viltu vera svo væn að hafa orðin 500 eða færri. Með ástar- kveðjum, Adam, Jess og Daniel.“ Þremenningarnir sem standa að Hinni koðnuðu Shakespea- re smiðju eða „The Reduced Shake- speare Co.“ leituðu þannig fyrir sér þeg- ar kom að því að skrifa inngang að Heildarsafni Willm Shkpr (stytt útgáfa). Þeir fengu ekkert svar frá drottning- unni og reyndu að eigin sögn ýmislegt fleira til að fá meiri virðuleikablæ yfir útgáfuna, svo sem eins og að bjóða þennan heiður Kenn- eth Branagh, sem svaraði ekki frekar en drottningin, og að síðustu bandarisku sápuóperuleikkon- unni Heather Locklear, þar sem þau hefðu nú verið saman í menntaskóla. Allt kom fyrir ekki. Hún mundi vel eftir þessum lúðum með húðvandamálið og gaf þeim langt nef enda upp- tekin við að leika í Melrose Place. Þrátt fyrir þessar misheppnuðu (til)raunir aðstandenda Hinnar koðnuðu Shakespcare smiðju kom heildarsafn verka Shakespeares fyrir sjónir almennings. Það var samhljóða gamanleikritinu Sjeik- spír eins og hann leggur sig sem sýnt hefur verið við miklar vin- sældir í Lundúnum um árabil og má gera ráð fyrir að það seljist eins og heitar lummur ef marka má áhugann á leikritinu. Orðum fækkað um milljón En hver er þessi Shkpr? Gefin hafa verið út mörg hundruð heild- arritsöfn Shakespeares síðan hið fyrsta kom út árið 1623 en þegar ritstjóri Heildarsafns Willm Shkpr, J.M. Winfield, prófessor í bók- menntafræði, réttlætir þessa út- gáfu gerir hann það með orðunum: „Hún er miklu, miklu styttri". Enda viti allir grunnskólanemar að jafnvel þótt Shakespeare sé óum- deilanlega mesta leikskáld allra tíma hafi hann einfaldlega „verið of langorður". Og þetta er fyrsta heildarritsafn- ið þar sem tekið er á þessu vanda- máli. Á meðan heildarsafn verka Shakespeares frá Oxford spannar 1.258.762 orð eru aðeins notuð 32.044 í þessari nettu útgáfu og í ofanálag nokkrar fallegar myndir. „Við sniðgengum margar af inn- blásnum persónulýsingum Shak- espeares, vandlega hugsaðar sögu- fléttur, hina margræðu samfélagsádeilu og skelltum okkur beint í kynlífið og drápin," skrifar hinn virðulegi prófessor, J.M. Win- field. Hann spáir því að lokum að ef Shakespeare sjálfur sæi þessa út- gáfu kæmist hann þannig að orði: Daniel Singer, Jess Borgeson og Adam Long vfluðu ekki fyrir sér að stytta Shakespeare um nokkur milljón orð og skella sér beint að kjarna málsins, ofbeldi og kynlífi. „Afbragðs meiriháttar!“ Af sjeikspírskum kyntáknum Höfundarnir liggja heldur ekki á meiningu sinni. Jess Borgeson hef- ur áhyggjur af því að sól sín sem sjeikspírsks kyntákns fari hnigandi enda sé hárið á honum farið að þynnast og á ferilsskránni státi hann einna helst af því að hafa leik- ið svalir í Rómeó og Júlíu. Adam Long vitnar í ljóðið „Ylf- ur“ eftir Allen Ginsberg, þar sem línan „Glorhungraður, móðursjúk- ur, allsnakinn" kemur fyrir, og segir hana Iýsa best ástandinu á þeim þremenningum þegar þeir hafi tætt leikrit Shakespeares í sig og skrifað hina styttu útgáfu. Hann klykkir út með orðunum: „Megi skáldmögurinn fyrirgefa okkur.“ Loks leggur Daniel Singer orð í belg og segir að hugmyndin hafi kviknað er hann reif nokkrar vald- ar síður úr Hamlet, réðist á þær með hvassan pennann á lofti, réði til sín þrjá ókunnuga leikara og setti upp sýningu í anda sautjándu aldar. Ef hann hefði verið púaður niður hefði hugmyndin líklega fall- ið um sjálfa sig, en áhorfendur tóku uppátækinu vel og þar sem hann hafi verið ungur og vitlaus hafi hann haldið áfram á sömu braut. Nú er nóg komið! En hver er þessi Shkpr? Erum við einhveiju nær? Nei. Enda er blaðamaður aðeins kominn á síðu sextán í bókinni. Og hefur flett í gegnum hvern innganginn af öðr- um. Á síðu sautján er mynd af reið- um lesanda sem heldur kúbcini á lofti og haft er eftir honum: „Ég er bara venjulegur maður. Ég keypti þessa bók ásamt tveimur pokum af flögum og bjórkippu og er að lesa hana í auglýsingahléum á sjón- varpsleiknum á mánudagskvöldi. Fram að þessu hefur þetta verið tómt þvaður." Blaðamaður verð- ur að viðurkenna að hann er sammála og vonar bara að þessi reiði lesandi, sem virðist kraftalega vaxinn, sé ekki að lesa þessa blaða- grein, því þá væri voðinn vís. Eins og Shkpr hefði orðað það: „Best að halda áfram með smjörið." Raunar skrifar William Shakespeare sjálfur inngang að bókinni. Það er það fyrsta sem heyrist frá þessu mikla leikritaskáldi frá því hann varð allur í upphafi 17. aldar. Fyrir utan myndina Astfanginn Shake- speare sem allir vita auðvitað að var bara skáldskapur. Shakespeare seg- ist hafa orðið upp með sér er strákarn- ir báðu hann um að skrifa pistil frá höf- undi og bætir við: „Styttingin á þessum blaðsíðum er barna- leg, grunnhyggin og fáránleg. Sú er ástæðan fyrir því að útgáfan er svona mikilvæg og þrungin merkingu." Keppir við MTV og Nintendo Af hverju? Jú, þegar leikskáld hefur verið undir moldu í nokkur hundruð ár á það erfitt með að halda sinum sessi i menningunni á tímum MTV og Nintendo. Að ekki sé talað um netsokkabuxur og hringi í gegnum geirvörtur, sem Shakespeare nefnir sérstaklega. Ef til vill stendur hann í þakkarskuld við þremenn- ingana og Hollywood fyrir að halda í sér lífinu? Blaðamað- ur er nú orð- inn heldur grobbinn af því að vera kominn á blaðsiðu 24 / Heildar- safni Willm Shkprog búinn með inngang- inn frá þessum andans mönnum. Hann ætlaði sér svo sem aldrei að lesa lengra. Það er mun skemmtilegra að sjá bara leikritið þegar það verður sett upp hér á landi síðar í mánuðinum. Hvort hann er búinn að svara spurningunni um hver þessi Shkpr er, skal látið liggja á milli hluta. í því sambandi dettur blaðamanni í hug glerhús eftir Kristján Karlsson: Var Skarphéðinn Njálsson, er Einar Pálsson, eða hvað? Þeir um það. Norðmaður tjáir sig Naiv.Super. títg: J.W.Cappelens Forlag AS, 1996. Höfundur Erlend Loe. Bókin er 209 blaðsíður. Napóleoti BonapíKðe Ú l'"" •akaf.now’S*””'- EF eitthvað einkennir skáldskap yngri höfunda nú um mundir er það naumhyggja. Kostulegir karakterar, mai'gsnúnar fléttur og stórbrotinn stíll hafa vikið fyi-ir persónulegri tjáningu. Innblástur er sóttur í and- leysi og fáum spurningum er svarað en þeim mun fleiri varpað fram. Tónninn er oft þunglyndislegur og frásögnin rétt lullar áfram. Stundum svo hægt að lesturinn verður eins og að toga orðin upp úr niðurdregnum vini. Það sem sker úr um hvort maður nennir því eða ekki er einlægni. Skáldsagan Naiv.Super. segir frá 25 ára manni sem veit ekkert í sinn haus nema akkúrat það. Eina hlut- verk hans í lífinu er að dvelja í íbúð bróður síns á meðan sá er í Banda- ríkjunum. Þar eyðir hann dögunum í hugleiðingar um hvemig best sé að eyða dögunum. Annað slagið faxar hann lista yfir æskuminningar eða fyiirbæri sem hann saknar úr eigin lífi til besta vinar síns. En á kvöldin dundar hann sér við að kasta rauðum bolta í húsvegg. Eina manneskjan sem hann umgengst er fimm ára gamall drengur sem býr í næsta húsi. Þeir félagar skiptast á að telja upp dýrategundir sem þeir hafa séð með eigin augum og fai-a síðan einn dag- inn að kaupa Volvo handa bróðurnum í Bandaríkjunum. Það sem gerir þessa fábrotnu sögu að fi'ábærri sögu er tónninn. Hann er svo barns- lega einlægur að fljótlega er eins og maður sé að passa bókina frekar en lesa hana. Og þessi frá- bæra saga er eigin- lega engin saga held- ur meira bara tærar hugmyndir sem rétt hanga hver í annarri. Reyndar panikerar höfimdurinn lítillega undir lokin og lætur allt í einu eitthvað fara að gerast. A síðustu síðunum fer minna íyr- ir leiknum í skrifunum og það dregur frásögn- ina aðeins niður. Engu að síður er sjaldgæft að rekast á bækur sem eru skrifaðar af jafn miklu kæruleysi og sannfærandi getu í senn og Naiv.Super. Bókin kom út 1986 en hefur síðan verið endurprentuð ellefu sinnum og selst í um 80 þúsund eintökum í Nor- egi. Erlend Loe er að verða vinsæl- asti höfundur landsins og átti á tíma- bili bækur í þremur efstu sætum norska metsölulistans. Ný skáldsaga eftir Loe kom út í fyrra og síðar á ár- inu verður frumsýnd kvikmynd sem gerð er eftir handriti hans. Huldar Breiðfjörð SHAKESPEARE KEMUR ENN Á ÓVART Ovenjulegt heildarsafn verka Shakespeares kom út fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.