Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 39 því að þurfa ekki að þjást lengur. Þín ömmustelpa, Rakel. Á hverju sumri í 35 ár ríkti mikil eftirvænting hjá 20 laxveiðimönn- um er haldið skyldi til veiða og voru Auðbjörg og Gunnar með í þessum hópi. Oftast var farið í Mið- fjarðará og eru minningarnar flest- ar þaðan. Eftir veiðar daglangt var sest að kvöldverði, spallað og hleg- ið; lífið var dásamlegt. Nú ert þú sú fimmta í röðinni af hópnum sem kveður, Auðbjörg. Við vorum líka nokkur hjón sem fórum til veiða einu sinni á sumri í Gljúfurá. Þar var allt meira í sjálf- boðavinnu eftir veiðidaginn og þeg- ar karlmennirnir settust í stofu til vísindalegra samræðna fórum við kvenfólkið í eldhúsið til matargerð- ar og var oft hlegið dátt yfir pott- unum. Ráðstefnuferðin til Gardavatns og Feneyja á Italíu sem heppnaðist mjög vel, allt geymt í huga og hjarta. Á vetrarkvöldum voru samveru- stundir á þorrablótum og í öðrum veisluhöldum. Auðbjörg hafði mjög gaman af að sitja við arineld og bað oft um að við kveiktum í greni þeg- ar hún var stödd á okkar heimili. Fékk hún þá ósk uppfyllta. Nú eru minningamar eftir um vináttu og samverustundir og þökkum við fyrir okkur. Gunnar hefur misst lífsförunaut, og börnin þín Auðbjörg, þessi glæsti hópur, kveður móður, barna- börnin ömmu. Við sendum öllum okkar samúð- arkveðjur, Inger Jóhanna og Einar Arnórsson. Mig langar til að minnast ömmu minnar Auðbjargar Brynjólfsdótt- ur. Hún er mér minnisstæð sem hlýlegur og sterkur persónuleiki. Það var alltaf gott að koma til ömmu í Garðabæ því hún hafði ávallt tíma til að setjast niður og spjalla um allt á milli himins og jarðar. Amma var einstaklega ráðagóð kona með ákveðnar skoðanir og fór aldrei dult með þær. Það gustaði af henni hvar sem hún kom og hún hafði sérlega sterka og góða nær- veru. Amma hafði alla þræði fjöl- skyldunnar í hendi sér, því hún var miðjan. Hún passaði upp á að öll- um liði vel og hvatti menn til dáða hvar sem þeir voru staddir í lífinu, því fjölskyldan var henni allt. Hún fylgdist náið með allri fjölskyldu sinni og lét sig öll mál varða. Kannski skildi hún öðrum fremur að lífið er stutt og að lífsklukkan tifar yíir okkur án þess að við fáum nokkuð við ráðið. Þess vegna lagði amma mikið upp úr því að fjöl- skyldan kæmi saman og gerði sér glaðan dag. Amma var einstaklega gjafmild kona og var lifandi ímynd þess að sælla er að gefa en þiggja. Þegar maður kom í heimsókn bar hún alltaf það besta fram og ekkert var til sparað, hún var sannarlega höfð- ingi heim að sækja. Það var ósjald- an sem hún laumaði einhverju að manni þegar maður kvaddi hana eftir ánægjulega heimsókn. Amma í Garðabæ mundi ávallt eftir af- mælisdögum okkar barnabarnanna. Einkenni ömmu minnar var ósér- hlífni. Hún hafði reynt margt í líf- inu og bæði fengið meðvind og mótbáru en sú seigla sem hún hafði var aðdáunarverð því hennar líf- speki var þessi: „Aldrei að gefast upp þó á móti blási“. Þessi heilræði hennar hef ég reynt að tileinka mér í lífinu. Draumar voru ömmu í Garðabæ hugleiknir og hún trúði á drauma, því oftar en ekki rættust draumar hennar. Hún var sá spámaður sem íjölskyldan gat treyst á og leitað til í þeim efnum. Það afl og sá kraftur sem hún bar með sér hafði góð og hvetjandi áhrif á alla þá sem kynntust henni. Hún stóð með þeim, sem voru minnimáttar og ávann sér traust þeirra sem hún starfaði með. Það var ánægjulegt að geta sýnt henni nýjasta barnabarnabarnið hennar sem hún hafði á orði að væri eitt lítið kraftaverk. Hvert nýtt barn sem fæddist inn í fjöl- skylduna var stolt hennar og merk- isberi. Guð blessi og styrki afa minn, Gunnar Kristinsson, í sorginni, því missir hans er mikill. Blessuð sé minning ömmu minn- ar. Brynhildur Gunnarsdóttir. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Auðbjörg hafði starfað í tuttugu ár hjá Félagsþjónustunni í Furu- gerði 1 og skilað sínum verkum með mikilli prýði. 1. nóvember síðastliðinn varð hún sjötug og hefði með réttu átt að hætta störfum. En hún var ekki tilbúin til þess. Stuttu fyrir afmæl- isdaginn sinn bað hún um að fá undanþágu til að halda áfram störf- um. Ánægja hennar var ólýsanleg þegar þetta leyfi var fengið. En það kom aldrei til þess að hún nýtti sér þessa undanþágu. Hún veiktist nokkrum dögum fyrir afmælið sitt og nú tveimur og hálfum mánuði síðar fylgjum við henni til grafar. Við kveðjum góðan vinnufélaga, stórbrotna og mikilfenglega konu og biðjum henni guðsblessunar. Ættingjum og aðstandendum Auðbjargar sendum við okkar bestu samúðarkveðjur. Minningin um góða konu lifir. Fyrir hönd samstarfsfólks í Heimaþjónustunni í Hvassaleiti. Lilja Hannesdóttir. Elsku amma mín. Ég trúi því varla að ég sitji hér og skrifi minn- ingarorð um þig. Manstu þegar við fórum að Þingvallavatni, bara við þrjú, ég, þú og Egill? Manstu eftir því þegar við spiluðum peninga- Olsen og þú skiptir 400 kr. á milli mín og Egils svo að við gætum far- ið niður í Nesbúð og keypt okkur nammi? Og þegar þú fékkst u.þ.b. þriggja punda fisk á fluguna og þú kallaðir á Egil að koma með háfinn og þið reynduð að ná fiskinum en þú misstir hann af því að þið voruð ekki í stígvélum. Svo verð ég líka að viðurkenna fyrir þér að þegar Egill kallaði í þig og sagðist hafa slitið þá var hann bara að plata. Við klipptum á línuna til þess að fá að fara út á bát, okkur langaði svo út á bát að róa. Fyrst hélstu að við kynnum ekki að róa en svo varstu alltaf að segja að við kynnum vel að róa. Síðast þegar ég sá þig fríska varstu svo glöð og hress enda varstu það yfirleitt. Þú vildir allt fyrir mann gera og svo varstu alltaf með nammifötuna inni í skáp handa okkur krökkunum. Manstu líka ekki eftir því þegar ég borðaði svo lítið og þú varst alltaf að segja mér að borða meira en ég borðaði alltaf nóg af sælgætinu! Elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma þér. Ég mun alltaf muna eftir þér. Þú verður ætíð í hjarta mínu og huga, mér þykir svo vænt um þig. Vertu sæl, elsku amma mín. Ástarkveðja. Sara Björg. GUÐRÚN MAGNEA SÍMONSEN + Guðrún Magnea Simonsen fædd- ist í Reykjavik 2. des- ember 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 13. janúar siðastliðinn. Foreldrar hennar voru John Martin Símonsen, bflstjóri í Reykjavík, f. í grennd við Tromsö í Noregi, 25.7. 1889, og Þórunn Vil- hjálmsdóttir frá Húnakoti í Þykkva- bæ, f. 19.5. 1892, d. 13.10. 1977. John og Þórunn slitu samvistir. Systkini Guðrúnar eru: 1) Ottó Wilhelm Símonsen, f. 19.9. 1916, d. 22.8. 1979. Ottó kvæntist Emilíu Símonsen og eiga þau fimm böm. Ottó bjó síðustu ár ævi sinnar í Colorado í Bandarikj- unum. 2) Klara Ber- tína Tryggvason, f. 10.12. 1918, gift Jó- hanni Tryggvasyni, sem nú er látinn, og em böra þeirra sex talsins. Klara er bú- sett í Englandi. 3) Hálfsystir Guðrúnar, sammæðra, er Jenný Jakobsdóttir, f. 17.11. 1935, gift Guðmundi Agnarssyni. Jenný á tvö börn. Fjölskylda Guðrúnar fluttist til Bergen í Noregi þegar hún var á fysta ári. Tveimur árum síðar slitu foreldrar hennar samvistir og fiuttist Þómnn þá heim til íslands ásamt böraum sfnum. Guðrún ólst 'j. upp í Reykjavík og lauk gagn- fræðaprófi frá Ingimarsskóla, en að því loknu hélt hún út á vinnu- markaðinn. Hún vann m.a. hin ýmsu skrifstofustörf og seinast hjá Bandaríkjaher á Keflavíkurflug- velli. Hún varð að láta af störfum árið 1970 eftir alvarlegt slys. Henni varð ekki baraa auðið. Guðrún var ógdft en vinur henn- ar til langs túna var Sveinn Pét- ursson, sem nú er látinn, og ferð- uðust þau víða saman, bæði innan lands scm utan. Siðastliðin 18 ár bjó Guðrún á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Sambýliskona hennar þar var Jóhanna Edda Sumarliða- dóttir. Utför Guðrúnar fór fram fimmtudaginn 20. janúar í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku Gunna frænka, nú hefur þú fengið hvfldina sem þú þráðir. Það er samt skrítið að geta ekki lengur tek- ið upp símtólið og heyrt röddina þína eða skroppið austur fyrir fjall og heimsótt þig. Ég mun alltaf sakna lifandi frásagna þinna. Það var svo gaman að hlusta á þig segja frá og þú þreyttist aldrei á að svara endalaus- um spurningum mínum um fjöl- skylduna og lífið á þínum yngri ár- um. Smitandi hlátur og glettnisblik í augum voru meðal einkenna þinna. Ég man að þegar ég var lítil stelpa hlakkaði ég til að skríða upp í til þín á kvöldin og hlusta á sögurnar þínar. Ég man líka að ég var vön að segja þér að mér þætti þú svo mjúk og það væri líka alltaf svo góð lykt af þér. Þannig varst þú, Gunna mín, falleg að innan sem utan og þannig mun ég alltaf minnast þín. Það fór aldrei á milli mála hvað þér þótti vænt um systkinaböm þín og -bamabörn. Þú fylgdist vel með okkur og alltaf var heimili þitt skreytt Ijósmyndum af okkur sem þú sýndir öllum gestum þínum. Elsku Gunna, ég mun aldrei gleyma þér og þú verður alltaf „amma“ mín í minningunni. Man eg afl andans í yfirbragði ogástinabjörtu erúraugumskein. Varhúnméræ semávorumali grös hin grænu guðfógur sól. (Jónas Hallgrímsson) Þín Jenný Guðrún. + Ólöf Þóra Ólafs- dóttir fæddist á Garðsá í Önguls- staðahreppi í Eyja- firði 22. janúar 1920. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Seli 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Sigur- jónsson bóndi frá Brekku í Önguls- staðahreppi, f. 6.4. 1897, d. 30.8. 1954, og Jakobma María Ámadóttir húsmóðir frá Skálpagerði í Öngulsstaðahreppi, f. 25.12. 1891, d. 24.7.1955. Bróðir hennar er Haraldur Ól- afsson, f. 5.10. 1929, kvæntur Fyrstu minningar af ömmu eru síðan ég var lítill snáði og bjó heima í Bakkahöllinni. Þegar ég vaknaði á morgnana og skottaðist fram í eld- hús var amma ævinlega komin á stjá og farin að bardúsa. Þá var sest nið- ur, ég uppi á borði með fæturna í kjöltu hennar, og síðan var spjallað á meðan stráknum var gefið að borða. Svona var amma, alltaf til- búin að snúast í kringum okkur börnin svo þeim mætti líða sem best og þegar tengdabörnin bættust við, Brynju Hermanns- dóttur. Þau eiga þrjú böra, Hermann, Ólaf Öra og Guðrúnu Mar- í'u, og átta barnabörn. Hinn 23. desember 1943 giftist Ólöf Erni Péturssyni bifreiðar- stjóra frá Hauksstöð- um á Jökuldal, f. 23.12. 1922, d. 2.1. 1999. Foreldrar hans voru Pétur Friðrik Guðmundsson bóndi, f. 30.6. 1879, d. 29.9. 1962, og Aðalbjörg Jónsdóttir farkennari og húsmóðir, f. 29.6. 1893, d. 11.7. 1950. Öra og Ólöf bjuggu lengst af í Hafnarstræti 47 á Akureyri. Böra Amar og Ólafar eru: 1) Ólafur gilti það sama um þau. Það var ann- að sem einkenndi Ólöfu ömmu og það var glettni og hnyttni í tilsvör- um, þeim frábæra eiginleika hélt hún alveg fram á það síðasta. Langömmubörnin muna senni- lega bara eftir ömmu sinni uppi á Seli. Þar var vinsælt að skoða í skáp- inn hennar ömmu, gæða sér á „bal- lerínukexi" og prófa öll ilmvötnin. Fjölskyldan var oft ansi vellyktandi eftir heimsókn til Ólafar ömmu. Síðustu minningarnar um ömmu Haukur Arnarson húsasmiður, f. 28.9. 1944. Hann er kvæntur Sig- urlaugu Öldu Þorvaldsdóttur hár- greiðslumeistara. Þau eiga fjögur böra, Hallfn'ði, Öra, Ólöfu Þóru og Sigurlaugu Elvu, og sex bama- börn. 2) Aðalbjörg Iljördís Amar- dóttir lyfjatæknir, f. 5.9.1950. Hún er gift Jóni Grétari Ingvasyni lyíjafræðingi. Þau eiga fjögur börn, Örn Ingva, Guðrúnu, Söndra Huld og Hörpu Lind, og tvö barna- börn. Eftir lát Sigrúnar Péturs- dóttur, systur Araar, 1963 bjó dóttir hennar og Helga Ágústsson- ar bifrciðarstjóra d. 24.1. 1995, Aðalbjörg Helgadóttir, f. 20.3. 1953, uppeldisfræðingur og kenn- ari, hjá Erni og Ólöfu fram yfir stúdentspróf. Sambýlismaður hennar er Víðir Krisfjánsson efna- fræðingur og eiga þau þrjú börn, Völu Björk, Vera og Viktor. Útför Ólafar fer fram frá Akur- eyrarkirkju 26. janúar og hefst at- höfnin klukkan 13:30. eru líka góðar. Við fjölskyldan skut- umst norður rétt fyrir jól og áttum góða stund með ömmu. Hún bauð okkur í messu með sér sem var jafnánægjulegt fyrir unga sem aldna. Síðan var drukkið kaffi á eft- ir. Nú er kveðjustundin komin og þótt við kveðjum þig með söknuði, vitum við að nú líður þér betur, kom- in til afa gamla. Bless, elsku amma. Örn Ingvi, Aldís, Júlía og Snædís. ÓLÖFÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN SNÆBJÖRNSSON, Veghúsum 31, áður bóndi í Mýrartungu II, Reykhólasveit, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans mánu- daginn 24. janúar sl. Aðalheiður Hallgrímsdóttir, Snæbjörn Jónsson, Júlíana Sveinsdóttir, Inga Hrefna Jónsdóttir, Árni Garðar Svavarsson, Ólína Kristín Jónsdóttir, Unnur Helga Jónsdóttir, Guðrún Erla Baldursdóttir, Svavar Jón Árnason. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför JÖRGENS M. JÖRGENSEN, Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík. Minerva Bergsteinsdóttir, Inger Jörgensen, Ágúst Ingi Ágústsson, Þórunn Gísladóttir, Jóhannes Jónsson, Sigurður Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. tv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.