Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 41 MINNINGAR MAGNUS J. GEORGSSON + Magnús J. Georgsson fædd- ist í Reykjavík 24. desember 1930. Hann lcst á heimili sínu 18. janúar síð- astliðinn og fúr útfbr hans fram frá Sel- tjarnarneskirkju 25. janúar. Kveðja frá ÆSIS Heiðursmaður er fallinn, Magnús Georgsson. Magnús var einstakt valmenni. 011 hans framkoma var mörkuð þeirri hlýju og þjónustulund sem best gerist meðal manna. Magnús starfaði að íþrótta- og æskulýðsmálum alla sína tíð. Hann var skipaður framkvæmdastjóri fyrsta íþróttahúss Seltjarnarness ár- ið 1967 og því starfi gegndi hann til dauðadags. Ávallt studdi hann við íþróttafélagið Gróttu sem þar tók til starfa. Magnús var „sérfræðingur" á tæki og tól, hvort heldur í sundlaug eða íþróttahúsum bæjarins. Hann sparaði bæjarfélaginu dágóðan skildinginn í gegnum árin með verkkunnáttu sinni. Hann var sífellt að fylgjast með nýjungum og á liðnu ári fór hann ásamt samstarfsmanni sínum til Evrópu til að skoða helstu nýjungar í sundlaugamannvirkjum. Um leið og ég fyrir hönd Æsku- lýðs- og íþróttaráðs Seltjarnamess færi Magnúsi Georgssyni hugheilar þakkir fyrir frábært starf og framlag hans til æskulýðsmála eru hans nán- ustu fluttar innilegustu samúðar- kveðjur við fráfall hans. F.h. ÆSÍS, Ásgerður Halldórsdóttir, formaður. Fallinn er frá Magnús Georgsson framkvæmdarstjóri Iþróttamið- Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. stöðvar Seltjamarness. Hans verður saknað á vinnustað, því hægt er að setja samasemmerki á milli íþróttamið- stöðvarinnar og Magga. Þar var hann búinn starfa frá því að hafist var handa að byggja fyrsta íþrótta- húsið 1968. Ég kem til samstarfs við Magga haustið 1984 þegar ég ræð mig til Iþróttamiðstöðvarinn- ar sem kennari og síð- an 1997 sem samstarfs- maður í rekstri íþróttamið- stöðvarinnar. Áður vissi ég vel hver Maggi var því hann og pabbi unnu saman í vélsmiðjunni Héðni. Hann var mér líka minnisstæður því hann ók alltaf gljáfægðum Saab og skipti mjög ört um bíla, oftar en tíðkaðist í þá tíma og sagðist vera í áskrift hjá umboðinu. Maggi var Ijúflingur og hafði ríka þjónustulund, gat þó verið fastur fyrir og hafði öðlast mikla reynslu í starfsemi sundlauga og íþróttahúsa í gegnum tíðina. Það er í mörg hom að líta í rekstri slíkra fyrirtækja. Það eru margir sem sækja þessa þjón- ustu og að gera flestum til hæfis krefst stöðugrar árvekni. Magnús vakti yfir tólum og tækjum dag og nótt og sá til þess að hafa alla hluti í lagi. Það var oft gaman að vera með honum í kjallaranum undir lauginni þar sem flókin samsetning röra og rafmagnstækja slógu sinn ákveðna takt með undirspili suðandi dæla. Þar var hann á heimavelli og þekkti hvern blett eins og lófann á sér. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar við röltum niður í kjall- ara og vorum í hrókasamræðum og þegar Maggi opnar dyrnar að tækja- salnum snarþagnar hann og hleypur innst inn í salinn að einni dælunni og sagði, „er helvítis dælan búin að gefa sig aftur.“ Ég leit á hann forviða og spurði hvemig henn hefði vitað það. „Nú ég heyrði ekkert í henni“. Ég áttaði mig á því að segja ekki meira en skildi tilfinninguna sem hann hafði fyrir þessu. Ef takturinn breyttist þá fór Maggi á stúfana og fann strax út hvar bilunin var. Það verða viðbrigði að njóta ekki lengur handbragðs hans og kunnáttu. Hann bar hag starfsmanna sinna fyrir bijósti og tók líðan þeirra oft inná sig og vildi fyrstur laga alla mis- klíð ef hún kom upp. Hann var hjálp- fús og vildi öllum vel en var sjálfur lítillátur. Ég minnist Kölnarferðar sem við fóram saman í október síðastliðnum, þar sem Maggi lék á alls oddi. I þessa ferð fór hópur sem vinnur í kringum sundlaugar og og hefur far- ið annað hvert ár, síðan 1979, á sýn- ingu tengda sundlaugum og íþrótta- húsum. Þetta var hans fimmta ferð og þekkti hann því staðhætti orðið vel. I þessum hópi var hann vinsæll og fékk viðumefnið „pabbi“ þar sem hann var oft elstur í hópnum og bar ábyrgð á okkur þessum yngri og óreyndari. Magga vil ég þakka fyrir sam- fylgdina í gegnum tíðina. Hann var sterkur persónuleiki sem sást best á því æðraleysi sem hann sýndi í veik- indunum sínum, samofið samheldni þeirra hjóna og auðsjáanlegum kær- leik. Bía mín, þér, fjölskyldunni og öll- um aðstandendum votta ég mína innilegustu samúð. Haukur Geirmundsson. t Móðir okkar, JÓNÍNA HELGA PÉTURSDÓTTIR, Súluvöllum, sem lést á Sjúkrahúsinu Hvammstanga miðviku- daginn 19. janúar, verður jarðsett að Tjöm á Vatnsnesi fimmtudaginn 27. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Sesselja Eggertsdóttir, Guðmunda Eggertsdóttir. HELGA K. HALLDÓRS- DÓTTIR OLESEN Vegna mistaka í vinnslu birtist röng mynd með minningargrein um Helgu K. Halldórsdóttur Olesen á blaðsíðu 40 í Morgunblaðinu sunnu- daginn 23. janúar. Hlutaðeigendur era beðnir afsökunar á þessum leiðu mistökum. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunbæ 103, sem lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 18. janúar sl., verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 13.30. Kristinn Eysteinsson, Þórunn Sjöfn Kristinsdóttir, Halldór Melsteð, Þorgeir Sverrir Kristinsson, Unnur Melsteð, Benedikt Sveinsson, Páll Melsteð, Hulda Karlsdóttir, Kristinn Melsteð, Bryndís Axelsdóttir, Þórdís Melsteð og Björn Benediktsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför fööur okkar, tengda- föður og afa, HARALDAR SIGURÐSSONAR. Anna Snjólaug Haraldsdóttir, Þorgeir Pálsson, Gunnar Haraldsson, Ásta Benný Hjaitadóttir, Sigrún Þorgeirsdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Anna Sif Gunnarsdóttir, Gróa Björg Gunnarsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES V. ARASON, Suðurbyggð 21, Akureyri, er látinn. Jarðarför auglýst síðar. Albert Hörður Hannesson, Ágústa Stefánsdóttir, Elísabet Emma Hannesdóttir, Kolbrún María Hannesdóttir, Árni Grétar Árnason, Kristín Inga Hannesdóttir, Gylfi Gunnarsson, Margrét Alma Hannesdóttir, Kristján Ingimar Hallgrímsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGNE MARIE JÓNSSON, Laugarnesvegi 59, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 16. janúar, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 13.30. Karl Pétur Lárusson, Björn Lárusson, Gréta Lárusdóttir, Sigríður Karen Lárusdóttir, Marteinn Amby Lárusson, Bjarni Amby Lárusson, Lars ívar Amby Lárusson, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, DR. MAGNI GUÐMUNDSSON, lést á Hrafnistu aðfaranótt mánudagsins 24. janúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 2. febrúar kl. 13.30. Bergljót Magnadóttir, Guðmundur M. Magnason, Hjörtur Ö. Magnason, Kristín Magnadóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN FANNEY INGÓLFSDÓTTIR, Ásvallagötu 25, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 20. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 15.00. Ingólfur Hjaltalín, Kristrún Magnúsdóttir, Gunnar Hjaltalín, Helga R. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, LILJU SIGURÐARDÓTTUR frá Hvaleyri. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför AXELS H. MAGNÚSSONAR, Bjargarstíg 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks elliheimilisins Grundar. Systkini og frændfólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.