Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingmenn Samfylkingarinnar efndu til funda í Reykjaneskjördæmi Góðærið heimsækir heimilin í misjöfnum mæli Morgunblaðið/Kristinn Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson alþingis- menn ræðast við á fundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á föstudag. Fólk Jóhann Páll ráðinn til Geneologia Islandorum • Jóhann Páll Valdimarsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri For- lagsins og forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Máls og menn- ingar, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Genealogia Is- landorum hf. - Gen.is, sem stofnað var á síð- asta ári og hygg- ur á um- fangsmikla bókaútgáfu auk þess að reka ættfræðigagnagrunn til vís- indarannsókna og sögulegan upp- lýsingagrunn á Netinu. Jafnframt því að veita Gen.is for- stöðu mun Jóhann Páll gegna starfi útgáfustjóra dótturfyrirtækis Gen.is sem annast á útgáfu fagur- bókmennta og og annarra bóka fyrir almennan markað. Hefur þegar ver- ið gengið frá samningum um útgáfu verka eftir ýmsa þekkta rithöfunda þjóðarinnar. Þá hefur Egill Jó- hannsson verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri Gen.is. Gen.is var stofnað í maí 1999 en sl. haust var formi þess breytt úr ehf. í hf. þegar nýir fjárfestar komu að rekstrinum. Gengið var þá frá kaup- um og yfirtöku á tveimur eldri einkahlutafélögum, Bókaútgáfunni Byggðum og búum ehf. og Ættfræð- istofu Þorsteins Jónssonar. Hluta- fjárútboði í hinu nýja félagi lauk í desember sl. ÞINGMENN Samfylkingarinnar á Reykjanesi héldu níu fundi í kjör- dæminu í síðustu viku undir yfir- skriftinni „Til móts við nýja tíma“ og var sá síðasti haldinn í Hafnarfirði á fostudagskvöld. Þar var m.a. rætt um komandi stofnfund Samfylking- arinnar í mars eða apríl nk. og þau málefni sem Samfylkingin þyrfti að einbeita sér að. Ríkisstjórnin var einnig harðlega gagnrýnd af fundar- mönnum og hömruðu þeir á því að hið svokallaða góðæri hefði ekki náð til allra þegna þjóðfélagsins. Ása Richardsdóttir, formaður kjördæmafélags Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi, hóf fundinn á föstudag og lagði áherslu á mikil- vægi þess að byggja upp öflugt starf hreyfingarinnar í kjördæminu. Benti hún á að kjördæmið væri samansett úr misstórum en sterkum bæjarfé- lögum sem væru orðin verðugur keppinautur við höfuðborgina um fólk, þjónustu, menningarstofnanir og menningarlega afþreyingu. Rannveig Guðmundsdóttir alþing- ismaður gerði góðærið m.a. að um- talsefni og sagði að valdhafar lands- ins hefðu ekki tryggt að góðærið færi til fjöldans. „Meðan valdhafarn- ir tala um hvað allt sé gott þá er hér til staðar bakhlið á góðærinu. Áður óþekkt skuggahlið stækkar, svo sem áreiti, ofbeldi, öryggisleysi, van- metakennd, vímuefnaneysla, sjálf- svíg og sorg. Velsæld og góðæri heimsækja heimilin í þessu landi í misjöfnum mæli,“ sagði hún. Þórunn Sveinbjamardóttir al- þingismaður minntist m.a. á hve fundir þeir sem hún hefði verið á í síðustu viku hefðu verið góðir en um leið ólíldr. „Það hefur raunar verið athyglisvert hversu ólíkir þessir fundir hafa verið. Á sumum fundum kemur fólk upp og lýsir yfir sam- stöðu sinni með Austfirðingum vegna álversins og virkjar.afram- kvæmda en á öðrum fundum kemur fólk upp í pontu og lýsir þungum áhyggjum sínum af umhverfismál- unum og af stefnu okkar hreyfingar í þeim.“ Þórunn benti á í sambandi við þetta að umhverfismálin væru grundvallarmál framtíðarinnar. „Ég held að það sé einungis gott til þess að vita að breiddin í Samfýlkingunni skuli vera með þeim hætti sem raun ber vitni vegna þess að við ætlum að starfa saman í einni stórri hreyfingu og líma hana vel saman. En það þýð- ir líka að við þurfum að vinna heima- vinnuna okkar. Við þurfum að vinna heimavinnuna okkur í umhverfis- málunum og við þurfum reyndar líka að vinna heimavinnuna okkar í mjög mörgum öðrum málaflokkum. Áð- eins þannig verðum við betri. Aðeins þannig getum við boðið þessari þjóð upp á stefnu sem hún á skilið að fá. Og aðeins þannig getum við tekist á við þær miklu breytingar sem þetta samfélag er að ganga í gegnum." Staðreyndir blasa við í hverju horni I máli Guðmundar Árna Stefáns- sonar alþingismanns kom fram að andrúmsloftið meðal fólks í kjör- dæminu hefði breyst talsvert á um- liðnum sex mánuðum eða frá síðustu alþingiskosningum. Hann sagði að á vinnustaðafundum í kosningabarátt- unni hefðu orð Samfylkingarmanna um að ekki væri allt sem sýndist í efnahagslífinu fallið í grýttan jarð- veg. Nú hins vegar, sagði hann, blasa staðreyndirnar við í hverju horni. Benti hann til að mynda á að verð- bólgan væri upp á sex prósent og sagði hann það reyna strax á pyngju fólks. Þá sagði hann að ríkisstjómin hefði aukið á „misrétti og launamun í þessu samfélagi". Fleiri en þingmenn tóku til máls á þessum fundi og var í umræðunum farið víða. Meðal annars var rætt um það hvernig standa skyldi að kosn- ingu formanns og varaformanns Samfylkingarinnar á stofnfundinum á næstu mánuðum og komu m.a. fram hugmyndir um landskjör. Þótt sú hugmynd yrði ekki útrædd lýstu einstaka fundarmenn stuðningi sín- um við hana. Reynt að selja framhaldsskolanemum fíkniefni með skipulögðum hætti Hert eftirlit með dansleikjum Trúnaðarmaður hjá SVR segist aldrei hafa fundið fyrir jafnmikilli gremju og reiði vegna launamála og nú Krefjast þess að laun vagnstj óra ver ði leiðr étt Fulltrúar borgarinnar og vagnstjóra sátu á samningafundi í gær og fyrradag. Vinstra megin við borðið silja fulltrúar vagnstjóra, Sigurbjörn Halldórsson og Jónas Engilbertsson, hinum megin fulltrúar borgarinnar, Birgir Björn Sigurjónsson (lengst til hægri), Grétar Jónasson og Hörður Gíslason. Fjarverandi var Marías Sveinsson, sem er í nefnd vagnstjóra. STEFÁN Benediktsson, aðstoðar- skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, kveðst líta það mjög alvar- legum augum sem fram kom í Morg- unblaðinu, að í ljós hefði komið við rannsókn nýja e-töflumálsins svokall- aða að reynt hefði verið að selja eitur- lyfið á skóladansleikjum framhalds- skólanna með skipulögðum hætti. Hann sagði að unnt væri að koma í veg fyrir að þetta ætti sér stað inni á dansleikjunum og yrði allt eftirlit hert verulega með sölu á miðum á dansleikina þannig að skólayfirvöld vissu hveijir væru á dansleikjunum. Erfiðara væri að ráða við slík tilvik Ljósastaur ekinn niður KARLMAÐUR hátt á þrítugs- aldri var fluttur á slysadeild til sýnatöku í fyrrinótt vegna gruns lögreglunnar í Kópavogi um ölvun við akstur. Ökumaðurinn ók niður ljósa- staur á Digranesvegi, sem hafnaði alllangt frá stæði sínu eftir höggið. Viðgerðarmaður frá Orkuveitu Reykjavíkur var strax kallaður á vettvang til að sinna fyrstu viðgerð á staum- um og viðgerðarflokkur endur- reisti hann síðan í gær. Bifreið mannsins var dregin í burtu með kranabifreið, en maðurinn sjálfur mun ekki hafa slasast. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er mjög algengt að Ijósastaurar skemmist vegna ýmiss konar óhappa í umferðinni. kæmu þau upp íyrir utan þar sem dansleikirnir væru haldnir og laga- lega réðu skipuleggjendur ekki við það. Starfsfólk verði á varðbergi Lái'us Bjarnason, rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð, segir að í Ijósi umræðunnai' komi það sér ekki á óvart að reynt hafi verið að selja e-töflur á skóladansleikjum. Hann segir að starfsfólk á vegum skólans á skólaböllum sé sérstaklega beðið um að vera á varðbergi gagnvart þessu en lögsaga skólans sé fyrst og fremst inni á stöðunum og við þá. Skólinn geti ekki tekið að sér löggæslu á stóru svæði fyrir utan staðina. Lárus segir að starfsfólkið eigi að þekkja til þessara mála og haldnar hafi verið kynningar til þess að hjálpa því að bera kennsl á fíkniefni. Hann segir að ekki hafi komið upp staðfest tilvik af þessu tagi í sambandi við dansleiki á vegum Menntaskólans í Hamrahlíð en miðað við umræðuna geti enginn talið sig óhultan hvað þettavarðar. Sara Bjarney Jónsdóttir, formaður nemendafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti, segir að það komi sér mik- ið á óvart að e-töflum hafi verið dreift með skipulegum hætti fyrir utan skólaböll framhaldsskólanna. Hún kveðst 'aldrei hafa heyrt um að þetta hafi gerst. Þó hafi hún orðið vör við ummerki um fíkniefnaneyslu eftir skólaböll. Hún segir að nemendur í skólanum og kennarar annist gæslu á skólaböllum og hugsanlega þyrfti fleiri kennara í gæsluliðið og hugsan- lega einhveija utanaðkomandi aðila vegna þess að nemendur hefðu í raun meiri hug á því að skemmta sér held- ur en að halda uppi strangri gæslu. „ÉG hef starfað hjá þessu fyrirtæki í yfir 20 ár og þar af fjögur ár sem trúnaðarmaður og ég hef aldrei áður fundið fyrir jafnmikilli gremju og reiði vegna kjaramála og nú. Menn eru hreinlega að springa,“ segir Sig- urbjöm Halldórsson, einn trúnaðar- manna vagnstjóra hjá SVR, en við- ræður standa nú yfir milli borgarinnar og vagnstjóra um launa- kjör. „Það sem við emm að fást við núna er langvarandi uppsafnaður vandi. Ég varaði við því í fyrravor að það yrði erfitt að fá vagnstjóra til starfa ef laun þeirra yrðu ekki bætt. Stjórn- endur fyrirtækisins mótmæltu því í fjölmiðlum og sögðu að það væri nóg til af fólki. Staðreyndin er hins vegar sú að í allt fyrrasumar var fyrirtækið undirmannað og menn keyrðu tvöf- alt dag eftir dag. Slíkt ástand gengur ekki til lengdar. Ástandið hefur lítið skánað í vetur. Það er alltaf verið að ráða inn nýja menn og mikil hreyfing er á starfsfólki því margir hafa hætt störfum. Staðan er þannig núna að það fást ekki menn til að sinna þessu starfi. Ástæðan er sú að launin eru svo lág,“ sagði Sigurbjöm. Sigurbjöm sagði að óánægja vagnstjóra með kjörin hefði leitt til þess að viðræður við Reykjavíkur- borg um bætt kjör hefðu hafist í ágúst á síðasta ári, en þá hefði óánægjan verið slík að menn ætluðu að fara í beinar aðgerðir til að þvinga fram leiðréttingar. Trúnaðarmenn hefðu hins vegar beitt sér fyrir því að menn biðu með aðgerðir í von um leiðréttingar af hálfu borgarinnar. Ekkert hefði hins vegar komið út úr þessum viðræðum og trúnaðarmenn sættu því núna gagnrýni frá félögum sínum. Um áramót hefði borgin tekið í gagnið nýtt launakerfi og sumar stéttir borgarstarfsmanna hefðu þar fengið sanngjarna leiðréttingu. Um fimm milljónum hefði hins vegar ver- ið hent í um 200 vagnstjóra og það sæi hver maður að slík upphæð dygði skammt á ársgrundvelli. Aðgerðahópur vagnstjóra krefst tafarlausra aðgerða Sigurbjöm var spurður hvort ekki væri eðlilegt að taka á óánægju vagnstjóra í næstu samningum, sem rynnu út í lok þessa árs en hann svaraði því til að í því fælist engin lausn. Vagnstjórar hefðu verið skild- ir eftir á þessu samningstímabili og þeir þyrftu að fá leiðréttingu strax áður en þessi kjarasamningur rynni út. Ef málin væm látin bíða fram að næstu kjarasamningum myndi ekk- ert annað gerast en að launabil milli vagnstjóra og annarra myndi enn aukast. Trúnaðarmenn vagnstjóra áttu annan fund með samningamönnum borgarinnar í gær. Sigurbjörn sagði eftir fundinn að hann hefði ekki skil- að þeim árangri sem vagnstjórar hefðu vonast eftir. Borgin hefði boðið upp á breytt vaktakerfi en vagn- stjórar vildu fá hærri laun áður en breytingar yrðu gerðar á vaktakerfi. Aðgerðahópur vagnstjóra hefði nú til athugunar að fara nú þegar út í bein- ar aðgerðir. Sigurbjörn sagðist ekki geta útilokað að til þeirra yrði gripið strax í dag. Segja mætti að aðgerða- hópurinn hefði tekið málið úr hönd- um trúnaðarmanna, en það endur- speglaði vel gremju vagnstjóra yfir þróun mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.