Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 37 íkina enda þá þegar orðinn þekktur harmónikkuleikari og kirkjuorgan- isti. Þarna átti ég tvo dýrðlega kennsluvetur, sem aldrei gleymast. Nokkru síðar hvarf ég til starfa á Austurlandi og var þar samfleytt í 45 ár. Þessi tími rauf eiginlega vina- og ættarböndin og þegar ég fluttist suð- ur 1984 var komið stórt skarð í ættar- garðinn. Mér tókst þó að ná sam- bandi við Guðbjörn og áttum við nokkra góða samfundi og minntumst fyrri daga, okkur báðum til mikillar ánægu. Hann mundi þann tíma miklu betur en ég og sagði mér frá mörgum skemmtilegum atburðum sem ég var búinn að gleyma. Hann var þá þegar farinn að kenna þess sjúkdóms sem nú hefur lokið verki sínu. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Guðbjöm Einarsson frænda minn. Gunnar Ólafsson. Ég sit á milli ömmu og afa í jepp- anum og við erum á leið í sveitina. Það er vetur og snjór yfir öllu og myrkur allt í kringum okkur og það sést ekkert nema djúp hjólför í snjónum sem bílljósin lýsa upp fyrir framan bílinn. Ég er um það bil 4-5 ára gömul þegar þetta var og þetta er mín fyrsta minning um hann afa minn, Guðbjöm Einarsson frá Kára- stöðum. Undanfarnar vikur og daga þegar ljóst var að hann afi ætti stutt eftir af þessu lífi og myndi brátt kveðja, hafa minningamar streymt fram og hug- urinn reikað aftur til æskuáranna þegar ég var í sveitinni hjá ömmu og afa. Það er ómetanlegt að hafa haft tækifæri til þess að fá að alast að miklu leyti upp í sveit og kynnast líf- inu í sveitinni og að læra að meta náttúmna og lífið í kringum mig. Við afi sátum stundum upp í brekku og spjölluðum saman. Hann var svo stoltur af sveitinni sem var honum svo kær og þama sátum við saman og hann kenndi mér nöfnin á fjöllunum sem við sáum og hann benti mér á blómin í kringum okkur og sagði mér nöfnin á þeim. Hann vissi hvað öll blómin hétu og hann þekkti nöfnin á öllum fuglum sem til em á Islandi. Ég hafði sérstaklega gaman að hrossagauknum því að hann gaf frá sér svo skemmtileg hljóð. Og á sumr- in var alltaf maríerluhreiður inni í fjárhúsi og afi sagði mér að maður ætti aldrei að hreyfa við fuglshreiðr- um því það gæti fælt fuglinn frá hreiðrinu. A veturna hafði ég mjög gaman af að fara í fjárhúsin með afa og hjálpa honum að gefa á garðana. Ég var ekki lítið stolt af því þegar ég fór að geta farið með fullt fangið af heyi og gat gefið ein á garðana og afi var inni í hlöðu að losa heyið. Þetta vom góð- ar stundir og samvemstundir okkar vom mér svo dýrmætar. Mér er eitt alveg sérstaklega minnisstætt um hann afa. Það var um vetur og ég átti að reka kindumar niður í hraun og þær áttu að fara yfir brú sem var yfir lækinn og svo upp í höfða og út um hlið þar og svo þaðan niðrí hraun. Það var nýfallinn snjór yfir öllu og allt hvítt hvert sem litið var. Þegar kindumar komu að brúnni stoppuðu þær þar og fengust ekki með nokkm móti til að fara yfir brúna. Ég stappaði, kallaði og hóaði og lét öllum illum látum en ekkert dugði. Þær fengust ekki með nokkm móti til að fara yfir brúna. Ég hljóp þá til afa og sagði honum að kindum- ar neituðu að fara yfir brúna. Hann rölti þá með mér niður eftir og hann gekk í gegnum kindahópinn og kall- aði á þær og þær eltu hann yfir brúna eins og ekkert væri. Svona var afi. Það var alveg einstakt að fylgjast með honum sinna dýmnum. Hann sinnti þeim af svo mikilli alúð og natni. Það er af svo mörgu að taka þegar ég hugsa aftur í tímann og minning- arnar em svo margar og góðar og mér finnst afi hafa arfleitt mig að miklum fjársjóði. Það er ást á náttúr- unni og sveitinni og öllu lífinu í kringum okkur. Ég er þakklát fyrii- að hafa átt svona yndislegan afa sem gaf mér svo mikið og ég mun varð- veita minninguna um hann í hjarta mínu alla tíð. Guð blessi minningu hans. GUÐRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR + Guðrún Guð- björnsdóttir fæddist á Bjarnar- nesi í Kaldrananes- hreppi í Strandasýslu hinn 11. október 1922. Hún lóst á Landspítalanum hinn 17. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörn Bjarnason, f. 26. september 1880 á Eyjum í Kaldrana- neshreppi, d. 25. október 1952 á Hólmavík, og Katrín Kristín Guðmundsdóttir, f. 19. október 1885 á Klúku í Kaldrana- neshreppi, d. 20. janúar 1967 í Reykjavik. Guðrún átti tíu systk- ini, Gunnar, Sigríði, Bjarna, Önnu, Kristbjörgu, Elínu, Arn- grím, Þorstein, Margréti og Torfa. Hinn 16. júlí 1953 giftist Guð- rún, Þórði Bjömssyni frá Hólma- vík. Foreldrar hans vom Bjöm Björnsson og Guðbjörg Níelsdótt- ir. Guðrún og Þórður eignuðust sjö böm. Þau eru: Bára, f. 26. okt. Ástina mun dreyma. Trúin mun treysta, aðeinhvemveginn, einhvers staðar munum við hittast aftur. Lífið er sterkara en dauðans kraftur. Ástin týnir aldrei sínum. Hugurinn leitar aftur til æskuára í Keflavík, er við hugsum til þín, elsku amma, til samverustunda okkar í gegnum tíðina því þú varst alltaf til staðar, hluti af tilverunni. Allar heimsóknimar, öll jólaboðin þín þar sem öll fjölskyldan safnaðist saman, ræddi málin, spilaði og gerði sér glaðan dag. Þú varst höfuð fjöl- skyldu þinnar og öll bárum við mikla virðingu íyrir þér, enda varstu mikil kona, hlý, góð, ákveðin, orðheppin, hnyttin og skemmtileg að tala við og lást ekki á þínum skoðunum. Hin síðustu ár fór að draga fyrir sólu í lífi þínu, en við systkinin feng- um að njóta þín og afa á gamlárs- kvöld og það er okkur ómetanlegt. 1943, maki Hrafn- kell Óskarsson, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn; Gunnar, f. 4. jan. 1945, maki Toby Sigrún Herman, hann á fimm börn og sex barnabörn; Guð- björg, f. 1. apr. 1946, maki Jón Valdimars- son, eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn; Sævar, f. 15. mars 1947, d. 14. okt. 1985, maki Sæ- rún Ólafsdóttir, hann átti eina dóttur; Valtýr, f. 14. apr. 1950, ókvæntur og barnlaus; Guðbima Kristín, f. 19. feb. 1958, hún á þijú börn; og Þórdís Guð- rúnu, f. 28. nóv. 1961, hún á eina dóttur. Guðrún og Þórður hófu búskap á Hólmavík sumarið 1944, bjuggu þar til 1953 er þau fluttust suður til Reykjavíkur og stuttu seinna til Keflavíkur, þar sem þau bjuggu allt til ársins 1996. Þá fluttust þau á Seltjamarnesið. Að ósk Guðrúnar fór útför hennar fram í kyrrþey. Ekkert okkar grunaði að svo stutt væri eftir. Nú ertu komin til Guðs og við vit- um að Sævar tók þar vel á móti þér. Við söknum þín en þú lifir í Ijúfri minningu okkar, elsku amma. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt þvíaðþúerthjámér. (Sálmamir3:14) Síðustu samvistir mínar með þér eru mér kærar, aðeins viku fyrir andlát þitt, ég er svo glöð að hafa getað gert það sem þú baðst mig um. Síðasta skiptið sem ég sá þig varstu sárþjáð á spítalanum en samt hafðir þú Hrafnkel minn efst þér í huga og spurðir um hann eins og allt- af. Amma mín, ég veit að þú gætir hans vel og leiðbeinir mér í umönnun hans, því hann bræddi hjarta þitt. Ég veit líka að þú tekur vel á móti honum þegar hans tími kemur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SCHUMANN DIDRIKSEN, Hverafold 27, Reykjavík, lést laugardaginn 22. janúar. Dagmar Didriksen, Rúna Didriksen, Ásmundur Jóhannsson, Bjarma Didriksen, Guðmundur Gunnarsson, Siri Didriksen, Rita Didriksen, Ásmundur Pálmason, Schumann Didriksen, Heidi Didriksen, Diba Didriksen, barnabörn og langafastrákur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GÍSLASON, Suðurgötu 17, Sandgerði, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur mánudaginn 24. janúar. Emma Jóhannsdóttir, Gísli Ólafsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Efemía Andrésdóttir, Ólöf Gunnarsdóttir, Ómar Ólafsson, Guðjón Ólafsson, Gústaf Ólafsson, Eðvarð Ólafsson, Ólafía Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Annfri Johannesen, Helga Halldórsdóttir, Salome Kristjánsdóttir, Kári Sæbjörnsson, afabörn og langafabörn. Nú leggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson) Algóður guð gæti sálu þinnar, elsku amma mín. Hvíl þú í friði. Elsku hjartans afi, mamma, Gunn- ar, Guðbjörg, Dilli, Birna, Þórdís og aðrir aðstandendur, Guð gefi okkur öllum styrk. Fyrir hönd Þóris Bjöms og Guð- rúnar. Sigríður Kristin. Hinsta kveðja Deyr fé, deyjafrændur, deyrsjálfuriðsama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Elsku besta amma. Þegar sá tími er runninn upp að kveðja þig með nokkrum orðum, verður okkur ósjálfrátt hugsað til þeirra stunda er við áttum með þér í eldhúsinu. Þar var oft glatt á hjalla þegar sest var niður og grjónagrauturinn borðaður eða vínarbrauðin bökuð. Þar var líka rætt opinskátt um fólk og málefni líðandi stundar. Það er ekki langt síðan þú leiðbeindir okkur í amstri lífsins og áttum við ekki von á öðru en að fá fleiri gullmola frá þér í fram- tíðinni, þegar þú kvaddir okkur með svo stuttum fyrirvara. Okkur finnst á þessari stundu að samverustundir þessar hafi verið of fáar. Góðar og ljúfar minningar eigum við nú í hjörtum okkar. Minningar sem við eigum eftir að rifja upp með bömum okkar og barnabörnum. Elsku Nunna amma, það er okkar einlæga ósk að þú eigir friðsæld og vellíðan framundan. Þú munt eiga stað í hjörtum okkar öllum stundum. Við kveðjum þig með söknuði, elsku besta amma. Magga, Valdimar og fjölskylda, og Tryggvi Grétar. Elsku amma mín. Er dagur er að kvöldi kominn er gott að líta yfir far- inn veg og minnast þess veganestis sem þú lagðir til í lífshlaup mitt. Að vera auðmjúk, hugulsöm og nærgæt- in í samskiptum mínum við annað fólk, en ætíð standa fast á mínum skoðunum. Að vera barngóð og ætíð^ ljá þeim eyra sem þurfa. En umfram allt að vera holl vinum mínum og vandamönnum. Þessar lífsreglur lærði ég best hjá þér, hjartans amma mín. Ég vona að ég geti verið eins bjart leiðarljós fyrir mína yngri kynslóð eins og þú varst fyrir mig. Ég á eftir að sakna samræðna okkar, sem ávallt voru líflegar. Þakka þér fyrir allar yndislegu minningamar sem þú hefur gefið mér. Sofðu rótt, elsku fallega amma mín, og þangað til við hittumst aftur bið ég Guð að blessa þig. Ég elska þig. Jóhanna. Kæra amma, það er erfitt að þurfa aðskrifa hinstu kveðjuorðin til þín. Þú sem alltaf varst svo elskuleg og hlý. Sárt er til þess að hugsa að við fáum ekki að sjá bjarta brosið þitt, sem alltaf var svo stutt í, sama á hverju gekk. Þótt þú hafir átt 15 bamaböm og annað eins af barna- barnabömum hafðir þú næga ást fyrir hvert okkar. Okkur fannst öll- um við vera sérstök þegar við sett- umst niður með þér og töluðum sam- an um það sem okkur lá á hjarta. Þetta er sár missir og sorgin er mikil í hjörtum okkar. Þú kenndir okkurv^ að vera sterk á svona stundum og sækjum við nú styrk í minninguna um þig. Góða nótt, englar gæti þín, er þú sefur. Elsku afi, Guð varðveiti þig og gefi þér styrk í sorg þinni. Karl og Zakarias. Elsku amma, ein sú dýrmætasta eign í lífinu er að eiga góða ömmu. Ömmu sem er hlý, skilningsrík og alltaf þolinmóð, sama hvað á gengur, Ömmu sem ætíð er hægt að leita tlf er á þarf að halda. Elsku Nunna amma, ætíð varst þú tilbúin að hlusta og bjóða okkur leið- sögn. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki komið til þín og séð hlýl- ega brosið þitt. En nú ert þú komin á góðan stað og þjáningar þínar á enda, það er góð huggun fyrir okkur sem eftir erum. Sofðu rótt kæra amma. Við elskum þig. Bára, Katrín og Þórður. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, VIÐAR VILHJÁLMSSON, Birkihlíð 29, Sauðárkróki, sem lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga fimmtu- daginn 20. janúar, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Skagfirðinga. Sigríður Kristjánsdóttir, Vilhjálmur S. Viðarsson, Kolbrún E. Pálsdóttir, Rósa Dóra Viðarsdóttir, Bjarki H. Haraldsson, Kristján H. Viðarsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Þórarinn Jónsson, Viðar Vilhjálmsson, Sigríður H. Bjarkadóttir, Haraldur Viðar Bjarkason. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR frá Sveinseyri í Tálknafirði, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 8. janúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlið, Akureyri, fyrir kærleiksríka umönnun. Sigrún Jóhannsdóttir, Ævar Karl Ólafsson, Jónas Jóhannsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Guðmundur S. Jóhannsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Páll Reynisson, Jón Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elín Bára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.