Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VMSÍ og Flóabandalagið leggja fram kröfugerð í komandi kjaraviðræðum
VMSÍ vill að
laun hækki
um 15.000
kr. á ári
Verkamannasambandið lagði í gær fram
kröfugerð í komandi kjaraviðræðum þar
sem gert er ráð fyrir að laun hækki árlega
um 15.000 kr. og lágmarkslaun verði í lok
samningstímans 110 þúsund kr. Flóabanda-
lagið krefst þess hins vegar að laun hækki
um 5% á ári og lágmarkslaun verði 91 þús-
und í lok samningstímans. Framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur
VMSÍ algerlega óraunhæfar.
SEGJA má að kjaraviðræður
séu komnar í fullan gang eft-
ir að félög Verkamanna-
sambandsins lögðu í gær
fram kröfugerð. Félögin á höfuðborg-
arsvæðinu fara fram sér og er kröfu-
gerð þeirra heldur lægri en kröfugerð
VMSI. Báðir hópamir eru hins vegar
að fara fram á verulegar kjarabætur
og segja fulltrúar þeirra að verkafólk
hafi ekki fengið sömu hækkanir og
aðrir. Verkafólk muni ekki eitt og sér
halda niðri verðbólgu. Formaður
Verkamannasambandsins orðar
þetta með þeim hætti að nú sé komið
að öðrum að ausa úr þjóðarskútunni.
Verkamannasambandið lagði fram
kröfugerð á fundi með forystumönn-
um Samtaka atvinnulífsins fyrir há-
degi í gær. Eftir fundinn boðaði
VMSÍ blaðamannafund þar sem
kröfugerðin var kynnt fyrir fjöhniðl-
um.
Krafa um krónutöluhækkun
í kröfugerðinni eru lagðar til rót-
tækar breytingar á taxtakerfi verka-
fólks. I gildandi kjarasamningum
VMSI eru margir taxtar fyrir þær
fjölmörgu starfsgreinar sem verka-
fólk starfar í. Þannig er sérstakur
taxti fyrir þá sem vinna í fiskvinnslu,
annar fyrir þá sem vinna á lyftara,
enn annar fyrir byggingaverkamenn,
fyrir þá sem vinna á bensínstöðvum
o.s.frv. I kröfugerðinni er lögð fram
tiflaga um einn almennan taxta fyrir
allt verkafólk, en jafnframt er gerð
tillaga um það hvemig hinar einstöku
starfsstéttir verkamanna raðist í ein-
staka launaflokka.
Bjöm Grétar Sveinsson, formaður
VMSÍ, segir að sú röðun sem lögð sé
til feli ekki í sér veruleg frávik frá
þeim samningi sem nú er að renna úr
gildi. Hins vegar leggi VMSÍ mikla
áherslu á starfsmenntamál og því séu
lagðar fram kröfur sem feli í sér vem-
legt átak í þeim efnum. Kröfugerðin
geri ráð fyrir að starfsmenn sem hafi
lokið námi á starfsmenntabraut fái
það umbunað með því að færast upp
launatöfluna.
VMSI gerir kröfu um að stofnaður
verði sérstakur fræðslusjóður sem
vinnuveitendur greiði í 0,3% af heild-
arlaunum. Tilgangur þessa sjóðs
verði að stórbæta starfsmenntun í at-
vinnulífinu.
Verkamannasambandið gerir
kröfu um að mánaðarlaun verka-
manna hækki í upphafi hvers árs um
15.000 kr. Jafnframt er því lýst yfir að
VMSÍ sé tilbúið til að gera samning til
allt að þriggja ára. Gerð er krafa um
að desemberuppbót verði 50.000 kr.
og orlofsuppbót verði 15.000 kr.
Tillaga er gerð um að oriofsdögum
verði fjölgað í allt að 33 og taki mið af
starfsaldri og lífaldri. Þess er jafn-
framt krafist að réttur foreldra vegna
veikinda bama verði 14 dagar á
óskertum launum. Hann er 7 dagar í
dag og nær aðeins til dagvinnulauna.
Þá er þess krafist að í kafla um fyrir-
tækjaþátt samninga verði bætt við
ákvæði sem tryggi beina aðkomu
verkalýðsfélaga að gerð samninga.
Verði ekki fallist á þetta er lagt til að
ákvæði samninga um íyrirtækjaþátt
falli út.
Lífeyrisiðgjald verði hækkað
Þá gerir Verkamannasambandið
kröfu um að á samningstímanum
hækki mótframlag vinnuveitenda í líf-
eyrissjóð launafólks í 11,5%, en það er
6% í dag. Bjöm Grétar sagði að fram-
lag vinnuveitenda í lífeyrissjóði opin-
berra starfsmanna væri 11,5% í dag
og engin rök væm fyrir því að hafa
mun á lífeyrisréttindum launafólks
eftir því hvort það starfaði hjá því op-
inbera eða á almennum markaði.
Þetta væri því eðlileg og sanngjöm
krafa.
í kröfugerðinni er lagt til að sett
verði tryggingarákvæði í kjarasamn-
inginn sem leiði til þess að samning-
urinn opnist verði launaþróun hjá
öðrum launahópum ólík þeim sem
samningurinn kveður á um. Bjöm
Grétar sagðist gera sér grein fyrir því
að um þetta atriði yrði að nást víðtæk
samstaða á vinnumarkaðinum, en
VMSÍ legði mikla áherslu á að sam-
bandið yrði að fá einhverjar trygging-
ar fyrir því að verkafólk yrði ekki skil-
ið eftir á meðan aðrir launahópar
fæm fram úr því. Hann minnti á að
verkafólk hefði ekki fengið neinar
launahækkanir í rúmt ár. Á þessu
eina ári hefði kaupmáttur verkafólks
verið að dragast saman.
Bjöm Grétar var spurður um hvað
þessi kröfugerð fæli í sér miklar
launahækkanir í prósentum talið.
Hann svaraði því til að VMSÍ hefði
ekki reiknað það út, en öðrum væri
velkomið að gera það. Kröfugerðin
væri lögð fram með hliðsjón af kaup-
töxtum verkafólks, en því væri ekíd
að neita að menn hefðu horft til þess
sem aðrir hefðu verið að fá. Mánaðar-
laun ráðherra og alþingismanna
hefðu t.d. hækkað um 133 þúsund
krónur á síðasta ári.
„Ef einhveijir telja að með fram-
lagningu þessara krafna sé verið að
mgga bátnum, þá segjum við einfald-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Við upphaf fundar í gær heilsuðust Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, og Finnur Geirsson, formaður SA.
Kröfugerð Flóabandalagsins og VSMÍ
Flóabandalagið ,, .VMSÍ (utan hofuðborgarsvæðisins)
Árleg kauphækkun 5% kr. 15.000
Samningstími 12-36 mánuðir 12-36 mánuðir
Lágmarkslaun í lok samningstímabils kr.91.000 kr. 110.000
Lífeyrisiðgjald atvinnurekenda 8% 11,5%
Greiðsla atvinnurekenda í starfsmenntasjóð 0,25% 0,30%
Orlofsuppbót Samsvari viku- launum i dagvinnu kr. 15.000
Desemberuppbót Samsvari 2 vikna launum í dagvinnu kr. 50.000.
Veikindaréttur Aukist um 2 daga við hvert barn Aukist um 7 daga
Tryggingarákvæði Samningar opnist semji aðrir um meira Samningar opnist semji aðrir um meira
Skattamál Skattleysismörk hækki
Fjölskyldumál Fæðingarorlofsréttur verði bættur
lega að þeir sem hafa fyllt þennan bát
skuli byija að ausa. Við ætlum ekki að
ausa fyrir þá lengur. Aðrir verða að
taka á sig ábyrgð á því sem átt hefur
sér stað £ þjóðfélaginu.
Eg vil minna á að fyrir 14 mánuð-
um gengum við á fund rikisstjómar-
innar, atvinnurekendasamtakanna
beggja sem þá vom til og launanefnd-
ar sveitarfélaganna og bentum þeim á
þau rauðu ljós sem væm að kvikna í
efnahagslífinu. Þeir viðurkenndu að
það blikkuðu viðvömnarljós, en þeir
gerðu ekki neitt til að reyna að hafa
áhrif á efnahagsþróunina," sagði
Bjöm Grétar.
Sigurður Ingvarsson, forseti Al-
þýðusambands Austurlands, sagði að
hugmyndafræðin á bak við síðustu
samninga hefði verið að skapa að-
stæður fyrir atvinnulífið í þijú ár svo
að bæta mætti kaupmátt verkafólks
vemlega á því samningstímabili sem
við tæki. Á þetta vildu menn láta
reyna nú. Hugmyndin hefði ekki ver-
ið sú að láta verkafólk sitja eftir á
meðan öll önnur laun hækkuðu.
Aðgerðir heQast 10. mars
Samkvæmt kröfugerðinni verða
byrjunarlaun verkafólks 80 þúsund
krónur í upphafi samnings, en þau
em um 67 þúsund í dag. Ef samið
verður til þriggja ára gerir kröfu-
gerðin ráð fyrir að byijunarlaun verði
orðin 110 þúsund kr. á mánuði í lok
samningstímabilsins. Samkvæmt
upplýsingum frá Kjararannsóknar-
nefnd vora meðallaun verkafólks fyr-
ir dagvinnu á öðmm ársfjórðungi
1999 105 þúsund kr. á mánuði. Engar
beinar launahækkanir hafi komið til á
taxtalaun síðan þá.
Á formannafundi Verkamanna-
sambandsins í fyrradag var gerð sér-
stök samþykkt þar sem samninga-
nefiid VMSÍ var falið að stofna
aðgerðarhóp til að stjóma aðgerðum
ef til átaka komi vegna kjarasamn-
inga. I samþykktinni segir að gengið
sé út frá því að aðgerðir heíjist eigi
síðar en 10. mars hafi samningar ekki
tekist. Bjöm Grétar var spurður
hvort þetta þýddi að tillaga um verk-
fallsboðun yrði borin undir félags-
menn strax 10. mars. Hann svaraði
því til að undirbúningur að aðgerðum
hæfist eigi síðar en 10. mars.
Flóabandalagið krefst
5% launahækkunar
Félög verkafólks í Reykjavík,
Hafnarfirði og Keflavík standa ekki
að kröfugerð Verkamannasam-
bandsins, en þau ákváðu í haust að
standa saman að eigin kröfugerð. Fé-
lögin, sem kölluð hafa verið Flóa-
bandalagið, kynntu vinnuveitendum
kröfugerð sína eftir hádegið í gær.
í kröfugerð Flóabandalagsins seg-
ir að bandalagið vilji leggja sérstaka
áherslu á að hækka lægstu laun. Al-
menna hækkunin verði ákveðin þann-
ig að hún samrýmist markmiðum um
minnkandi launamun og stöðugleika.
Krafa er gerð um að almenn laun
hækki um 5% á ári, en jafnframt er
gerð krafa um að lágmarkslaun
hækki á samningstímabilinu úr 60
þúsund kr. á mánuði í 91 þúsund. For-
ystumenn Flóabandalagsins segja að
kröfugerðin kosti atvinnulífið 7,5%
hækkun á ári.
Sérstakur kafli er um verðlag í
kröfugerð Flóabandalagsins. Þar
segir að Flóabandalagið sé tilbúið að
leggja sitt af mörkum ef tryggt þykir
að framlagið leiði til lækkunar verð-
bólgu. Reynsla þriggja síðustu ára
sanni hins vegar að framlag almenns
verkafólks, eitt og sér, haldi ekki
verðbólgu niðri. Framlag án þátttöku
annarra hópa launafólks hafi fyrst og
fremst þau áhrif að laun almenns
verkafólks lækki hlutfallslega miðað
við aðra hópa. „Hóflegar launahækk-
anir f umhverfi þar sem aðrir hópar
em fyrirfram ákveðnir í að sækja
meira en aðrir, stangast á við fyrsta
markmið Flóabandalagsins um að
draga úr auknum launamun síðustu
ára. Almennt verkafólk er ekki tilbúið
til að viðhalda þessari þróun og krefst
þess vegna tryggingarákvæða," segir
í kröfugerðinni.
f kröfugerð Flóabandalagsins er
einnig gerð krafa um greiðslur fyrir-
tækja f starfsmenntasjóð. Krafa
bandalagsins er þó örlítið lægri en
krafa félaga þeirra í Verkamanna-
sambandinu. Sama á við kröfugerð
Flóabandalagsins í lífeyrismálum, en
þar er farið fram á að lífeyrisiðgjald
vinnuveitenda hækki um 2% í sér-
eignasjóð starfsmanna gegn jafn háu
iðgjaldi launamanna. Þetta er sams-
konar krafa og VR náði fram í samn-
ingum við Samtök atvinnulífsins um
helgina. VMSÍ krefst þess hins vegar
að atvinnurekendur hækki sitt fram-
lagúr6%í 11,5%.
Krafa Flóabandalagsins um des-
ember- og orlofsuppbót er orðuð með
öðmm hætti en hjá Verkamannasam-
bandinu, en bandalagið miðar við
lægstu dagvinnulaun frekar en fasta
krónutölu. Ennfremur gerir Flóa-
bandalagið kröfu um að réttur til að
vera heima hjá veiku baiTii verði auk-
inn.
Flóabandalagið gerir sérstaka
kröfu um að réttur til töku fæðingar-
og foreldraorlofs verði bættur. Þá er
þess krafist að skattleysismörk verði
hækkuð í samræmi við hækkun launa
og að dregið verði úr jaðaráhrifum í
skattkerfinu vegna tekjutengingar
barnabóta.
Vinnuveitendur hafna,
algerlega kröfum VMSI
Ain Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að kröfur
VMSÍ væm algerlega óraunhæfar og
engin leið væri að tillögur á þessum
gmnni leiddu til niðurstöðu. Kröfur
Flóabandalagsins væm hins vegar
allt annars eðlis.
„Ég ber þær kröfur sem að okkur
er beint við þau markmið sem við höf-
um sett okkur, en markmiðin byggja
á mati okkar á því sem fyrirtækin
geta borið. Kröfur Flóabandalagsins
rúmast ekki innan þess ramma sem
við höfum sett okkur, en engu að síð-
ur munum við halda áfram viðræðum
um kröfumar. Það er boðaður fundur
á föstudag sem ég geri ráð fyrir að
verði upphafið að lengra ferli,“ sagði
Ari.
Ari sagði að lágmarkslaun hefðu
verið hækkuð mjög mikið í síðustu
samningum eða úr 50 þúsund kr. á
mánuði í 70 þúsund. Vinnuveitendur
vildu reyna að halda áfram að hækka
lágmarkslaun, en það væri þeirra mat
að svigrúmið til þess væri minna nú
en fyrir þremur ámm. Hann sagði
einnig mikilvægt að í umræðu um
lágmarkslaun væri miðað við launa-
fólk sem skilaði fullri 40 tíma vinnu-
viku.
Ari sagði að vinnuveitendur hefðu
áhuga á að efla starfsmenntun hér á
landi, en þeir teldu að sú aðferð sem
stéttarfélögin væm að leggja til í
kröfugerðum sínum væri ekki heppi-
leg. Fyrirtækin vildu hafa meira um
það að segja hvemig þessum fjár-
munum væri varið og það væri þeirra
mat að fast, ótímabundið framlag í
starfsmenntasjóð væri ekki heppilegt
fyrirkomulag.
Ari sagði að almennt mætti segja
um kröfugerðir stéttarfélaganna að
það flækti nokkuð stöðuna hvað kröf-
umar væm innbyrðis óhkar, en þetta
væri sú staða sem blasti við vinnuveit-
endum og þeir yrðu bara að vinna úr
henni.