Morgunblaðið - 26.01.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.01.2000, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Allt að helmingslækk- Ríkið sýknað af skaða- bótakröfu apótekara HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröf- um Jóns Bjömssonar, um að fá greiddar skaðabætur og endurheimt lyfsölusjóðsgjald sem hann greiddi árin 1989 til 1994. Stefnanda var að auki gert að greiða ríkinu 150.000 krónur í málskostnað. Stefnandi rak lyfjaverslanirnar Akraness apótek árin 1986 til 1993 og Kópavogs apótek árin 1994 til 1997 og krafðist endurgreiðslu á lyf- sölusjóðsgjaldi því sem honum var gert að greiða til lyfsölusjóðs árin 1989 til 1994, samtals um 750.000 krónur, auk dráttarvaxta. Taldi lögin bijóta í bága við stjórnarskrána Stefnandi byggði kröfu sína á því að lyfsölusjóðsgjaldið sé skattur, í merkingu stjórnarskrárinnar, en við gjaldtökuna hafi hins vegar ekki leg- ið fyrir fullnægjandi skattlagningar- heimild. Skaðabótakrafan er byggð á því að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna þess að lög voru sett sem brjóta í bága við stjómarskrá og gera honum að greiða gjald til lyf- sölusjóðs án fullnægjandi lagaheim- ildar. I vörn ríkisins var á því byggt að lyfsölusjóðsgjaldið hafi verið inn- heimt á gmndvelli lagaskyldu og að gjaldtakan hafi í alla staði verið lög- mæt. Einnig var skaðabótakröfunni hafnað og því mótmælt sem röngu og ósönnuðu að stefnandi hafi orðið fyr- ir tjóni. WAP-fjarskiptaþjónusta íslandssíma Ný þjónusta á Islandi Islandssími stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum í dag og hefst hún klukkan tólf á hádegi. Á ráðstefn- unni verður fjallað um WAP-þjónustu Islands- síma. Sigurður Ingi Jóns- son er yfirmaður við- skiptamótunarsviðs Íslandssíma. Hann var spurður hvað WAP-þjón- usta væri. „WAP-þjónusta er í raun aðgengi úr GSM- síma að vefsíðum í sinni einföldustu mynd. En það má líka tengjast við- skiptakerfum fyrirtækja í gegnum WAP-gátt. Með WAP-síma er t.d. hægt að fara inn á Netið og lesa þar tölvupóstinn sinn, hægt er að fara í bankann, framkvæma þar millifærslur og skoða stöðu reikninga og loks er hægt að gera flóknari hluti eins og t.d.að tengjast með WAP- gátt birgðabókhaldi, sölukerfi og jafnvel stjórnkerfi fyrir- tækja.“ - Er þetta alveg ný þjónusta? „Já, þetta er alveg ný þjón- usta og Islandssími er eina fyr- irtækið á landinu sem getur boðið stafræna tengingu alla leið frá WAP-síma og til þjón- ustuveitu (netþjónusta eða banki sem viðkomandi notar).“ - Hvað kemur fram á þessari ráðstefnu? ,Á- ráðstefnunni kemur fram hvað hægt er að gera með WAP-þjónustunni. Af því að þetta er ný tækni er vert að kynna fyrir notendum hvaða möguleikar eru í boði. Ráðstefn- an sjálf er einkum ætluð stjórn- endum, millistjórnendum og for- ráðamönnum fyrirtækja sem vilja bjóða eða nýta þessa þjón- ustu.“ -Er hægt að tengja WAP- þjónustu við hvaða GSM-síma sem er? „Nei, það þurfa að vera GSM- símar sem styðja WAP, sem er samskiptastaðall sem heitir fullu nafni Wireless Application Protocoll." - Er þessi þjónusta algeng er- lendis? „Þjónustan er að ryðja sér til rúms í tæknivæddum löndum, hún er alveg ný og íslendingar eru í raun samferða þar þeim þjóðum sem eru fremstar í flokki að bjóða þessa þjónustu - það er ekki eins og við séum langt á eftir að bjóða hana.“ -Er dýrt að koma þjónust- unni á? „Að setja upp WAP-gátt er dýrt en Islandssími er að setja upp WAP-gátt sem hann veitir síðan aðgang að. Fyrirtæki geta fengið aðgang að WAP-gátt ís- landssíma og ætla má að helsti kostnaðurinn liggi í að laga vefsíður eða önnur kerfi að WAP-tæku formi. Gagnvart not- endum er enginn ______________ aukakostnaður um- fram GSM-símtal.“ - Býstu við að fleiri fyrirtæki muni bjóða uppá þessa þjónustu? „Já, ég á von á því “““^- að fjöldi fyrirtækja, öll helstu fyrirtæki landsins komi til með að nýta sér þessa tækni. Helstu bankar lándsins eru þegar farn- ir að bjóða aðgang að heima- bönkum gegnum WAP-gátt og mbl.is og strik.is bjóða þegar upp á aðgang um WAP-gátt.“ - En hvaða f yrirtæki hér gæti boðið upp á aðgang að- Sigurður Ingi Jónsson ► Sigurður Ingi Jónsson fædd- ist 11.12. 1959 í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1981. Hann hefur lokið prófi í markaðssetningu og stjórnun frá Macquarie Uni- versity Sydney og starfar nú sem yfirmaður viðskiptamótun- ar hjá Islandssíma. Sigurður var tíu ár í Ástralíu við störf hjá fjármála- og tryggingafyr- irtæki og hefur auk þess sinnt ýmsum störfum hérlendis. Kona Sigurðar er Inga B. Árnadóttir tannlæknir og eiga þau samtals fjögur börn. WAP-gátt einnig? „Það væri helst að nefna Landssíma íslands en hann er ekki kominn með þess þjónustu ennþá.“ -Býstu við harðrí sam- keppni? „Já, það geri ég. Það verður alltaf hörð samkeppni um nýja og góða hluti en þá ríður bagga- muninn að geta boðið upp á bestu lausnina." - Eru margar aðferðir til þess að bjóða upp á þessa þjónustu? „Það eru fleiri en eitt fyrir- tæki sem bjóða upp á WAP- gáttir. Islandssími er með Er- icsson-gátt en einnig er hægt að fá gáttir hjá Nokia og Phon- e.com. Misjafnt er hvernig gátt- irnar verka tæknilega en gagn- vart notandanum lítur þetta allt eins út - gagnið sem hann hefur af þjónustunni er allt það sama.“ -Hverjir tala á ráðstefnu Is- landssíma á Hótel Loftleiðum? „Fyrirlesarar eru sex, þar af eru fjórir íslenskir. Hinir er- lendu fyrirlesarar koma að utan, annar frá Ericsson og heitir sá Bo Birk, hann er sérfræðingur í WAP-lausnum í fyrirtækja- rekstri, og á vegum Flugleiða kemur hinn, Douglas Turner, hann er framkvæmdastjóri hjá Relevance. Hann er með fyrir- lestur um Real time marketing. _______ Islensku fyrirlesar- arnir eru Jóhann Kristjánsson frá Is- landsbanka - hans fyrirlestur heitir; Bankinn í vasanum, Hjalti Þórarinsson frá Dimon-hugbúnaðarhúsi nefnir sinn fyrirlestur Heimasíður yfir á WAP, Ingvar Hjálmarsson, yf- irmaður netdeildar Morgun- blaðsins, talar um fjölmiðla í fjarskiptum og Kjartan Pierre Émilsson frá OZ.com talar um iPulse og WAP. Fundarstjóri er Eyþór Arnalds, framkvæmda- stjóri Islandssíma." Fjöldi ffyrir- tækja mun nýta WAP- þjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.