Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Allt að helmingslækk- Ríkið sýknað af skaða- bótakröfu apótekara HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröf- um Jóns Bjömssonar, um að fá greiddar skaðabætur og endurheimt lyfsölusjóðsgjald sem hann greiddi árin 1989 til 1994. Stefnanda var að auki gert að greiða ríkinu 150.000 krónur í málskostnað. Stefnandi rak lyfjaverslanirnar Akraness apótek árin 1986 til 1993 og Kópavogs apótek árin 1994 til 1997 og krafðist endurgreiðslu á lyf- sölusjóðsgjaldi því sem honum var gert að greiða til lyfsölusjóðs árin 1989 til 1994, samtals um 750.000 krónur, auk dráttarvaxta. Taldi lögin bijóta í bága við stjórnarskrána Stefnandi byggði kröfu sína á því að lyfsölusjóðsgjaldið sé skattur, í merkingu stjórnarskrárinnar, en við gjaldtökuna hafi hins vegar ekki leg- ið fyrir fullnægjandi skattlagningar- heimild. Skaðabótakrafan er byggð á því að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna þess að lög voru sett sem brjóta í bága við stjómarskrá og gera honum að greiða gjald til lyf- sölusjóðs án fullnægjandi lagaheim- ildar. I vörn ríkisins var á því byggt að lyfsölusjóðsgjaldið hafi verið inn- heimt á gmndvelli lagaskyldu og að gjaldtakan hafi í alla staði verið lög- mæt. Einnig var skaðabótakröfunni hafnað og því mótmælt sem röngu og ósönnuðu að stefnandi hafi orðið fyr- ir tjóni. WAP-fjarskiptaþjónusta íslandssíma Ný þjónusta á Islandi Islandssími stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum í dag og hefst hún klukkan tólf á hádegi. Á ráðstefn- unni verður fjallað um WAP-þjónustu Islands- síma. Sigurður Ingi Jóns- son er yfirmaður við- skiptamótunarsviðs Íslandssíma. Hann var spurður hvað WAP-þjón- usta væri. „WAP-þjónusta er í raun aðgengi úr GSM- síma að vefsíðum í sinni einföldustu mynd. En það má líka tengjast við- skiptakerfum fyrirtækja í gegnum WAP-gátt. Með WAP-síma er t.d. hægt að fara inn á Netið og lesa þar tölvupóstinn sinn, hægt er að fara í bankann, framkvæma þar millifærslur og skoða stöðu reikninga og loks er hægt að gera flóknari hluti eins og t.d.að tengjast með WAP- gátt birgðabókhaldi, sölukerfi og jafnvel stjórnkerfi fyrir- tækja.“ - Er þetta alveg ný þjónusta? „Já, þetta er alveg ný þjón- usta og Islandssími er eina fyr- irtækið á landinu sem getur boðið stafræna tengingu alla leið frá WAP-síma og til þjón- ustuveitu (netþjónusta eða banki sem viðkomandi notar).“ - Hvað kemur fram á þessari ráðstefnu? ,Á- ráðstefnunni kemur fram hvað hægt er að gera með WAP-þjónustunni. Af því að þetta er ný tækni er vert að kynna fyrir notendum hvaða möguleikar eru í boði. Ráðstefn- an sjálf er einkum ætluð stjórn- endum, millistjórnendum og for- ráðamönnum fyrirtækja sem vilja bjóða eða nýta þessa þjón- ustu.“ -Er hægt að tengja WAP- þjónustu við hvaða GSM-síma sem er? „Nei, það þurfa að vera GSM- símar sem styðja WAP, sem er samskiptastaðall sem heitir fullu nafni Wireless Application Protocoll." - Er þessi þjónusta algeng er- lendis? „Þjónustan er að ryðja sér til rúms í tæknivæddum löndum, hún er alveg ný og íslendingar eru í raun samferða þar þeim þjóðum sem eru fremstar í flokki að bjóða þessa þjónustu - það er ekki eins og við séum langt á eftir að bjóða hana.“ -Er dýrt að koma þjónust- unni á? „Að setja upp WAP-gátt er dýrt en Islandssími er að setja upp WAP-gátt sem hann veitir síðan aðgang að. Fyrirtæki geta fengið aðgang að WAP-gátt ís- landssíma og ætla má að helsti kostnaðurinn liggi í að laga vefsíður eða önnur kerfi að WAP-tæku formi. Gagnvart not- endum er enginn ______________ aukakostnaður um- fram GSM-símtal.“ - Býstu við að fleiri fyrirtæki muni bjóða uppá þessa þjónustu? „Já, ég á von á því “““^- að fjöldi fyrirtækja, öll helstu fyrirtæki landsins komi til með að nýta sér þessa tækni. Helstu bankar lándsins eru þegar farn- ir að bjóða aðgang að heima- bönkum gegnum WAP-gátt og mbl.is og strik.is bjóða þegar upp á aðgang um WAP-gátt.“ - En hvaða f yrirtæki hér gæti boðið upp á aðgang að- Sigurður Ingi Jónsson ► Sigurður Ingi Jónsson fædd- ist 11.12. 1959 í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1981. Hann hefur lokið prófi í markaðssetningu og stjórnun frá Macquarie Uni- versity Sydney og starfar nú sem yfirmaður viðskiptamótun- ar hjá Islandssíma. Sigurður var tíu ár í Ástralíu við störf hjá fjármála- og tryggingafyr- irtæki og hefur auk þess sinnt ýmsum störfum hérlendis. Kona Sigurðar er Inga B. Árnadóttir tannlæknir og eiga þau samtals fjögur börn. WAP-gátt einnig? „Það væri helst að nefna Landssíma íslands en hann er ekki kominn með þess þjónustu ennþá.“ -Býstu við harðrí sam- keppni? „Já, það geri ég. Það verður alltaf hörð samkeppni um nýja og góða hluti en þá ríður bagga- muninn að geta boðið upp á bestu lausnina." - Eru margar aðferðir til þess að bjóða upp á þessa þjónustu? „Það eru fleiri en eitt fyrir- tæki sem bjóða upp á WAP- gáttir. Islandssími er með Er- icsson-gátt en einnig er hægt að fá gáttir hjá Nokia og Phon- e.com. Misjafnt er hvernig gátt- irnar verka tæknilega en gagn- vart notandanum lítur þetta allt eins út - gagnið sem hann hefur af þjónustunni er allt það sama.“ -Hverjir tala á ráðstefnu Is- landssíma á Hótel Loftleiðum? „Fyrirlesarar eru sex, þar af eru fjórir íslenskir. Hinir er- lendu fyrirlesarar koma að utan, annar frá Ericsson og heitir sá Bo Birk, hann er sérfræðingur í WAP-lausnum í fyrirtækja- rekstri, og á vegum Flugleiða kemur hinn, Douglas Turner, hann er framkvæmdastjóri hjá Relevance. Hann er með fyrir- lestur um Real time marketing. _______ Islensku fyrirlesar- arnir eru Jóhann Kristjánsson frá Is- landsbanka - hans fyrirlestur heitir; Bankinn í vasanum, Hjalti Þórarinsson frá Dimon-hugbúnaðarhúsi nefnir sinn fyrirlestur Heimasíður yfir á WAP, Ingvar Hjálmarsson, yf- irmaður netdeildar Morgun- blaðsins, talar um fjölmiðla í fjarskiptum og Kjartan Pierre Émilsson frá OZ.com talar um iPulse og WAP. Fundarstjóri er Eyþór Arnalds, framkvæmda- stjóri Islandssíma." Fjöldi ffyrir- tækja mun nýta WAP- þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.