Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 1 3 FRÉTTIR Námsgagnastofnun og Almannavarnir ríkisins gefa út Jarðskjálftakver fyrir grunnskóla Nemendur fræddir um jarðskjálfta Morgunblaðið/Kristinn Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, og Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, skoða Jarðskjálftakverið. SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra afhenti í gær Halldóri Sig- urðssyni, skólastjóra grunnskólans í Þorlákshöfn, fyrsta eintakið af Jarð- skjálftakveri, ætluðu stjórnendum og starfsfólki leikskóla og grunnskóla. Jarðskjálftakverið er gefið út af Námsgagnastofnun í samvinnu við Almannavamir ríkisins og var unnið í samráði við væntanlega notendur þess, kennara og skólastjómendur, þeirra. Kverið skiptist í fjóra hluta og er fjallað um forvamir, viðbrögð við jarðskjálftum, endurreisn skólastarfs og sálræn áhrif áfalla á böm. I ræðu sinni, við afhendingu kvers- ins, þakkaði dómsmálaráðhema aðstandendum þess og sagðist fullviss um að það kæmi að gagni og myndi efla vitund og þekkingu um þessi má- lefni. Hún sagðist einnig vona að það ætti eftir að skila sér beint til nem- enda og auka öryggi í skólum þar sem jarðskjálftahætta er fyrir hendi. Mikilvægt að foreldrar fylgist með fræðslunni Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavama ríkis- ins, segir kver þetta svar við greini- legri eftirspum, en skólastjómendur og kennarar hafi um árabil leitað til þeirra eftir upplýsingum af þessu tagi. Kverið geri starfsfólki skólanna kleift að fræða nemendur um jarð- skjálfta og efla forvamir svo að skaði verði sem minnstur. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi þess að endur- reisa eðlilegt skólastaif eins fljótt og auðið er, eftir jarðskjálfta. Sólveig segir mjög mikilvægt að foreldrar fái að vita hvað bömunum er kennt um þessi mál í skólanum svo að samsvörun sé milli þess sem böm- in heyra í skólanum og á heimilum sínum. Gíert sé ráð fyrir því að bömin verði send heim með bréf eða bækling með upplýsingum og að foreldrar fái að fylgjast nokkuð náið með fræðsl- unni. Júlíus Einarsson, sviðstjóri for- vama hjá Almannvörnum ríkisins, segir að reynt sé að gera það efni sem ætlað sé bömum um þessi mál, að- gengilegt þeim og áhugavert. Kenna eigi bömunum hugtökin „krjúpa- skýla-halda“ sem viðbrögð við jarð- skjálfta og stefnt sé að því að semja sönglag, leikrit og jafnvel teiknimynd þar sem það sem þau læri verði undir- strikað. Hann segir að efni kversins verði fljótlega sett á heimasíðu Al- mannavama ríkisins, www.avrik.is og þannig verði það einnig aðgengilegt foreldram. Kverið kemur út í 5.000 eintökum til að byrja með og verður því fyrst í stað dreift til skóla á Suður-, Suðvest- ur- og Norðausturlandi. Arthur Irving Jr., einn aðaleigenda Irving Oil Engin bensín- eða dísilsala fyrirhuguð ARTHUR Irving Jr., einn af aðal- eigendum Irving Oil í Kanada, segir að fyrirtækið hafi ekki í hyggju að hefja sölu á bensíni eða dísilolíu hér á landi. Irving kvaðst í samtali við Morg- unblaðið í gær ekki sjá nein við- skiptatækifæri á þessu sviði. Hann segir að fyrirtækið hafi skoðað markaðinn hér á landi í þaula fyrir u.þ.b. fimm áram en horfið frá því að hefja viðskipti hér. Ekkert hafi i raun breyst á þessum tíma. Robert Wilkin, yfirmaður útflutn- ingsdeildar smurolíu hjá Irving Oil olíufélaginu í Kanada, segir að for- svarsmenn Austness hafi komið að máli við fyrirtækið um innflutning á smurolíu til íslands og í gangi séu viðræður um að Austnes taki að sér umboð fyrir framleiðsluvörar Irving Oil á íslandi. Er þar um að ræða smurolíur fyrir bíla og aðrar skyldar vörar. I desember sl. hefði náðst samkomulag um að Austnes keypti tiltekið magn af snmrolíu. „Sam- skiptin era rétt að hefjast og við von- um að viðskiptin vaxi og að ísland verði góður markaður fyrir Irving Oil og fyrirtæki Sigurðar Eiríksson- ar njóti góðs af,“ segir Wilkin. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að það séu engin nýmæli, að bjóða til sölu hér á landi olíu frá erlendu olíufélagi. Hér sé, svo dæmi séu tekin, verið að dreifa olíu frá Mobil, Castrol, Penzoil án þess að þessi fyrirtæki selji hér bensín eða dísilolíu. Tahð nauðsynlegt að breyta lögum um þjóðlendur I KJOLFAR reynslu sem fengist hefur með starfi Óbyggðanefndar með nýjum lögum um þjóðlendur hefur komið í Ijós að nauðsynlegt er að gera nokkrar breytingar á lögum um nefndina. Kemur þetta fram í frétt frá forsætisráðuneytinu í gær og segir að ríkisstjórnin hafi sam- þykkt tillögu forsætisráðherra að framvarp þessa efnis verði lagt fyrir Alþingi að fengnu samþykki þing- flokka stjórnarflokkanna. Lögin um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta vora samþykkt 1998 en með þeim var eignarhald á hvers konar landsréttindum og hlunnindum á svæðum, sem ekki era háð einka- eignarrétti, falið ríkinu. Óbyggða- nefnd var falið að eiga framkvæði að því að fara með skipulögðum hætti yfir hvaða svæði það era og skera úr um mörk þeirra og önnur réttindi innan þjóðlendna. „Obyggðanefnd er því ætlað að ráða til lykta álitaefn- um, sem hafa bæði mikla almenna þýðingu og varða mikilvæga hags- muni einstaklinga og lögaðila. Gert er ráð fyrir að nefndin starfi innan ákveðins tímaramma og er stefnt að því að hún ljúki störfum árið 2007.“ Óbyggðanefnd tók fyrsta land- svæðið til meðferðar með tilkynn- ingu 1. mars 1999 og hefur reynsla sem fengist hefur á starfi nefndar- innar leitt til þess að þörf þykir á því að gera nokkrar breytingar á lögun- um sem um nefndina gilda. Er það einkum í því skyni að auðvelda land- eigendum og öðram mögulegum rétthöfum á svæðum sem nefndin hefur til meðferðar að reka mál sín fyrir nefndinni. Er þar annars vegar um að ræða að leggja kostnað ann- arra en ríkisins af hagsmunagæslu fyrir óbyggðanefnd á ríkissjóð og „hins vegar að breyta málsmeðferð fyrir óbyggðanefnd á þann hátt, að fjármálaráðuneyti er gert að lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur á þeim svæðum, sem nefndin ákveður að taka til meðferðar, en landeigend- ur og aðrir mögulegir rétthafar lýsi ekki kröfum sínum fyrr en kröfugerð ríkisins liggur fyrir,“ segir einnig í frétt forsætisráðuneytisins. Dómsmálaráðherra vill fá aðgang að Stasi-skjölum í Þýskalandi Eðlilegt að leita eftir þessum upplýsingum SÓLYEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hefur óskað eftir því við Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra að hann kanni hvort íslending- ar fái aðgang að skjölum leyniþjón- ustu Austur-Þýskalands, Stasi, sem gætu snert öryggishagsmuni lands- ins. „Ég fékk ábendingu um það í des- ember síðastliðnum að Danir hefðu farið þess á leit við þýsk stjómvöld að fá aðgang að Stasi-skjölum, að því leyti sem þau snerta öryggishags- muni Dana,“ segir Sólveig Péturs- dóttir í samtali við Morgunblaðið. „Mér fannst því rétt að kannað yrði hvort mögulegt væri fyrir íslensk stjómvöld að fá aðgang að Stasi- skjölum og skrifaði utanríkisráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að hann feli sendiherra Islendinga í Ber- lín að afla upplýsinga um mögulegan aðgang að Stasi-skjölum, sem gætu snert öryggishagsmuni landsins." Sólveig segir að skjöl Stasi muni vera geymd á fleirl en einum stað og vafalaust gildi einhveijar takmarkan- ir um aðgang að þeim. Því sé óskað eftir upplýsingum um hvort og þá hvemig aðgangur fáist að þeim og einnig kannað hvemig önnur ríki og þá sérstaklega hin Norðurlöndin, hafi hagað sinni upplýsingaöflun. Hún segir að á þessu stigi sé ein- göngu verið að óska eftir upplýsing- um og of snemmt sé að segja til um framhald málsins að öðra leyti. Stað- an verði metin þegar í Ijós komi hvaða svör fáist, en ekki sé enn Ijóst hvenær það verði. Hún segist ekki hafa fengið neina rökstudda vísbendingu um að Stasi hafi verið með starfsemi hér. „En ég tel eðlilegt að leita eftir þessum upplýsingum og tel það vera skyldu stjórnvalda að fylgjast með þróun í þessum málum og afla upp- lýsinga," segir Sólveig Pétursdóttir. - ENN MEIRIVERÐLÆKKUN Herraúlpa fyrir veturinn. Litur: Svart. Verð áður 5.940- Franskar peysur. Verð áður frá 4.680- Tilboð á gallabuxum með fellingum (vítt snið). Aðeins 500- krónur. Oryggisskór (5 gerðir). Verð frá aðeins 2.595- UTSOLUNNI LYKUR A LAUGARDAGINN HÖFUM LÆKKAÐ VERÐIÐ ENN FREKAR Á ÝMSUM VÖRUM. 0PIÐ VIRKA DAGA FRÁ 8-18 0G LAUGARDAGINN 29/1 FRÁ 10-16 SENDUM EINNIG í PÓSTKRÖFU Grandagarði 2, Rvík, sími 580 8500 og 800 6288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.