Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Ljóska Smáfólk WHEN I WA5 WALKIN6 HOME TOPAY, I MET A LAPT ON THE SIDEIaIALK.. Þeðar ég var að koma heim úr skólanum þá mætti ég hefðar- konu á leiðinni. I PIP JUST WHAT YOU TOLP ME..I 5AIP/HAPPY THANK56IVIN6.'.'. 50 5HE YELLEP AT ME. Ég gerði það sem þú sagðir mér að gera, sagði „Gleðilega þakkar- gjörðarhát/ð" og hún öskraði á mig. Hún hefur haldið þetta vera aulabrandara. PlírtgmmMalíili BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ánægja með 24-7 Frá Gunnari Má Gunnarssyni: SÍÐASTLIÐINN laugardag birtist hér í Velvakanda athugasemd frá konu sem sýnilega er mjög ergileg út í vikuritið 24-7 sem nú er dreift með Morgunblaðinu á fimmtudögum. Fann hún þessari nýjung allt til for- áttu. Verst fannst henni þó að geta ekki farið fram á það við áskriftar- deild Morgunblaðsins að hennar eintaki af þessu vikuriti yrði ekki dreift til hennar. Einnig þótti henni efni blaðsins ekki höfða til sín heldur þeirra sem hún kallaði „frekar þröngan lesendahóp". Loks varð henni tíðrætt um fjölskylduhagi sína. Á kona þessi tvö börn, frekar ung að aldri, og er henni meinilla við að þau komist í slíkt sorprit. Ég get því miður ekki sagt að ég sé sammála konunni. Nánast á hverjum degi fylgir Mogganum eitthvert sérblað og ekki höfða þau öli til mín. Nægir þar að nefna sérblaðið sem kemur inn um lúguna mína á miðvikudögum og nefnist Úr verinu. Ég hef lítinn sem engan áhuga á sjávarútvegi og efni tengdu honum. Aldrei hefur hvarflað að mér að krefjast þess að þetta blað berist ekki til mín. Mín lausn hefur verið, hingað til, að sleppa því einfaldlega að lesa það sem ekki höfðar til mín. Slíkt efni er ekki vandfundið í Morgunblaðinu. Afar mikið efni er í blaðinu og ekki er hægt að ætlast til að það höfði til allra sem það lesa, sem ég held að sé meirihluti þjóðarinnar. Því er afar mikið efni sem höfðar til ákveðinna hópa. Til dæmis má nefna Viðskipta- síður, Barnasögumar og Iþróttasíð- ur og svo get ég ekki annað en efast um að allar minningargreinar sem birtast í blaðinu höfði beint til henn- ar. Ég fagna því að Morgunblaðið skuli gera sitt besta til að þjóna öll- um sínum lesendum. Mér sýnist þetta nýja blað höfða til fólks á aldr- inum 18-30 ára, sem að mínu mati er langt frá því að vera lítill hópur. Efni blaðsins er að vísu ekki ýkja merki- legt. Léttmeti héðan og þaðan, hrað- soðin viðtöl við hina og þessa skemmtikrafta. En það má nú samt hafa gaman af því. Nú veit ég ekki hvort þessi grein höfðar beint til konunnar títtnefndu eða hvort hún telur hana ekki við hæfi barna sinna tveggja. Hún vill kannski hafa sam- band við áskriftardeild Morgun- blaðsins og krefjast þess að hugsan- legar greinar sem ég sendi í blaðið í framtíðinni verði ekki í hennar ein- taki af Morgunblaðinu? GUNNAR MÁR GUNNARSSON Sjávargrund 3B, 210 Garðabæ. Uin „þrælslund“ Islendinga Frá Gunnari Stefánssyni: ÁRNI Snævarr leggur furðulega lykkju á leið sína þegar hann mælir með því að íslendingar leggi meiri rækt við franska tungu. (Morgun- blaðið 20. jan.) Þessi fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins í Dan- mörku ræðst á þá stefnu að kenna dönsku í íslenskum skólum og læst ekki skilja hvers vegna það er gert, enda „opni það engar dyr“. En það er auðvitað gert til þess að undir- strika að íslendingar teljast til nor- rænna þjóða og vilja tilheyra þeim hópi. Fyrir það þurfum við að gjalda að hafa sæmilegt vald á skandína- vísku máli. Má furðu gegna að frétta- maðurinn skuli ekki vita af þessu. Hann fræðir lesendur Mbl. á að Dön- um þyki hlægilegt að íslendingar læri dönsku og líti niður á þá ef þeir sýni „þá þrælslund“ að reyna að tala danska tungu. Sjálfur virðist Ámi hafa orðið fyrir einhverju hnjaski sem íslendingur í Danmörku, hverj- ar sem skýringarnar eru á því. Ég get ekki ímyndað mér að nein- um Dana finnist það „þrælslund" að íslendingar tali við þá dönsku - með sínu lagi auðvitað. Eg hef að minnsta kosti ekki orðið þess var. Islenskir forsetar hafa til dæmis allir sýnt þessa „þrælslund" í heimsóknum sínum til Danmerkur og enginn talið það þeim til hnjóðs nema síður sé. Ég man ekki betur en Árni tæki sjónvarpsviðtal við Danadrottningu skömmu fyrir íslandsheimsókn hennar og ávarpaði hana á fullgóðri dönsku. Varla hefur hann orðið fyrir lítilsvirðingu af þessum sökum? Það er leitt að forseti Alliance francaise skuli spilla fyrir góðum málstað sín- um með hrokafullum slettum og gaspri af þessu tagi. GUNNAR STEFÁNSSON, Kvisthaga 16, Reykjavík. Rafgeymaknúin farartæki Frá Gísla Júlíussyni: VEGNA mikilla skrifa að undan- fömu um að vetnisknúðir strætis- vagnar verði líklega komnir á götur Reykjavíkur eftir um það bil 1-2 ár langar mig til að skrifa nokkrar lín- ur. Við búum í landi, þar sem gnægð er af mengunarlausri orku til að vinna raforku. Vetni er, að mínu mati, óþarfa milliliður, þar sem raforku þarf til að vinna það, og síðan þarf að vinna aft- ur úr því raforku til að knýja farar- tækin. Mér er spurn. Hvers vegna í ósköpunum er verið að fá erlend fyr- irtæki til þess að gera einhverjar til- raunir hér á landi með svokallaða vetnisknúða bíla? Hvað vakir fyrir þessum fyrirtækjum? Er ekki jafn- gott hjá þeim að gera þessar tilraun- ir heima hjá sér? Vetnisknúðir strætisvagnar era margfalt dýrari en vagnar knúðir með raforku frá rafgeymum, sem eru þegar prófaðir og í notkun víða um heim. Það þarf ekki neinar tilraunir. GÍSLIJÚLÍUSSON rafmagns- verkfræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.