Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Varðveisla leiklistar- sögunnar / „I byrjun nýrrar aldar er tímabœrt að huga að varðveislu sögu íslenskrar at- vinnuleiklistar á síðustu öld“ pnun Menningarárs- ins og öll sú dagskrá sem fylgir í kjölfarið árið á enda er hik- laust stærsta listahá- tíð sem þjóðin hefur ráðist í til þessa og fer vel á því þegar tvær helstu menningarstofnanir þjóðar- innar fagna fimmtíu ára afmæli sínu. Þar er auðvitað um að ræða Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Önnur menningar- samtök sem unnið hafa merkt og þarft starf í fimmtíu ár er Banda- lag íslenskra leikfélaga en innan vébanda þess eru öll áhugaleikfé- lög landsins. Skrifstofa BÍL hefur í gegnum árin þróast upp í að verða eins konar þjónustumiðstöð áhugaleiklistarinnar í landinu og nær þjónustan langt út fyrir raðir félaganna, þar VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson sem leikklúbb- ar framhalds- skólanna á höfuðborgar- svæðinu leita til Bí L-skrifstofunn- ar eftir alls kyns fyrirgreiðslu. Gildir þá einu hvort um er að ræða smink, gerviskegg eða hárkollur, handrit eða hugmyndir að leiksýn- ingum; allt er þetta til reiðu á skrifstofu BIL. Þar hefur í gegn- um árin verið komið upp einu skipulegasta og aðgengilegasta leikhandritasafni landsins þar sem panta má flest öll - ef ekki öll - þau leikhandrit sem einu sinni eða oft- ar hafa verið færð á svið hérlendis. Þessi þjónusta á skrifstofu BIL hefur verið unnin af ósérhlíini og algjörlega án þess að til þess hafi verið stofnað í upphafi. Tilgangur skrifstofunnar var í byrjun sá að vera hógvær upplýsingamiðstöð fyrir leikfélögin og síðar samn- ingsaðili fyrir þeirra hönd við Fé- lag leikstjóra á íslandi þar sem flestir leikstjórar er vinna með áhugaleikfélögunum eru úr röðum atvinnumanna. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og orðspor skrifstofunnar aukist og ósérhlífni hinna fáu starfsmanna er þar eru til staðar gert hana að þeirri miðstöð áhuga- leiklistar sem áður var getið. Ekkd er nema gott eitt um það að segja ef ekki væri það að í fjárhagslegum stuðningi hins opinbera við BIL er hvergi gert ráð fyrir þessari þjón- ustu eða því lykilhlutverki sem skrifstofan gegnir. Enginn annar aðili sinnir þessu hlutverki og ef stjóm BÍL tæki þá ákvörðun að draga saman seglin væri fokið í flest skjól fyrir alia þá sem gengið hafa að þjónustunni vísri á skrif- stofunni á Laugaveginum. Þegar horft er til þeirrar gríðar- legu grósku sem leiklistin hefur notið undanfarin ár - og það þrátt fyrir síaukna samkeppni æ fjölg- andi sjónvarpsstöðva, Netsins og allt hvað heitir - þá væri ekki óeðli- legt að gera þá kröfu að þjónustu- hlutverk BÍL-skrifstofunnar væri viðurkennt í verki af ríki og borg. Reykjavíkurborg og nágranna- sveitarfélögin ættu að taka hluta af þessu til sín þar sem leikstarfsemi á vegum skólanna, bæði grann- og- framhaldsskólanna, er orðin gríð- arlega umfangsmikil á hverjum vetri, tugir leiksýninga koma á svið á vegum þessara aðila og allir leita þeir til BIL eftir þjónustu. I landi þar sem tölumar um að- sókn að leiksýningum era slíkar að varla er hægt að nefna þær án þess að vera vændur um ýkjur og ósannindi væri ekki fráleitt að ætla að þar væri starfrækt eins konar þjónustumiðstöð leiklistar. Þetta mætti auðvitað hugsa í samhengi við ýmsar aðrar hugmyndir sem hafa verið uppi á borðinu í gegnum árin, t.a.m. hefur oft verið rætt um að þarft verk og nauðsynlegt væri að koma upp leiklistarsögusafni. Þar era ýmsir munir þegar komnir í glatkistuna eða liggja undir skemmdum í lélegum geymslum leikhúsanna eða í heimahúsum. Leiklistarmiðstöð með safni leik- muna, ljósmynda, búninga, módela og ekki síst handritum og góðu bókasafni er draumur sem margir hafa gælt við og orðað við ýmis tældfæri en aldrei hefur neitt orðið úr. Bæði Borgarleikhús og Þjóð- leikhús hafa nokkum vísi að slík- um söfnum en þar hefur aldrei gef- ist ráðrúm né fjárveitingar til að sinna þessu varðveisluhlutverki sem skyldi. Tæplega er heldur hægt að ætlast til þess að leikhús í fullum rekstri sinni þessu hlut- verki án þess að fá til þess eyma- merktar fjárveitingar. Þá hefur heldur ekki verið horft til þess að sagan sem nú er að ger- ast, hin geysiöfluga starfsemi sjálf- stæðra leikhópa og leikhúsa sé tek- in til varðveislu jafnóðum og hún á sér stað. Þar er enn síður hægt að ætlast til þess að fjárvana leikhóp- ar geti sinnt varðveislu ljósmynda og leikmuna og annars sem hefur sögulegt gildi. Vafalaust lendir margt af þessu í geymslu einhvers staðar en skipuleg varðveisla og aðgengileg fyrir þá sem vildu skoða síðar er ekki fyrir hendi. Leiklistin er list augnabliksins og leiksýning verður ekki varðveitt nema í huga áhorfandans, tilfinn- ingin og upplifunin sem hin lifandi list veitir verður ekki á blöð fest. Þetta er allt saman gott og blessað og margendurtekin tugga að hið eina sem eftir standi þegar tjaldið fellur sé umsögn gagnrýnenda sem segi ekki nema hálfa sögu þegar best lætur. Stundum verri sögu en enga. Vitaskuld er ýmislegt sem eftir stendur til minningar um hveija leiksýningu, handrit og vinnubæk- ur leikstjóra og listrænna stjóm- enda þar sem inn era færðar ýms- ar hugmyndir meðan að uppfærslunni var unnið. Teikning- ar og skissur era einnig til í stóram bunkum en oftast nær lítt um þær hirt eftir ftumsýningar. Þá er tæknin komin á það stig að auð- vitað væri hægt að taka hveija ein- ustu leiksýningu upp á myndband og varðveita þannig sem heimild. Vafalaust er ekkert þessu til fyrir- stöðu af hálfu leikhúsanna nema fjárskorturinn og skiljanlegt að þegar velja þarf á milli þess að setja peninga í varðveislu gamalla leiksýninga eða í sviðsetningu nýrra sýninga að hið síðamefnda hafi forgang. I byijun nýrrar aldar er tíma- bært að huga að varðveislu sögu ís- lenskrar atvinnuleiklistar á síðustu öld. Þetta er stór hluti af menning- arsögu þjóðarinnar frá því hún öðl- aðist sjálfstæði og vert að geyma hana annars staðar en bara í hug- skotinu og ylja sér við hverfular minningar úr leikhúsinu frá liðinni öld. Að leyna upplýsingum FÖSTUDAGINN 21. janúar sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Hjálmar Ámason, formann iðnaðamefnd- ar Alþingis. í greininni ítrekar Hjálmar enn einu sinni þá skoðun sína að skipulagsstjóri ríkisins hafi leynt iðn- aðarnefnd upplýsing- um á fundi sem haldinn var 15. desember 1999. Það var að ósk iðnað- amefndar sem full- trúar Skipulagsstofn- unar mættu á fund nefndarinnar 15. des- ember 1999. Á klukku- stundarlöngum fundi var annars vegar óskað eftir stuttri kynningu Skipulagsstofnunar á helstu niður- stöðum úrskurðar um mat á um- hverfisáhrifum álvers í Reyðarfirði frá 10. desember 1999 og hins vegar óskað eftir að fulltrúar Skipulags- stofnunar svöruðu fyrirspumum nefndarmanna um einstök atriði varðandi úrskurðinn. Fulltrúar Skipulagsstofnunar á fundinum vora Stefán Thors skipulagsstjóri, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir aðstoð- arskipulagsstjóri og Hólmfríður Sig- urðardóttir, sviðsstjóri umhverfis- sviðs. I fyrirspurnum nefndarmanna til fulltrúa Skipulagsstofnunar var sér- staklega vikið að tengslum mats á umhverfisáhrifum og starfsleyfis og hvort ekki hefði mátt fallast á 1. áf- anga álvers í mati á umhverfisáhrif- um og vísa frekari umfjöllun um mengunarmál til undirbúnings starfsleyfis. I svörum fulltrúa Skipu- lagsstofnunar vora skýrð tengsl mats á umhverfisáhrifum og starf- sleyfisútgáfu og ennfremur skýrt að við endanlega yfirferð þessa máls hefði komið í ljós að ekki hefðu verið efni til að fallast á framkvæmdina, hvorki fyrri né síðari áfanga. Af þessum fundi fóru fulltrúar Skipu- lagsstofnunar í þeirri trú að á stutt- um tíma hefði náðst að kynna öll að- alatriði málsins og svara spurn- ingum sem fram komu eftir því sem tök voru á. Svo reyndist ekki vera því í um- ræðum á Alþingi 18. desember 1999 um þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun hélt Hjálmar Árnason því ítrekað fram að skipulagsstjóri hefði á ofangreindum fundi, leynt upplýsingum fyr- ir nefndarmönnum iðn- aðarnefndar. Þessu hélt þingmaðurinn fram án þess að hafa leitað skýringa fulltrúa Skipulagsstofnunar eftir að hafa orðið sér úti um afrit af bréfi Hollustuverndar frá 6. desember 1999. Skipulagsstofnun brást við með þeim hætti að Hjálmari Árnasyni, formanni iðnaðarnefndar, var sent bréf dags. 19. desember 1999 ásamt 5 síðna greinargerð þar sem færð era rök fyrir því að Skipulagsstofn; un hafi ekki leynt upplýsingum. I Umhverfismál Það er mín skoðun að á milli stofnana ríkisins, ráðuneyta og Alþingis, segir Stefán Thors, eigi að ríkja gagnkvæmt traust og virðing. framhaldi af því var þess óskað að skipulagsstjóri mætti á fund iðnað- arnefndar mánudaginn 20. desem- ber til að gera frekari grein fyrir því sem fram kom í greinargerð Skipu- lagsstofnunar. Á þann fund mætti skipulagsstjóri og ítrekaði þau sjón- armið sem fram komu í greinargerð- inni. Hjálmar Amason hélt fast í sína skoðun og vísaði til bréfs frá Hollustuvernd ríkisins til Skipulags- stofnunar dags. 6. desember 1999 sem hann hafði fengið afrit af eftir fundinn 15. desember. Skipulags- stjóri benti Hjálmari á að gerð væri grein fyrir bréfinu í úrskurði skipu- lagsstjóra. Á fundinum spurði einn nefndarmanna í iðnaðarnefnd for- manninn að því hver spurning hans hefði verið til fulltrúa Skipulags- stofnunar á fundinum 15. desember, sem hann héldi nú fram að hefði ekki verið svarað. Við þeirri spurningu átti formaðurinn engin svör önnur en að rætt hefði verið um tengsl mats á umhverfisáhrifum og starfs- Sleyfisútgáfu, sem er rétt. Nú held- ur Hjálmar því fram að skipulag- sstjóri hafi ítrekað verið spurður um hvort Hollustuvernd hefði einhverja skoðun á málinu en því hefði ekki verið svarað. Auðvitað hafði Holl- ustuvernd ríkisins eins og aðrir um- sagnaraðilar skoðun á málinu. Skoð- anir Hollustuverndar komu fram í umsögnum stofnunarinnar dags. 12. og 26. nóvember og 6. desember 1999. Föstudaginn 24. desember 1999 birtist í fjölmiðlum yfirlýsing frá Hollustuvernd ríkisins þar sem tekið er undir sjónarmið Skipulagsstofn- unar og sagt að svar Hollustuvernd- ar hinn 6. desember, varði í raun ekki hina opinberu fyrirspurn held- ur snúi að síðari stigum, einkum þegar kemur að starfsleyfisgerð sem Hollustuvernd sér um. Með því taldi ég að Hjálmar væri búinn að fá tiltækar skýringar og svör. Svo reyndist ekki vera og enn heldur Hjálmar áfram. Ekki veit ég hvað það er sem vakir fyrir Hjálmari Árnasyni þegar hann aftur og aftur reynir að koma þeim skilaboðum á framfæri að draga beri í efa trúverðugleika Skipulagsstofn- unar. Ég get heldur ekki með nokkru móti séð eða skilið í hvaða tilgangi skipulagsstjóri ríkisins eða aðrir starfsmenn Skipulagsstofnun- ar ættu að leyna iðnaðarnefnd upp- lýsingum um úrskurð sem í ofanálag var þegar búið að kveða upp. Það er mín skoðun að á milli stofn- ana ríkisins, ráðuneyta og Alþingis, eigi að ríkja gagnkvæmt traust og virðing. Ég tel mig hafa í þessu máli eins og öðrum sýnt traust og virð- ingu. Það finnst mér formaður iðn- aðarnefndar Alþingis ekki hafa gert. Höfundur er skipulagsstjóri rikisins. Stefán Thors Að velja Flugleiðir EF ÞAÐ er eitthvað í þessum heimi sem fer mikið í taugarnar á mér, þá er það þegar ég sit í Flugleiðavél sem er nýlent og í hátalara- kerfinu dynur: ......og við þökkum ykkur fyrir að velja Flugleiðir.“ Oftast dynur þetta yfir mann á ensku, en engu að síður fer það jafn- mikið í taugarnar á mér. Ástæðan er sú að ég hafði ekki um neitt að velja! Flugleiðir hafa á ein- hvern undraverðan hátt, sem ég nefni oft- ast fyrirgreiðslupólitík, unnið sér inn lögbundna vemd gegn samkeppni. Þetta orsakar að við Islendingar er- um látnir punga út háum fjárhæðum, skyldum við voga okkur fljúgandi út fyrir landsteinana. Bandaríkjamenn og Skandinavar fá síðan miða í þess- ar sömu vélar á hlægilegu verði til að fylla þær á leið sinni um Atlantshaf- ið. Þegar ég var við nám á Spáni síð- asta vetur vildi ég koma heim um jól- in. Ég fór á nokkrar ferðaskrifstofur að kanna verðið fram og tilbaka. Verðið var frá 90.000 pesetum upp í 115.000 peseta. Aðspurðir hvemig fargjaldið skiptist milli flugfélaga kváðu fulltrúar ferðaskrifstofanna að Flugleiðir hirtu 2/3. Þetta skýrir að miklu leyti lítinn straum túrista hingað að vetrarlagi. Sumrin gætu einnig verið betri hjá mörgum í ferðaþjónustu, en þar sem Flugleiðir þurfa bara að anna eftirspurn sinna ferðaskrifstofa og hótela líður restin fyrir þessa ríkjandi einokun þeirra. Varðandi þetta jóla- fargjald mitt heim þessi jól, þá spurðist ég fyrir í spænskubekkn- um mínum við Háskól- ann í Barcelona hvað aðrir væru að borga fyrir sína miða. Svíar borguðu 55.000 peseta, Bandaríkjamenn 84.000 peseta o.s.frv. Ekki lýkur sögunni hérna. Án þess að vilja setja út á flugfreyjur félagsins í heild sinni, því flestar þeirra eru mjög indælar, vil ég koma á framfæri reynslu minni úr Lundúnaferð síðastliðið vor. Þannig var að ég og bróðir minn ásamt tólf Samkeppni / Eg styð samkeppni á öllum sviðum, segir Kristján Ragnar Asgeirsson. Það er kominn tími til að fara að opna frjálst markaðs- --------------7------------- kerfi á Islandi. öðrum félögum okkar vorum að koma úr helgarferð og gerðum þau afglöp að voga okkur að „velja“ Flugleiðir til baka til landsins. Við voram í mjög góðu skapi, enda búnir Kristján Ragnar Ásgeirsson að drekka nokkrar kollur af væg- sköttuðum bjór þeirra Breta. Ég er rétt sestur og bróðir minn krýpur í sæti sínu og er að tala við félaga sinn tveimur sætaröðum aftar, þegar flugfreyja ein kemur strunsandi og skipar honum að setjast réttur og þegja. Bróðir minn útskýrir að hann sé að ræða við félaga sinn. Flugfreyj- an bregst hin versta við og skipar honum að haga sér að sínum vilja, el- legar eigi hann á hættu að verða skil- inn eftir, og ég með honum. Taka skal fram að ég var á þessu stigi máls með hárkollu og sólgleraugu, sem allir á Heathrow-flugvelli og í Flug- leiðavélinni höfðu frekar gaman af, nema ofangreind flugfreyja. Til að gera langa sögu stutta þá eram við bræður settir á svartan lista varð- andi veitingar og fengum ekkert nema kalda öxl frá meginparti starfssystra þeirra, fyrir utan eina, sem var mjög indæl. Það sem ég er að koma að með þessari sögu er að ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins framkomu hjá nokkra öðra flugfélagi, enda myndi ekkert flugfélag sem ætti í sam- keppni dirfast að selja manni miða fyrir metfé og svívirða mann og hóta manni eins og þarna var gert. En þetta geta þær leyft sér, þær fáu sem hafa gaman afþví að úthúða fólki, því ekki getum við valið neitt annað. Ég styð samkeppni á öllum svið- um. Það er kominn tími til að fara að opna frjálst markaðskerfi á íslandi, því þetta er eitt spilltasta land sem ég hef nokkurn tíma komið til. Flug- ið er einokað, vínið er einokað, kvót- inn er einokaður o.s.frv. og alltaf líð- ur neytandinn fyrir þessa fyrirsjá stjórnvalda. Nei, í dag er ekki gaman að lifa á Islandi, það er íþyngjandi. Höfundur er nemi við Sam- vinnuháskólann á Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.