Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 19 VIÐSKIPTI Samherji kaupir 31,3% hlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar Samherji áfram undir kvótaþakinu ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, telur að félagið sé ekki að nálgast kvótaþakið svo- nefnda þrátt fyrir kaup á 31,3% í Hraðfrystistöð Þórshafnar í gær. Samherji kaupir 14,3% hlut í HÞ af Landsbankanum-Fjárfestingu hf. og 17% af Þórshafnarhreppi og er um langstærsta hlut í félaginu að ræða en hlutaféð skiptist á um 200 hlut- hafa sem eiga flestir lítinn hlut. Þorsteinn Már segir að Samherja- menn hafi lengi velt því fyrir sér að gott væri að vera með hlutdeild í mjölverksmiðju á öðru homi lands- ins en á Reykjanesi enda hafi veru- legu fiskmagni verið landað annars staðar. Þegar þeim hefði staðið til boða að kaupa hlut í HÞ og þeir verið hvattir til þess af mönnum á Þórs- höfn hefðu þeir farið að skoða málið nánar. Samkomulag hefði síðan náðst í fyrrinótt en skrifað var undir samninga eftir hádegið í gær. Fækka um eitt skip HÞ á frystitogarann Stakfell ÞH en hlutdeildarfélagið Skálar ehf. rekur tog- og nótaveiðiskipin Júpíter og Neptúnus. Félagið er síðan með mjölvinnslu, frystingu á uppsjávar- fiski og bolfiskafurðum og í kúfisk- verkefni. Þorsteinn Már segir að ekki séu miklar breytingar fyrirhug- aðar en áréttar að gengið hafi verið frá samkomulaginu í gær með fyrir- vara um samþykki stjórnar Sam- herja. Hann segir að að fækka þurfi um eitt skip í rekstri fyrirtækisins. Skipastóllinn sé þannig saman sett- ur að ekki hafi gengið vel að koma með síld að landi þannig að vinna mætti hana til manneldis en með skipum Samherja sé hægt að koma því við. Áður en gengið var frá samn- ingum landaði Þorsteinn EA, skip Samherja, rúmlega 1.000 tonnum af loðnu á Þórshöfn og fóru um 130 tonn í frystingu. Nýir möguleikar Jóhann B. Jónsson, framkvæmda- stjóri HÞ, segir að með því að fá inn í reksturinn mjög sterkt félag, sem sé í svipaðri starfsemi og HÞ, þýði væntanlega meira flæði hjá fyrir- tækinu á þessum tegundum. Að sögn Jóhanns eru ekki fyrir- hugaðar neinar stórar breytingar, „en þegar horft er á stóra heild skap- ast kannski möguleiki til að nýta skip betur og samnýta hluti.“ Hann segir að þetta styrki rekst- urinn og mannabreytingar séu ekki fyrirhugaðar. „Það getur vel verið að ákvörðun þess efnis komi fram síðar en við erum ekki komnir svona langt. Það eina sem hefur gerst er að búið er að kaupa þessi hlutabréf." Styrkur fyrir alla Henrý Már Ásgrímsson, oddviti sveitarfélagsins á Þórshöfn, segir að hreppurinn hafi átt hlut í HÞ frá stofnun íyrirtækisins í byrjun átt- unda áratugarins og á tímabili verið langstærsti hluthafinn. „í gegnum tíðina hefur þetta verið gert til að tryggja hér atvinnu. Sveitarfélagið hefur oftar en einu sinni komið inn með stuðning og styrk og varð stöð- ugt stærri aðili í hlutafélaginu," seg- h hann spurður um hlut hreppsins. Henrý Már segir að tvær ástæður liggi að baki sölunni. „Menn hafa trú á að það sé fyrirtækinu styrkur með aukinni samvinnu við Samherja og í öðru lagi telja menn að ekki sé ástæða til að sveitarfélögin bindi sig við fyrirtæki, þegar þau geti staðið á eigin fótum, og noti fjármagnið frek- ar í aðra hluti.“ Nafnverð söluhlutar hreppsins nam um 73 milljónum króna en sölu- verðið var 212 milljónir og var nokk- ur aðdragandi að sölunni. „Það hefur verið nokkur samvinna áður milli þessara fyrirtækja," segir Henrý Már og bætir við að þegar Lands- bankinn hafi byrjað að kaupa bréf í fyrirtækinu í nóvember með aukið samstarf einhverra fyrirtækja í huga hafi hjólin farið að snúast. Þegar við- ræður við Samherjamenn hafi byrj- að skömmu fyrir jól hafi hreppurinn komið inn í viðræðurnar. „Þeir sögðu strax að þeir vildu fá það sem þeir voru að kaupa, um 30%, og höfðu ekki áhuga á minna enda vildu þeir hafa eitthvað um málin að segja.“ Henrý Már segir að peningarnir, sem hreppurinn fái út úr sölunni, fari í að hagræða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og styðja við at- vinnuuppbyggingu eins og til dæmis ný atvinnutækifæri. „Fjármunirnir verða nýttir samfélaginu hérna til hagsbóta," segir hann. „Kjarninn í þessu er að forráðamenn fyrirtækis- ins og við höfum trú á að þetta verði styrkur þess. Það stendur til að koma með meiri afla hér í gegn og hugmyndin er að efla og styrkja frystigetu, sérstaklega í uppsjávar- afla, loðnu og sfld. Svona mætti lengi telja.“ Landsbankinn-Fjárfesting hf. eignaðist samtals 14,3% í HÞ í nóv- ember sem leið og að sögn Davíðs Björnssonar, forstöðumanns á fyrir- tækjasviði Landsbankans, var mark- aðsverðið þá frá 1,9 upp í um 2,5. Nafnverð hlutarins, sem Lands- bankinn-Fjárfesting hf. seldi í gær nam um 62 milljónum króna, en í gær var gengið á hlutabréfum í HÞ 3,15 á Verðbréfaþingi íslands. Davíð segir að ástæðan fyrir kaupum á bréfunum í nóvember hafi fyrst og fremst verið hagnaðarvon. „Okkur þótti bréfin mjög lágt verðmetin á markaði og sáum hreinlega hagnað- artækifæri fólgin í því að eignast þarna dijúgan hlut og selja aftur á hærra verði.“ Að sögn Davíðs gekk salan fyrr fyrir sig en gert var ráð fyrir. „Eins og reglur gera ráð fyrir tilkynntum við að við ættum þennan eignarhlut og í kjölfarið bárust fyrirspurnir frá ýmsum sem sýndu áhuga á bréfun- um. Samherjamenn sýndu hug í verki og luku málinu. Við áttum al- veg eins von á að eiga þessi bréf í mun lengri tíma en við áttum þau en ekki eru liðnir þrír mánuðir frá því við byrjuðum að kaupa bréf í félag- inu.“ Páskaævíntýri Heimsferða Fyrstu Með því að boka strax getur þu tiyggt þer allt að sætin um páskana með séraFslætti. ,#V kr. aFsl Fyrir Fjölskylduna. Páskamir eru einn vinsælasti feröatími ársins enda ekki aö undra, komiö frábært veður í Evrópu og gott tækifæri til aö nota frídagana og fá tilbreytingu eftir langan vetur. Heimsferöir bjóöa þér nú glæsilegt úrval spennandi páskaferöa, hvort sem þú kýst aö dveljast á yndislegri sólar- strönd á Costa del Sol, Kanarí eöa Benidorm, eöa kanna heims- borgirnar London og París. Og allsstaöar nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða. R?* - 14. apríl - 10 nætur Beint leiguflug þann 14. apríl til þessa vinsælasta áfanga- staðar viö Miðjaröarhafið. Hér nýtirþú páskadagana til fullnustu og getur valið um urval góðra hótela á ströndinni. Verð frá 46.555,- kr. M.v. hjón meö 2 börn, Santa Clara, íbúö meö 1 svefnh., 10 nætur. 54.900,- kr. M.v. 2 í studio, Timor Sol, 10 nætur. Verödæmi eru meö afslætti. Benidorm 13. apríl — 12 nætur Beint leiguflug þann 13. apríl til Benidorm. Hér getur þú valið um úrval gististaöa, góð íbúða- hótel með allri þjónustu eða íbúðir við strandgötunna og þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða ailan tímann. Verð frá 29.555,- kr. M.v. hjón meö 2 böm, fiugsæti fram og til baka, 13. april, 12 nætur. 46.455,- kr. M.v. hjón meö 2 böm, El Faro, íbúö meö 1 svefnh., 12 nætur. 54.990,- kr. M.v. 2 í íbúö meö 1 svefnherbergi, El Faro, 12 nætur. Verödeemi eru með afslætti. í A Kanari 16. apríl — 14 nætur Beint leiguflug til Kanarí, 9. og 16. apríl, þú finnur hvergi betra veður um páskana. Hér er frábært veöur á þessum árstima, um 28 stiga hiti yfir daginn og góður hiti á kvöldin. Úrval gististaöa á ensku ströndinni og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferöa. Verð frá 63.455,- kr. M.v. hjón meö 2 börn, Tanife, 2 vikur, 16. apríl. 79.290,- kr. M.v. 2 í íbúö, 2 víkur, Tanife, 16. aprfl. 68.990,- kr. M.v. 2 i herbergi, Hotel Paralell, 12 nætur meö morgunmat, 31.mars. London 14. apríl — 10 nætur Einstakt tækifæri til að fljúga til London á frábæru verði og njóta páskanna í þessari heims- borg. Við bjóðum gott úrval góðra hótela í hjarta London og nú býðst þeim sem vilja frábær valkostur, London og París í einni ferð, en það tekur aðeins 3 tíma að fara með Eurostar hraðlestinni á milii. Verð frá 14.200, - kr. Flugsæti fyrir manninn. Flugvallarskattar kr. 3.790 bætast viö. 49.200, - kr. M.v. 2 i herbergi. Roland House, Kensington, 10 nætur meö morgunmat, 14. april. Skattar kr. 3.790 bætast við. Austurstræti 17 • 101 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.