Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Endurbætt flugstöð í Eyjum opnuð Vestmannaeyjum - Flugstöðin á Vestmannaeyjaflugvelli var opnuð formlega á föstudaginn eftir end- urbætur og stækkun stöðvarinn- ar. Við athöfn sem haldin var í til- efni af því að verkinu er lokið rakti Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þær breytingar sem gerðar voru á stöðinni. í máli hans kom fram að 221 fermetra viðbygging var byggð við stöðina svo grunnflötur henn- ar er nú 810 fermetrar. Samhliða viðbyggingunni var ráðist í miklar breytingar á eldri hluta stöðvar- innar, sem tekinn var i notkun fyr- ir tuttugu árum. Lagfæringar og breytingar voru gerðar á stöðinni að utan en jafnframt voru allar innréttingar endumýjaðar og skipulagi breytt. Framkvæmdir við breytingarnar stóðu yfir í tíu mánuði og heildarkostnaður nam á níunda tug milljóna. Byggingarverktakarnir Steini og Olli hf. voru aðalverktakar en síðan kom fjöldi undirverktaka að einstökum verkhlutum. 90 þúsund farþegar fóru um völlinn í fyrra Flugmálastjóri sagði að löngu hefði verið orðið tímabært að ráð- ast í breytingar á flugstöðinni í Eyjum og gera hana rúmbetri, því mikil umferð er um flugvöllinn og eykst sífellt, en á síðasta ári fóru um 90.000 farþegar um völlinn sem er met í 54 ára sögu vallarins í Vestmannaeyjum. Breyting flugstöðvarinnar er einn liðurinn í umfangsmiklum endurbótum á flugvellinum sem fram eiga að fara samkvæmt flug- málaáætlun. Á síðasta ári voru tekin í notkun ný og öflugri flug- brautarljós á báðum brautum vall- arins og á þessu ári á að leggja nýtt slitlag á báðar brautir vallar- ins og gera miklar endurbætur á flugturni og búnaði hans. Árin 2001 og 2002 er svo ráðgert að bæta enn frekar ljósabúnað fyrir Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Samgönguráðherra, flugmálastjóri og bæjarstjórinn í Eyjum afhjúpa höggmyndina Steinflaugina eftir Orn Þorsteinsson. aðflug á flugbrautum með upp- setningu aðflugshallaljósa og leift- urljósa á norður/suður-braut og aðflugsljósa á austur/vestur braut. Þá verða sett upp Ijósaskilti með fjarlægðarmerkingum við báðar brautir og akbrautarljós við flughlað og flugskýli. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra flutti ávarp og þakkaði öllum sem að verkinu höfðu komið fyrir vel unnin störf og sagði að áfram yrði unnið að uppbyggingu vallarins með öryggismál í fyrir- rúmi. Guðjón Hjörleifsson bæjar- stjóri sagði í ávarpi sínu að hann væri afar ánægður með hversu glæsileg flugstöðin væri orðin. Þakkaði hann flugmálastjóra sam- starfið, Árna Johnsen, alþingis- manni og flugráðsmanni, fyrir sinn þátt í að koma verkinu í fram- kvæmd og hönnuðum og verktök- um fyrir góð störf. Að lokum af- henti Guðjón síðan flugmálastjóm stóra mynd af Vestmannaeyjum að gjöf frá bæjarstjórn Vest- mannaeyja og veitti flugmála- stjóri henni viðtöku fyrir hönd flugmálastjórnar. Arni Johnsen alþingismaður flutti síðan stutt ávarp og bað svo bæjarstjóra, flugmálastjóra og samgönguráðherra að afhjúpa höggmyndina Steinflaugina eftir Öm Þorsteinsson, en höggmyndin er í miðri flugstöðvarbyggingunni. Að loknum ávörpunum fluttu Litlir lærisveinar, barnakór Landakirkju, nokkur lög en að því loknu flutti Ársæll Sveinsson ávarp fyrir hönd Steina og Olla. Þakkaði hann flugmálastjórn samstarfið og færði síðan Jóhanni Guðmundssyni flugvallarstjóra blómvönd sem þakklætisvott fyrir gott samstarf. Morgunblaði4/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Fjölskyldan á Efra-Hvoli í Pálsstofu frá vinstri: Ragnheiður Ósk Guð- mundsdðttir, Páll Björgvin Guðmundsson, Bergsteinn Pálsson, Helga Pálsdóttir, Ingunn Ósk Sigurðardóttir, ekkja Páls Björgvinssonar, Ragnheiður Pálsdóttir og Magnús Ragnar Þórisson. Pálsstofa opnuð á Hvolsvelli Hvolsvelli - Nú hefur verið opnuð í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli svokölluð Pálsstofa, til heiðurs Páli Björgvinssyni frá Efra-Hvoli, fyrr- verandi oddvita í Hvolhreppi. Páll lést árið 1967 en hann var fæddur árið 1898 og sinnti hann margvíslegum málefnum og nefnd- arstörfum fyrir Hvolhrepp. Hann var lengi sýsluskrifari og sýslufull- trúi en faðir hans Björgvin Vigfús- son var sýslumaður Rangæinga. Páll var oddviti Hvolhrepps frá 1949 til dauðadags. Páll var helsti hvatamaður að byggingu félagsheimilisins Hvols og formaður byggingamefndar þess frá 1953 og þar til húsið var vígt þann 20. ágúst 1960 á afmælis- degi Páls. Bygging félagsheimilis- ins var mikið þrekvirki á sínum ti'ma fyrir fámennan hrepp. Húsið var byggt af slíkri framsýni að enn þann dag í dag er það nógu stórt fyrir þá starfsemi sem þar fer fram. Sýningar settar upp í framtíðinni í Pálsstofu verða í framtíðinni settar upp ljósmyndir og listaverk sem tengjast m.a. sögu hreppsins og sýslunnar. í anddyri hefur verið komið upp sýningarkassa sem hef- ur að geyma muni frá Páli, skjöl sem hann ritaði, skeyti og ýmislegt Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Ingunn Ósk Sigurðardóttir, ekkja Páls Björgvinssonar, við mynd af manni sínum. sem tengist störfum Páls. Þar er einnig hægt að hlusta á brot úr vígsluræðu Páls frá því húsið var vígt. Ekkja Páls, Ingunn Ósk Sigurð- ardóttir og fiölskylda færðu félags- heimilinu við opnunina 100.000 kr. að gjöf til listaverkakaupa fyrir Pálsstofu. Janúartilboð á stálvöskum Tilboðsverö 14.360,- Tilboðsverð 6.321,- Tilboðsverð 8.818,- Tilboðsverð 4.343,- I i MIKIÐ ÚRVAL Ármúla 21, 533 2020. &íjA Vinsæl endurhæfíng á Heilsustofnuninni í Hveragerði Margir koma aftur o g aftur Hveragerði - Á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags íslands, HNLFÍ, í Hveragerði, er boðið uppá fjölbreytta meðferð. Þar geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi allt frá endurhæfingu til aðstoðar við megrun eða það að hætta að reykja. Mikið er um það að gestir HNLFÍ komi aftur og aftur og má þannig sjá að fólk fær mikið út úr dvölinni á Heilsustofnun. Einn af þeim sem kemur á hverju ári er Eiríkur Vernharðsson og reynir hann að ná fjögurra vikna dvöl í hvert sinn. Eiríkur, sem er trésmiður að mennt, greindist með MS-sjúkdóminn árið 1995 og hefur framvinda sjúkdómsins verið hröð. Hann er mjög ánægður með dvöl sína á HNLFI. „Ég fæ heilmikla meðferð meðan ég er hér og meðal annars hitti ég núna kínverskan nálastungulækni sem vonandi hefur eitthvað getað hjálpað." Eiríkur var í sjúkraþjálf- un meðan hann spjallaði við frétta- ritara og barst talið þá að öðrum endurhæfingarstofnunum landsins. Ríkið tekur ekki þátt í kostnaði „Ég verð að minnast á það órétt- læti sem er í gangi varðandi þá staði sem sinna endurhæfingu. Annars staðar greiðir ríkið fyrir dvöl okkar sem þurfum á endurhæfingu að halda en hér tekur ríkið engan þátt og verðum við sjálf að borga. Það "“XSSr Morgunblaðið/Aidís Hafsteinsdóttir Eiríkur Vernharðsson í endurhæfingu: Hugaþarf að óréttlætinu. gerir það að verkum að allir borga það sama hvort sem um er að ræða fólk eins og mig sem þarf mjög á endurhæfingu að halda eða fólk sem eingöngu kemur hingað til afslöpp- unar eða hvíldar. Það þyrfti að huga að þessu óréttlæti því biðlistinn á endurhæfingarstofnanirnar sem eru ókeypis er mjög langur en hér kemst maður inn án mikillar biðar. Fólk hefur ekki val nema það hafi efni á því að greiða fyrir dvöl sína og margir setja það fyrir sig og fá því ekki þá endurhæfingu sem nauðsynleg er.“ Að lokinni dvölinni á HNLFÍ sest Eiríkur á skólabekk, en hann lýkur í vor þriggja anna námi hjá Hringsjá - starfsþjálfun fatlaðra. Þar eru fatlaðir búnir und- ir störf á vinnumarkaði eða fram- haldsnám. Hvert framhaldið verður hjá Eiríki mun ráðast af líkamlegu ástandi hans. En að einu er hægt að ganga vísu sagði Eiríkur að lokum og það er að hann mun koma aftur á Heilsustofnun. Samfylkingin stofnuð í Reykjanesbæ AÐALFUNDUR Bæjarmála- félags jafnaðar- og félags- hyggjufólks í Reykjanesbæ var haldinn 20. janúar sl. á Víkinni, Hafnargötu 80 í Reykjanesbæ. Á fundinum, sem var fjölmenn- ur, var samhljóða samþykkt að breyta nafni félagsins í Sam- fylkingin í Reykjanesbæ, segir í fréttatilkynningu. Formaður var kjörinn Bjöm Herbert Guðbjömsson, fráfar- andi formaður bæjarmálafé- lagsins. Aðrir í stjóm vom kjömir Brynjar Harðarson, Sveindís Valdimarsdóttir, Theodór Magnússon og Vil- hjálmur Skarphéðinsson. Vara- menn vom kjömir Eysteinn Eyjólfsson og Ragnar Hall- dórsson. Að loknum aðalfundinum hélt samfylkingin á Reykjanesi fund undir kjörorðinu „til móts við nýja tíma“. Guðmundur Ámi Stefánsson þingmaður flutti ávarp og Eysteinn Eyjólfsson úr stjóm félagsins greindi frá störfum þess. A fundinum gafst samfylkingarfólki í Reykjanes- bæ tækifæri til að koma skoð- unum sínum á framfæri og ræða málefni, áherslur og starfshætti Samfylkingarinnar. Tóku margir til máls á þessum fjömga fundi, m.a. Sigríður Jó- hannesdóttir þingmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.