Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 11
ræða. Samningarnir eru allir eins,
þ.e. samið um sömu kjör, enda ber
okkur samkvæmt lögum að láta
alla aðila njóta jafnræðis í viðskipt-
um af þessu tagi. Það sama á við
um samninginn sem fjarskiptanet
okkar gerir við Símann Internet
sem er sú rekstrareining Símans
sem veitir netþjónustu. Samningur-
inn er nákvæmlega eins og samn-
ingur fjarskiptanetsins við aðrar
net-þj ónustuveitur. “
Meira fyrir
peningana
Björn Davíðsson hjá netþjónust-
unni Snerpu á Isafirði vildi ekki
frekar en aðrir gefa upp hversu
hátt hlutfall af mínútugjaldinu
kæmi í hlut fyrirtækisins sam-
kvæmt tekjuskiptasamningnum.
Hins vegar lét hann uppi að sam-
kvæmt samningnum léti nærri að
fyrirtækið fengi endurgreiddar um
200 kr. fyrir hvern meðalnotanda á
hverjum mánuði. Endurgreiðslan
fæli því í sér að hægt væri að
lækka áskriftargjöld til notenda
sem því næmi.
Frír netaðgangur hefur sáralítil
áhrif haft á fjölda viðskiptavina
Snerpu. „Eins og gengur er alltaf
ákveðin hreyfing í áskrifendahópn-
um um hver mánaðamót. Okkur
telst til að um 10% fleiri hafi sagt
upp áskriftinni um áramót heldur
en venjulega. Sumum hefur gengið
vel í gegnum bankana og haldið
fríáskriftinni. Aðrii- hafa ekki sætt
sig við ákveðna byrjunarörðugleika
og eru komnir inn aftur. Frí-
áskriftin hefur að vissu leyti haft
góð áhrif. Askrifendurnir fara að
velta því fyrir sér hvaða þjónusta
fæst fyrir peningana. Við bjóðum
ekki aðeins upp á aðgang að póst-
kerfi og Neti. Smám saman hefur
þjónustan verið að þróast og hægt
er að nefna að Snerpa hafnar óum-
beðnum ruslpósti fyrir áskrifendur
Gestur G. Gestsson, markaðs-
stjóri Margmiðlunar, sagði að sára-
fáir hefðu sagt upp áskrift til að fá
frían aðgang að Netinu í gegnum
bankana. Nokkur hluti þess hóps
hefði snúið til baka og talsvert stór
hópur bæst inn í hina ýmsu þjón-
ustuflokka.
„Við höfum skipt þjónustunni
upp í nokkra þjónustuflokka. Askr-
ifendur velja sér mismikla þjónustu
og greiða áskriftargjald samkvæmt
þjónustustiginu. Þjónustan er allt
frá einföldum ókeypis aðgangi upp
í gulláskrift fyrir 1.375 kr. á mán-
uði. Margmiðlun tók nýlega upp
samstarf við Sparisjóðinn. Við-
skiptavinir Sparisjóðsins fá brons-
áskriftina hjá okkur fría. Samning-
urinn felur ekki í sér neinar
fjárupphæðir. Aðeins að við bend-
um hvor á annan enda eru báðir
góðir á sínu sviði,“ sagði Gestur en
vikið er aftur að bronsáskriftinni
síðar í greininni.
Halldór Hafsteinsson, markaðs-
stjóri netþjónustu Nýherja, sagði
að markhópur fyrirtækisins væru
fyrirtæki og stofnanir sem þyrftu
fjölbreytta og sérhæfða netþjón-
ustu. „Netþjónusta Nýherja bregst
þar af leiðandi ekki við þeirri sam-
keppni sem varðar einstaklings-
þjónustu, þar sem slík samkeppni
skarast ekki við þá þjónustu sem
Nýherji leggur áherslu á. Netþjón-
usta Nýherja er stöðugt að bregð-
ast við samkeppni sem á sér stað á
fyrirtækjamarkaði.“
Ólafur Stephensen sagðist ekki
telja að Síminn Internet biði skaða
af fríum aðgangi að Netinu í gegn-
um Landsbanka og Búnaðarbanka.
Hingað til hafi ekki orðið fækkun á
áskrifendum hjá Símanum Inter-
net. „Frír netaðgangur getur hent-
að ákveðnum hópi í þörf fyrir
grunnþjónustu á borð við póstfang
og einfaldan netaðgang. Aðrir gera
kröfur um hærra þjónustustig.
Auðvelda og hvetja til
bankaviðskipta á Netinu
Eins og áður segir urðu ísiands-
sími og Islandsbanki til að ríða á
vaðið og bjóða frían netaðgang.
Sigurveig Jónsdóttir, blaðafulltrúi
Islandsbanka, sagði að hugmyndin
með fríum aðgangi væri að auð-
velda og hvetja viðskiptavini til
bankaviðskipta á Netinu. Með því
væri verið flýta fyrir framtíðarþró-
un í átt til vaxandi bankaviðskipta
á Netinu. A því högnuðust bæði
viðskiptavinir bankans og bankarn-
ir sjálfir enda væri mun ódýrara að
reka bankaþjónustu á Netinu eftir
að þjónustunni hefði verið hleypt af
stokkunum heldur en með gamla
mátanum.
Fleiri talsmenn stóru bankanna
tóku í svipaðan streng og benti
Kristján Guðmundsson, forstöðu-
maður markaðssviðs Landsbank-
ans, á að ekki væri óeðlilegt að
bankarnir vildu vera sýnilegir á
Netinu. „Netið er að verða ein
megindreifileiðin fyrir fjármála-
þjónustu í framtíðinni. Viðskipta-
vinir sækja upplýsingar og þjón-
ustu þangað í vaxandi mæli. Ekki
er því óeðlilegt að bankarnir vilji
tryggja þar ákveðinn sýnileika og
aðgengi. Rétt eins og gert var á
sínum tíma með því að byggja upp
bankaútibú út um allt land. Maður
vill einfaldlega sjást og vera viss
um að viðskiptavinurinn viti hvern-
ig hægt er að nálgast þjónustuna
með auðveldum hætti.“
Edda Svavarsdóttir, forstöðu-
maður markaðsdeildar Búnaðar-
bankans, sagði að ákveðinn kostn-
aður hefði verið við að koma
þjónustunni á laggirnar. „Við tók-
um á okkur kostnað á móti Lands-
símanum í upphafi. Bankinn hefur
séð um kynningu á fríum netað-
gangi og skráningu. Annars er erf-
itt að nefna eina tölu í þessu sam-
ugleika hafi gætt í upphafi enda
hafi gífurlegur fjöldi tengst með
fríum aðgangi á skömmum tíma.
Nú væru tæknilegir örðugleikar að
mestu að baki og því ekkert því til
fyrirstöðu að veita fleirum fríaað-
gang. Þau taka fram að óhætt sé
að treysta því að áfram verði boðið
upp á frían netaðgang í gegnum
bankana. Viðskiptavinir þurfi ekki
að hafa áhyggjur af því að þurfa að
skipta um tölvupóstfang og snúa
sér til annarra. Bankaþjónusta
haldi án efa áfram að þróast á Net-
inu.
Undarlegt að
bankar reki
netþjónustu
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis býður viðskiptavinum sín-
um frían aðgang að Netinu í gegn-
um netþjónustufyrirtækið Marg-
miðlun. Kristinn Tryggvi Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri mark-
aðssviðs SPRON, sagði að Marg-
miðlun byði viðskiptavinum
SPRON upp á fría svokalla Brons-
áskrift. Bronsáskrift fæli í sér
nokkra viðbót við grunnþjónustu
og væri mánaðarlegt gjald fyrir al-
menna áskrifendur 483 kr. „Við
teljum undarlegt að bankarnir
skuli sjálfir reka netþjónustu. Ekki
vegna hinna netþjónustufyrirtækj-
anna heldur vegna sjálfra við-
skiptavina bankans. Netþjónustan
getur fylgst nákvæmlega með því
hvað viðskiptavinurinn er að gera á
Netinu og nýtt sér upplýsingarnar.
Bankarnir geta t.d. séð þegar við-
skiptavinir bankans fara inn á
heimabanka annarra banka og not-
að upplýsingarnar til að herja á
viðskiptavininn með upplýsingum
um sína þjónustu.
Ég er eiginlega alveg undrandi á
því að þessi umræða sé ekki uppi á
borðum. Þegar einhver utanaðkom-
andi getur farið að fylgjast ná-
nefna að notendum gefst tækifæri
til að hanna sína eigin heimasíðu
og opna þar tölvupóst til sín.
Eyþór sagði að fríaðgangurinn
væri hluti af almennri þróun í net-
aðgangi í heiminum. „Aður var
tvírukkað fyrir netaðganginn. Ann-
ars vegar með áskriftargjöldum og
hins vegar með símagjöldum. I
Bandaríkjunum hefur verið inn-
heimt fast verð fyrir innanbæjar-
símtal. I Evrópu hefur áskriftar-
hlutinn verið felldur niður. Við
ákváðum að fara sömu leið og sjá-
um ekki eftir því,“ sagði hann og
viðurkenndi að byrjunarörðugleika
hefði gætt varðandi skráningar á
Strik.is í upphafi. „Fólk hefur verið
í einhverjum vandræðum vegna
flókinna lykilorða. Við ætlum að
bæta úr því með einfaldari lykil-
orðum. Ég tek fram að við rukkum
viðskiptavini ekki fyrir 900-símtöl
vegna galla í kerfi okkar eins og
aðrir gera. Annars gengur ágæt-
lega og skráðir notendur fríað-
gangsins orðnir um 18.000. Hátt í
8% þjóðarinnar hafa skráð sig inn
á Strikið og er til samanburðar
hægt að nefna að AOL er með um
5% bandarísku þjóðarinnar á
skrá.“
Ásgeir Friðgeirsson, fram-
kvæmdastjóri íslandsnets, staðfesti
að talsverð umferð væri um Strik-
.is. „Virka daga kíkja alla jafna á
bilinu 15.000 til 17.000 manns í
heimsókn. Um helgar getur fjöldi
heimsókna dottið niður í
12.000.Vinsælustu vefirnir eru
fréttir og íþróttir. Eins hefur verið
afar ánægjulegt að fylgjast með
vinsældum Spjallþráðanna. Þar er
fólk að ræða áhugamál sín, t.d.
íþróttir, heilbrigðismál, uppeldi og
stjórnmál. Þessi vefur er næst vin-
sælastur á eftir forsíðunni," sagði
Asgeir og fram kom að Strik.is
ætti í samningaviðræðum við all-
marga aðila sem byðu þjónustu á
Björn
Davíðsson
Fríáskriftin hefurað vissu
leyti haft góð áhrif.
Ólafur P.
Stephensen
Fyrir þá kröfuhörðustu á
markaðinum erum við að
bjóða sítengingu við Netið og
margfalt meiri bandvídd en
tíðkast hefur til þessa.
Eyþór
Arnalds
Áður var tvírukkað fyrir netað-
ganginn.
Ásgeir
Friðgeirsson
Virka daga kíkja alla jafna á
bilinu 15.000 til 17.000
manns í heimsókn.
Edda
Svavarsdóttir
Fríþjónusta eins og okkar
hentar eflaust einum hópi við-
skiptavina bankans.
Kristinn Tryggvi
Gunnarsson
Netþjónustan getur fylgst ná-
kvæmlega með því hvað við-
skiptavinurinn er að gera á
Netinu og nýtt sér upplýsing-
arnar.
Halldór
Hafsteinsson
Netþjónusta Nýherja er stöð-
ugt að bregöast við sam-
keppni sem á sér stað á fyrir-
tækjamarkaði.
Gestur G.
Gestsson
Áskrifendur velja sér mis-
mikla þjónustu og greiða
áskriftargjald samkvæmt
þjónustustiginu.
Sigurveig
Jónsdóttir
Hugmyndin með fríum að-
gangi er að auðvelda og
hvetja viðskiptavini til banka-
viðskipta á Netinu.
Kristján
Guðmundsson
Netið er að verða ein megin-
dreifileiðin fyrir fjármálaþjón-
ustu íframtíðinni.
sína. Allur tölvupóstur er skannað-
ur með vírusleitarforriti og ef líkur
eru á því að verið sé að senda vírus
á milli manna er ákveðin viðvörun
send til sendanda og móttakanda.
Hingað hafa oft borist „Takk fyr-
ir“-bréf vegna viðvarana. Ekki síst
frá sendendum enda eru sendendur
hjá öðrum netþjónustum ekki vanir
því að fá svona bréf. Stefnt er að
því að bjóða áskrifendum að upp-
hringitengingum upp á að tak-
marka aðgang að ákveðnu efni í
tölvunni, t.d. klámi eða öðru, með
nokkurs konar síu frá næstu mán-
aðamótum."
Gísli Guðmundsson, þjónustufull-
trúi Islandia, netþjónustufyrirtæk-
is í eigu símafyrirtækisins Tals,
hafði svipaða sögu að segja. Nokk-
ur hópur hefði sagt upp áskrift og
fengið sér frían aðgang að Netinu í
gegnum bankana um áramót.
Flestir væru að koma aftur og væri
ástæðan ekki síst hversu dýrt væri
að greiða 99 kr. á mínútuna fyrir
símþjónustu í 900-númerum. Is-
landia lækkar áskriftargjöld úr
l. 490 kr. í 990 kr. á mánuði upp úr
næstu mánaðamótum. „Lækkunin
verður ekki á kostnað þjónustunn-
ar. Þjónustan verður þvert á móti
aukin. Ég get nefnt að innifalin
verður uppsetning á nettengingu
fyrir eina tölvu, þrjú póstföng,
námskeið fyrir tvo, heimasíðuað-
gangur og stærra heimasvæði.
Leikjaþjónn verður settur upp fyr-
ir áhugafólk um tölvuleiki til þess
m. a. að geta leikið tölvuleiki við
fólk í öðrum löndum.“
Síminn Internet kemur til móts við
þennan hóp. Ekki aðeins hefur net-
áskrift lækkað heldur er sífellt ver-
ið að þróa nýja þjónustuflokka til
að mæta mismunandi þörfum á
markaðinum. Ég get nefnt að allir
viðskiptavinir hafa verið í svokall-
aðri plús-áskrift frá og með ára-
mótum. Plús-áskrift felur í sér að-
gang að tölvupósti, Neti og
grunnþjónustu eins og fréttahóp-
um, heimasíðu og aðgangi að tækni
til að hringja og taka á móti sím-
tölum á meðan vafrað er á Netinu.
Áfram er hægt að telja og nefna
sérstakar leikja- og margmiðlunar-
áskriftir.
Ennfremur stendur til að bjóða
upp á fjölskylduáskrift til að allir í
fjölskyldunni geti fengið eigið
póstfang, netnámskeið og sérstak-
ar síur til að takmarka efnisflokka
inn á tölvurnar. Fljótlega bætist
við þjónusta undir yfírskriftinni Á
ferð og flugi og felur m.a. í sér að-
gang að svokölluðu vefskrifstofuk-
erfi. Millilandaáskrift hentar þegar
vinir og ættingjar búa á erlendri
grundu og áfram er hægt að telja.
Fyrir þá kröfuhörðustu á markað-
inum erum við að bjóða sítengingu
við Netið og margfalt meiri band-
vídd en tíðkast hefur til þessa.
Við erum í rauninni að gera ráð
fyrir að sinna öllum þörfum fyrir
mismunandi verð,“ sagði Ólafur og
hjá honum kom fram að 16.000 til
17.000 notendur hefðu tengst Net-
inu í gegnum fría áskrift Lands-
símans, Landsbanka og Búnaðar-
banka.
bandi því ýmislegt annað hefur
komið þarna inn í eins og auglýs-
ingar á Heimilisbankanum á Net-
inu og WAP-þjónustunni,“ sagði
hún og vísaði því alfarið á bug að
hægt væri að líta svo á að aðrir
viðskiptavinir bankans væru að
borga niður frían netaðgang.
Kristján Guðmundsson tók í
sama streng. „Með sömu rökum er
auðvelt að halda því fram að bank-
arnir ættu ekki að taka á sig kostn-
að við þróun og markaðssetningu á
nýrri þjónustu enda væri þjónustan
endurgreidd af viðskiptavinum
bankans. Með því móti yrði vænt-
anlega lítil þróun í bankaviðskipt-
um. Við erum einfaldlega að leggja
í ákveðinn kostnað til að auka og
bæta þjónustu við viðskiptavini.“
Þegar leitað var álits á kæru Int-
er til Fjármálaeftirlitsins vegna til-
boðs bankanna tók Edda fram að
ekki stæði til að fara að hnýsast í
viðskipti netþjónustufyrirtækjanna.
„Hér er einfaldlega um ákveðið
þróunarferli að ræða. Erlendis er
víða ýmist boðið upp á frian netað-
gang eða símþjónustu. Fríþjónusta
eins og okkar hentar eflaust einum
hópi viðskiptavina bankans. Aðrir
halda áfram að skipta við netþjón-
ustufyrirtækin. Ég held að net-
þjónustufyrirtækin séu að fara
rétta leið með því að auka þjónust-
una og bjóða upp á ákveðna þjón-
ustupakka. Fólk velur sér þjónust-
ustig og greiðir fyrir samkvæmt
því hvaða þjónusta er þegin.“
Edda og Kristján viðurkenna að
nokkurra tæknilegra byrjunarörð-
kvæmlega með hegðun þinni á Net-
inu er dulkóðaður gagnagrunnur á
heilbrigðissviðinu algjört grín í
samanburði."
8% af þjóðinni
á Strikinu
Eins og áður hefur komið fram
fylgdi Islandssími fríaaðgangi að
Netinu í gegnum Islandsbanka eft-
ir með netgáttinni Strik.is hinn 12.
janúar sl. Eyþór Arnalds, forstjóri
Islandssíma, sagði að áður en sam-
ið hefði verið við Islandsbanka
hefði fyrirtækið gert sér grein fyr-
ir því að þjónusta yrði notendur
fríaðgangs að Netinu. Íslandssími
hefði í því skyni stofnað dótturfyr-
irtækið íslandsnet til að koma að
þríhliða samningi við Íslandssíma
og íslandsbanka og reka netgáttina
Strik.is. Eftir að netgáttinni var
hleypt af stokkunum geta þiggj-
endur ókeypis netaðgangs valið um
að fara inn á Netið beint í gegnum
Islandsbanka eða með möguleika á
ýmiss konar þjónustu í gegnum
Strik.is.
I frétt í Morgunblaðinu kemur
fram að netgáttinni sé ætlað að
auðvelda notendum aðgang að efni
á hinum íslenska hluta Netsins.
Notendur hafi beinan aðgang að
fréttum, fjármálaþjónustu, verslun,
íþróttum, tónlist, menningu, tölvum
og leitarvélum. Islandssími hafi
þegar gert samninga við aðila á
borð við íslandsbanka, mbl.is., ís-
lenskar getraunir, Tölvuheima,
Hagkaup og Sjóvá-Almennar vegna
þjónustunnar. Enn er hægt að
Netinu og hefðu áhuga á að komast
að á Strikinu.
Frír aðgangur og samruni
tækninýjunga hjá Tali
Tal hóf að bjóða viðskiptavinum
sínum ókeypis netaðgang fimmtu-
daginn 20. janúar. Liv Bergþórs-
dóttir, markaðsstjóri Tals, sagði að
þjónustan hefði hingað til fyrst og
fremst verið auglýst með SMS-
skilaboðum til viðskiptavina fjTÍr-
tækisins. Viðbrögðin hefði verið
góð og alls hefðu á annað þúsund
manns skráð sig fyrir þjónustunni
frá því 6. janúar sl.
Hún sagði að öfugt við aðra sæi
fyrirtækið alfarið sjálft um fjár-
mögnun og rekstur þjónustunnar.
Netaðgangurinn væri einn liður í
að gera símann að öflugra tæki.
„Netið vinnur með annarri tækni
við að þjónusta viðskiptavininn enn
betur en áður. Ég get nefnt að
hægt er að fara inn á sitt eigið vef-
svæði á Netinu, fylla út í dagbók
og fá áminningu um stefnumót með
SMS-skilaboðatækninni í gegnum
símann. Notendur fá sendan
margmiðlunardisk með uppsetning-
arforriti til að auðvelda tenging-
una.
Frekari upplýsingar má svo fá
með ókeypis símtali frá Tal GSM-
síma í þjónustuver fyrirtækisins,“
sagði Liv og tók fram að á vef-
svæðinu gæti viðskiptavinurinn því
til viðbótar, m.a. sent tölvupóst og
fylgst með GSM-notkun sinni.
Þannig væri um ákveðinn samruna
tækninýjunga að ræða.