Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Elsku Erlend- ur minn“ Þegar pakki Erlendar í Unuhúsi var opnað- ur í Þjóðarbókhlöðunni í gær kom í ljós safn bréfa frá Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðarsyni, Stefáni frá Hvítadal, Nínu Tryggvadóttur o.fl. Hávar Sigurjónsson settist niður með Ögmundi Helgasyni, forstöðumanni Handritastofnunar, og gluggaði í nokkur bréfanna. 2 VYÝW«, .............. ............... ______ AU. ' ***, -jfca Juía- túk fj íJL iiAvim. , ^-i fbsriAa***- ííw#» U L év&l"* í*.l&frCrÆv*~ £ sJT.-*UA jJT yk/iáfo íJ 't bliítim G irMíjw -jviy kju hJtA tifí< ««\ kijL ^JpMvAy^-Uu. jJflt aI slþ&p 1%*** Jtodfcifeá.íJJLL-..J&MetdbrfÍz'*. jváu. 5u.yJ- í'vw'J- ^ní. Jt'kyur-rÁ., tdkf aÍ t 8y^Jaa»^eftli&afaiaq^£fc f lííKltilílw- SJJájk. IvI aÍ aJ Iwa* Á. V^vVV» UM'VV Aíc .ivT W|p» . iu«v .WÁÍVvr. j»***4^ 1«. Sj. 'J- Jtrr Hi». 3(l1^ — _. jí6ert/_£j.. ..jð&|£A..„4!^jk-J4r9A*^^...................IffjUr-.1.. rvife<JÍHv<4' 'iv» tfmiR-. ViMvÁífÁÍ ÚaAaí- ..i-a-----— átr. 1 Bréf frá Halldóri Kiljan Laxness til Erlendar ritað í San Francisco 25. febrúar 1928. Morgunblaðið/Ami Sæbcrg Ogmundur Helgason, forstöðumaður Handritastofnunar, Einar Sig- urðsson landsbókavörður og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir við opnun pakka Erlendar í Unuhúsi. AÐ ríkti spenna og eftirvænt- ing í sal Þjóðarbókhlöðunnar í gærmorgun þegar opna skyldi innsiglaðan kassa með gögn- um frá Erlendi í Unuhúsi. Kassann hafði Áslaug Árnadóttir, frænka Er- lends, fært safninu árið 1967 með þeim skilmálum að ekki mætti opna hann fyrr en 1. janúar 2000. Engar upplýsingar um innihald kassans fylgdu. Hafa menn því löngum rennt löngunaraugum til kassans góða sem fengið hefur að bíða í 33 ár eftir að hans tími kæmi. Kvíði og auðmýkt Borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir klippti á snærið sem bundið var utan um kassann og sagð- ist hún ganga að þessu verki með talsverðum kvíða og nokkurri auð- mýkt. Forstöðumaður handrita- deildar Landsbókasafnsins bað hana þess lengstra orða að skerða ekki innsiglið, það skyldi vai’ðveita óbrot- ið. Uppúr kassanum kom fyrst bréf frá Aslaugu Árnadóttur sem Ög- mundur las upp fyrir viðstadda en þar var tiltekið að í kassanum væri að finna bréfasafn Erlends, bréf frá Halldóri Kiljan Laxness, Þórbergi Þórðarsyni, Stefáni frá Hvitadal, Guðmundi G. Hagalín, Nínu Tryggvadóttur og fleirum auk ann- arra skjala og gagna sem Erlendur lét eftir sig er hann lést 1947. Hafði Áslaug varðveitt bréfasafnið í 20 ár og gengið vandlega frá því áður en hún afhenti það Landsbókasafni. Ekki var laust við að hendur skjalavarðanna titruðu eilítið er þeir handfjötluðu fyrstu bréfin og renndu yfir þau augum í fljótheitum til þess að finna kafla er lesa mætti upp fyrir viðstadda. Hilmir Snær Guðnason leikari var mættur á staðinn til að lesa en þegar á reyndi var skrift skáldjöfranna persónulegri en svo að hann næði að lesa sig framúr henni óundirbúinn. Ögmundur tók því að sér upplestrarhlutverkið og fórst það vel úr hendi. Nefnilega Laxness Eftir að athöfninni lauk gafst tækifæri til að setjast niður með Ög- mundi og glugga nánar í bréfin, en hafa verður í huga að öllum var full- komlega ókunnugt fyrirfram um innihald kassans og því voru nokkur bréf gripin af handahófi til þess að lesendur megi fá einhverja hugmynd um hvílíkur fjársjóður þarna leynist. Ögmundur hafði á orði að þetta hefði farið fram úr björtustu vonum þeirra; „... þó hvarflaði að manni hvort þama væri að finna einhver skrif eftir Erlend sjálfan. En hann var eins og Sókrates, skrifaði aldrei neitt sjálfur, heldur blés öðrum anda í brjóst.“ I bréfi sem Halldór Guðjónsson frá Laxnesi ritar í Berlín hinn 23. mars 1922 segir m.a.; „Meiningin er að þar sem ég býst við að dveljast erlendis kannske mestan hluta eventúellrar ævi, en nenni ekki að venja mig áaðlátamér lynda að vera alltaf kailaður foður- nafni mínu samkvæmt alls staðar tíðkuðu nafnasystemi, þá ætla ég að taka upp kenningamafn til notkunar „als rufnahme“ meðal útlendinga. Nafnið sem ég hugsa mér að taka er eignarfallsmyndin af Laxnes, nefni- lega Laxness. NB! Hér er ekki um ættarnafn að ræða heldur kenning- arnafn. Nú veit ég að einhvers konar skriffinnsku muni við þurfa til að fá lögfestingu á nafninu. Datt mér íhug að leita til þín með að koma þessu í kring fyrir mig, skrifa umsókn, leggja út peninga í bili. Hef ég skrif- að mömmu og sagt henni að ég ætli að biðja þig þessa, mundir þú kannski vilja hringja til hennar eða skrifa og láta hana vita hver útgjöld- in verða svo að hún borgi þér þau hið fljótasta." „Þarna var skemmtilegur kafli,“ segir Ögmundur og stingur bréfinu varlega aftur í umslagið. „Við verð- um að gæta þess mjög vandlega að umslögin fylgi bréfunum, annars fer allt í rugling,“ segir hann og bendir um leið á frímerk- ið. „Það er sjálfsagt fjársjóður í frí- merkjunum líka á öllum þessum bréfum.“ Umboðsmaður skálda Bréfin bera það greinilega með sér að Erlendur hefur gegnt lykilhlutverki í út- vegun peninga og ýmiss kon- ar fyrirgreiðslu fýrir Halldór Lax- ness, Þórberg og Stefán frá Hvítadal. „Erlendur hefur nánast verið umboðsmaður þeirra og sinnt ýmiss konar erindum fyrir þá hér þegar þeir voru erlendis eða utan Reykjavíkur. Peningaleysi hrjáði þá sífellt á þessum árum en Halldór segir einmitt í einu bréfanna sem hann ritar Erlendi frá Kaliforníu að frekar vilji hann drepast, en „vinna líkamlega vinnu“.“ Við grípum niður í annað bréf sem Halldór sendi frá Taormína á Ítalíu 22. júní 1925 er hann vann að ritun Vefarans mikla frá Kasmír. „ Um miðjan daginn hleypi éghler- unum fyrir gluggana og kveiki á raf- magnsljósinu í herbergi mínu og sit því sem næst klæðlaus yfir störfum mínum. Um þetta leyti dags er allt grafarþögult eins og um miðja nótt og köttur vogar sér naumast úr for- sælunni. Er maður kemur út er líkt og maður detti ofan í heitan vatnskíl og verður vita sálarlaus af hita. Dropi hefur varla úr lofti komið síðan ég kom hing- að, þó er stundum þivmuveður og djöful- gangur. Fylgja því nokkrir volgir dropar. Mér fínnst þetta ákaf- lega þægilegt en það sem helst amar að eru einhver helvítis kvik- indi sem fylla öll her- bergi á kvöldin og ætla að éta mann upp til agna eftir að rnaður er sofnaður og er skrokk- urinn á mér allur orðinn einsog als- herjar radering eftir prjónana á þessum bölvuðum skepnum. Venju- lega neyðist ég til að fara upp úr rúminu klukkan tvö og þrjú á næt- umar, taka stórt handklæði oglemja í hel allt hvað ég næ á af þessum ófögnuði. Fólkið hér sefur allt við lokaða glugga og hefur því síður af þessu að segja og neyðist ég líklega til að gera það líka hvað líður. “ Skrattans nóvellur Næst grípum við niður í bréf er Þórbergur Þórðarson ritar Erlendi frá Stokkhólmi sumarið 1923. Bréfið hefst með áhyggjum Þórbergs yfir því hvað hann hefur fitnað. Síðan segir hann: „Égskil allra manna best hin innri áhrif fítunnar, annars hefði ég aldrei getað skrifað kaflann um það í Bréfi til Láru. Vorið 1923 var ég orðinn svo feitur að þessi heimur var farinn að verða þægileg tilvera. Það eru fyrstu tákn jai-ðneskrar tortímingar en þá tók guð í taumana oglagði mig dauð- veikan í bælið oghéltmér í svelti í tíu daga. Síðan hefur þetta líf verið mér smáhelvíti, eins konar almennur menntaskóli, eftir háskólavistina í samfélagi heilagra. Það er góðsviti. Nú sendi ég þér til lestrar þrjár bækw sem eiga að geta hjálpað þér dálítið. Ein er um Lenín, hún á að halda angan byltingarínnar vakandi í hjarta þínu. Onnur er um meistar- ana, merkileg bók eftir Leadbeater, húnáað veita þér himneska mýkt og nautralisera byltingarofsann. Þriðja bókin eru ski-attans nóvellur sem mér er sagt að séu ágætar. Þær eiga að blanda hina eiginleikana hæfílega með littereri dellu. Þá verður allt eins og áður. Geymdu svo þessar bækur fyrir mig. “ Síðar í sama bréfi segir Þórberg- ur: „Annars hafa kapitalistarnir reynst mér betur en mínir elskulegu flokksbræðw. Einn skenkti mér 50 krónur þegar ég fór af landi burt. Annargaf mér 100 krónur. Sá þriðji sendi mér 130 króna virði efth• að ég kom til Stokkhólms. Ég skammast mín auðvitað fyrir að segja frá þessu ogþú skalt ekki hafa hátt um þaðþví að frá sósíalísku sjónarmiði er sagan reglulega Ijót. Ekki hef ég samt orð- ið neitt hægfara fyrir þessar sakir en pólitík mín hefur tekið á sig meira kosmískt snið.“ Mig vantar menntun Þegar litið er í bréf Stefáns frá Hvítadal skín erfið lífsbarátta skáldsins úr hverri línu. Stefán barð- ist við sára fátækt alla ævi og af bréf- unum er að sjá sem Erlendur hafi reynst honum betri en enginn við út- vegun aura fyrir nauðþurftum. I einu af elstu bréfum Stefáns til Erlends, rituðu í Hvítadal 11. októ- ber 1910, kveður þó við nokkuð ann- an tón en þar segir hann m.a.: „Mig vantar menntun umfram allt til þess að geta skrifað. Það er heimska og ekkert annað að flana út í aðrar eins torfærur og þær að fara að gefa út eftir mig á meðan maður getur ekki skrifað eina málsgrein „óskælda". Þetta er seint séð en ekki um seinan. Þrátt fyrir alla erfiðleikana og vandræðin máttu búast við mér suð- wíhaust. Égfínn að ég drepst efég verð hérheima. Vil allt eins vel drep- ast fyrir sunnan ef ég get ekki lifað. Reyndu hvað þú getur elsku vinw minn aðfá fyrir mig eitthvað aðgera. Og mikið held ég að Sigurður gamli verði vondur ef ég get ekki borgað nema 30 krónur upp í víxilinn. “ Stravinsky-ballett Við grípum að lokum niður í bréf sem Nína Tryggvadóttir ritaði Er- lendi frá New York hinn 11. apríl 1946. Tæpu ári síðar lést Erlendur og er greinilegt af niðurlagi bréfsins að Nína hefur áhyggjur af heilsufari hans. „Elsku Erlendur minn. Þakka þér ástsamlega bréfþín síð- ustu og bókina sem ég hef allt með- tekið með skilum. „Þakka“ er svo takmarkað hugtak á þvísem ég vildi segja en semsé orð hafa aldrei verið mín sterka hlið og ég veit að þú lest allar mínar tilfínningar milli línanna. Ég var orðin dálítið fátæk þegar ég fékk peningana en hafði þó hugsað mér að rcyna að vera hérna fram í maí. Éghef nefnilega verið beðin um að mála senurnai- í Stravinsky ball- ett sem á að sýna hér í maí. Þetta er eiginlega mjög mikill uppsláttw fyr- h• mig að vera beðin um að gera þetta. Hefurðu athugað að koma hingað og leita þér lækninga. Mér fínnst að þú ættir endilega að gera það. Þú getur auðveldlega búið hjá mér og ég get farið að tala við lækna fyrir þig og farið með þér hvert sem er. Þetta er svo auðvelt meðan ég er hér. Þú ættir endilega að athuga þctta. “ Lengra komumst við Ögmundur ekki í þetta sinn þó gaman væri að setjast við og lesa sig í gegnum bréfasafnið. Ógmundur segir að fræðimenn muni nú vafalaust bíða í röðum eftir að skoða bréfin þar sem þarna séu komnar fram merkar heimildir sem bæta ýmsu við menn- ingarsögu okkar á fyrri hluta 20. ald- arinnar. Hann hefur á orði í lokin að sig furði nokkuð á því að ekki skuli vera nein bréf frá Jóhanni Jónssyni í safninu. „Þau eru að minnsta kosti ekki sérmerkt eins og Áslaug Árna- dóttir hefur gert við flest hinna bréf- anna. Þó er ekki ólíklegt að sitthvað komi í ljós þegar farið verður ná- kvæmlega í gegnum safnið."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.