Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 64
MORGVNBLAÐIÐ.KRINGLAN 1,103 REYKJAVÍK,SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRl: KAUPANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. ÍSLENSKIR bátar hafa veitt um 130.000 tonn af loðnu í janúar, sam- kvæmt tilkynningum til Samtaka fiskvinnslustöðva, og er það mesti loðnuafli í janúar síðan 1990 þegar 202.000 tonn bárust á land. Þá var aflaverðmætið 780 milljónir króna en sé gert ráð fyrir að kaupendur greiði nú 5.000 kr. fyrir tonnið er aflaverð- mætið að þessu sinni um 650 milljón- Heimilisbankinn opnar útibú Notendur Heimilisbankans geta nú stundaö banka- viðskipti sin hvar sem er og hvenær sem er meö WAP farsíma Háskólasjúkrahús rætt á fundi lækna- ráðs Landspítala Spennandi kostur að mati for- mannsins Fræðimenn bíða í röðum eftir að komast í bréfasafn Erlends í Unuhúsi Mesta loðnuveiði í janúarmánuði síðan árið 1990 V er ðmæti afur ðanna ekki meira í áratug ÍSLENSKT háskólasjúkrahús var til umræðu á fundi læknaráðs Landspítalans á föstudag. Formað- ur læknaráðsins, Tryggvi Ás- mundsson, segir að háskólaspítali sé spennandi kostur og telur að með honum myndi verða þokkaleg sátt um sameiningu stóru spítal- anna í Reykjavík. ^tNefnd á vegum heilbrigðisráðu- neytis og menntamálaráðuneytis hefur málið til athugunar og Magn- ús Pétursson, forstjóri stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, hefur skipað starfshóg til að meta allar hliðar málsins. A hann að skila til- lögum að svari til nefndarinnar um miðjan mars. Háskólasjúkrahús hefur þríþætt hlutverk Með háskólaspítala yrðu báðir ^n'talarnir formlega gerðir að ein- ~um háskólaspítala en Landspítal- inn hefur að nokkru leyti gegnt því hlutverki til þessa og læknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur gegna einnig kennslustöðum við lækna- deild. Tryggvi Asmundsson, formaður læknaráðs Landspítala, tjáði Morg- unblaðinu að hlutverk háskólaspít- ala væri þríþætt, að veita sjúkling- um þjónustu, stunda kennslu og rannsóknir. Tryggvi sagði að á há- skólaspítala hefðu allir sérfræðing- ar og yfirlæknar þá skyldu að sinna kennslu og rannsóknum auk hefð- bundinna læknastarfa sinna. Hann sagði þetta í raun gert í dag bæði á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Land- Hnpítalanum. Kallar á laga- og skipulagsbreytingar Formaður læknaráðsins telur háskólaspítala vera spennandi kost. Með því yrði að hans mati þokkaleg sátt um þá sameiningu spítalanna sem rætt hafi verið um og meira jafnræði með þeim, til dæmis hvað varðar kennslustöður við læknadeild. Hann sagði að ráð- ást yrði í ýmsar skipulags- og laga- breytingar ef gera ætti spítalana að einum háskólaspítala, m.a. á yf- irsyórn. A fundinum ræddu þeir Einar Stefánsson, prófessor í augnlækn- jingum á Landspítala, og Steinn Jónsson, forstöðulæknir og kennslustjóri á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, um háskólasjúkrahús frá ýmsum hliðum og sagði Tryggvi er- indi þeirra hafa verið mjög fróðleg. FYRSTI viðburður menningarárs í Reykjavík var í gærmorgun er kassi með gögnum Erlends í Unu- húsi var opnaður í Þjdðarbókhlöð- unni. Kassinn hafði verið í vörslu Landsbókasafnsins frá þvf árið 1967 og þegar hann var opnaður kom í ljós bréfasafn Erlends; sendi- bréf frá Halldóri Kiljan Laxness, Þórbergi Þórðarsyni, Stefáni frá Hvítadal, Guðmundi G. Hagalín og Nínu Tryggvadóttur og fleirum. Var greinilegt að mönnum þótti mikill fengur að þessu og sagði Ög- mundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar, að nú biðu fræði- menn í röðum eftir að rýna í bréfin. Lesið var upp úr nokkrum bréf- anna við athöfnina og vakti sér- staka kátínu viðstaddra er lesið var úr bréfi Halldórs Laxness frá Kali- forníu er liann ritaði 1925 að þrátt fyrir peningaleysi skyldi hann „fyrr drepast en vinna líkamlega vinnu“. I öðru bréfi Halldórs til Erlends árið 1922 segist Halldór hafa hugs- að sér að taka upp kenningarnafn- ið Laxness. „Meiningin er að þar sem ég býst við að dveljast erlendis kannske mestan hluta eventúellrar ævi, en nenni ekki að venja mig á að láta mér lynda að vera alltaf kallaður föðurnafni samkvæmt alls staðar tíðkuðu nafnasystemi þá ætla ég að taka upp kenningar- nafn,“ segir í bréfinu. Biður hann síðan Erlend í Unuhúsi að koma þessu í kring fyrir sig. í einu bréfa Þórbergs Þórðar- sonar segir hann m.a.: „Annars hafa kapitalistarnir reynst mér betur en mínir elskulegu flokks- bræður. Einn skenkti mér 50 krón- ur þegar ég fór af landi burt. Ann- ar gaf mér 100 krónur. Sá þriðji sendi mér 130 króna virði eftir að ég kom til Stokkhólms. Ég skamm- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Pakki Erlends í Unuhúsi var opnaður í Landsbókasafninu í gær. Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar, Einar Sigurðsson landsbókavörður og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. ast mín auðvitað fyrir að segja frá þessu og þú skalt ekki hafa hátt um það þvi' að frá sósi'alísku sjónarmiði er sagan reglulega Ijót.“ í kjölfar þessarar athafnar opn- aði Björn Bjarnason nýjan tónlist- arvef Tónskáldafélags íslands, stuttu síðar var rýmisverkið Islandsvitinn vígt við Sandskeið að viðstöddum höfundi verksins, hin- um ítalska Claudio Parmiggiani, og forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði nýjan vísindavef. ■ Menningarborg/16,18,20 ir. Miðað við að áætlað verðmæti út- flutningsafurðanna sé tvöfalt aflaverðmætið er ljóst að heildar- verðmæti afurðanna í janúar hefur ekki verið hærra í áratug. Ástandið í loðnunni margbreytilegt „Ástandið í loðnunni hefur verið margbreytilegt í gegnum árin,“ seg- ir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, en hann hefur verið við loðnuleit á rann- sóknaskipinu Bjama Friðrikssyni undanfama daga. „Núna virðist vera meira að sjá út af sunnanverðum Austfjörðum en til dæmis í fyrra og reyndar á undan- fórnum áram, þó mikið hafi svo reynst vera af loðnu þegar upp hefur verið staðið í lokin. Að þessu sinni hefur hún hagað sér þannig að frekar hefur verið hægt að eiga við að veiða hana en oft áður á þessum tíma. Þetta er líkara því sem var hérna þegar menn fóra að fara austur í loðnu á seinni hluta áttunda áratugarins og eftir 1980,“ segir Hjálmar. Loðnuafli og verðmæti í janúar, 1990-2000 Janúar Magn, Verðmæti á árið: tonn: verðl. hvers árs: 1990 202.058 780 millj. kr. 1991 14.348 65 millj. kr. 1992 77.509 345 millj. kr. 1993 37.175 147 millj. kr. 1994 14.544 65 millj. kr. 1995 1.219 6 millj. kr. 1 1996 40.186 272 millj. kr. 1 1997 57.801 389 millj. kr. f 1998 9.921 90 millj. kr. £ 1999 53.730 368 millj. kr. Ji 2000 130.000 650‘millj., ‘áætl. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur tekið á móti um 23.500 tonnum af loðnu í mánuðinum og hafa um 2.500 tonn farið í frystingu fyrir Rússlandsmarkað en afgangurinn í bræðslu. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Björgólfur Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Sfldar- vinnslunnar. Hann segir að óneitan- lega hafi verið farið að fara um menn, þegar ekkert veiddist á sum- ar- og haustvertíð, og sumir óttast að loðnuveiðarnar væra að hrynja. Eins og ágætis Lottóvinningur „Þessi góða veiði núna bætir upp haustið og er eins og ágætis Lottó- vinningur." Björgólfur segir að lítil veiði í jan- úar í fyrra og nánast engin veiði í janúar 1998 hafi ekki verið uppörv- andi en annað sé upp á teningnum að þessu sinni. „Þegar við eram að vinna erum við að vinna að einhverri framlegð, sem við hefðum ella orðið af, og við höfum verið að vinna í loðnu nánast hvern einasta dag frá þvi fyrsta loðna kom í byrjun mánað- arins,“ segir hann. „Það er tiltölu- lega gaman að lifa núna en það væri enn meira gaman ef við væram með aðstæðurnar sem vora 1996 og 1997,“ bætir hann við og vísar til þess að þá hafi verð á mjöli og lýsi verið hátt og góð sala á Rússlands- markað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.